Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 21
20 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 21
JMttrgonfcliifeffe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
JAFNRETTITIL
FÆÐINGAR-
ORLOFS
RÉTTUR til greiðslna í fæðingarorlofi er afar mismunandi
hér á landi og fer bæði eftir starfsgreinum og kynjum. í
fréttaskýringu, sem birtist hér í blaðinu síðastliðinn laugardag,
kemur fram að réttur feðra til greiðslna í fæðingarorlofi er afar
takmarkaður. Þar kemur jafnframt fram að á almennum vinnu-
markaði eru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi lágar, eða í
mesta lagi um 60.000 krónur. Ýmsar starfstéttir hafa þó samið
um að fá greidd full laun eða umtalsverðan hluta þeirra í fæðing-
arorlofi.
Mestan rétt að þessu leyti eiga konur, sem starfa hjá ríkinu.
Sá böggull fylgir þó skammrifi að barnsfeður þeirra og karlar,
sem starfa hjá ríkinu, eiga engan rétt til launa eða greiðslna
frá Tryggingastofnun, vilji þeir vera hjá barni sínu fyrstu mánuð-
ina í lífi þess.
Fyrirkomulag þessara mála hér á landi leiðir til þess að mjög
fáir feður taka sér fæðingarorlof; í fyrra fengu 5.499 mæður
greitt fæðingarorlof frá Tryggingastofnun, en aðeins sextán
feður! Þessi munur er fáránlegur, jafnt með tilliti tii þeirra
umræðna um jafnrétti kynjanna, sem átt hafa sér stað á Vestur-
löndum undarifarna áratugi, og þegar horft er til þarfa ungra
barna, sem þurfa ekki síður á tengslum við föður sinn en móður
að halda fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Líkast til verður aldrei
alger jafnstaða með kynjunum að þessu leytinu, vegna þess að
konur fæða börnin og gefa þeim brjóst og eru því bundnari þeim
en karlar. Hins vegar er stór munur á ástandinu hér og í Sví-
þjóð, þar sem um 40% feðra taka að meðaltali sex vikur af
fæðingarorlofi því, sem hjón eiga rétt á.
Hinar lágu greiðslur Tryggingastofnunar eru fólki með miðl-
ungstekjur eða meira auðvitað almennt ekki hvatning til að taka
sér fullt fæðingarorlof og eyða tíma með nýfæddum börnum
sínum, eins og fram kemur í áðurnefndri fréttaskýringu. Hins
vegar er líklegra, þegar hjón ákveða hvort þeirra eigi að taka
fæðingarorlof eða hvernig þau eigi að skipta því á milli sín, að
eiginkonan verði fyrir valinu, einfaldlega vegna þeirrar stað-
reyndar að launamunur kynjanna er svo mikill, að heimilið miss-
ir minni tekjur ef karlinn heldur áfram að vinna á meðan konan
tekur sér leyfi.
Sú viðtekna venja að það sé konan, sem tekur fæðingarorlof,
á aftur á móti þátt í því viðhorfi margra stjórnenda að konur
séu „óáreiðanlegri" vinnukraftur en karlar. Jafnframt er hætta
á að konur, sem starfa í umhverfi þar sem samkeppni er mikil,
dragist aftur úr körlunum og eigi þar af leiðandi erfiðara með
að klífa metorða- og launastigann. Þetta á ef til vill fremur við
í einkageiranum, þar sem réttur kvenna til greiðslna í fæðingar-
orlofi er yfirleitt lakari en hjá ríkinu.
Þannig eru þessi mál komin í eins konar vítahring. Leiðir, sem
líklegar eru til að ijúfa hann, eru í fyrsta lagi að jafna rétt
kynjanna til töku fæðingarorlofs og greiðslna meðan á því stend-
ur, í öðru lagi að tekjutengja greiðslurnar í auknum mæli til
samræmis við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar, og í
þriðja lagi að draga úr launamun karla og kvenna, sem er marg-
staðfestur og til háborinnar skammar.
BROTALÖM í
STEFNUMÓTUN
GISLI Olafsson, bæjarstjóri í hinu nýja sveitarfélagi Vestur-
byggð, sem áður var fjórir hreppar, segir í viðtali við
Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag að íbúunum finnist samein-
ing hreppanna ekki hafa uppfyllt þær vonir, sem við hana voru
bundnar. Félagsmálaráðuneytið og fulltrúar þess hafi gyllt kosti
sameiningar um of. Þó segist bæjarstjórinn telja að sameiningin
hafi verið gæfuspor, en hún muni skila sér á lengri tíma en
menn hafi haldið fram.
Gísli bætir hins vegar við að um næstu áramót standi jafnvel
til að Vesturbyggð, sem reynslusveitarfélag, taki við öldrunar-
þjónustu og málefnum fatlaðra af ríkinu. Þótt komið sé fram
yfir mitt ár sé enn allt í lausu lofti um framkvæmdina, þar á
meðal um tekjustofna, sem standa eigi undir sambærilegri eða
betri þjónustu.
Kostir sameiningar sveitarfélaga verða ekki dregnir í efa.
Fækkun og stækkun sveitarfélaga stuðlar að betri meðferð fjár
skattgreiðenda, stækkun atvinnusvæða og styrkingu sveitar-
stjórna gagnvart ríkinu og hamlar gegn fólksflótta af lands-
byggðinni. Hins vegar er auðvitað óþolandi að fyrirkomulag
mála eftir sameiningu skuli ekki hafa legið fyrir löngu áður en
ákveðið var að ráðast í átak til sameiningar sveitarfélaga.
Þessi brotalöm í stefnumótun hins opinbera átti eflaust stóran
þátt í því að sameiningartillögum var hafnað í atkvæðagreiðslum
víða um land árið 1993. Áframhaldandi seinagangur og óvissa
í málefnum reynslusveitarfélaganna, sem eiga að vera öðrum
fyrirmynd, stuðlar ekki að því að betur takist til í framtíðinni.
Drög að reglugerð um varnarvirki og húseignir á hættusvæðum tilbúin
MANNSKÆÐ snjóflóð féllu í vetur sem leið, meðal annars í Súðavík og Reykhólasveit, auk þess sem ítrekað þurfti að rýma mannvirki sök-
um snjóflóðahættu. íbúar sem áttu um sárt að binda eða óttuðust um öryggi sitt fluttu margir af snjóflóðasvæðum. Atburðir vetrarins juku
mjög kröfur um að flýta gerð reglugerðar um varnarvirki og húseignir á hættusvæðum, sem nú er til í drögum.
TJONÞOLUM
MISMUNAÐ EFTIR
VALIÁ BÚSETU
Vinnuhópur á vegum félagsmálaráðuneytis
hefur nú samið drög að reglugerð um vamar-
virki o g húseignir á hættusvæðum. Drögin
hafa verið til umsagnar hjá ýmsum aðilum
seinustu vikur og voru þeir beðnir um að skila
athugasemdum sínum fyrir 25. júlí sl. í saman-
tekt Sindra Freyssonar kemur fram að ekki
eru allir á eitt sáttir um fyrirliggjandi drög.
HELGI Hallgrímsson, for-
maður ofanflóðanefndar,
segir að hún hafi unnið
drög að reglugerð sem
hafi verið vísað til félags-
málanefndar Alþingis og loks til
vinnuhóps félagsmálaráðuneytis.
„Þarna er um hápólítískt mál að
ræða. Okkur var því ljóst að það yrði
í öllu falli að fara fyrir hið pólítíska
vald og að ráðuneytið skipaði að lok-
um vinnuhóp til að ljalla um það,
eins og var síðan gert,“ segir Helgi.
Meðal þeirra aðila sem hafa haft
drögin til umsagnar eru Samband
íslenskra sveitarfélaga, fjármála-
ráðuneytið, Fasteignamat ríkisins,
dómsmálaráðuneytið, forsætisráðu-
neytið. Anna G. Guðmundsdóttir,
fulltrúi félagsmálaráðuneytis í
vinnuhópnum, segir að aðeins ein
umsögn um drögin hafi borist, en
hinna sé eflaust að vænta á næstu
dögum.
Tilefni ófaglegrar afgreiðslu
Reglugerðardrögin gera m.a. ráð
fyrir að rísi ágreiningur um hvert sé
markaðsverð eignar sem ofanflóða-
sjóður greiði, geti húseigandi, sveit-
arfélag eða ofanflóðasjóður leitað til
dómskvaddra matsmanna. Gagnrýnt
er að reglugerðin kveður á um að
þeir skuli vera tilnefndir hveiju sinni
af héraðsdómi í því umdæmi sem
húseign er, þar sem auðvelt er að
túika textann svo að matsmenn eigi
að vera heimamenn, auk þess sem
ekki sé kveðið á um faglegar kröfur
til matsmanna um að þeir hafi víð-
tæka þekkingu á markaðsverði og
kostnaðarmati. Ekki er tal-
ið forsvaranlegt að svo sé,
enda óeðlilegt ef t.d. Súð-
víkingar hefðu verið fengn-
ir til að meta tjónið í Súða-
vík, svo dæmi séu tekin.
„Þetta ákvæði er öðruvísi en ofan-
flóðanefnd var búin að leggja til og
enn er um að ræða drög sem vinnu-
hópurinn telur sig ekki bundinn af.
í raun hef ég ekki lýst mig sammála
þessu ákvæði, enda lagði ofanflóða-
nefnd annað til,“ segir Guðjón Peters-
en, framkvæmdastjóri Almanna-
varna, sem situr af hálfu ofanflóða-
nefndar í vinnuhópi þeim er vinnur
að endanlegri gerð reglugerðarinnar.
„Við bíðum hins vegar eftir að fá
umsagnir um drögin og gerum okkur
grein fyrir að eflaust verði þær þess
eðlis að þörf sé á að endurskoða
ýmis ákvæði.“
„Þetta ákvæði getur kallað á spill-
ingu, hrossakaup kunningja og ófag-
lega afgreiðslu mála,“ sagði einn við-
mælanda Morgunblaðsins. „Ekki að-
eins getur þetta sett viðkomandi
matsmenn í afar óþægilega aðstöðu,
heldur er það ótækt að matsmatur
geti átt einhverra hagsmuna að gæta,
beint eða óbeint."
Anna G. Guðmundsdóttir kveðst
skilja umrætt ákvæði svo að héraðs-
dómstólar í viðkomandi umdæmi eigi
að skipa matsmenn en það
sé ekki hugsað svo að þeir
komi úr sama umdæmi.
„Þetta var alls ekki hugsað
þannig og það eru fordæmi
fyrir því í öðrum lögum að
dómstólar skipi matsmenn. Auðvitað
treystir maður dómurum til að skipa
menn sem eru hlutlausir og með
þekkingu á því sem þeir eiga að
gera,“ segir Ánna. Hún tekur fram
að um frumdrög sé að ræða, sem
hópurinn telji sig ekki bundinn af.
„Við munum skoða þessi drög í ljósi
umsagna eftir að þær berast og taka
mið af þeim,“ segir hún.
Ekki sömu bætur
Sérstaklega er gagnrýnt ákvæði
um að ef húseigandi eigi ekki kost á
„sambærilegri húseign í sveitarfélag-
inu til kaups og byggi hann nýja
húseign í sveitarfélaginu til íbúðar
fyrir sig og fjölskyldu sína, er heim-
ilt að miða greiðslu við brunabótamat
húseignar. Sé brunabótamat hærra
en endurbyggingarverð skal miða við
endurbyggingarverð." Þarna er bent
á tvo alvarlega galla. í fyrsta lagi
sé gert upp á milli þeirra sem byggja
í viðkomandi sveitarfélagi eða flytja
í burtu. Menn njóti með öðrum orðum
ekki sama réttar eftir ákvörðun sem
þeir taka um búsetu. Lög leyfi al-
mennt ekki mismunun og því sé þetta
ákvæði staðleysa, auk þess sem þeir
er flytja burt geta gert kröfur um
sömu bætur og þeir sem eru um
kyrrt og byggja á staðnum.
í áliti félagsmálanefndar Alþingis
segir að „áhersla er lögð á að sveitar-
félagið nái samningum við húseig-
endur og hljóta þar að vera lagðir
til grundvallar heildarhagsmunir
sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd
lítur svo á að sé slíkt lagt til grund-
vallar sé eðlilegt að sveitarfélagið
geri samninga um mismunandi
greiðslur eftir því hvort verið sé að
greiða fjárhæð vegna þess að viðkom-
andi hyggist byggja að nýju innan
sveitarfélagsins eða hvort viðkom-
andi ætli að kaupa sér annað hús-
næði. Nefndin álítur því sanngjarnt
að sveitarfélög geti lagt til grundvall-
ar sem viðmiðun að sé eiganda hús-
eignar, sem keypt er vegna varnarað-
gerða, úthlutað lóð undir nýtt hús í
sama sveitarfélagi, skal greiða fyrir
eignina vátryggingaijárhæð viðlaga-
tryggingar (bmnabótamat) og skal
greiða ijárhæðina eftir því sem bygg-
ingaframkvæmdum miðar. Að öðrum
kosti skal greiða samkvæmt fast-
eignamati.“
„Ofanflóðanefnd var ekki með
þetta í sínum drögum, en það sem
ræður þessu er að í nefndaráliti fé-
lagsmálanefndar Alþingis
er gert ráð fyrir að frekar
sé hvati til að byggja aftur
í sama sveitarfélagi. Emb-
ættismenn ráðuneytisins
töldu sig bundna af þess-
um vilja Alþingis um að koma þessu
fyrir einhvers staðar í texta. Ofan-
flóðanefnd hefur hins vegar talið að
ekki megi mismuna fólki,“ segir Guð-
jón. „Ofanflóðanefnd taldi raunar
varasamt að vera með svo nákvæm-
lega leiðbeinandi reglur, en meiri-
hluti vinnuhóps félagsmálaráðuneytis
taldi sig vera bundinn af þessu áliti
félagsmálanefndar af því að það
væri grunnur að þeim lögum sem
sett verða, eða frekari lögskýring.“
Álit félagsmálanefndar
viðmiðun
Anna segir að hafa verði í huga
að hópurinn hafi talið sig talsvert
bundinn af áliti félagsmálanefndar
Alþingis. „Álitið er að mínu mati lög-
skýringargagn á lögunum og þar eru
sett fram ákveðin sjónarmið varðandi
húsakaup sem við tókum mið af.
Meginreglan er sú að fólk sé í sömu
stöðu og það var, þannig að miðað
er við að gera fólki kleift að kaupa
húseign á sama stað og það hefur
búið á. Þessari undantekningareglu
varðandi brunabótamatið á því bara
að beita ef fólk á ekki kost á húseign
í sama sveitarfélagi. Annars vil ég
sem minnst tala um þessi drög, því
að þau eru á frumstigi og finnst ekki
tímabært að tjá mig um einstök atr-
iði,“ segir Anna.
Samkvæmt reglugerðardrögunum
má einnig bæta húseiganda allt að
nývirði hússins, þ.e. kostnað við að
byggja nýtt hús. „Ef menn hugsa sér
hálfkarað eða illa farið hús með háu
brunabótamati, jafnvel hærra en ný-
virði hússins, í litlu sveitarfélagi þar
sem ekki er neina lausa eign að finna,
getur húseigandi fengið bætur sem
samsvara kostnaði við að byggja
nýtt hús. Flestir hljóta að sjá hversu
afleitt þetta ákvæði er og ekki við
hæfi að menn geti hagnast á tjóni
sem þeir verða fyrir, umfram umfang
tjónsins," sagði einn viðmælanda
Morgunblaðsins. Ekki sé
rætt um atvinnuhúsnæði í
þessu ákvæði sem þyki
einnig orka tvímælis.
Einnig er bent á að í sjö-
undu grein reglugerðarinn-
ar er talað um að ofanflóðasjóður
greiði ekki kostnað vegna kaupa á
löndum og lóðum, nema það sem
nauðsynlegt sé vegna bygginga varn-
arvirkja. Spurt er um lóðir sem til-
heyra húseignum, hvort þær eigi
ekki að fylgja með í kaupunum eða
fylgja með án greiðslu fyrir.
Þörf á að
endurskoóa
ákvæði
Ekki faglegar
kröfur til
matsmanna
Áhrif jarðskjálfta á raforkukerfi
TOGNAZZINI telur að Landsvirkjun hafi gert ýmsar nauðsynlegar
ráðstafanir til að draga úr áhrifum jarðskjálfta á raforkukerfið.
Mínni áhrif
með réttum
ráðstöfunum
Landsvirkjun hefur staðið sig prýðilega í því
að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga
úr áhrifum j arðskj álfta á mannvirki fyrirtæk-
isins að mati Ronalds A. Tognazzini jarð-
skjálftafræðings frá Bandaríkjunum.
RONALD segir
þetta athyglis-
vert í ljósi þess,
að jarðskjálftar
hafi aldrei haft áhrif á
starfsemi Landsvirkjunar.
Ronald hefur síðustu daga
gert úttekt á spennistöðv-
um Landsvirkjunar og
hugsanlegum áhrifum
jarðskjálfta á raforkukerfi
landsins í boði Landsvirkj-
unar.
Hann segir að íslend-
ingar verði að gera ráð
fyrir stórum jarðskjálfta
og undirbúa sig sam-
kvæmt því. Landsmenn
verði jafnframt að gera
sér ljóst að hægt er að
draga verulega úr áhrifum jarðskjálfta
og spara fjármuni um leið með því
að gera ráðstafanir til að vernda raf-
veitumannvirki.
Eigum margt eftir ólært
Jarðskjálftafræðingurinn hefur um
langt árabil starfað fyrir Department
of Water and Power í Los Angeles
og hefur sérhæft sig í því hvemig
vernda megi raforkukerfi fyrir skað-
legum áhrifum jarðskjálfta. „Ég tel
að stóri jarðskjálftinn í Los Angeles
árið 1994, sem var 6,7 á Richter,
hafi fyrst og fremst leitt í ljós hvað
við eigum margt eftir ólært,“ sagði
Ronald í viðtali við Morgunblaðið.
„Jarðskjálftinn í Los Angeles olli
gífurlegum skemmdum. Sumt er hægt
að meta til fjár og lauslega áætlað
nam heildartjón um 20 milljörðum
dollara. Fjárhagslegt tjón rafveitu Los
Angeles-borgar nam nokkrum tugum
milljóna dollara eða um 9 milljörðum
íslenskra króna. Ekki er hægt að
meta til fjár skaðleg áhrif jarðskjálft-
ans á íbúa, einkum börn og unglinga."
Tjón gat orðið þrefalt meira
Ronald segir að raforkukerfið hafi
fallið saman og borgin myrkvast al-
gjörlega eftir skjálftann. Spennibreyt-
ar biluðu og varaaflskerfi borgarinnar
hafði ekki undan. Hann segir að áhrif
jarðskjálftans hafi orðið miklu meiri
en menn gátu átt von á. Engu að síð-
ur telur Ronald að þær ráðstafanir
sem gripið hefur verið til eftir jarð-
skjálftann í Los Angeles árið 1971,
sem var jafn stór og skjálftinn í fyrra,
6,7 á Richter, hafi dregið mjög úr
áhrifum stóra skjálftans á raforku-
kerfin á svæðinu og kom-
ið í veg fyrir enn frekan''-
skemmdir. „Óhætt er að
áætla að tjón hefði orðið
þrefalt meira ef ekki hefði
verið gripið til þessara
ráðstafana."
Uppbygging
raforkukerfis
framúrskarandi
á íslandi
Margar ráðstafanir
Landsvirkjunar til að búa
sig undir stóran jarð-
skjálfta og óumflýjanleg
áhrif slíkra náttúruhamf-
ara eru áhugaverðar og
fagmannlegar að mati
jarðskjálftafræðingsins. _
„Uppbygging raforkukerfisins og lega
háspennulína er til að mynda framúr-
skarandi og mun fullkomnari en í
mínu heimalandi. Háspennulinur
mynda heilan hring um landið sem
gerir það að verkum að minni hætta
er á rafmagnsleysi á stórum svæðum
fyrir áhrif óhapps á einum stað,“ seg-
ir Ronald.
Þyldi ekki stóran
skjálfta að fullu
Að óbreyttu þyldi þó raforkukerfíð
ekki að fullu stóran jarðskjálfta, að
mati Ronalds, þar sem hluti tækjabún-
aðar er.of gamall. Afleiðing þess yrði
rafmagnsleysi og tjón á búnaði. „í
mörgum tilfellum má aftur á móti
gera lagfæringar á hönnun og skipu-
lagi raforkukerfisins til áð koma í veg
fyrir skemmdir. Ég hef veitt ráðlegg-
ingar um hvernig taka megi á þessum
vandamálum, einkum í smáum, tækni-
legum atriðum. Fulltrúar Landsvirkj-
unar koinu til Los Angeles eftir
skjálftann í fyrra í því skyni að læra
af reynslunni og eins mun ég koma
hingað til lands ef stór jarðskjálfti
skekur ísland í því skyni að méta
áhrif jarðskjálftans og tjón af völdum
hans á raforkukerfið."
Ronald taldi erfitt að spá fyrir um
hugsanleg áhrif skjálfta á raforkuver
og önnur mannvirki. I því efni skipti
stærð hans og upptök lykilmáli.
Skjálfti sem mældist 5 á Richter ylli
ekki skemmdum nema upptök væru
mjög nálægt mannvirkjum. Skjálfti
sem mældist 7 á Richter gæti aftur
á móti haft víðtækari áhrif jafnvel
þótt upptök væru fjarri byggð og
mannvirkjum.
Ronald A.
Tognazzini