Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ «««KVI KMY NDIRv^v Hvar ertþú, DavidLynch, þegarþín er mestþörfl Kvikmyndaskáld tekursérfrí ÁÐUR en David Lynch lét sig hverfa gekk allt á afturfót- unum. Seinni Tvídrangaþættirnir, tilraun hans til að bylta ameríska afþreyingarsjónvarpinu, hlutu afleitar viðtökur. Cannesverðlaunamyndin „Wild at Heart“ hlaut langt í frá einróma lof og var sögð tilgangslaus af sumum (sem er della). Nýir sjónvarpsþættir hans, „On the Air“, voru sam- stundis teknir af dagskrá. Þríleikur hans, Hótelherbergi, var rakkaður niður. Og loks gerði hann bíómyndina Tví- dranga þegar allir voru orðnir dauðleiðir á efninu og hún var lýst ónýti. Svo Lynch lét sig hverfa. GÓÐU fréttimar eru þær að hann er kominn aftur fram í dagsljósið. Það hefur hvorki heyrst frá hon- um hósti né stuna í bráðum þrjú ár en nýlega fréttist af þriggja mynda samningi hans við franska kvikmynd- afyrirtækið Ciby 2000, sem kostaði Tví- drangamyndina. Fyrsta mynd hans fyrir Ciby heitir eftir Arnold Indriöoson „Lost Highway“ og tökur á henni hefjast í haust. Fátt eitt er vitað um mynd- ina enn nema handritið er eftir Lynch og Barry Gif- ford, sem skrifaði „Wild at Heart". Stjórnarformaður Ciby sagði myndina dæmi- gerða „Lynchíska ástar- sögu“. Lynch segir það ekki rétta lýsingu. „Þetta er ekki ástarsaga." En hvað hefur Lynch verið að bardúsa undanfar- in ár? „Ég starfaði við ýmislegt í leit að einhvetju áhugaverðu. Ég byijaði á mörgu en missti svo áhug- ann og það er partur af vandamálinu undanfarin ár,“ er haft eftir honum. Hann lauk aldrei handriti sem kallaðist „Mulholland Drive“ og var spennumynd. Hann skrifaði annað hand- rit, „Dream of the Bovine“, sem hann kallaði absúrd gamanmynd en Ciby hafði ekki áhuga. „Ég skrifaði mikið og las mikið en fann ekkert sem gat komið mér, í gang.“ Hann einbeitti sér sérstaklega að spennu- myndagerð en án árangurs. „Ég kann vel við hluti sem skilja eftir pláss fyrir drauma en í spennusögun- um er öllu haganlega kom- ið fyrir í lokin og það drep- ur drauminn." Til að halda sér í æfingu leikstýrði Lynch auglýsing- um m.a. fyrir Karl Lager- feld, Armani og Kókakóla. Hann skilur vel viðbrögðin við bíómyndinni um Tvíd- ranga, sem urðu ásamt AFTUR í gang; bandaríski leikstjórinn, David Lynch. öðru til þess að hann hefur engu skilað af sér í þennan tíma. „Myndin var gerð þegar Tvídrangaæðið var gengið yfir. Viðhorfið hafði mjög breyst frá því við byij- uðum með þættina og þar til myndin var gerð. Fólk hafði fengið nóg.“ Hann segist ekki ætla að vinna í sjónvarpi á næstunni og aðrir Tvídrangar eru ekki á leiðinni. „Hraðinn sem fylgir vinnu við sjónvarp drepur einhvern veginn allt.“ Bent hefur verið á að áhrifa Lynch gæti víða þótt hann sé ekki sjálfur í sviðs- ljósinu. Við sjáum þau í verkum John Dahls (Síð- asta tælingin) og Q. Tar- antinos (Reyfari) og sjón- varpsþáttum eins og „Northern Exposure" og „Picket Fences“ svo ekki sé talað um „The X- Files“, sem allir hafa verið sýndir hér á landi. „Ég held alltaf áfram að vona að fólki líki hið óhlutbundna og hafi rúm fyrir drauma og sögur sem ganga ekki upp. Þegar þú ferð í bíó gengur þú inn í þennan dimma sal og þú verður að gefa svolítið eftir.“ IBIO AMEÐAN gúrkutíðin - í bíóhúsunum er eins voðaleg og raun ber vitni er ekki vitlaust að rifja upp nokkrar góðar myndir i minni sölum kvikmyndahúsanna, sem gengið hafa nokkra hríð. Fyrst og fremst þeirra er hin átakanlega nýsjálenska mynd Eitt sinn 8tríðsmenn sem lýsir skelfilegum högum landlausra maóría. Einnig er enn verið að sýna Litlar konur Gill- ian Armstrong og Jo- hnny Depp fer á kostum sem kvennagullið Don Juan. Þá má benda á brúðkaup Muriel, Geggjun Georgs og „DieHard“. Það er óhætt að mæla með þessum „gömlu“ myndum þegar nýmetið klikkar. Borg hinna týndu barna FRÖNSKU kvikmynda- gerðarmennirnir Marc Caro og Jean-Pierre Jeunet vöktu heimsathygli með myndinni „Delicatessen", sem sýnd var hér á landi fyrir nokkru. Þeir hafa sent frá sér nýja mynd sem heitir Borg hinna týndu barna. Fram- leiðandi hennar, Claudie Ossard, lýsir henni sem „rómantískri mynd í anda „M“, „The Night of the Hunter“ og „Gosa“ og seg- ir hana fást við svipuð efni og fyrri mynd félaganna, drauma, erfðir og trúar- hreyfingar. Hugmyndin varð til fyrir tíu árum en ekkert var úr framkvæmdum fyrr en „Delicatessen“ hafði vakið athygli á Marc og Jeunet. Með aðalhlutverkin fara NÝ M YND frá Jeunet og Caro; úr Borg hinna týndu barna. bandaríski leikarinn Ron Perlman, Daniel Emilfork, Jean-Claude Dreyfus og Jean-Lois Trintignant, sem síðast var í Rauðum K. Kieslowskís. 7.000 hafa séð Eitt sinn stríðsmenn ALLS hafa um 7.000 manns séð nýsjálensku myndina Eitt sinn stríðsmenn í Regnboganum. Þá hafa 5.000 manns séð Feigðarkossinn, 3.500 Gleymdu París og 2.500 Geð- veiki Georgs konungs og Raunir einstæðra feðra. Spennumyndin Dolores Clayborne, sem byggð er á sögu Stephen Kings, er byij- uð í bíóinu en næstu myndir eru „The Mighty Morphin Power Rangers" og 15. sept- ember byijar „Braveheart" með Mel Gibson, sem einnig leikstýrir. Myndin verður líka sýnd í Háskólabíói. Síðan koma myndirnar „Beyond Rangoon" eftir John Boor- man, „A Walk in the Clouds" eftir Álfonso Arau (Krydd- legin hjörtu) með Keanu Ree- ves í aðalhlutverki og í lok ársins Níu mánuðir ineð Hugh Grant og „The Scarlett Letter" með Demi Moore og Gary Oldman. Viðburðarík lestarferð NÝJASTA framhalds- mynd hasarhetjunnar Steven Seagals er „Under Siege 2: Dark Territory" og hefur hún hlotið ágæta dóma. Seagal hefur ekki enn náð þangað sem Schwarzenegger og Stall- one hafa hælana en hann reynir sannarlega hvað hann getur. I myndinni leikur hann enn kokkinn Casey Ryback, þann sama og barðist við Tommy Lee Jones í fyrri myndinni. Nú er óvinurinn leikinn af Eric Bogosian sem finnur upp skelfilegt gervihnattavopn, sviðsetur dauða sinn og rænir svo hraðlest í Klettafjöllunum til að koma höndum aftur yfir vopnið. Það eina sem hann reiknaði ekki með í dæmið var ansi hreint sportlegur kokkur um borð. Myndinni hefur vegnað sæmilega í miðasölunni vestra en Seagal veitti sannarlega ekki af góðu gengi eftir myndina sem kom á undan þessari, gerð- ist í Alaska og var alger steypa. ENN á ferðinni; Seagal í „Under Siege 2“. SYND á næstunni; Reeves í „A Walk in the C!ouds“. fara Danny Glover og Denis Leary en leikstjóri er Simon Wincer, sem gerði m.a. Frelsum Willy, aðra umhverfisvæna fjöl- skyldukómedíu. MEin vinsælasta mynd sumarsins vestra er Apollo 13 með Tom Hanks. Hann leikur geimfarann Jim Lo- vell, sem sagði nýlega að í fyrstu hefði hann frekar viljað að Kevin Costner léki sig en Costner hafnaði hlutverkinu. Lovell mun hafa skipt um skoðun; svo gæti farið að Hanks yrði útnefndur til Óskarsins í þriðja skiptið í röð fyrir túlkun sína á geimfaran- um. ■ Tahwdi um leikara sem hafna góðum hlutverkum. Oliver Stone mun hafa boðið Jack Nicholson að leika Nixon í samnefndri mynd sinni en leikarinn þáði ekki boðið kannski minnugnr þess að „Hoffa“ gekk ekki vel. ■ Óskarsverðla unaleikar- inn Martin Landau mun leika föður Gosa í nýrri bíómynd sem gerð verður eftir hinu fræga ævintýri. Með hlutverk Gosa fer sjónvarpsleikarinn Jonat- han Taylor Thomas (Handlaginn heimilisfað- ir). Savoy framleiðir en myndin á að vera tilbúin á næsta ári. ■Ray Liotta var orðinn leiður á hasarmyndum þeg- ar honum bauðst að leika í gamanmynd úr Víetnam- stríðinu. Hún heitir „Op- eration Dumbo Drop“ og segir af því þegar banda- rískir hermenn ferðast með fullvaxinn fíl í fjarlægt þorp. Með önnur hlutverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.