Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 25
MIIMIMINGAR
C!
4
4
JONAS
PÁLSSON
+ Jónas Pálsson sjómaður var
fæddur á Raufarhöfn 12.
nóvember 1947. Hann lést 13.
júlí 1995 og var jarðsunginn frá
Raufarhafnarkirkju 20. júlí síð-
astliðinn.
4
<a
4
4
4
«
4
Ö
'VsiUngohú/ið
GAPi-inn
Sími 555-4477
eins
ÞAÐ er sólríkur sumardagur. Gróð-
urinn sem óðast að komast í fullan
skrúða eftir harðan vetur. Þá berst
okkur fregnin um andlát Jónasar
Pálssonar. Svo skyndilega og
óvænt, það er eins og ský dragi
fyrir sólu. En staðreynd engu að
síður sem ekki verður umflúin.
Kynni Jónasar og fjölskyldunnar
hófust þegar hann og Madda okkar
hófu sambúð sína. Við fyrstu kynni
virtist hann stundum svolítið harður
og jafnvel htjúfur, eins og stundum
er um duglega menn. En fljótt fund-
um við að það risti ekki djúpt, og
undir bjó mikil hlýja og góðvild sem
við nutum í ríkum mæli. Jónas fór
snemma að vinna eins og títt var
um unga menn á þeim árum. Sfldar-
árin kröfðust þess að allir þeir sem
vettlingi gátu valdið tækju til hend-
inni. A vetuma fór hann á vertíð
suður með sjó eða var á togurum.
Trilluútgerð hóf Jónas ásamt bróður
sínum Arnþóri, en síðar eignaðist
hann sinn eigin bát og stundaði
grásleppu og handfæraveiðar frá
Raufarhöfn. Þrátt fyrir að sjósókn
og vinna við sjávarafla væri aðal-
starf Jónasar lét hann ekki síður
til sín taka við sveitastörf.
Nutum við hér á Smjörhóli dugn-
aðar hans og atorku í ríkum mæli.
Alltaf var hann boðinn og búinn til
aðstoðar, hvort heldur sem var við
heyskap eða annað. Göngur og rétt-
ir vora í miklu uppáhaldi hjá hon-
um, og flest haust fór hann í göng-
ur í Oxarfirði og Þistilfirði. Jónas
hafði gaman af hestum og nú hin
síðari ár átti hann hesta sjálfur.
Hann var á sínum uppáhalds hesti
þegar kallið kom.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka Jónasi alla hans
aðstoð og þann velvilja sem hann
sýndi okkur tengdafólki sínu.
Elsku Madda okkar. Missir þinn
og íjöiskyldu þinnar er mikill. En
minningarnar eru margar og ljúfar.
Við biðjum góðan guð að styrkja
ykkur í sorginni. Einnig sendum
við öldruðum föður, systkinum hans
og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðj-
ur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Svava, Birgir, Mæja,
Magnús og fjölskyldur.
Kveðja frá kirkjukór
Raufarhafnar
Það Var mikil harmafregn er við
fréttum að vinur okkar og söngfé-
lagi til margra ára, Jónas Pálsson,
væri allur. Við gátum vart trúað
því að við sæjum hann ekki aftur,
mundum ekki hitta hann úti á götu
eða hafa hann með okkur á æfing-
um framar. Þetta var svo snöggt
og óvænt. Það er ekki auðvelt að
viðurkenna og sætta sig við að
maður á besta aldri sé hrifinn frá
fjölskyldu og vinum svo fljótt.
Það hefur verið okkur í kórnum
mikil ánægja og heiður að hafa
fengið að kynnst og umgangast
Jónas í gegnum árin, og fá að kynn-
ast þeim manni sem hann hafði að
geyma. Hann hafði mjög ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og hikaði ekki við að segja þær
umbúðalaust ef honum sýndist svo.
Það var oft óhjákvæmilegt að það
líkaði ekki öllum en um slíka menn
er oft sagt að þeir komi til dyranna
Crfisdrvkkjur
og þeir eru klæddir og það
gerði Jónas Pálsson.
Jónas var glaðvær og hafði mik-
ið skopskyn og þó að þeir sem ekki
þekktu hann kynnu ekki alltaf að
meta kímni hans var hún vinum
hans sem gimsteinn og eitt af hans
dýrmætu persónueinkennum. Þeir
sem voru svo heppnir að fá að kynn-
ast Jónasi og ná að meta hann að
verðleikum, þeim var hann sannur
vinur og félagi og gamansemi hans
oft uppspretta mikillar kátínu. Við
í kirkjukómum höfum verið svo lán-
söm að hafa haft hann sem félaga
og vin til fjölda ára og söknum
hans sárt. Hann var alla tíð áhuga-
samur kórfélagi og söngmaður góð-
ur. Jónas hafði yndi af hestum og
hin síðari ár varði hann meiri og
meiri tíma til að sinna því áhuga-
máli sínu. Það var á slíkri stundu
sem kallið kom. Hann var í útreið-
artúr á einum hesta sinna þegar
hann varð bráðkvaddur. Við félagar
í kirkjukórnum vitum að það er svo
sannarlega margs að minnast á
kveðjustund en víst er að minning-
arnar um þennan góða dreng munu
lifa.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margser að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hvíl í friði kæri vinur, friður
Guðs þig blessi.
Með þessum orðum viljum við
minnast hans og sendum fjölskyldu
hans og öðram aðstandendum ein-
lægar samúðarkveðjur.
UNNUR ÞORDIS
SÆMUNDSDÓTTIR
+ Unnur Þórdís Sæmunds-
dóttir fæddist í Heydalsseli
við Hrútafjörð 17. nóvember
1936. Hún lést á sjúkrahúsinu
á Akranesi 18. júlí síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Akraneskirlgu 25. júlí.
ELSKU Unnur mín er dáin. Þessi
frétt kom eins og reiðarslag, ég sem
hélt að ég væri tilbúin fyrir þessa
fregn. En það er víst ekki hægt að
undirbúa sig undir slíkar sorgar-
fréttir.
Þá vissi ég fyrst hvað tregi er og tár
sem tungu heftir - brjósti veitir sár
er flutt var sú feigðarsaga hörð
að framar ei þig sæi, hér á jörð.
Þér þakka ég fyrir trú og tryggð,
á traustum grunni var þín hugsun byggð.
Þú stríddir vel uns stríðið endað var
og starf þitt vott um mannkærleika bar.
(Jóhann M. Bjarnason)
Kæri Villi, ég sendi þér og fjöl-
skyldu þinni mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Dóra Sveinbjörnsdóttir.
Elsku amma, minningarnar um
þig eru svo góðar. Það var alltaf
svo gott að koma til þín. Faðmur
þinn var alltaf opinn. Nú ertu farin,
en ekki langt því minningin um þig
mun ávallt vera í hjarta mér. Svo
veit ég að við munum hittast aftur
og á meðan mun góður Guð annast
þig-
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuði, en ég veit að þú ert komin
á góðan stað og vel tekið á móti
þér eins og þú hefur alltaf tekið á
móti mér.
Þú varst blíðheimsblóm sem reifði
brosi og angan hjartans djúp.
Þú varst logskært ljós sem dreifði
lífsins kulda og rökkurhjúp.
Þú varst líkt og lindin, grefur
litla slóð og dulin fer,
sem þó allan himin hefur
hreinleikann í faðmi þér.
Elsku afí, ég bið góðan Guð að
styrkja þig og líta eftir þér.
Guðrún Björk Elísdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni ÐOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til biaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og háifa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Við þökkum samúð við andlát
SIGURJÓNU SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
Grundarstíg 1.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir góða umönnun.
Ástríður Ólafsdóttir,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Sveinbjörn Einarsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Asta Einarsdóttir,
Hulda Hjörleifsdóttir,
Hróbjartur Einarsson.
'y
FOSSVOGI
isegmr an
mr cíö hðn
mnaum
Utfararstofa Kirkjugar&anna Fossvogi
Sími 551 1266
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi- |
hlaðbord, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGUEIÐIR
1ÍTEL LOFTlÆIUIIt
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Minna—Knarrarnesi,
Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju
fimmtudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Þeir,
sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Brynjólfur Brynjólfsson, Sesselja Sigurðardóttir,
Þórarinn Brynjólfsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
Elísabet Brynjólfsdóttir, Reynir Ásmundsson,
Sæunn Guðjónsdóttir,
Reynir Brynjólfsson,
Ólafía Brynjólfsdóttir,
Garðar Brynjólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Helga Auðunsdóttir,
t
Alúðarþakkir til allra þeirra sem heiðr-
uðu minningu
ÓLAFS ÓLAFSSONAR
frá Hallsteinsnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Þorbergur Ólafsson,
Olga Pálsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar
BOGA Þ. FINNBOGASONAR
skipstjóra,
Höfðavegi 17,
Vestmannaeyjum.
Dagný Þorsteinsdóttir,
Guðný Bogadóttir, Dagný Hauksdóttir,
Erlendur Bogason, Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa * r
og langafa,
JÓNS EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR,
Viðigrund 5,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og starfs-
fólks dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Jónsdóttir, Diðrik Jóhannsson,
Elísabet G. Jónsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson,
Haraldur Jónsson, Sólveig Jóhannesdóttir,
Guðmundur Páll Jónsson, Sigurlína Júliusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem
sýndu vinarhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JENNÝAR ÁGÚSTSDÓTTUR,
Hrafnistu,
áður til heimilis á Brunnstig 4.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
St. Jósefsspítalans, Hafnarfirði, og
Hrafnistu fyrir alúð og umönnun henni
sýnda.
Þorsteinn Sigurðsson,
Steinvör Sigurðardóttir,
Ágúst G. Sigurðsson,
Garðar Sigurðsson,
Sigrún Sigurðardóttir,
Reimar Sigurðsson,
Hafsteinn Sigurðsson,
Bergur Sigurðsson,
Gestur Breiðfjörð Sigurðsson,
Sigurður Jens Sigurðsson,
Kolbrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
íris Kristjánsdóttir,
Einar Borg Þórðarson,
Guðrún Lárusdóttir,
Erla Jónatansdóttir,
Kristján Þórðarson,
Gislína Jónsdóttir,
Ágústa Hjálmtýsdöttir,
Elisabet Hauksdóttir,
Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir,
Benedikt Steingrímsson,