Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ - nú með konu sinni Oddnýju Gunn- arsdóttur, pípulagningarmanni úr Reykjavík, og alls konar börnum, eins og hún orðar það, börnum, bamabörnum og annarra börnum. En ungi „svanurinn" Björn hafði fáum dögum áður fyllt fjórða ára- tuginn og þau Oddný slegið upp veislu. „Höfum ekkert annað að gera. Ekki þarf að vera að æsa sig yfir heyskapnum og sjálfsagt að bjóða nágrönnum og vinum til veislu," segir hann. Gesti hafði drif- ið að, m.a. höfðu foreldrar Oddnýj- ar, Gunnar J. Friðriksson fram- kvæmdastjóri og Elín Kaaber lagt tjaldvagni sínum á túninu. Oddný tekur undir það að hjá tengdamóður hennar Ólöfu hljóti að hafa verið gífurlegur erill með 10 börn, vinnufólk og mikinn gestagang og umstang, enda var Bjöm bóndi hennar í opinberum störfum heima og að heiman, lengi oddviti sinnar sveitar, alþingismaður, útgerðar- maður og kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd. Björn yngri segir að á Ytri- Löngumýri hafi alltaf verið mikið fjör í sínum uppvexti Björn Pálsson hafði farið til lækn- inga til Reykjavíkur ásamt Ólöfu konu sinni, en þau búa í nýrra hús- inu. Þetta hús byggðu þeir feðgar 1979. Smiðurinn Björn yngri byggði en faðir hans borgaði, enda átti hann húsið. Þar var fyrst í nokkur ár bróð- ir hans, sem ætlaði í búskapinn, en snerist svo hugur. Þótt Björn Páls- son sé orðinn níræður er hann ekki hættur búskap, er með hálfa jörðina Litla Dal og alveg aðskilið bú, sem hann sér um sjálfur. Hann var með fé til 1987 þegar kom upp hjá honum riða í einni kind um miðjan vetur og féð var skorið niður. En hann fjölgaði hrossunum og er með vænt hrossastóð. Þegar Björn yngri fæddist 1955 var faðir hans kaupfélagsstjóri á Skagaströnd, en hann var orðinn fjögurra ára þegar Björn fór á þing og sat þar 1959-1973, en var alltaf bóndi jafnframt. „Ég man alltaf eft- ir því þegar hann var að koma heim að vorinu eftir þinglok. Þá þurfti maður heldur betur að taka til hend- inni. Allt rekið af stað. Á kosninga- árum þurfti í mörgu að snúast. Pabbi var í þriðja sætinu og alltaf erfitt að verja það, svo hann var þá sára- lítið heima um sauðburðinn, en þá var ávallt kosið um niiðjan júní. Svo þegar slagurinn var afstaðinn og búið að kjósa var alltaf markað dag- inn sem talning fór fram. Lá orðið á að losa féð af túnunum og enginn maður mátti marka nema pabbi sjálfur. Ekki hlustuðum við á kosnin- gatölur í útvarpi. Þetta voru mjög erfiðir dagar fyrir okkur krakkana, því standa þurfti hringinn í kringum féð, sem svo var tekið í smáhópum. Ég man að það þótti ekki skemmti- legt að standa yfir fjársafninu með- an verið var að tína úr því til að marka.“ Fé fjölgað á móti niðurskurði Þegar spurt er hvort alltaf hafi staðið til að hann yrði bóndi á Ytri- Löngmýri, segir Bjöm að aldrei hafí neinu sérstöku verið haldið að þeim systkinunum, enda dreifðust þau víða um land og í störf. Þau eru sýslumaður, hjúkrunarkona, kennari, tveir lögfræðingar, 2 sjó- menn, bankastarfsmaður, verka- maður - og bóndi. En öll segir hann að hafí áhuga og fylgist vel með búskapnum hjá sér á Ytri-Löngu- mýri. Sjálfur fór hann 16 ára gam- all að heiman, vann hjá símanum á Húsavík, lærði svo smíðar í Iðnskól- anum í Reykjavík og var húsasmið- ur í 12 ár. „En mig langaði alltaf í búskapinn og á þrítugsaldrinum sótti það á mig. Þetta er svo skemmtilegt starf, það eina sem getur réttlætt það að bóndinn hefur lægra kaup en viðmiðunarstéttirn- ar.“ Hvað er svona skemmtilegt við að vera bóndi? „Ætli það sé ekki þessi sífellda óvissa um það hvemig veðrið verður, hvað næsti dagur ber í skauti sér. Maður vaknar aldrei að morgni og veit hvað maður muni gera allan daginn," segir Björn, sem nú hefur búið á Ytri- Löngumýri í 13 ár. Björn er með fjárbú, var með tæpar 600 kindur í fyrrahaust. „Þá ætlaði ég að fjölga og kaupa mér framleiðslurétt. Þegar þeir gáfu eft- ODDNY með Brynhildi dóttur sína í hvammi niðri við Blöndu, þar sem hún hefur m.a. verið að planta trjám. HÚSIÐ sem Björn Pálsson byggði glæsilega fyrir hálfri öld dug- ir enn vel. Björn og Oddný í garðinum fyrir sunnan húsið. BJÖRN við Ieifarnar af gömlu dragferjunni, sem dugði vel til að flylja menn og hesta yfir Blöndu áður en brúin kom þarna rétt hjá. ir sölu á framleiðsluréttinum var eðlilegt að yngri bændurnir reyndu að kaupa. Enda hefur þar vérið nokkur hreyfing og á eftir að verða. Úrskurður ríkisskattstjóra í fyrra, um að menn fengju kostnaðinn frá- dráttarbæran, gjörbreytti forsend- unum fyrir að kaupa. Ég ætlaði þá að kaupa, reyna alla vega að halda í horfinu. Þegar skorið er af verður að auka við á móti. Fá nægilega margt til að þeir næðu ekki að draga af mér hraðar en ‘ ég keypti. Þá greindist riða í kind. Og þegar það liggur ljóst fyrir er engin önnur leið en að farga öllu fénu.“ Voru ekki einhver áhöld um það hjá ykkur? „Það lá ljóst fyrir að það væri riða í kindinni. En það sem vamimar buðu var óásættanlegt. Þeir vilja bæta tjónið að hluta, en það stendur í lögunum að það skuli vera að fullu bætt. Málið er óútklj- áð, það velkist enn í kerfínu. Við skárum niður og megum kaupa aft- ur haustið 1996 fyrir bæturnar. Auðvitað em það bara lömb sem maður kaupir, ekki fé með fulla afkastagetu. Það er mjög dýrt að breyta lambi í kind, þarf að fóðra í tvo vetur og ekki fullar afurðir af yngstu árgöngunum. Bjöm segir að nú séu þau því' bara með „bing“ af hrossum til kjöt- framleiðslu. „Hrossin voru ákaflega þung á fóðrum í vetur. Á_venjuleg- um vetrum dugar að gefa hrossun- um í um hálfan mánuð, annars ganga þau á góðum bithaga og fylgst með þeim. En í vetur vom hrossin komin á gjöf í byijun des- ember og vora fram til 10. maí á fullri gjöf. Þetta var feiknarlega snjóþungur vetur. Mamma er búin að vera hér í 50 ár og hún segist aldrei hafa séð svona mikinn snjó. Og vorið var mjög kalt. En það var feikna uppskera í fyrrasumar ög mikil hey.“ Ekki er þó hægt að lifa á hrossunum einum og Björn kveðst fara í vinnu þar sem til fellur við smíðar eða hvað sem er. Húsfreyjan pípulagningamaður í þessu búi er góð fagþekking í iðngreinum, Björn trésmiður og Oddný pípulagningamaður, sem hlýtur að koma sér vel því þau eru að gera við gamla húsið og Oddný að fá nýtt eldhús. Það er óvenjulegt að konur stundi pípulagnir, enda var Oddný fyrsta og líklega enn eina konan sem tekið hefur sveinspróf í greininni. Hvernig stóð annars á því? „Það var nú eiginlega tilviljun. Ég var enginn unglingur lengur, var orðin 32 ára gömul einstæð móðir með tvö börn þegar ég fór í þetta. Mér hefur kannski fundist þetta ein- hver ögrun því það var engin kona í þessari stétt. Mér fannst það dálít- ið spennandi. Ég fór úr skrifstofu- starfi, var búin að vinna í 10 ár hjá Hans Petersen. Þetta er erfíðis- vinna, en konur komast auðvitað fram úr þessu eins og flestu öðru,“ segir Oddný. „Og þetta var mjög góður skóli. Ég held að ég hafí aldr- ei lært eins mikið á jafns.kömmum tíma og þessi íjögur ár sem ég var í pípulagninganáminu - ekki bara iðnina heldur svo margt annað líka. Til dæmis að það þýðir ekkert að gefast upp, maður verður bara að klára þetta. Eftir sveinsprófíð fór ég í Tækniskólann, ætlaði að verða tæknifræðingur - en varð í staðinn húsfreyja í sveit." Og Oddný bætir því við að þetta hafi reynst rétt val. Svo vel fellur henni í sveitinni. Hvemig bar það til? „Við höfðum kynnst fyrir mörgum ámm, þegar Bjöm var smiður í Reylqavlk og allt- af haldið vinskapnum. Svo kom ég hingað fyrir fímm summm sem ráðs- kona meðan ég var í Tækniskól- anum. Það varð afdrifaríkt. Mér fell- ur vel þessi rytmi sem fóík lifir eftir í sveitinni. Það er mikill erill á sumr- in og í mörgu að snúast, en verkin em auðvitað miklu léttari en þau vom áður fyrr.“ Hér skýtur Bjöm inn í að á sumrin komi fleiri gestir á dag en allan veturinn, sem kallar á þá spurningu hvemig bcfrgarbarn- inu líki þá í fámenninu yfir veturinn. Oddný segir að sér líki það ekkert síður vel. „Ef maður er sáttur er ekki hægt að hugsa sér betra. Mað- ur er einn með tilvem sinni og ékk- ert til að hafa ofan af fyrir manni nema maður sjálfur," segir hún. Alltaf tíraamót r, • ■ .. -'Y.i-Jv: "j*. Enginn bilbugur er á þéim Birni og Oddnýju þrátt fyrir þessi áföll í búskapnum og þau erfiðú tímamót sem nú eru hjá bændum. „Eru ekki alltaf tímamót hjá öllum atvinnu- vegum? Og er það ekki dauður at- vinnuvegur sem stendur ekki alltaf á vegamótum?" segir Björn snöggur upp á lagið. „Ég held að það sé ekkert dauður atvinnuvegur að vera bóndi á íslandi. Langur vegur frá því. Ég man ekki eftir nokkrum atvinnuvegi sem ekki er alltaf ann- aðhvort að reyna að þróa sig áfram eða þá að falla aftur á bak í stigan- um og er þá hmninn. Hjá hinum, sem geta pjakkað upp þennan stiga og haldið áfram, gengur vel og fljót- Iega er farið að líta upp til þessara snjöllu manna sem þar fara, eða brautryðjenda eins og þeir era kall- aðir.“ Er ekki loku fyrir það skotið meðan bændum er haldið niðri með kvótum? „Það er rétt að með þessum tiltæku stjómtækjum, sem þeir kalla kvóta, er bændastéttin auðvitað lögð í fjötra. En þeir lögðu bara hluta af bændum í þessa fjötra, aðeins sauðfjárbændur og mjólkurfram- leiðendur. Mjólkurframleiðendunum hefur gengið betur að stjóma undir þessum ægihjálmi valdsins, en sauðfjárbændum illa. Aðrir kjöt- framleiðendur eru settir í þá aðstöðu að geta barið á sauðfjárbændum eins og þeim sýnist með því að sett er fast verð á lambakjötið, sem aðr- ir eru fijálsir að fara alltaf niður fyrir. Þetta er sú staða sem sauðfjár- bændur eru settir í. Við hrekjumst af markaðinum vegna hærra verðs og við erum á hærra verði vegna þess að ríkið á helminginn af vör- unni með beingreiðslunum." Vill hann þá að þeim verði hætt? „Þeir verða að hætta að beintengja kinda- kjötsstuðninginn við framleiðsluna. Það er annað mál hvort teknir verða upp byggðastyrkir. í sambandi við síðasta búvörasamning var ekkert Morgunblaðið/EPá. HEIMILISFÓLKIÐ á Ytri-Löngumýri í sumar: Bjarki sonur Björns bónda, Steinar Sturluson sonur Oddnýjar húsfreyju, Björn með Brynhildi dóttur þeirra, Oddný með Birgi Davíðsson dótturson sinn, Lára Hrund Oddnýjardóttir og barnfóstran Þórhildur Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.