Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAL/GIYSINGAR Múrarar- verkamenn Óskum eftir múrurum og aðstoðarmönnum múrara. Mikil vinna næstu tvo mánuði. Upplýsingar veittar á skrifstofu Múr- og málningarþjónustu Hafnar hf., Réttarhálsi 2, sími 587-5100. Múr- og málningarþjónustan Höfn hf. HAGKAUF Skeifunni, óskar að ráða: 1. Matreiðslumann til starfa í kjötdeild versl- unarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Eingöngu er um framtíðar- starf að ræða. 2. Starfsfólk í sérvörudeild. Um er að ræða heilsdagsstarf milli kl. 9.00-18.30 og hálfsdagsstarf milli kl. 13.00-18.30. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri á staðnum, ekki í síma. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi samband fyrir 26. ágúst milli kl. 9. og 18. FJÓRDUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar -verk að vinna Vegna aukinnar starfsemi og opnunar nýrrar 25 rúma öldrunar- og endurhæfingardeildar á sjúkrahúsinu, auglýsum við eftir hjúkrunar- fræðingum, bæði til starfa á legudeild og skurðdeild. Ennfremur er staða Ijósmóður laus til umsóknar. Öldrunarlækningadeildin mun þjóna 15-20 hjúkrunarsjúklingum og hafa 5-10 rúm fyrir almennar öldrunarlækningar og endurhæfingu með útskrift í huga. Fyrir á sjúkrahúsinu er 26 rúma hand- og lyflækningadeild og fjögurra rúma fæðingardeild. Á FSÍ er vinnuaðstaða og allur aöbúnaður til fyrirmyndar. Starfsemi allra stoðdeilda og skurð- og slysadeildar hefur stöðugt aukist undanfarin ár og hefur innlögnum fjölgað verulega. Starfsandi er mjög góður og sam- kennd er rík meðal starfsfólks. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri í síma 456 4500 á dagvinnutíma. ffl BORGARSPÍTALINN Endurhæfingar- og taugadeild Grensási Hjúkrunarfræðingar! Okkur vantar liðsauka við uppbyggingu spennandi þverfaglegra verkefna, svo sem við meðferð heilablóðfalla, sjúklinga með verki, taugasjúkdóma, mænuskaða, gigt- sjúkra og endurhæfingar eftir fjöláverka og aðgerðir. Ýmsir áhugaverðir möguleikar í boði. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 569 6358 og Margrét Hjálmarsdóttir deildar- stjóri í síma 569 6734. Öldrunarlækningadeild B-4 Lausar stöður hjúkrunarfræðinga eru á öldrunarlækningadeild. Helstu verkefni deild- arinnar eru meðferð aldraðra í kjölfar bráða- innlagna og/eða ráðgerðra innlagna sem krefjast nálægðar við hátækni, ásamt inn- lögnum aldraðra frá öðrum deildum spítalans til mats og meðferðar eða frekari endurhæf- ingar. Ráðgerðar eru breytingar á skipulags- formi deildarinnar í haust. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 569 6358 og Gyða Þorgeirsdóttir, deildar- stjóri, í síma 569 6545. Fyrirtæki okkar óskar að ráða rafvirkja í heimilistækjadeild sem fyrst. Starfið felur í sér sölu á heimilistækjum og tengdum vörum; prófun og athugun á tækjum og skyld störf. Við leitum að ungum og röskum manni sem hefur áhuga á þægilegum, mannlegum sam- skiptum og vilja til að veita góða þjónustu. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindum störf- um, eru beðnir um að senda okkur eigin- handarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir hendi, fyrir 28. ágúst nk. SMITH & NORLAND Pósthólf519, 121 Reykjavík, Nóatúni4. Fiskistofa -tölvudeild Fiskistofa óskar að ráða háskólamenntað- an tölvunarfræðing eða einstakling með sambæriiega menntun og/eða reynslu til starfa. Viðkomandi verður að þekkja Unix, SQL og C++. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 28. ágúst nk., merktar: „Fiskistofa 303“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskóla- kennarar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka, s. 557 3090. Álftaborg v/Safamýri, s. 581 2488. Árborg v/Hlaðbæ, s. 587 4150. Engjaborg v/Reyrengi, s. 587 9130. Fífuborg v/Fífurima, s. 698 4515. Gullborg v/Rekagranda, s. 562 2455. Hagaborg v/Fornhaga, s. 551 0268. Njálsborg v/Njálsgötu, s. 551 4860. Rauðaborg v/Viðarás, s. 567 2185. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 553 3280. Sunnuborg v/Sólheima, s. 553 6385. Sæborg v/Starhaga, s. 562 3664, Ægisborg v/Ægisíðu, s. 551 4810. í starf f.h.: Álftaborg v/Safamýri, s. 581 2488. í starf e.h.: Funaborg v/Funafold, s. 587 9160. Hólaborg v/Suðurhóla, s. 557 6140. Sæborg v/Starhaga, s. 562 3664. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVfKUR Skólaskrifstofa Reykjavíkur Skóladagheimilið Hagakot óskar að ráða starfsmann frá og með 1. september. Æskilegt er að viðkomandi sé leikskólakenn- ari eða hafi aðra uppeldismenntun. Vinsamlegast hafið sambandi við forstöðu- mann, Guðrúnu Maríu, í síma 552-9270 eða Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Júlíus Sigur- björnsson, í síma 552-8544. ST0Ð3* ENDURSKOÐUN HF. Endurskoðun - reikningsskil Óskum að ráða starfsfólk í endurskoðunar-, reikningshalds- og skattskilaverkefni. Til greina koma viðskiptafræðingar af endur- skoðunarsviði, nemar á síðasta námsári og fólk með góða bókhalds- og skattskilaþekk- ingu. Skriflegar umsóknir með greinargóðum upp- lýsingum um umsækjendur, menntun, náms- árangur og fyrri störf sendist okkur fyrir 28. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. Stoð - endurskoðun hf., Lynghálsi 9, Pósthólf10095, 130 Reykjavík. Aóili að Summit lntcrnation.il As$ociates Inc. AlþjóðleR samtök endurskoóunartyrirtækja. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Simi: 588 8500 - Fax: 568 6270 Oryggisverðir Öryggisverðir óskast nú þegar til gæslu- starfa. Unnið er á 12 tíma vöktum. Allar nánari upplýsingar eru veittar af Ásgeiri eða Erni á staðnum. Umsóknareyðublöð liggja frammi. Félags- og þjónustumiðstöðin, Lindargötu 59. Heimilishjálp Heimilishjálpin í Reykjavík fyrir 66 ára og yngri auglýsir eftir áreiðanlegu og traustu starfsfólki í eftirtali'n störf hjá fötluðum ein- taklingum: Tvær 100% stöður. Vinnutími frá kl. 11 til 19 fimm daga í viku. 100% starf. Vinnutími frá kl. 9 til 17 fimm daga í viku. 50% starf. Vinnutími frá kl. 15 til 19 fimm daga í viku. 30% starf. Vinnutími frá kl. 9 til 13 þrjá daga í viku. 30% starf. Vinnutími frá kl. 13 til 17 þrjá daga í viku. Auk þess vantar starfsfólk í almenna heimil- ishjálp fyrir og eftir hádegi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Heimilis- hjálparinnar í Álfabakka 12, 109 Reykjavík, og skal þeim skilað fyrir 23. ágúst. Upplýsingar gefur Hlíf Geirsdóttir, yfirmaður Heimilishjáipar, í síma 567 0570.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.