Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 1
72 SIÐUR LESBOK C/D 210.TBL.83.ÁRG. Páfi hirt- ir afríska valdhafa Yaounde. Reuter. JÓHANNES Páll páfi II for- dæmdi spillingu og kúgun í Afríku í gær og sagði, að ka- þólska kirkjan í álfunni ætti að hafa vakandi auga með hvers kyns ranglæti og mann- réttindabrotum. Páfí er nú staddur í Kamerún í sinni 11. Afríkuferð. í samantekt um framtíð ka- þólsku kirkjunnar í Afríku talar páfi enga tæpitungu og segir, að eymdina, styijaldir og óstöð- ugleikann í álfunni megi ekki síst rekja til óstjómar í Afríku- ríkjunum sjálfum. Þar stingi spilltir leiðtogar þjóðarauðnum gjaman í eigin vasa ásamt því að kúga landslýðinn. Málsvari kúgaðra „Kirkjan á að vera að mál- svari þeirra, sem em kúgaðir,“ sagði páfi og skoraði á biskupa í Afríkulöndum að koma á fót sérstökum mannréttinda- nefndum. Frá Kamerún fer páfi til Suður-Afríku og síðan til Kenía. Kvenna- ráðstefnu lokið „NÚ þurfum við á algerum um- skiptum að halda. Konur munu ekki lengur sætta sig við að vera annars flokks þegnar,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, við lokaathöfn kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Peking í Kína í gær. Hart var deilt um lokaályktun ráðstefnunnar en samkomulag náðist í gærmorgun um skjal sem greiðir jafnræði í kynferðismálum leið með því að skilgreina kvenréttindi sem mannréttindi. Þar er hins vegar komist hjá skuldbindingum um að bera kostnað af aðgerðum sem tengjast þessu. Áfangasigur samkynhneigðra Ekki eru allir á eitt sáttir um niðurstöður ráðstefnunnar. I gær lýstu m.a. lesbíur yfir megnri óánægju, sögðu lokaályktunina ekki koma í veg fyrir að samkyn- hneigðum væri mistnunað og að þeir yrðu áfram að vera í felum. Hins vegar hefði áfangasigur unnist þar sem samkynhneigð yrði ekki lengur hundsuð í al- þjóðlegum umræðum. í lokaræðu sinni réðist Brundt- land á kinversk stjórnvöld og gagnrýndi þau fyrir „ákaft ör- yggiseftirlit", ofsóknir lögreglu á hendur þátttakendum og tak- markanir á vegabréfsáritunum. Á myndinni faðmar Brundtland Gertrude Mongella, fram- kvæmdastjóra ráðstefnunnar, i ráðstefnulok. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óvíst hvort Bosníu-Serbar flytja öflugustu þungavopnin frá Sarajevo Reuter FRANSKIR hermenn úr gæsluliði SÞ í Sarajevo afferma fyrstu flugvélina sem lendir með hjálpargögn í borginni síðan 9. apríl. Um borð var einnig varnarmálaráðherra Frakka, Charles Millon. Clinton hót- ar frekari loftárásum Sarqjevo, Genf, Washington. Reuter. TALSMENN friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu sögðu í gær- kvöldi að Bosníu-Serbar virtust vera að undirbúa brottflutning þunga- vopna frá Sarajevo og fréttamenn sáu að nokkrum skriðdrekum og fall- byssum var ekið á brott. Engin ótvíræð merki sáust þó um að Serbar myndu hlíta skilmálum samningsins sem gerður var á miðvikudag um brottflutninginn, að sögn George Joulwans, yfirhershöfðingja Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Múslimar og Króatar héldu áfram sókn sinni í norð- ur- og vesturhluta landsins, þar sem Serbar fara nú mjög halloka. Ná- lægt Gorazde í austri skutu Serbar á flugvélar NATO án þess að hæfa. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði i gær að svo gæti farið að herflugvélar NATO hæfu árásir á stöðvar Bosníu-Serba þegar á morgun, sunnudag, ef hinir síðar- nefndu stæðu ekki við loforð sín um að flytja öflugustu þungavopn sín á brott frá Sarajevo. Richard Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, átti fund í Genf síðdegis í gær með fulltrúum fimm- veldahópsins um leiðir til að sætta stríðsaðila. Einnig ræddust Banda- ríkjamenn og Rússar við í Moskvu og fyrir fundinn í Genf ráðgaðist Holbrooke sérstaklega við rúss- neska fulltrúann, ígor ívanov. Bretar, Frakkar og Rússar fögn- uðu í gær þróun mála við Sarajevo, hinir síðastnefndu sögðu að sam- komulagið um að aflétta umsátrinu gæti bundið enda á stríðið á Balkan- skaga. Andrej Kozyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, ítrekaði þó andstöðu stjórnar sinnar við loft- árásir NATO, sagði að árangurinn hefði náðst „þrátt fyrir þær“. Ráð- herrann lagði áherslu á að Rússar hefðu hlutverki að gegna í Bosníu, rætt hefði verið um að þeir gætu lagt fram friðargæslulið, annað- hvort lið undir yfirstjórn NATO eða alþjóðlegri stjórn. Deilt um vopnastærð Fréttastofa Bosníustjórnar í Sarajevo sagði í gærkvöldi að Alija Izetbegovic forseti hefði lýst and- stöðu við að Serbar fengju að hafa áfram hluta þungavopna sinna í grennd við Sarajevo, þ.e. sprengju- vörpur og fallbyssur með tiltölu- lega litla hlaupvídd. Bandarískir embættismenn sögðu í gærkvöldi að enn væri verið að semja um þessi mál. Forseti svonefnds þings Bosníu- Serba í Pale, Momcilo Krajisnik, sagði í gær að staða mála í vestur- hlutanum væri erfið en treyst væri á að Bandaríkjamenn myndu hafa hemil á múslimum og Króötum. „Ég held að senn geti orðið friður,“ sagði hann. „Eftir tvær til þijár vikur verður allur hryllingur stríðsins úr sögunni.“ ■ Kunnur fyrir gáfur/21 Sergei Kovaljov, sem útnefndur hefur verið til friðarverðlauna Nóbels Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI mannréttindafrömuðurinn Ser- gei Kovaljov, sem veitt verða sérstök verðlaun í Þýskalandi um helgina, skoraði í gær á Vesturlandabúa að draga úr kurteisinni þegar þeir reyni að fá Rússa til að bæta frammistöð- una í mannréttindamálum er hann segir hraka jafnt og þétt. „Vestrænar ríkisstjórnir bregðast ekki að- eins hægt við, heldur einnig af máttleysi,“ sagði Kovaljov í viðtali, sem tekið var í Moskvu. „Vestrænir stjórnarerindrekar eru allt of kurteisir . .. Við Rússar skiljum ekki gagnrýni með orðalagi stjórnarerindrekanna. Henni er oft tekið sem gullhömrum hér. Það verður að tala vafningalaust." Vaclav Havel, forseti Tékklands, mun veita Kovaljov Núrnberg-mannréttindaverðlaunin á sunnudag og hann hefur einnig verið nefndur til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári. Gegn innrás í Tsjetsjnyu Kovaljov hefur barist af atorku gegn herför Rússa í Tsjetsjníju. Hann hefur lengi verið á allra vörum í Rússlandi sakir baráttu sinnar, en hún hefur aflað honum fárra vina innan Kremlarmúra. Þingmenn hafa brugðið honum um landráð og Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra kallaði hann eitt sinn „úrþvætti". Vesturlönd sýni Rússum aukið aðhald SERGEI Kovaljov, þingmaður sem berst fyrir mannréttindum í Rússlandi. Kovaljov var andófsmaður á áttunda ára- tugnum ásamt Andrei Sakharov og sat í átta ár í fangabúðum kommúnista. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, gerði hann að for- manni mannréttindanefndar sinnar, en í júlí gaf hann út tilskipun, sem reyndar birtist aldrei opinberlega, um að nefndin skyldi Iögð af. Kovaljov sagðist ekki myndu segja emb- ættinu af sér sjálfur, það vildi hann ekki gera Jeltsín til þægðar. Stjórnarskráin til skrauts Kovaljov sagði frá því að þegar hann var í fangelsi í Sovétríkjunum hefði saksóknari greint föngunum frá því að stjórnarskráin væri aðeins skrauttjald til að sýna á erlendum vettvangi. Kovaljov sagði að valdamenn litu stjórnarskrána og lögin sömu augum nú. Þrátt fyrir þessa gagnrýni lagði hann til að Rússum yrði hleypt inn í Evrópuráðið á næsta ári gegn því að þeir hétu umbótum í mannréttindum innan ákveðins tíma. „Það er barnalegt af evrópskum stjórn- málamönnum að halda að þeir geti lokað Rússland úti og látið það fara sína leið,“ sagði Kovaljov. „Það er of hættulegt. Það sem ger- ist í mannréttindamálum hér er ekki aðeins okkar mál. Það er einnig ykkar mál.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.