Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson
Dyttað að trillunni
í fjöruborðinu
ÞEIR hafa verið að fiska þokka-
lega, trillukarlarnir í Hrísey,
að undanförnu. Ragnar Vík-
ingsson, sem rær á trillu sinni
Nonna EA-32, gaf sér tíma í
blíðviðrinu til að dytta aðeins
að bátnum og dró hann í því
skyni upp í Qöru en það gera
þeir Hríseyingar þegar um tré-
báta er að ræða. Fáir eru hins
vegar eftir í eynni sem róa á
trébátum, flestir aðrir en Ragn-
ar og Árni Tryggvason eru
komnir á plastbáta.
.. A
Timburhús í Hafnarfirði
Til sölu er húsið nr. 2 við Skerseyrarveg, byggt 1930,
hæð, kjallari og ris alls 100 fm. Á hæðinni eru tvö
herb., eldhús og snyrtiherb., í risi 2 herb. og rúmgóður
kjallari. Húsið er allt nýstandsett að utan. 20 fm bílsk.
(úr timbri). Ekkert áhv. Laust strax.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
7
Setbergshlíð - Hfj.
Eigum nokkrar íbúðir eftir í þessu vandaða húsi við Klukkuberg.
Allar íbúðir með sérinngangi, til afhendingar strax tilbúnar undir
tréverk inni, lóð og hús að utan fullfrágengið. Sérmerkt stæði í
bílgeymslu og/eða bílskúr getur fylgt. Frábært útsýni, nýr golfvöll-
ur í hlaðvarpanum. Sveigjanleg greiðslukjör. Lyklar á skrifstofu.
Nánari upplýsingar hjá:
As fasteignasölu,
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði,
sími 565-2790.
AKUREYRI
Hafnarsljórn segir upp
samningi um skipulag
Oddeyrartanga
HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef-
ur samþykkt að segja upp verk-
samningi um skipulagsvinnu við
Teiknistofuna Form hf. sem er frá
því í mars árið 1991 „þar sem
upplýst hefur verið að teiknistofan
hefur tekið að sér verkefni sem
samrýmast ekki vinnu að skipulagi
fyrir Akureyrarhöfn,“ eins og seg-
ir í tillögu sem Björn Jósef Arn-
viðarson, fulltrúi í hafnarstjórn,
lagði fram og samþykkt var á
fundi stjórnarinnar á mánudag.
Teiknistofan Form hefur unnið
að deiliskipulagi á Oddeyrartanga
fyrir Akureyrarhöfn og er verkið
á lokastigi, einungis á eftir að
skipta svæðinu í lóðir, en um er
að ræða um 45 þúsund fermetra
svæði. Þar er fóðurvörudeild KEA
staðsett og fyrir liggja umsóknir
frá Eimskipafélagi íslands og
Flutningamiðstöð Norðurlands um
lóðir fyrir starfsemina. Skipta þarf
svæðinu sem til umráða er á milli
félaganna tveggja. Verktakinn,
Teiknistofan Form, hefur tekið að
sér að teikna vöruskemmu fyrir
Flutningamiðstöð Norðurlands á
þessu svæði.
Ekki hægt að uppfylla
ýtrustu óskir
„Það er ljóst að ekki er hægt
að uppfylla ýtrustu óskir beggja
félaga og því er að mínu mati um
óeðlilega hagsmunaárekstra að
ræða þegar teiknistofan hefur
jafnframt tekið að sér vinnu fyrir
annað félagið,“ sagði Björn Jósef
Arnviðarson, flutningsmaður til-
lögunnar. „Hún getur þá ekki
þjónað okkur sem hlutlaus aðili."
Björn Jósef sagði það vissulega
vont að þetta mál kæmi upp nú
þegar verið er að ljúka skipulags-
vinnunni, en það hefði ekki komið
honum á óvart að tillagan var
samþykkt samhljóða í hafnar-
stjórn þar sem augljóslega væri
verið að bijóta þær reglur sem
verktaki ætti að starfa eftir.
Einar Sveinn Ólafsson, formað-
ur hafnarstjórnar, sagði að sam-
þykkt stjórnarinnar yrði tekin til
umfjöllunar og afgreiðslu á fundi
bæjarráðs á morgun, fimmtudag.
í framhaldi af því yrði væntanlega
gerður verklokasamningur við
Form og að því loknu myndu menn
væntanlega snúa sér til skipulags-
deildar Akureyrarbæjar um að
ljúka því sem eftir er af skipulags-
vinnunni á hafnarsvæðinu.
Koma í veg fyrir óánægju
„Menn telja að þarna skarist
hagsmunir þar sem Form hefur
tekið að sér að vinna fyrir annan
þann aðila sem sótt hefur um lóð
á Oddeyrartanga og með þessari
samþykkt viljum við koma í veg
fyrir að upp komi óánægja,“ sagði
Einar Sveinn.
Bjarni Reykjalín hjá Teiknistof-
unni Formi hf. vildi ekkert segja
um málið fyrr en það hefði hlotið
fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson
ÆTTARMÓT Helga magra markar upphafið að Síðsumri í Eyjafjarðarsveit sem stendur í
ágústmánuði. Hreiðar Bjarni Hreiðarsson og Gunnar Valur Eyþórsson ásamt Kristinu Brynj-
arsdóttur voru í óða önn að setja upp sölutorgið í gær.
Síðsumar í Eyjafjarðarsveit
Ættarmót Helga magra
um verslunarmannahelgi
leikir og gamlir heyskapar-
hættir, útimarkaður og tísku-
sýning. Þá verður þar hátíðar-
samkoma Helga magra og
skoðunarferð um Grundarreit.
Meðal þeirra sem fram
koma á mótinu eru þeir Helgi
Schiöth á Frissa fríska og Ein-
ar Gunnlaugsson á Norðdekk-
drekanum, Pálmi Gunnarsson,
sr. Pétur Þórarinsson, Einar
Georg Einarsson, Iiaraldur
Bessason, glímudeildir KR og
HSÞ, harmonikuhljómsveitin
Þuríður formaður og háset-
arnir ásamt Guðjóni Pálssyni,
Einari Guðmundssyni, Jóni á
Á og Braga Hlíðberg.
ÆTTINGJAR landnáms-
mannsins Helga marga ætla
að safnast saman að Hrafna-
gili í Eyjafjarðarsveit um kom-
andi helgi, verslunarmanna-
helgina, en þar efnir félagið
Lifandi land til samkomu sem
nefnist Ættarmót Helga
magra.
Þetta ættarmót markar
upphafið að röð viðburða að
Hrafnagili nú í ágústmánuði,
sem nefnist Síðsumar í Eyja-
fjarðarsveit. Að loknu ættar-
móti tekur við sýningin Hand-
verk ’95 sem stendur dagana
10.-13. ágúst og í kjölfarið
verður efnt til sýningarinnar
Iðnaður ’95.
Undirbúningur stendur nú
sem hæst, búið er að reisa
stórt tjald á svæðinu þar sem
verður veitingasala og
skemmtanir og þá er af fullu
kappi unnið við að setja upp
sölutorg við anddyri skólans
að Hrafnagili.
Heyskaparhættir
og harmonikukvöld
Boðið verður upp á fjöl-
breytta dagskrá á mótinu um
helgina, m.a. verður þar tor-
færusýning, dráttarvéla-
keppni, kajakróður, grill-
veisla, harmonikukvöld, fornir