Morgunblaðið - 02.08.1995, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
nninaarverði!
Við bjóbum nú þessar glæsilegu og vöndubu ryksugur
frá einum stærsta og virtasta framleibanda Þýskalands
á sérstöku kynningarverbi.
EIO ryksugurnar eru
tæknilega fullkomnar,
lágværar, með
stíllanlegum sogkraftí
og míkrófilterkerfi.
sem hreinsar burt
smæstu rykagnir.
EXCLUSIVE 1400W
meb 6 földu míkrófílterkerfí.
Kynningarverð kr. 14.700
eða kr. J3.965' stgr.
Soghausinn er á hjólum, svo
það er leikandi létt að
ryksuga!
PREMIER 1300W
Glæsilegar ryksugur
i glæsilegum litum.
með 5 földu míkrófilterkerfí.
Kynningarverð kr. 9.900
^ eða kr. 9.405 stgr.
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 ír 562 2901 og 562 2900
ÍDAG
BBIPS
IJmsjón Guóm. Páll
Arnarson
ÍTALIR unnu Pólverja
20-10 í fjörugum töfluleik
um miðbik Evrópumótsins
í Vilamoura. Keppendum
voru mislagðar hendur í
þessum leik, ekki síst var
Pólverjinn Zmudzinski
flarri sínu besta. Hann tap-
aði þremur gröndum í þessu
spili, sem Italinn Lauria
vann, en hvorugur spilaði
þó vel:
Austur gefur, AV á
hættu.
Norður
♦ 1074
V ÁK1043
♦ K5
♦ DG93
Suður
♦ ÁK6
▼ 92
♦ G97
♦ ÁK1085
Útspil vesturs var hjarta-
kóngur á báðum borðum.
Áður en lengra er haldið
ætti lesandinn að gera upp
við hvernig hann myndi
spila.
Zmudzinski drap strax á
hjartaás og spilaði hjarta
um hæl á níuna og gosa
vesturs, sem var ekki hönd-
um seinni að skipta yfir í
spaða. Það reyndist bana-
biti, því vörnin náði þannig
að fríspila flmmta slaginn
á spaða:
Norður
♦ 1074
V Á1043
♦ K5
♦ DG93
Vestur Austur
♦ 8532 ♦ DG9
V KDG8 IIIIH 9 765
♦ 82 111111 ♦ ÁD10643
♦ 764 ♦ 2
Suður
♦ ÁK6
▼ 92
♦ G97
♦ ÁK1085
Lauria dúkkaði hjarta-
kónginn og einnig gosann,
sem fylgdi í kjölfarið. Vest-
ur gat nú hnekkt geiminu
með því að spila spaða, en
hann kaus bitlaust lauf.
Lauria hafði þá tíma til að
byggja upp níunda slaginn
á tígul.
Besta spilamennskan er
að drepa strax á hjarta-
kóng, fara síðan heim á
laufi til að spila tígli að
kóngnum. Vömin hefur þá
ekki tíma til að bijóta spað-
ann. Furðulega mistök hjá
svo sterkum spilurum.
skák
llmsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur
STAÐAN kom upp á
World Open skákmótinu
í Fíladelfíu í Bandaríkjun-
um um síðustu mánaða-
mót. Bandaríski stór-
meistarinn Joel Benjamin
(2.575) hafði hvítt og átti
leik, en alþjóðlegi meistar-
inn Nelson Gamboa
(2.370) frá Kólumbíu var
með svart. Svartur lék síð-
ast 14. - Df6-g6??
Benjamin var ekki seinn
á sér: 15. Dxc6+! og svart-
ur gafst upp. Röð efstu
manna á mótinu: 1. Jermol-
insky, Bandaríkjunum 8 v.
af 9 mögulegum 2. Kaid-
anov, Bandaríkjunum 7‘/2
v. 3—10. DeFirmian, Benj-
amin og Fedorowicz,
Bandaríkjunum, Wojtki-
ewicz, Póllandi, Norwood,
Englandi, Goldin og Episín,
Rússlandi og Gamboa, Kól-
umbíu 7 v.
Pennavinir
TVÍTUG Ghanastúlka með
áhuga á bókmenntum,
ferðalögum og bréfaskrift-
um:
Millicent Dadzie,
c/o Anthony Nelson,
Box 754,
Takoradi,
Ghana.
ÁTJÁN ára japönsk stúlka
með margvísleg áhugamál:
Yuko Ohba,
6-9-2 Nishigotanda,
Shinaga wa-ku,
Tokyo,
141 Japan.
LEIÐRÉTT
Sigríður Ella
SIGRÍÐUR Ella Magnús-
dóttir mezzósópran var
ranglega titluð í Morgun-
blaðinu í gær. Beðist er
velvirðingar á þessum
mistökum.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Karlmannsúr
fannst
KARLMANNSÚR
fannst rétt fyrir ofan
Þórsmörk á svokallaðri
Laugavegsleið sl.
fímmtudag. Upplýsingar
í síma 562 7152.
Gullkeðja
tapaðist
GULLKEÐJA tapaðist
sl. laugardagskvöld á
Lækjartorgi. Finnandi
vinsamlegast hafl sam-
band í síma 568 2690.
Taska tapaðist á
Fógetanum
BLÁ hliðartaska hvarf á
Fógetanum í Aðalstræti
aðfaranótt laugardags-
ins sl. í töskunni voru
skilríki, lyklar, snyrtivör-
ur og peningar. Ef ein-
hver hefur hugmynd um
hvar taskan getur verið
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 565 6762
eða 562 2522.
Gleraugu
fundust
GLERAUGU í bláu
hulstri fundust við stræt-
isvagnastoppistöð í Suð-
urhólum í Breiðholti fyrir
u.þ.b. hálfum mánuði.
Eigandi getur vitjað gler-
augnanna í síma 567
1090.
Gæludýr
Fressköttur
týndur
GRÁR, smávaxinn fress-
köttur sem er eyma-
merktur týndist laugar-
daginn 22. júlí í neðra
Breiðholti. Þeir sem hafa
haft einhveijar spurnir
af kettinum hafi sam-
band við Lísu í síma 587
7644.
Hvolpur fæst
gefins
SEX vikna hvolpur fæst
gefins. Upplýsingar í
síma 565 0126 eftir kl.
17.
HÖGNIHREKKVÍSI
y/ Tfíku hefurþo/ígott, þessL i "
Víkveiji skrifar...
ISTÓRUM vinahópi Víkveija eru
margir áhugamenn um knatt-
spymu sem hafa haft orð á því
undanfarið að íslandsmótið í knatt-
spyrnu væri ekki nægilega spenn-
andi vegna þess hve mikla yfirburði
íslandsmeistararnir á Akranesi
hafa. Eins og knattspyrnuáhuga-
menn vita hefur lið Skagamanna
ekki tapað leik í sumar og stefnir
hraðbyri að því að vinna fjórða ís-
landsmeistaratitilinn í röð. Ekki
gerir það lið Skagamanna árenni-
legra fyrir andstæðingana að þeir
hafa nú endurheimt í sínar raðir
tvíburana Arnar og Bjarka Gunn-
laugssyni.
XXX
AÐ ER ekki síst athyglisvert
við yfirburðastöðu Skaga-
manna í íslenskri knattspyrnu að
lið þeirra byggist nær eingöngu á
heimamönnum. En þrátt fyrir vel-
gengnina eru Skagamenn vel af-
lögufærir með góða knattspyrnu-
menn, eins og sést á vænlegu gengi
liðsins í nágrannabyggðarlaginu,
Borgarnesi. Margir burðarásar ann-
arrar deildar liðs Skallagríms eru
einmitt Akurnesingar, kunnir
knattspyrnumenn sem hófu sinn
feril með liði Skagamanna.
xxx
ASAMA tíma og um 5.000
manna byggðarlag státar af
þessum einstæða árangri í þessari
erfiðu og göfugu íþrótt er fátæklegt
um að litast á knattspyrnusviðinu
í höfuðborginni þar sem hin forn-
frægu lið, Fram og Valur, eiga nú
í harðri fallbaráttu. Að vísu geta
Frammarar nú glaðst yfir því að
hafa náð í úrslitaleik bikarkeppn-
innar þar sem þeir mæta KR-ing-
um. KR er eina Reykjavíkurliðið
sem hefur tekist að blanda sér í
þá hörðu baráttu sem framundan
er um annað sætið á íslandsmótinu.
Það er sammerkt með leik reyk-
vísku félaganna þriggja, að þar er
leikgleðin og nýjungagirnin ekki í
fyrirrúmi á knattspyrnuvellinum.
Að vísu hafa KR-ingar sýnt talsverð-
an frumleika í því að færa sér trú-
girni andstæðinga jafnt og dómara
í nyt. Er árangur þeirra á því sviði
með því eftirminnilegasta frá þessu
knattspymusumri, að margra mati.
VÍKVERJA var bent á að leiðin
milli Þingvalla og Laugar-
vatns liggur ekki um Lyngdals-
heiði, eins og sagt var í Víkverja
fyrir skömmu þegar fjallað var um
þennan vegarspotta og nauðsyn
vegarbóta þar og að á veginn yrði
lagt bundið slitlag. Á það var bent
að Lyngdalsheiðin er talsvert sunn-
ar en vegurinn og hann liggi um
landsvæði sem kennt sé við Gjá-
bakka og Laugardalsvelli á landa-
kortum af svæðinu. Skylt er að
þakka fyrir ábendinguna sem kem-
ur frá manni nokkuð kunnugum á
þessu svæði, en Víkverji hefur það
sér til málsbóta að svo langt sem
hann man hefur leiðin milli Þing-
valla og Laugarvatns verið kennd
við heiðina. Eftir því sem Víkveiji
kemst næst er heiðin almennt
þekkt undir þessu heiti og hafa
margir viðmælendur Víkverja tekið
undir það. Nafnið er í öllu falli
viðkunnanlegt hvort sem það er
rétt eða ekki, en Víkverji ætlar
ekki að kveða upp úr með það að
svo komnu máli.