Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATYIN NUAtiGI YSINGAR KÓPAVOGSBÆR Kennara vantar við Þinghólsskóla í Kópavogi. Námsgreinar eru danska og vélritun. Upplýsingar gefur, Guðmundur Oddsson, skólastjóri, í síma 554-2250. Starfsmannastjóri. Grunnskóli Tálknafjarðar auglýsir Kennarar, kennarar! Kennara vantar ennþá til almennrar kennslu næsta skólaár. Flutningsstyrkur og hús- næðishlunnindi í boði. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk eða ein- staklinga til að koma á friðsælan og fallegan stað á Vestfjörðum, þar sem mannlíf er gott. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Matthíasi Kristinssyni, skólastjóra, í síma 456 2538 og hjá Eyrúnu Sigurþórsdóttur í síma 456 2694. 2 T réblásturskennari Tónlistarskólarnir í Sandgerði og Garði aug- lýsa eftir tréblásturskennara fyrir nemendur sem stunda nám á saxafón, klarinett og þverflautu. Nánari upplýsingar veita skóla- stjórar, Lilja Hafsteinsdóttir í síma 423 7763 og Gróa Hreinsdóttir í síma 421 6113. I N U I A N RESTAURANT Framreidslumenn og starfsfólkísal Vegna mikilla anna vantar okkur til starfa vana framreiðslumenn og starfsfólk í sal. Þeir sem eru áhugasamir og skilja mikilvægi góðrar þjónustu vinsamlega sendi skriflega umsókn til Morgimblaðsins, merkt B-11672 fyrir 31. ágúst. Austur Indía Fjelagid 78 x 70 sm Atvinnuauglýsing Birting - Sunnudag 20. ágúst Hilmar S. 896-1251 Vegna opnunar nýs staðar í Garðabæ óskar Domino’s Pizza eftir að ráða hresst fólk í sendlastörf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar á Garðatorgi 7. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. </> 'O 5 < E N O N Q 0. DOMINO'S PIZZA GARÐATORGI 7 Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grunn- skóla Skútustaðahrepps. Helstu kennslu- greinar eru tungumál, stærðfræði, samfé- lagsgreinar í eldri bekkjum og íþróttir. Upplýsingar veita, skólastjóri í símum 464 4375 og 464 4158 eða formaður skóla- nefndar í síma 464 4217. Viðskiptafræðingur Opinber stofnun óskar að ráða viðskipta- fræðing í eftirlitsstarf. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur, hafa gott vald á rituðu máli og góða framkomu, en geta sýnt festu og ákveðni ef því er að skipta. Góð vinnuaðstaða, samstilltur hópur og áhugaverð verkefni. Fullum trúnaði heitið og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir starfsferli o.fl., berist afgreiðslu Mbl. fyrir 22. ágúst nk., merktar: „Skipulegur - 10900“. ESKIFJÓftDUR Heimaþjónusta Starfsmann vantar í fullt starf við heima- þjónustu á Eskifirði frá 1. september nk. Um er að ræða aðstoð við fjögurra manna fjölskyldu, þar sem húsmóðirin er mikið fötluð. Þetta gæti verið atvinnutækifæri fyrir fjöl- skyldu sem vildi flytja á milli landshluta. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 476 1170 á þriðjudögum og fimmtudög- um og 474 1245 á mánudögum og miðvikudögum. Félagsmálaráð Eskifjarðar. Afgreiðslustarf Vilt þú starfa með ungu, kraftmiklu og nýj- ungagjörnu fólki í skemmtilegu umhverfi? Við leitum að starfskrafti í nýja herrafataversl- un fyrir unga menn sem opnar í Kringlunni 1. september. Æskilegur aldur 20-25 ára. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtudaginn 24. ágúst, merktar: „JOE’S - 15860“. Vinsamlegast látið fylgja mynd, per- sónulegar upplýsingar, upplýsingar um fyrri störf, nám og meðmæli. Viðskiptafræðingur Framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða viðskiptafræðing í sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins. Starfið felst m.a. í umsjón með styrkjabeiðn- um, skipulagningu auglýsingaefnis, sam- skiptum við erlenda aðila auk fjölmargra annarra verkefna og hugmyndavinnu. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé við- skiptafræðingur af markaðssviði og hafi auk þess innsýn í eða reynslu af sölu- og skrif- stofustörfum. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Liósauki hl IB Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 •'Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 «subuib¥* Starfsfólk óskast Stjarnan hf., einkaleyfishafi Subway á íslandi, óskar að ráða starfsfólk á veitinga- staði Subway v/Faxafen og í Austurstræti. Fólk, sem getur einungis starfað á kvöldin eða um helgar, eða yngra en 20 ára, kemur ekki til greina. Umsækjandi verður að geta tileinkað sér mjög hröð vinnubrögð og hafa vingjarnlegt viðmót. Umsækjendur verða að geta hafið störf sem fyrst. Skila skal inn umsókn, er tilgreini m.a. fyrri störf og með- mælendur, til Stjörnunnar hf. í Austurstræti 3, fyrir miðvikudaginn 23. ágúst nk. Upplýsinga- tæknideild Eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins óskar að ráða starfsmann til starfa í upplýs- ingatæknideild. Helstu verkefni eru aðlögun/forritun í þró- unarumhverfi Concorde XAL og Oracle auk uppsetningar og síðan reksturs afgreiðslu- kerfis (POS). Við leitum að tölvunarfræðingi eða verk- fræðingi/tæknifræðingi sem hefur þekkingu á framangreindum verkefnum. Starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingarveitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 26. ágúst nk., merktar „Upplýsingatæknideild 323“. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 366ó Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Óskum eftir að ráða áhugasaman lyfjafræðing í - GÆÐAEFTIRLITSDEILD Við leitum að starfsmanni er hefur til að bera metnað og frumkvæði til að taka þátt í uppbyggingu og þróun hjá lyfjafyrirtæki í örum vexti. Viðkomandi þarf að hafa samskipta- og skipulagshæfileika og löngun til að takast á við krefjandi verkefni. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 24. ágúst 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.