Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Snilldarverk Van Morrison. Deildar meiningar VAN Morrison er í þeirri óþægilegu aðstöðu að hafa sem ungur maður sent frá sér plötur sem taldar eru með helstu verkum poppsögunnar. Síðan hefur hann gefið út grúa af plötum, en á þó ævinlega yfír sér samanburðinni. Van Morrison hefur látið að sér kveða síðan snemma á sjöunda áratugn- um og undanfarin ár hafa sannað að hann á mikið eft- ir þó gagnrýnendur hafi tek- ið honum misjafnlega. Ný- útkomin breiðskífa Morri- sons, Days Like This, er gott dæmi um það, því sum- ir velja henni hin verstu orð og kvarta yfir að hún sé sami grautur í sömu skál, en aðrir ljúka lofsorði á Morrison fyrir að hafa sent frá sér enn eitt snilldarverk- ið. Nokkuð er því ljóst að þeir sem á annað borð kunna að meta Morrison verða plöt- unni fengir, en þeir sem eru að bíða eftir annarri Astral Weeks verða fyrir vonbrigð- um, líkt og síðastliðin tæp þijátíu ár. Morrison sjálfur tekur hæfilegt mark á gagn- rýnendum, hefur enda lítið álit á þeim frá fyrri tíð, og þeir fá til tevatnsins á plöt- unni. Sigurrós á uppleið MEÐ eftirtektarverðari hljómsveitum landsins er tríóið Sigurrós. Það átti lag á safnskífu Smekkleysu fyrir nokkni og streðar nú í hljóð- veri að taka upp breiðskífu sem gefin verður út síðla í haust eða á næsta ári. Sigurrós skipa Georg Hólm, Jón Þór og Ág- úst. Þeir Georg og Ágúst segja að hljóm- sveitin sé átján mánaða eða svo. Hljómsveitin þykir skera sig úr í íslenskum rokkheimi, en þeir segja það ekki hafa verið gert af ráðnum hug; stíll sveitarinnar hafi orðið til í hljóðveri þegar til stóð að taka upp lag skömmu eftir að hún byijaði. „Upphaflega átti bara að vera gítar, bassi og söngur í laginu,“ segja þeir, „en síðan bættust trommurnar við og þegar það var tilbúið var orðin til hljómsveit.“ Þeir segja að yfirleitt vinni þeir þannig að þeir spila sig sam- an á æfingum; einhver er kannski með laglínu eða rytmagrunn og svo smám saman verður úr því lag. Undanfarið hafa þeir félagar verið latir við að æfa, en segjast taka skorpur í æfing- um og lagasmíðum og hafi sankað að sér nógu til að taka upp plötu og hún sé í smíðum. „Við höfum verið að taka upp öðru hvoru í sumar,“ segja þeir og bæta við að verkið sé langt kom- ið. Það liggur þó ekkert á að gefa það út og eins víst að hún komi ekki út fyrir jól, „það fer eftir því hvað peningarnir endast“. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sérstök Sigurrós á tónleikum. Þróun uppávið FRÁ Norður-írlandi hafa ekki komið margar hljóm- sveitir, en þær hafa þá flestar verið hallar undir hart rokk og þungt. Þannig er með Theraphy? sem stefnir ört uppávið um þessar mundir með fimmtu breiðskífu sinni. Aðal Theraphy? í árdaga var harðlínurokk með grimmilegri keyrslu. Á fjórðu breiðskífu sveitar- innar kvað hinsvegar við annan tón og ljóðrænni og það var mál manna að hljómsveitin hefði lagt fyrir róða pönkið til að selja fleiri plötur. Fimmta breiðskífa sveit- arinnar, Infernal Love, sem kom út fyrr í sumar, fetar sömu slóð; hart kraftmikið rokk með grípandi laglín- um; þannig hefur hljóm- sveitin fágað tónmál sitt á leiðinni á toppinn. Leiðtoga Theraphy?, Andy Cairns, hefur verið tamt að yrkja um ömurlega æsku og allskyns hörmung- ar á fyrri plötum sveitar- innarm en segist orðinn leiður á níhílismanum og þunglyndinu. „Annað hvort gefstu upp, eða þú þróast áfram og ég valdi síðari kostinn." Sem sönnun bendir hann á að þegar kom að því að taka upp lög á b-hliðar völdu þeir félagar að taka upp bandarískan sveitaslagara. Rokktríó Norður-írarnir í-Theraphy?. DÆGURTONLIST Hvad blundar í Islandicuf Römm ersú taug ISLANDICA heitir þjóðlagasveit sem náð hefur góðum árangri í kynningu á fornri íslenskri tónlist um allan heim. Sveitin, sem skipuð er Gísla Helgasyni, Herdísi Hallvarðsdóttur, Guðmundi Benediktssyni oglnga Gunnari Jóhannssyni, gaf út fyrir tveimur árum geisla- disk sem seldist gríðarlega vel, aðallega til erlendra ferðamanna. Fyrir skemmstu kom út annar diskur Is- landicu, Römm er sú taug. G ísli Helgason segir að það hafi blundað í Is- landicu að halda áfram að grafa upp gömul, ævaforn og ný lög til að fást við. „Á síðasta ári fórum við að huga að lagavali. í nóvem- ber sl. hittumst við með heil- mikinn lagalista, hvert og f eitt okkar kom með hugmyndir. Svo var strokað út, bætt í, aftur strokað út, enn bætt í og krotað burt. Það var svo í byijun janúarmánaðar á þessu ári að endanleg- ur lagalisti var tilbú- inn. Sam- kvæmt honum spanna lögin og Ijqðin frá 10. öld og eftii Ámo allt fram á Matthíosson þennan dag. Eftir að ákvörðun um lagaval lá fyrir, ákváðum við verka- skiptingu. Ég skyldi sjá um upptökustjórn, Herdis og Ingi Gunnar voru með hönn- un umslags og bókar á sinni könnu og Gummi Ben gróf í gömlum bókum eftir frum- heimildum. Útsetningar urðu aðallega á minni könnu, en þó lögðu hin talsvert til málanna." Gísli segir að ýmsir hljóðfæraleikarar hafi lagt þeim lið við upp- tökumar. „Má nefna Snorra Örn Snorrason lútuleikara, Þóri Baldursson o.fl. Þá fengum við átta karlaraddir úr Langkoltskirkjukómum og Karlakór Reykjavíkur til þess að synma lag og ljóð þeirra Páls Isólfssonar og Davíðs Stefánssonar „Brennið þið vitar“. Þannig varð karlakórinn átta vitar til, sem Herdís stjórnaði af mikilli snilld, en stjómandi kórsins, Jón Stefánsson, komst ekki í stúdíóið." Eins og getið er seldist fyrsta plata Islandicu af- skaplega vel, en þó segir Gfsli að þau renni algjörlega blint í sjóinn með söluna. „Vonandi selst þessi diskur ekki síður en sá fyrri, en eftir viðtökum að dæma þá er ég og við öll fremur bjart- sýn á að svo verði. Við höfum lagt þrotlausa vinnu á okkur til þess ' skapa heil- stætt og gott verk.“. að ■ MARGIR hafa beið með óþreyju eftir nýrri skífu frá Simply Red. Biðin er brátt á enda og á fimmtudag kom út nýtt lag af væntan- legri skífu með sveitinni, Fairground, sem verður hleypt í útvarp um heim allan á morgun. Breiðskíf- an sjálf, Life, kemur svo í október. MHÖRÐ- UR Torfa- son undi- býr af kappi tón- leika sína í Borgarleik- húsinu 8. september næstkom- andi. Hann : tekur for- skot á 1 _ sæluna með tun- leikum í Iðnó í kvöld, ; er hann heldur tón- | leika á vegum óháðr- ar listahátíðar. | Hörður hyggst vera einn með gítarinn I að mestu, en í ein- hverjum lögum mun hann kalla til liðs við sig ýmsa af þeim tónlist- , armönnum sem stíga á svið með honum í Borgar- leikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.