Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dj ass er við
allra hæfí
VEIGAR Margeirsson trompetleikari
og Óskar Guðjónsson saxofónleikari.
Fjöldi tónlistarmanna á íslandi sem
fæst við djasstónlist fer sívaxandi. Þór-
oddur Bjarnason talaði við Veigar
*
Margeirsson og Qskar Guðjónsson djass-
leikara um þátttöku þeirra í úrvalssveit
ungra djassleikara frá Norðurlöndum
fyrrísumar.
SKAR Guðjónsson er 21 árs
gamall Garðbæingur.
Hann fór ungur að leika
á saxofón og hefur m.a. numið í
tónlistarskóla FÍH undir hand-
leiðslu Sigurðar Flosasonar saxo-
fónleikara og Hilmars Jenssonar
gítarleikara. Veigar Margeirsson
er 23 ára Keflvíkingur sem hefur
lært trompetleik hjá Jónasi Dag-
bjartssyni, Ásgeiri Steingrímssyni
og Eiríki Emi Pálssyni auk náms
erlendis. Þeir hafa báðir komið víða
við og spilað með mörgum þekkt-
ustu tónlistarmönnum landsins
undanfarin ár, bæði á tónleikum
og geisladiskum.
Stórsveit Norðurlanda
Þeir voru valdir sem fulltrúar
íslands í úrvalssveit ungra djass-
leikara sem hittist til námskeiðs-
og tónleikahalds í sænska bænum
Skurup dagana 5.-19. júlí síðastlið-
inn. Valin var 22 manna stórsveit
sem æfði undir stjóm þeirra Bengt
Ame Wallin frá Svíþjóð og Slide
Hampton frá Bandaríkjunum.
„Bengt Arne er gamall jálkur
og einn þekktasti stórsveitarmaður
þeirra Svía. Slide Hampton, sem
var aðalstjómandinn, er goðsögn í
djassheiminum og hefur unnið með
öllum frægustu nöfnum djass-
heimsins í gegnum tíðina,“ sögðu
þeir Óskar og Veigar. „Slide er
mjög fínn karl, fullur af visku og
þekkingu og við lærðum mikið af
honum.“
Skurup er smábær syðst í Sví-
þjóð. „Æfingar stóðu yfir í viku
og var æft frá kl. 9.30-17. í frítím-
anum var lítið annað að gera en
að hlaða batteríin, ekki veitti af
því þetta var mjög strembið og
maður var farinn að láta veruiega
á sjá líkamlega og þá eigum við
einkum við varimar því mest
mæðir á þeim hjá blásurum. Það
myndi engum detta í hug að æfa
íþróttalið svona.
Það var einn mikilvægasti hluti
ferðarinnar að kynnast fólki í ná-
grannalöndunum sem er að gera
svipaða hluti og maður sjálfur og
það var ómetanlegt að mynda sam-
bönd sem við eigum eftir að búa
að ævilangt ,“ sögðu þeir. Eftir
þessa fyrri viku tók tónleikahald
við og spilað var á femum tónleik-
um. Fyrst voru haldnir tónleikar í
Skump áður en haldið var á alþjóð-
lega djasshátið í Árósum í Dan-
mörku. Þá var spilað í Kristianstad
í Svíþjóð og að lokum á alþjóðlegri
djasshátíð í Molde í Noregi sem er
mjög þekkt og um 30.000 manns
leggja leið sína þangað hvert sinn
er hún er haldin. Við fengum góða
innsýn í það hvemig það er að vera
„on the road“, á tónleikaferðalagi.
Langar rútuferðir og margir tón-
leikar á stuttum tíma.“
Ég hlusta á alla
tónlist nema djass
Mörgum þykir erfítt að átta sig
á djasstónlist og fínnst hún bara
fullt af nótum sem ekki er hægt
að skilja. „Fyrir mörgum er þetta
ein stór og mikil óreiða. Fólki
finnst það ekki heyra neina laglínu
og veit ekki hvenær verið er að
spinna og hvenær laglínan er leik-
in og gefur sér engan tíma til að
kynna sér eðli þessa tónlistar-
forms. Ég lendi oft í því að fólk
spyr mig hvað ég verði þegar ég
lýk námi, hvort ég verði einhvers
konar tónlistarfræðingur. Þá leyfi
ég fólki oft að hlusta á djass og
þá verður það gjarnan hrifið og
áttar sig á af hve miklu og fy'öl-
breytilegu efni er að taka,“ segir
Veigar. „Fólk er matað á dægur-
tónlistinni sem gerir minni kröfur
til þess. Sumir skilja hreinlega
ekki tónlist sem ekki er sungin."
Djasstónlist grandvallast eins
og önnur tónlist á ákveðnu formi
þar sem laglína og úrvinnslukaflar
skiptast á. En hvernig lærir maður
að vinna úr laglínum, spinna? 80%
af tímanum sem maður notar í
æfingar fer í að æfa hendingar,
(,,lick“) og hlusta á plötur annarrá
djassleikara og læra og bæta þar
með við forða sinn. Þetta er svipað
því að læra að tala, þú grípur orð
og frasa hér og þar sem þú bætir
við orðaforða þinn og aðlagar þeim
sem fyrir er. Síðan býrðu til setn-
ingar, spinnur úr þessum forða.“
Lifað af tónlistinni
Djass er 20. aldar tónlist sem
byijaði að þróast um síðustu alda-
mót og hefur kvíslast í ýmsar átt-
ir síðan. í dag spila menn bæði
hefðbundinn djass og fijálsan djass
og allt þar á milli. Á íslandi er lít-
ið um staði sem þú getur labbað
inn á og hlustað á lifandi djasstónl-
ist. Helst er það Jassbarinn við
Lækjargötu en þó segja þeir félag-
ar að þar sé núorðið farið að spila
ýmislegt annað en djass; „það gef-
ast flestir staðir upp“, segja þeir.
En þegar ekki er hægt að lifa
eingöngu á leika djass á Islandi
verða menn að vera tilbúnir að
spila annars konar tónlist til að
hafa fyrir salti í grautinn. „Ég hef
trú á fjölhæfni,“ segir Veigar. „Ég
vinn og mennta mig þannig að ég
sé fær í flestan sjó. Það sést best
á því að ég hef bæði leikið einleik
með Sinfóníuhljómsveit Islands og
farið í tónleikaferðir með hljóm-
sveitinni Mezzoforte, sem dæmi.
Ég hef einnig leikið inn á fjölda
geisladiska með ýmsum tónlistar-
mönnum. í dag er ég í plötuupptök-
um með Stórsveit Reykjavíkur."
Þeir segja að sumir i „bransan-
um“ séu á móti því að spila t.d.
ýmsa popptónlist eða sígilda tón-
list. þeir Veigar'og Óskar segja
að það dugi ekki ef lifa á af tónlist-
inni. „Oft er þetta minnimátt-
arkennd vegna þess að þeir sem
hér eiga í hlut geta kannski ekki
hlaupið í hvað sem er.“
Veigar starfar nú í sumar með
hljómsveitinni Páll Óskar og millj-
ónamæringamir en er á fömm til
Coral Gables í Flórida í ágúst þar
sem hann ætlar að stúnda fram-
haldsnám. Óskar er að ljúka prófí
í haust frá tónlistarskóla FÍH. Hann
er nú í hljóðveri með hljómsveitinni
Mezzoforte og áætlað er að fylgja
væntanlegri plötu úr hlaði með tón-
leikum erlendis .m.a. Auk þessa er
hann að spila í söngleiknum Rocky
horror picture show sem fmmsýnd-
ur verður í ágúst.
Lenging höfundarréttar í sjötíu ár
„Skref aftur á bak“
Er það bókmenntunum til heilla að lengja
vemdartíma höfunda í sjötíu ár? Þröstur
Helgason kannaði hug bókaútgefenda og
höfunda til málsins.
MORGUNBLAÐIÐ greindi
frá því í síðustu viku að
að til standi að lengja hö-
undarrétt um tuttugu ár, úr fímmtíu
ámm í sjötíu. Það þýðir að ekki má
gefa út verk látins höfundar fyrr en
sjötíu ámm eftir dauða hans nema
með leyfí erfíngja. Ástæðan fyrir
þessum breytingum mun einkum
vera sú að samræma þarf íslensku
löggjöfina ákvæðum tilskipana ESB
á sviði höfundarréttar. Blaðamaður
leitaði álits útgefenda og höfunda á
þessari breytingu og voru flestir á
því að hún væri ekki bókmenntunum
til framdráttar.
Nóg þrengt að
bókaútgáfu fyrir
Ólafur Ragnarsson, formaður Fé-
lags bókaútgefenda og frám-
kvæmdastjóri Vöku-Helgafells, seg-
ir að lenging verndartíma höfundar-
réttar muni við fyrstu sýn geta haft
ýmis áhrif á íslenska bókaútgáfu.
„Hún gæti orðið hemill á endurút-
gáfu ýmissa bókmenntaverka sem
væri æskilegt að væm aðgengileg
almenningi. íslendingar em aðilar
að ýmsum alþjóðasáttmálum um
höfundarrétt sem miða við að vemd-
artíminn sé fímmtíu ár og er því
spurning hvort ástæða sé til að
breyta þeirri gmndvallarreglu þótt
boð berist þess efnis frá Brussel.
Eins og sakir standa þykir okkur
útgefendum nóg þrengt að okkur
með skattlagningu og því síður
ástæða til að leggja fleiri steina í
götu greinarinnar og takmarka um
leið bókaval á íslenskum markaði.
Búast má við að bækur höfunda sem
eru látnir fyrir fimmtíu árum eða
fyrr og eru á markaði hækki sem
höfundarlaunum nemur ef og þegar
frumvarpið verður að lögum. Þannig
kæmi þessi breyting beint niður á
neytendum.“
Ólafur segir að almennt séð hafí
fimmtíu ára reglan verið mjög ásætt-
anleg fyrir alla aðila. „Þegar sjötíu
ár eru liðin frá láti höfundar má
hins vegar gera ráð fyrir að hundrað
ár séu liðin frá því að verkið var
skrifað og gefíð út í fyrsta sinn.
Lengingin gæti orðið til þess að fá
slík verk yrðu gefín út aftur eftir
að þau væru komin úr höfundarrétti
vegna þess að þau væm svo fjarri
smekk og áhuga þeirra kynslóða sem
þá væru uppi. Um þetta er þó erfítt
að alhæfa. Líkurnar á að verk lifi
meðal þjóðarinnar eru hins vegar
óneitanlega meiri ef þau em til á
prenti og endurútgefin í aðgengilegu
formi handa nýjum kynslóðum.“
Skref aftur á bak
Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður
rithöfundasambandsins, telur breyt-
inguna vera skref aftur á bak, m.a.
vegna þess að eftir því sem lengra
líður frá láti höfundar verða þeir
fleiri sem þarf að greiða fyrir útgáfu-
rétt, útgjöld til höfundarrétt-
Ólafur Ingibjörg
Ragnarsson Haraldsdottir
Bragi
Þórðarson
Ami
Einarsson
argreiðslna verða því meiri hjá út-
gefendum en þá penninga mætti
nýta á annan hátt. „Réttara væri
að mínu mati að nýta þessa peninga
frekar til eflingar lifandi bókmennta,
láta þá renna til útgáfu þeirra höf-
unda sem eru að skapa bókmenntir
í dag en ekki til afkomenda höfunda
sem eru látnir. Það er óréttlátt."
Ingibjörg bendir einnig á að þar
sem greiðslur vegna nota á bókum
á ýmsum söfnum séu í formi einnar
fastrar upphæðar sem dreifist niður
á rithöfunda þá skipti það máli
Nýjar bækur
• ÚT er komið Ársrit Skógrækt-
arfélags íslands, Skógræktarritið
1995. Kápan er prýdd mynd eftir
Þómirinn B.
Þorláksson
(1867-1924)
listmálaraen
hann var einn
af brautryðj-
endum íslensks
landslagsmál-
verks. Myndin
frá Húsafelli
sýnir vel stíl-
bragð Þórarins
en kyrrð og íhygli einkenndu hand-
bragðið.
Skógræktarritið er að þessu
sinni litskrúðugt og fjölmargar
fróðlegar greinar er þar að finna.
Meðal efnis má nefna grein eftir
Guðjón Friðriksson, sagnfræðing
þar sem rakin er saga tijáræktar
í höfuðborginni í máli og myndum.
Sagt er frá fræsöfnunarferð til
Kamtsjatka. Bjarni Guðmundsson,
kennari á Hvanneyri greinir frá
rannsóknum á sprettulíkum aðal-
blábeija. Sigurður Blöndal, fyrrv.
skógræktarstjóri rekur sögu sitka-
grenis í Sveinbjarnarlundi í Elliða-
árdal. Fjallað er um skjólveggi og
mikilvægi frágangs í grein eftir
Kristin Þorsteinsson og Þorstein
Egilsson. Grein um kynbætur á
birki fyrir íslenska tijárækt eftir
Þorstein Tómasson.
Ritið er sent áskrifendum en
hægt er að gerast áskrifandi eða
kaupa ritið á skrifstofu Skógrækt-
arfélags íslands, Ránargötu 18.
Ritið er 160 síður oggefið út
í 4.500 eintökum.
Sigurður
Blöndal
• ÚT er komin bókin High Days
and Holidays in Iceland eftir Áma
Bjömsson þjóðháttafræðing í þýð-
ingu Önnu H.
Yates. High
Days and Holida-
ys in Iceland er
byggð á bók
Áma um Sögu
daganna (1993)
en stytt verulega
og löguð að þörf-
um ferðafólks og
Björnsson annarra útlendra
manna sem
áhuga hafa á íslendingum, siðvenj-
um þeirra og sögu.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 120 blaðsíðurmeð um
70 myndum ogkostar 1.290kr.
hversu margir séu um hituna.
„Lenging á höfundarrétti þýðir lægri
greiðslu til starfandi höfunda."
Þrengir að okkur
Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáf-
unni segir að sér lítist fremur illa á
þessa breytingu. „Mér sýnist þetta
muni frekar þrengja að okkur en
hitt. í breytingunni felst a.m.k. eng-
in ávinningur fyrir íslenska bóka-
útgefendur en við verðum sennilega
að fylgja Evrópu í þessu eins og
öðru. Breytingin sýnist mér að muni
fyrst og fremst gera hlutina flókn-
ari og erfíðari í bókaútgáfu, hópur-
inn sem við þurfum að semja við
um útgáfu bóka verður stærri og
var hann þó oft nógu stór fyrir.“
Engin veruleg áhrif
Ámi Einarsson hjá Máli og menn-
ingu segir að þessi breyting muni
ekki hafa veruleg áhrif á útgáfu
forlagsins. „Það hefur aldrei haft
úrslitaáhrif í vali á bók til útgáfu
hvort hún hafi verið í höfundarrétti
eða ekki og ég á ekki von á að það
breytist neitt við þessa Iagabreyt-
ingu. Hún gæti þó hækkað verðið á
örfáum titlum.“
Árni segir hins vegar að honum
hafi ætíð þótt það mjög þekkileg
hugmynd að verk verði almennings-
eign eftir ákveðinn tíma. „Að þau
verði hluti af arfi mannkyns sem
allir geta nýtt og komist í á ódýran
hátt. Ég hef aftur á móti enga skoð-
un á því hvort þessi verndunartími
eigi að vera þijátíu, fimmtíu eða sjö-
tíu ár.“