Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ VÍB deilir á notkun skammtímaávöxtunar í auglýsingum verðbréfafyrirtækja „ Gefa ekki rétta mynd“ VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka birti í gær auglýsingu þar sem kemur fram gagnrýni á notkun skammtímaávöxtunar í auglýsingu um fjárfestingarkosti. Auglýsing þessi kemur í kjölfar auglýsingar Kaupþings fyrr í þess- ari viku, þar sem settar eru fram tölur yfir ávöxtun verðbréfasjóða fyrirtækisins undanfarna 3-6 mánuði. Gefur ranga mynd Bjöm Jónsson, sjóðsstjóri hjá VIB, segir tilgang þessarar aug- lýsingar ’ vera að vekja athygli á því að rétt sé að horfa til lengri tíma en þriggja mánaða þegar fjárfestingannöguleikar séu skoð- aðir. Hann segir að þessari auglýs- ingu sé ekki beint neitt sérstaklega gegn Kaupþingi en þó hafi auglýs- ing þeirra gefið þeim tilefni til þess að benda á þessi mál. „Við teljum það ekki rétt að taka ákvörðun um fjárfestingar- kosti út frá þessum upplýsingum einungis. Við teljum að það verði að horfa til svolítið lengri tíma en þriggja mánaða þegar verið er að tala um ávöxtun fjármuna, nema um sé að ræða skammtímafjár- festingu.“ Björn segist líta á verðbréfa- sjóði sem langtímaávöxtunar- möguleika fyrst og fremst og því sé rétt að láta tölur um ávöxtun þeirra a.m.k. undanfarin 1-2 ár fylgja með tölum um skammtíma- ávöxtun. Olíkar aðferðir Bjarni Ármannson, forstöðu- maður hjá Kaupþingi, segir þetta alltaf vera álitamál. „Þetta mál er erfitt að því leytinu til að ávöxt- un aftur í tímann er ekki endilega vísbending um ávöxtunina fram í tímann. Ávöxtun 3-6 mánuði aftur í tímann þarf ekki endilega að segja neitt meira en þegar ver- ið er að auglýsa þessa sjóði reyn- um við að auglýsa það sem okkur finnst vera að koma vel út hveiju sinni og við teljum lýsandi fyrir stöðu mála í dag.“ Hann segir þessa sjóði hafa komið vel út til lengri tíma litið þannig að ekki sé verið að reyna að fela eitt eða neitt í þeim efnum. Bjami segir engan algildan sannleik í þessum efnum og þann- ig megi líka draga í efa gildi ávöxtunartalna langt aftur í tím- ann. Þeir skuldabréfavextir sem bjóðist í dag séu mun lægri en það sem tíðkaðist fyrir 2-3 árum síð- an, og því sé langtímaávöxtunin ekki lýsandi fyrir það sem nú tíðk- ast. Viðskiptajöfrar skoða fjárfestingarmöguleika FIMM bandarískir viðskiptajöfrar eru væntanlegir hingað til lands á sunnudag til að kynna sér íslenskt atvinnulíf og fjárfestingarmögu- leika á íslandi. Að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar, verðbréfasala í New York, tilheyra fímmmenningamir óformlegum hópi, sem stofnaður var að frumkvæði Davids Carpent- ers, fyirverandi forstjóra og stórs hluthafa í Zink Corporation of America. Carpenter hefur komið hingað vegna hugmynda um stofn- un zinkverksmiðju og fengið mik- inn áhuga á íslandi. Áformað er að hópurinn verði fimm daga á íslandi, skoði fyrirtæki og stofnan- ir og ræði við frammámenn úr stjórnsýslu og athafnalífi. Förðunarkeppni í da ídag er förðuna. BoK'm^ZTlepT TF0R fi/f« f Kwmu, m klimki noo „ Ukert kenlÖ ■mÓdeliri M er ðlll Sl Allar frekari upplýsingar og skráning er í Make up for ever-búðinni, Borgarkringlunni, sími 588 7575. Hrávöru- markaður London. Reuter. VERÐ á kopar lækkaði um 160 dollara tonnið og verð á kaffi um 290 dollara, en verð á hveiti hækk- aði allt í einu um 11 sent skeppan og verð á platínum um 10 dollara únsan. Sérfræðingar höfðu talið víst að lágir vextir í heiminum mundu leiða til hækkandi verðs á málmum, en ýmsir ijárfestar töldu íjárfestingar í hlutabréfum vænlegri kosti. Verð á kaffi lækkaði í vikunni í kjölfar spár um hækkandi verðs á næsta ári. Spáð er rigningu eftir hálfgerða þurrka í Brasilíu og meiri uppskeru í Kólombíu. I Chicago er verð á hveiti með því hæsta í 20 ár (4,72 dollarar skeppan) á sama tíma og því er spáð að náttúrhamfarir kunni að valda kreppu, þar sem kornbirgðir í heiminum séu í lágmarki. Skortur hefur verið á platínum á Vesturlöndum, en suður-afrískur sérfræðingur spáði því að að birgð- ir frá Rússlandi mundu fullnægja eftirspurn í rúmlega tvö ár. Áhugi á platínum jókst og verðið hækkaði um tæplega 10 dollara únsan í rúm- lega 340 dollara. Verð á álií framvirkum samning- um var 1.765,00 dollarar tonnið kl. 11.30 í gær, en 1.815,00 dollarar viku áður. Ferða- skrifstof- ur missa leyfi TVÆR ferðaskrifstofur, Ferðabær og Ratvís hafa misst leyfi sín til reksturs ferðaskrif- stofa þar sem bankatrygging- ar, sem settar eru sem skilyrði fyrir leyfinu, skortir. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgöngu- ráðuneytinu, segir ferðskrif- stofuleyfi falla sjálfkrafa niður ef ekki liggja fyrir allar nauð- synlegar tryggingar. Það sé raunin í þessu tilfelli og í ljósi þessa hafi ráðuneytið talið nauðsynlegt að vekja athygli manna á þessu máli. „Það er auðvitað alvarlegt mál ef að ferðaskrifstofur halda áfram að selja farmiða og ferðir án þess að hafa fyrir því neinar tryggingar. Viðskiptavinir þeirra eru ekki mjög öruggir á meðan." Brot varða sektum Ragnhildur segir að brot á þessum lögum varði sektum. Hætti ferðaskrifstofa, sem misst hefur leyfi, ekki starf- semi sinni verði ráðuneytið að leyta aðstoðar lögreglu til að stöðva starfsemina. Morgunblaðið náði tali af Birgi Sumarliðasyni, eiganda Ferðabæjar, þar sem hann er staddur á ferðaráðstefnu Vest- ur-Norðurlanda í Færeyjum. Hann vildi lítið láta hafa eftir sé um málið að svo stöddu en sagði hins vegar að hann hafi rætt við viðskiptabanka sinn áður en hann hafi haldið utan um endurnýjun á tryggingu. Þar hafi menn sagt honum að vera rólegur og hafa samband næstkomandi mánudag. Síðan hafi hann ekkert frétt fyrr en þar ytra. Ekki náðist í Halldór Jó- hannsson, hjá Ratvís, en hann er einnig staddur á ferðaráð- stefnunni í Færeyjum. Dollar yfir 103jen New York, London. Reuter. DOLLARINN hækkaði í yfir 103 japönsk jen í New York og London í gær og staða hans styrktist vegna stuðn- ingsyfirlýsinga ráðamanna í Washington og Tokyo. Staðan styrktist einkum vegna þeirra ummæla jap- anska viðskipta- og atvinnu- ráðherrans Ryutaro Hashi- moto að hann væri því fylgj- andi að dollarinn hækkaði í um 110 jen. Japanska stjórnin mun bráðlegga leggja fram frum- varp, sem á að örva japanskt efnahagslíf, og kunnugir telja að það kunni að auka banda- rískan útflutning til Japans, en það mundi auka eftirspurn eftir dollurum. Dollarinn hefur einnig styrkzt vegna þeirrar yfirlýs- ingar aðstoðarfjármálaráð- herra Bandaríkjanna, Lawr- ence Summers, að sjö helztu iðnríkjum heims (G7) hafi orð- ið mikið ágengt í þeirri við- leitni að að rétta við gengi dollarsins og að Bandaríkja- menn séu reiðubúnir til sam- vinnu á þessu sviði. í London varð ný methækk- un á FTSE-vísitölunni, sem mældist 3.587,0 stig. Þýzk hlutabréf hækkuðu einnig talsvert í verði og Dax-vísital- an mældist 2.313,63 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.