Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 8

Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 8
8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þið eruð nú svoddan nýgræðingar á þingi, saklausir og óspilltir. . . Sighvatur Björgvinsson segir verulegan árangur hafa náðst frá 1989 í lækkun heilbrigðisútgjalda Útgjöldin lækkuðu um 4.000 kr á mann SIGHVATUR Björgvinsson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, sagði á norrænni ráðstefnu um heilbrigðis- mál, sem haldin var á Akureyri að tilhlutan Tryggingastofnunar ríkis- ins, að heilbrigðisútgjöld íslendinga á mann hefðu verið um 4.000 krón- um lægri árið 1994 en þau voru árið 1989. Samtals hefði tekist að koma í veg fyrir útgjaidavöxt í heil- brigðisþjónustunni á þessu tímabili um 10-11 milljarða. Sighvatur sagði nauðsynlegt að halda áfram að hamla gegn út- gjaldavexti í heilbrigðiskerfinu. Það væri hins vegar erfitt og vanþakk- látt verk að standa að slíkum niður- skurði. Hann vitnaði til ummæla Virginu Bottomley, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sem líkti tilraunum stjórnmálamanna til að gera um- bætur í heilbrigðisþjónustunni við að feta sig eftir krókóttri og illa merktri fjallaslóð. Á klettasyllunum stæðu kjósendur og hagsmunahóp- ar og hentu stöðugt gijóti í vegfar- andann. Árangri náð Sighvatur sagði að þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefði tekist að ná árangri í sparnaði í heilbrigðiskerf- inu. Frá 1975-1989 hefðu heilbrigð- isútgjöld einstaklinga aukist á föstu verðlagi úr 8.342 krónum í 18.246 krónur. Útgjöldin hefðu farið minnkandi 1990, 1991 og væru árið 1994 aðeins lítið eitt hærri en þau voru árið 1989, þrátt fyrir mik- inn samdrátt í útgjöldum hins opin- bera. Ef útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála og útgjöld einstak- linga til sama málaflokks væru lögð saman kæmi í ljós að þessi kostnað- ur hefði lækkað um 4.000 krónur á mann frá árinu 1989. Þetta hefði gerst þrátt fyrir að sjálfvirkur vöxt- ur útgjalda til heilbrigðis- og trygg- ingarmála væri um 4-5% á ári. Sighvatur sagði að þessi árangur hefði náðst án þess að skaða heil- brigðisþjónustuna. Samtímis hefði einnig verið byijað á fjölmörgum nýjum verkefnum og byggingum. Sjúkrahúsum breytt í hjúkrunarheimili Sighvatur sagði að sameining Borgarspítala og Landakots og ha- græðing á Ríkisspítölunum hefði skilað þeim árangri að framlög til sjúkrahúsa í Reykjavík hefðulækk- að um 800 milljónir frá 1991-1995. Sama árangri hefði ekki verið náð í hagræðingu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Mörg þeirra væru í raun orðin hjúkrunarheimili frem- ur en aðgerðarsjúkrahús. „Ég tel miklu viturlegra að horf- ast í augu við þá staðreynd sem við blasir, breyta rekstri margra sjúkrahúsa á landsbyggðinni yfir í það sem hann í rauninni er, þ.e.a.s. rekstur hjúkrunarheimila, en beina því takmarkaða fé sem til ráðstöf- unar er til uppbyggingar á stóru aðgerðarsjúkrahúsunum, þar sem skórinn kreppir alvarlega." Sparnaður í tannlækningum Sighvatur sagði að breytingar á lyfjareglugerð hefðu gert það að verkum að dregið hefði verulega úr notkun sýklalyfja hér á landi, en notkun slíkra lyfja hefur verið mjög mikil á íslandi í mörg ár. Sig- hvatur sagði þessa þróun æskilega bæði frá fjárhagslegu sjónarmiði og heilbrigðissjónarmiði. Sighvatur sagði að tekist hefði að draga verulega úr útgjöldum hins opinbera vegna tannlækna- kostnaðar. Ríkið hefði árlega greitt yfir 900 milljónir í tannlæknakostn- að á árunum 1990-1992, en 1994 hefði þessi kostnaður verið 601 milljón. Björgvin syngur á Hótel Islandi Þettaeru svo góð lög Skemmtidagskráin Þó líði ár og öld sem hrint var af stokkunum á Hótel ís- landi í tilefni 25 ára söngafmælis Björgvins Halldórssonar verður tekin upp aftur í kvöld. í dagskránni kemur Björgvin Halldórsson fram með fjölmennri hljómsveit og syngur fjölmörg sinna helstu laga frá ferlinum. - Ekki áttu sýning- arnar að verða þetta margar? „Við ætluðum upp- haflega að hafa sýning- arnar tíu, en þær urðu þrjátíu. Svo var ákveðið vegna Qölda áskorana að bæta við sex sýning- um. Það er ákveðið að þær verði ekki fleiri nema æðri máttarvöld skerist í leikinn. Það kom skemmtilega á óvart hvað sýningin gekk vel, ég átti ekkert von á að þetta myndi ganga svo vel. Ég er líka mjög ánægður með hve samnefndur tvöfaldur diskur sem var gefinn út í tilefni afmælisins hefur selst vel, í kringum átta þúsund ein- tök og það hefur ekki gerst í langan tíma með svona endurút- gáfu.“ - Nú hefur þú verið að dusta rykið af Brimkló og ert farinn að fara út áland eins og í gamla daga. Og ert þú í fullrí vinnu hjá Bylgjunni. Hyggstu snúa þér að tónlistinni eingöngu? „Nei, ég hef verið að spila þegar tími hefur gefist með mínum gömlu félögum í Brimkló, við höfum reyndar far- ið út á land vegna eftirspurnar, farið nokkrum sinnum norður, og alls staðar er troðið hús. Við gætum verið að spila út um all- ar jarðir, nóg er eftirspurnin. Ég geri þó miklu minna af þessu núna því Bylgjan tekur obbann af tímanum. Fyrir þó nokkrum árum var ég atvinnumaður í tónlist og það komst ekkert ann- að að, en nú er ég með puttana í svo mörgu. Það er svo margt sem ég hef áhuga á annað, mér fínnst til að mynda mjög gaman að vinna í hljóðveri, fyrir mig eða með öðrum, og búa eitthvað til. Ég kláraði fyrir stuttu aðra gospel- plötu, Hærra til þín. Gospelplatan sem ég gerði fyrir Krossgötur í hitteðfyrra, Kom heim, fékk svo góðar móttökur, að við ákváðum að gera aðra plötu í beinu framhaldi. Þess má geta að ég er með jólaplötu með ýmsum flytjendum í smíðum núna með Jóni Kjell Seljeseth." - Hvenær fá menn nýja sóló- plötu með Bjögga? „Ný sólóplata kemur oft upp á, er í undirbúningi og hefur verið til lengi, lengi, en maður verður að gefa sér góðan tíma fyrir svoleiðis. Ég nota frítímann til að grípa í þessi verkefni, eins og með gospelplötunar, en það er bara svo takmarkaður tími, það er svo margt annað sem tekur tímann. Það eru svo mikl- ar hræringar í fjölmiðlaheimin- um og hann er spennandi. Ég Björgvin Halldórsson ► Björgvin Halldórsson er fæddur í Hafnarfirði 16. apríl 1951. Hann hóf söngferil sinn á dansæfingum í Flens- borgarskóla fyrir aldarþriðj- ungi þá fimmtán ára gamall. Hann hefur sungið með fjöl- mörgum hljómsveitum um dagana, tekið þátt í gerð 150 breiðskífna og sungið inn á band á fimmta hundrað laga. Björgvin er kvæntur Ragn- heiði B. Reynisdóttur og eiga þau tvö börn, Svölu og Odd „Lögin lifna við með svona stórri hljóm- sveit“ fæst minna við músík en gríp í það, ef tíminn leyfir, sem mér finnst reglulega spennandi og hvetjandi verkefni." - Finnst þér skemmtilegra að vinna við fjölmiðla en fást við músík? „Báðar greinarnar eru jafn spennandi. Fjölmiðlaheimurinn er spennandi og margt spenn- andi við sjóndeildarhringinn og eins togar tónlistin alltaf mikið í mig, hún á svo ríkan þátt í mér.“ - Ertu ekkert orðinn þreytt- ur á að syngja þessi lög þegar sýningar eru orðnar 30. „Þetta eru svo góð lög maður og svo er fólkið svo ólíkt sem kemur og engin sýning er eins. Lögin lifna við þegar þau eru sungin með svona stórri hljóm- sveit, mörg þeirra hef ég aldrei tekið á tónleikum, það hefur ekki verið hægt nema með svo stóra hljómsveit. Ég er með valinn manr. í hveiju rúmi, Gunnar Þórðarson, Jón Kjell Seljeseth, Þóri Bald- ursson, Vilhjálm Guð- jónsson, Halldór Hauksson, Þórð Guð- mundssson, Kristin Svavarsson og Snorra Valsson, en bakradd- ir syngja Jóhann Helgason og Erna Þórarinsdóttir. Svo er ég með svo góða menn í ljósum og sándi, Gunnar Smára í sándinu og Magnús Viðar í ljósunum. Ég er með landsliðið á sviðinu með mér og þá er þetta allt annað líf. Björn G. Bjömsson sá um uppsetningu sýningarinn- ar, Gunnar Þórðarson um út- setningar á tónlistinni og Helena Jónsdóttir sá um dans og hrevf- ingar. Nei, ég fæ ekki leið á þessu, ég hef líka verið svo heppinn með lög, þau hafa flest elst svo vel.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.