Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 40
V í K
G
Ltrit
alltaf á
Miðvikudögum
MORGUNBLADIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
l'ÓSTHÚLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
10-11 leigir Kaup-
félagið í Mosfellsbæ
STJÓRN Kaupfélags Kjalarness-
þings hefur samþykkt að leigja
verslun félagsins í Mosfellsbæ til
verslunarinnar 10-11. Hefur 16
starfsmönnum Kaupfélagsins verið
sagt upp og eru þeir með þriggja
mánaða uppsagnarfrest.
Samþykkt stjómarinnar er gerð
með fyrirvara um samþykki féJags-
fundar Kaupfélagsins sem verður
haldinn í Hlégarði þann 10. ágúst.
Eiríkur Sigurðsson, eigandi
10-11 verslananna, segir að hug-
myndin sé að setja á stofn verslun
með svipuðu sniði og fimm verslan-
ír fyrirtækisins í Reykjavík og hann
álíti að slíka verslun vanti á þetta
markaðssvæði.
Hann segir vel hugsanlegt að
einhverjir starfsmanna Kaupfélags-
ins, sem sagt hefur verið upp störf-
um, verði endurráðnir.
Örlítið tap á rekstrinum
Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður
stjórnar þess, segir að rekstur kaup-
félagsins hafi ekki gengið nógu
vel. Órlítið tap hafi verið á rekstrin-
um undanfarin fimm ár og í fyrra
hafi hann numið 500 þúsund krón-
um. Þess vegna hafi komið upp sú
hugmynd innan stjórnarinnar hvort
einhver annar aðili væri fáanlegur
til að reka matvöruverslun í hús-
næðinu.
Alls eru félagsmenn Kaupfélags-
ins á bilinu 180-200 og er endanleg
ákvörðun um leigusamninginn í
þeirra höndum. Sveinbjörn segir að
ef tillagan verði ekki samþykkt
verði litið þannig á að félagsmenn
vilji halda áfram rekstri kjörbúðar-
innar og hann myndi þá segja af
sér formennsku stjórnar til að rýma
fyrir þeim aðilum sem hafa önnur
og betri úrræði.
Tekur við rekstrinum
1. nóvember
Sveinbjörn segir að tillagan geri
ráð fyrir að 10-11 leigi húsnæði
Kaupfélagsins, kaupi lager og reki
þar matvöruverslun. Mun verslunin
taka við rekstrinum þann 1. nóvem-
ber.
Eiríkur segir að þá verði farið í
að breyta húsnæðinu miðað við þarf-
ir 10-11 verslana og er ráðgert að
opna aftur þann lO.nóvember þegar
fyrirtækið verður fjögurra ára.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Tveggja tonna
úthafsveiðiskip
NÆRRI 500 tonn af úthafsrækju-
kvóta hafa ásamt kvóta í ýmsum
öðrum tegundum verið færð á 2ja
tonna trillu, Kredit, sem legið
hefur ónotuð á Fáskrúðsfirði í
nokkur ár.
Aflinn er jafnóðum færður af
trillunni á önnur skip þar sem eig-
andinn, vestfirsk útgerð, notar
hana aðeins sem millilið í kvóta-
viðskiptum. Sumar einstaklingsút-
gerðirnar hafagripið til þess ráðs
að skrá hjá sér báta sem ekki er
ætlunin að nota til veiða, einungis
til að auka svigrúmið í meðferð
kvótans.
Geta menn þannig selt allan
kvóta á nafni eins báts og keypt
hann á nafni hins og síðan fært á
milli að vild.
■ 5001 af úthafsrækju/B8
Stórbrotnir
' íshellar
MANNSKEPNAN virðist ósköp
lítilvæg í samanburði við íshell-
ana í norðvestanverðum Torfa-
jökli sem ljósmyndari Morgun-
blaðsins heimsótti á sunnudag.
Þessar stórbrotnu hvelfingar
myndast vegna mikils jarðhita
sem er undir jöklinum og bræðir
stöðugt ísinn, en norðvestur af
Torfajökli er stærsta háhita-
svæði landsins. Samsvarandi
hellar eru meðal annars í Gríms-
vötnum og i Kverkfjöllum. Hell-
arnir stækka lengi stöðugt en á
endanum síga þeir saman og
hrypja með vissu millibili, en
myndast síðan að nýju.
Kunnugir segja að hellarnir
séu óvenju fallegir í ár og hafi
sjaldan verið fegurri, auk þess
sem auðveldara er að komast að
/þeim en oft áður.
Arður einstaklinga af hlutabréfum lækkaði í fyrra en hækkar í ár
Arðgreiðslur samtals
um 1.200 milljónir króna
ARÐUR af hlutabréfaeign landsmanna var um-
talsvert lægri á árinu 1994 en árið 1993. Sam-
kvæmt skattframtölum einstaklinga fyrir árið
1994 lækkaði útgreiddur arður um 14,2% og
framteljendum arðs fækkaði um nærri 1.300. Að
sögn Bjarna Ármannssonar, forstöðumanns fjár-
vörzlu- og markaðssviðs Kaupþings hf., er megin-
skýringin sú að Flugleiðir hf. greiddu engan arð
á síðasta ári. Bjarni segir hins vegar stefna í að
einstaklingum, sem eiga í fyrirtækjum, verði
greiddar um 1.200 milljónir króna í arð á þessu ári.
Samkvæmt skattframtölum var útgreiddur arð-
ur af hlutabréfum fyrirtækja samtals 949 milljón-
ir árið 1993, en 814 milljónir árið 1994, sem er
um 135 milljónum króna minna. Jafnframt fækk-
aði þeim, sem gefa upp arðgreiðslu á skattfram-
tali, úr 17.748 í 16.465 eða um 1.283. Þannig
lækkaði meðalarðgreiðsla á hvern hlutafjáreig-
anda úr 53.000 krónum í um 49.000.
Bjarni Ármannsson segir að meginskýringin á
þessu sé sú að Flugleiðir hf. hafi ekki greitt arð
til hluthafa sinna á árinu 1994 vegna rekstrarárs-
ins 1993, en árið 1993 hafi félagið greitt 144
milljónir króna í arð. Um 4.400 hluthafar eiga
félagið og skýrir það sennilega að miklu leyti
fækkun þeirra, sem fengu arðgreiðslu á síðasta
ári, að sögn Bjarna. Hann segir það jafnframt
kunna að spila inn í að hjá sumum smærri fyrir-
tækjum, sem ekki eru skráð á hlutabréfamark-
aði, hafi arðgreiðsla verið lægri í fyrra en árið á
undan vegna slæmrar afkomu á árinu 1993.
í ár greiða Flugleiðir 7% arð til hluthafa. Bjarni
segir að afkoma hlutafélaga, sem skráð séu á
hlutabréfamarkaði, fari nú batnandi og arðgreiðsl-
ur séu að meðaltali um 25% hærri en í fyrra.
„Okkur sýnist að einstaklingar muni telja fram
um 1.200 milljónir króna í arðgreiðslur á árinu
1995, sem lýsir batnandi afkomu fyrirtækjanna,"
segir hann.
Morgunblaðið/RAX
Laugarvatn
Varað við
böðum
UNNIÐ er að því að útbúa skilti
til að vara almenning við því að
baða sig í Laugarvatni vegna
gerlamengunar og verður varnað-
arorðunum komið fyrir við vatnið.
Birgir Þórðarson, umhverfisskipu-
lagsfræðingur hjá Heilbrigðiseftir-
liti Suðurlands, segir að fráveitu-
búnaði við vatnið sé ábótavant.
Birgir sagði að gera þyrfti brag-
arbót á fráveitubúnaði á svæðinu.
„Þarna eru stórar byggingar, skól-
ar, hótel og veitingahús, og þó
rotþrær séu við þær fer fráveitu-
vatnið frá rotþrónum nánast
óhreinsað í vatnið," sagði hann.
Hann sagði að flestar byggingarn-
ar væru í eigu ríkisins og mennta-
málaráðuneytinu hefði því verið
sent erindi í tengslum við niður-
stöðu sýnatökunnar.
Aðspurður um hvaða úrbóta
væri þörf sagðist Birgir telja að
sameina þyrfti fráveitulagnir og
byggja einfalda hreinsistöð við
vatnið. Kostnaður við framkvæmd-
irnar myndi væntanlega nema á
bilinu 5 til 10 milljónum.