Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 9
FRÉTTIR
Utgerðir og fiskvinnslu-
fyrirtæki í raun
verktakar hjá Liibbert
í fjölþættum tilfærslum íslenskra fyrírtækja
með aflaheimildir sem taldar eru tengjast
þýska fyrirtækinu Liibbert ber bókhald fyrir-
tækjanna aðeins einu sinni með sér að verð-
mæti hafí skipt um hendur. Samkvæmt
upplýsingum Péturs Gunnarssonar virðist
samband Lubbert og íslensku fyrirtækjanna
hafa verið líkast sambandi verkkaupa
og verktaka.
MARKAÐSVIRÐI þeirra afla-
heimilda sem talið er að hafi fært
þýska fyrirtækinu Lubbert yfirráð
yfir 1.000 tonnum af karfaafla er
talið vera um það bil 20 milljónir
króna, en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins, var greitt ívið
hærra þegar fyrirtækið keypti
aflaheimildir í ýmsum tegundum
af Ósvör hf. í Bolungarvík.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins ber bókhald þeirra fyr-
irtækja sem veiddu og unnu karf-
ann fyrir Þjóðveijana ekki með sér
að nein viðskipti hafi staðið á bak
við tilfærslu aflaheimildanna til
þeirra. Er talið að Liibbert hafi
greitt öllum aðilum, sem að málinu
komu, beint fyrir þeirra þátt í ferl-
inu.
I eina skiptið sem verðmæti
skiptu um hendur í raunverulegum
viðskiptum hafi verið þegar kvót-
inn var seldur frá Ósvör til Liib-
bert og skráður á Bessa frá Súða-
vík.
Kvóti færður yfir á togara
Allir sem síðan komu að málinu
við veiðar og vinnslu aflans hafi
í raun verið verktakar Liibbert.
Kvótinn sem Liibbert er talið
hafa keypt frá Ósvör, áður en
gengið var frá sölu fyrirtækisins
til Bakka h.f í Hnífsdal, var færð-
ur yfir á tögarann Bessa á Súða-
vík, sem er í eigu Álftfirðings.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var það við frágang
skjala vegna þessara viðskipta
sem talið er að undirritun bæjar-
stjórans í Bolungarvík um sam-
þykki sveitarfélagsins við viðskipt-
unum hafi verið fölsuð en grunur
um þá fölsun varð til þess að
málið var tekið til rannsóknar hjá
RLR.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er talið að bókhald
Ósvarar sýni bein tengsl milli þess
að fyrirtækinu hafi borist greiðsla
frá Lúbbert og að kvóti hafi verið
færður frá togara Ósvarar Dag-
rúnu, yfir á Bessa. Álftfirðingur
hafi ekki greitt Ósvör vegna þeirr-
ar tilfærslu.
Kvótinn sem seldur var frá Bol-
ungai-vík var í aflaheimildum til
veiða á ýmsum tegundum en síðan
fluttist kvótinn á milli ýmissa að-
ila í skiptum þar sem „kvóta Lúb-
bert“ var breytt í aflaheimildir til
karfaveiða.
Skip fengin til að veiða
upp í kvótann
Skip ýmissa útgerða víða um
land voru síðan að talið er fengin
til að veiða upp í karfakvóta Lúb-
bert, og var umsaminn aflahlutur
þá færður af Bessa yfir á viðkom-
andi skip með formlegri skráningu
hjá Fiskistofu án þess að til sé að
dreifa í bókhaldi fyrirtækjanna
gögnum sem sýni fram á að um
eiginleg viðskipti hafi verið að
ræða.
Þar með hafi útgerðirnar ekki
verið með raunverulegan lagaleg-
an rétt til veiða aflann þar sem
þau verðmæti sem í aflaheimildun-
um eru bundin hafi í raun aldrei
skipt um hendur.
Talið er þess vegna að Lúbbert
hafi greitt beint til útgerða þeirra
sem hlut áttu að máli þóknun fyr-
ir kostnað við veiðarnar.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var þorri aflans unninn
hjá sama fiskvinnslufyrirtækinu á
Austurlandi. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hefur
rannsókn málsins ekki sýnt fram
á að það fyrirtæki hafi greitt út-
gerðum skipanna sem lögðu upp
hjá því neitt fyrir aflann heldur
hafi Lúbbert átt aflann meðan
hann var þar til vinnslu og greitt
ákveðna fjárhæð fyrir flökun og
frystingu hans.
Getur varðað fangelsisvist
Brot af því tagi sem lýst hefur
verið að framan í samræmi við
það sem bókhald fyrirtækjanna
getur til kynna, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, er talið
að geti varðað við 1. tölulið 1.
málsgreinar 4. greinar laga um
fjárfestingu erlendra aðila í at-
vinnurekstri á íslandi. Þar sem
segir að íslenskir ríkisborgarar
með lögheimili hér á landi eða ís-
lensk fyrirtæki sem séu að öllu
leyti í eigu íslenskra ríkisborgara
með lögheimili á íslandi megi ein-
ir stunda fiskveiðar í íslenskri
efnahagslögsögu og aðra grein
laga um rétt til veiða í efnahags-
lögsögu íslands, sem er sama efn-
is. Brot á þessuin lögum geta varð-
að sektum, varðhaldi eða fangelsi
í allt að 2 ár.
Aflaheimildinni
er breytt í afla-
heimild á karfa.
Þessi skipti fara
fram í gegn um
mörg útgeröar-
fyrirtæki.
Nokkur fyrirtæki
sjá um veiöarnar
gegn greiöslu ...
nFl a
Fiskvinnslufyrirtæki
á Austfjöröum sér
um vinna aflann
gegn fastri greiöslu
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra
Alvarlegt brot
á lagaákvæðum
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, segir að brot það, sem
uppvíst hafi orðið um við sölu aflak-
vóta til þýzka fyrirtækisins Lubbert,
sé alvarlegt brot gegn lögum um fjár-
festingar útlendinga í íslenzkum
sjávarútvegi, Slíkar fjárfestingar séu
óleyfilegar. Ari Halldórsson, starfs-
maður þýzka fyrirtækisins, segist
ekkert vilja tjá sig um málið á þessu
stigi.
„Málið er í höndum réttvísinnar,"
segir Þorsteinn Pálsson. „Rannsókn-
arlögreglan hefur lokið sinni rann-
sókn og upplýst málið og sent niður-
stöður sínar til ríkissaksóknara.
Hann tekur síðan ákvörðun um fram-
haldið. Því er hins vegar ekki að
neita að hér er um mjög alvarlegt
mál að tefla. Það hefur gerzt upp á
síðkastið með aukinni virkni eftirlits
Fiskistofu, að brot á fiskveiðiiöggjöf-
inni hafa verið upplýst og menn hafa
verið kallaðir til ábyrgðar. í þessu
tilviki er um að ræða brot á lögum
um fjárfestingu útlendinga í íslenzk-
um sjávarútvegi, sem heyra undir
viðskiptaráðuneytið, en brotið er
jafnaivarlegt fyrir það.
Aukið frelsi í flutningi fjánnagns
milli landa getur gert framkvæmd
laganna um takmörkun á rétti út-
lendinga til fjárfestingar í sjávarút-
vegi, erfiðari en ella hefði verið. Það
hefur verið góð sátt um þessa lög-
gjöf og við sömdum um það við Evr-
ópusambandið að haida þeim ákvæð-
um óbreyttum," segir Þorsteinn.
Engar greiðslur fengið
„Minn þáttur í þessu máli er að-
eins sá að við sáum um að geyma
kvótann um tíma. Hann var fluttur
til mín frá Dagrúnu, 660 tonn alls.
Ég flutti hann síðan frá mér aftur
samkvæmt ábendingu þess sem átti
kvótann. Það er algengt að menn
geymi kvóta fyrir aðra um einhvern
tíma. Við höfum engar greiðslur
fengið vegna þessa,“ segir Ingimar
Halldórson, stjórnarformaður Álft-
firðings, útgerðar Bessa IS.
Björgvin Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Ósvarar, á þeim tíma
er viðskipti þessi áttu sér stað, vildi
í samtali við Morgunblaðið ekkert
láta hafa eftir sér um málið.
„Það er ljóst af þessu máli, að
nauðsynlegt er að öll viðskipti með
kvóta fari fram á opinberum mark-
aði og upplýsingar um þau viðskipti
verði öllum aðgengilegar, bæði verð
og magn. Með öðrum hætti verður
ekki hægt að koma í veg fyrir að
útlendingar séu að hafa ólögleg og
óeðlileg áhrif á ráðstöfun fisk-
aflans,“ segir Helgi_ Laxdal, formað-
ur Véistjórafélags íslands.
St. 22-35 Litir: Brúnt, rautt og grænt Kr. 3.495
Nýtt kortatímabil
Opið kl. 12-18.30,
laugard. kl. 10-16
ÞOllPIl)
Geirsbúb
BORGARKRINGLUNNI
Sendum í póstkröfu
sími 581 1290
Teg. 9674
Loðfóöra&ir
kuldaskór
ÁS /36 ár
Hressingarleikfimi kvenna
hefst mánudaginn 18. september pk.
Kennslustaðir:
Leikfimisalur Laugarnesskóla og
íþróttahús Seltjarnarness.
Fjölbreyttar æf ingar -
músík - dansspuni -
þrekæfingar - slökun.
Veriö meö frá byrjun.
Innritun og upplýsingar í síma 553-3290.
Ástbjörg S. Gunnarsdöttir, íþróttakennari.