Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 45
Reeve á hæg-
um batavegi
CHRISTOPHER Reeve, sem
lenti í útreiðarhnjaski fyrir
skömmu, er enn í öndunarvél.
Þó segja læknar að taugamar
sem stjómi öndun leikarans séu
óskemmdar. Reeve er á föstu
fæði og hefur verið leyft að fara
í stuttar ferðir út undir bert loft.
FOLK
Michael
Jacksonját-
ar mistök
►EINS og greint var frá í blað-
inu fyrir skömmu bakaði Micha-
el Jackson sér reiði gyðinga í
Bandaríkjunum með texta lags-
ins „They Don’t Care About
Us“, eða Þeim er sama um okk-
ur, af nýjustu plötu hans, „HI-
Story“. I textanum komu fram
orðin ,jew me“ og „kike me“,
sem gyðingahópum þóttu bera
vitni um gyðingahatur.
Jackson hefur nú séð að sér
og ákveðið að taka upp nýja
útgáfu af laginu, sem kæmi í
stað þeirrar gömlu á plötunni.
Hann hefur þar með kæft niður
reiðiölduna sem skapaðist, en
ljóst er að þetta uppátæki gæti
kostað hann töluverðar fjárhæð-
ir, þar sem mikið magn plötunn-
ar er þegar komið í verslanir
og héðan í frá er eins víst að
kaupendur vilji frekar bíða eftir
nýju útgáfunni en kaupa þá
gömlu.
„Ég geri mér grein fyrir því
að ég kom við kaunin á sumum,
en það var aldrei ætlun mín. Ég
biðst innilega afsökunar," sagði
Hljómsveitin Neistar með Karl Jónatansson
og Kristbjörgu Löve í broddi fylkingar.
FÓLK í FRÉTTUM
„The
Boys
enn
upplei
►SVO virðist sem frægð
dúettsins „The Boys“ fari
sífellt vaxandi, en eins og
allir vita er hann skipaður
íslensku bræðrunum Arnari
og Rúnari Halldórssonum.
Nýlega birtist heilsíðu-
grein um þá í stærsta viku-
blaði Norðmanna, Verdens
Gang. Þar er meðal annars
sagt frá því að í kjölfar þátt-
töku þeirra í ítalska sjón-
varpsþættinum „Bravo Bra-
vissimo", hafi þeir eignast
fjölda aðdáenda um alla
Evrópu. Ásókn þeirra sé svo
mikil að fjölskyldan hafi
þurft að skipta fimm sinnum
um símanúmer. Fyrir verð-
laun sem þeir unnu í fyrr-
nefndum sjónvarpsþætti
hyggjast þeir kaupa upp-
tökutæki í heimahlj óðver sitt
sem þeir hafa í kjallaranum.
Nú eru þeir nýbúnir í skólan-
um og komnir í sumarfrí.
En þeir liggja ekki í leti í
sumarfríinu eins og margir
jafnaldrar þeirra. Væntan-
legur er innan skamms þriðji
geisladiskur þeirra og ber
hann heitið „The Boys 3“.
Þá eiga þeir að koma fram
í Sumarsýningu Dýragarðs-
ins í Kristiansand ásamt
frægum norskum skemmti-
kröftum. Þeir segjast vera
byijaðir að undirbúa
þarnæstu plötu sína og segja
að á henni verði lög eftir þá
sjálfa, en hingað til hafa þeir
aðallega flutt lög frá 6. og
7. áratugnum.
Jackson í yfirlýsingu sem hann
gaf síðastliðinn fimmtudag.
Hann heldur því fram að textinn
sé mistúlkaður af gyðingum og
boðskapur hans hafi verið öfug-
ur við túlkun þeirra. Búist er
við að útvarpsstöðvar hætti að
spila frumútgáfu lagsins, enda
yrði það sársaukalaust fyrir
þær, þar sem það hefur ekki náð
neinum vinsældum.
„Michael Jackson fór mjög
viturlega að ráði sínu,“ segir
rabbíninn Marvin Hier. „Jafnvel
þótt túlkun hans væri sú að lag-
ið talaði máli hins eilífa fórnar-
lambs, gerði hann sér grein fyr-
ir því að enginn annar leit málið
þeim augum,“ sagði rabbíninn.
Búist er við að HlStory verði
mest selda plata heimsins í ár,
en hún fór beint á topp breska
breiðskífulistans á dögunum og
var eina platan sem skákaði
„Post“, plötu Bjarkar Guð-
mundsdóttur, sem fór beint í
annað sætið.
Hljómsveitin SAGA KLASS,
ásamt söngvurunum
Guðrúnu Gunnarsdóttur
og Reyni Guðmundssyni,
Gylfi og Bubbi í GG bandi
halda uppi léttri og góðri
i /
stemnmgu a
MÍMISBAR
-þín saga!
;>
|
i;: