Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 21 ERLENT Reuter RICHARD Holbrooke, samningamaður Bandaríkjamanna, á fundi í Zagreb í fyrradag. Holbrooke, samningamaður Bandaríkjanna í Bosníu Kunnur fyrir gáfur og beinskeytt svör Washington. Reuter. RICHARD Holbrooke, sem á mest- an þátt í samningum um, að Bos- níu-Serbar aflétti umsátrinu um Sarajevo, er reyndur samninga- maður og kunnur fyrir mikinn metnað, gáfur og beinskeytt svör. I meira en mánuð þeyttist hann fram og áftur milli höfuðborga Evrópu og um lýðveldin, sem risu upp á rústum Júgóslavíu, og hugs- anlega hefur honum tekist það, sem margir hafa reynt við lítinn orðstír, að leggja drög að friði í Bosníu. Holbrooke, sem er 54 ára gam- all, var skipaður aðstoðarutanrík- isráðherra í málefnum Evrópu og Kanada í júní 1994 en þá hafði hann verið sendiherra Bandaríkj- anna í Þýskalandi um eins árs skeið. Áður hafði hann starfað sem bankamaður og í byrjun ágúst sl. var orðrómur um, að hann hygðist snúa aftur í Wall Street ---------- vegna ágreinings við Hrósað fyrir að Clinton-stjórnina. Sner- |eggja drög að Það duldist engum, að Holbrooke taldi sig hafa hlutverki að gegna og dugnaður hans og staðfesta urðu til þess, að franska dagblaðið Le Figaro kallaði hann „Kissinger Balkanskaga“. Fyrir aðeins þremur dögum virt- ist Holbrooke í vafa um, að samn- ingar um friðsamlega lausn myndu takast. „Ég veit hvernig til tókst í Víetnam og gleymi því ekki, að Kissinger samdi um tvö ríki í land- inu. Því var síðan kollvarpað með valdi og Norður-Víetnamar lögðu Suður-Víetnam undir sig,“ sagði Holbrooke í viðtali við New York Times sl. miðvikudag. „Ef ég á mér martröð þá er hún þessu lík.“ Milosevic „ekki geðþekkur“ friði í Bosníu ist hann aðallega um Bosníu og stefnuleysið, sem honum fannst ein- kennandi fyrir afstöðu stjórnarinn- ar í þeim málum. „Kissinger Balkanskaga" Frá því um miðjan ágúst hefur Holbrooke lagt nótt við dag við að kynna nýja stefnu Bandaríkjanna i Bosníu og hann gafst ekki upp jafnvel þótt hann sæi á bak þremur nánum aðstoðarmönnum sínum í bílslysi í Bosníu í síðasta mánuði. Holbrooke nýtur mikillar virðing- ar meðal fréttamanna fyrir hrein- skilin svör og sem dæmi má nefna, að einu sinni sagði hann um Siobodan Milosevic, forseta Serbíu, sem hann hefur nú samið við, _________ að hann væri „ekki geð- þekkur rnaður". Breskur embættismaður sagði nýlega, að Holbrooke ætti það til að haga sér „eins og fíll í glervörubúð og gerði það oft“. Holbrooke hefur starfað lengi í bandarísku utanríkisþjónustunni eða meira eða minna frá árinu 1962. Hann gat sér fyrst orð sem ráðgjafi um víetnömsk málefni og var síðar í forsetatíð Jimmy Cart- ers aðstoðarutanríkisráðherra með málefni Austur-Asíu og Kyrrahafs- svæða sem sérgrein. Ásamt Anth- ony Lake, öryggismálaráðgjafa Bills Clintons, stofnaði hann utan- ríkismálatímaritið Foreign Affairs sem nokkurs konar mótvægi við Foreign Affairs Journal og skrifar mikið um utanríkismál í blöð og tímarit. Frá 1985 og þar til varð sendi- herra í Þýskalandi var Holbrooke framkvæmdastjóri fjárfestingar- fyrirtækisins Lehman Brothers í New York og hann var meðhöfund- nr að ævisögu Clarks Cliffords, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Hefur sú bók hlotið mikið lof. Forðast ekki fjölmiðla Holbrooke hefur aldrei verið feiminn við sviðsljósið og brúðkaup hans og Kati Martons, útvarps- fréttamanns og fyrrverandi eigin- konu Peters Jennings hjá ABC, í Washington í maí þótti mikill við- burður. Það var í þriðja sinn, sem hann gekk í það heilaga en hann á tvo syni frá fyrsta hjónabandi sínu. Þá voru þau Diane Sawyer, hin kunna fréttakona, saman í all- mörg ár á síðasta áratug. Menn velta því fyrir sér hvað við taki hjá Holbrooke gangi samning- arnir um Bosníu upp en í viðtali við tímaritið Time í ágúst kvaðst hann hafa skýrt Clinton frá því strax, að hann ætlaði ekki að starfa út kjörtímabilið. „Ég lofaði Kati að koma aftur heim til New York,“ sagði hann. Reuter Fræknir málaliðar í Singapore LÖGREGLAN í Singapore hef- ur ráðið nokkra málaliða úr röðum gúrkha í þjónustu sína. Gúrkhar eru hindúaþjóðflokk- ur í Nepal sem er frægur fyrir framgöngu sína í hernaði og eru áræðnari bardagamenn vandfundnir. Á myndinni standa málaliðarnir með þekkt- asta vopn gúrkha, khukri- hnífa. LISTIR • Bókmenntahátíð’ 95 Raunveru- leikinn er í sof- andi bókum Bókmenntir og raunveruleiki var umræðu- efnið. Jóhann Hjálmarsson hlustaði á höfunda skilgreina veruleikann og lesa upp. Patrick Chamoiseau William Styron Morgunblaðið/Ásdís KJELL Askildsen er ekki meðal hinna orðmörgu höfunda og mælsku ræðumanna, en hefur lag á að orða hugsanir sínar í fáum orð- um. Hann sagði í pallborðsum- ræðu í Norræna húsinu að starf sitt væri að segja lesandanum hvað hann ætti við. Þegar farið var að tala um samtímann og það að menn óskuðu eftir Hinni Stóru Samtímakrufningu í formi skáldsögu vék hann að kjama máls. Góður listamaður á heima í tímanum að mati Kjeld Askilds- ens, finnur raunvemleikann án þess að leita hans. Það að skrifa er rann- sókn sem fer fram meðan rithöfundur- inn skrifar. Og um fylgifiska raun- veruleikans, sannleika og lygi, sagði Askildsen: „Sá sem segir satt lýgur, sá sem fæst við skáldskap lýgur ekki.“ Trúðu ekki orði Einar Kárason velti því fyrir sér að gefnu tilefni hvernig bókmenntir eigi að hafa áhrif á veruleikann og öfugt. Niðurstaðan var að því minna sem rithöfundur hugsar um að breyta heiminum í kringum sig því meiri séu líkurnar á að hann geri það. Solvej Balle kvaðst ekki geta skrif- að án raunveruleikans. Hún sagðist aftur á móti ekki hafa trú á því að bókmenntirnar endurskapi raunveru- leikann. Á svipaðri bylgjulengd var Mártha Tikkanen þegar hún sagði um raunveruleikann að þótt við sner- um við honum baki tækjum við engu að síður þátt í honum. Hún rifjaði upp einkunnarorð einnar bókar sinnar: „Trúðu ekki orði sem ég segi, allt er satt. Sigrid Combuchen, sem reyndist margrfróð um bókmenntir og höf- unda, taldi að pólitískar bókmenntir gætu komið aftur, einkum stjórnleys- isskoðanir yngri kynslóðar. Það mátti skoða í framhaldi þess sem Torben Rasmussen stjórnandi um- ræðnanna benti á að stórar samfé- lagsskáldsögur væru eftirlýstar í Danmörku og ýmislegt benti til nýrr- ar raunsæisstefnu. Þetta fékk eftir- farandi andsvar frá Solvej Balle: „Ef maður krefst meiri veruleika en felst í frásögninni er maður á rangri leið.“ Leifar Byrons Á upplestrarkvöldi var kynnt bók Sigrid Combuchen um Byron lávarð; það önnuðust höfundurinn og þýðand- inn Kristján Jóhann Jónsson. Sagan er ekki ný af nálinni, en engu að síður áhrifarík. Combuchen hefur einbeitt sér að því að lýsa heimi skálda, að þessu sinni ekki sist aðdáendum þeirra. „Er raunveru- leikinn til?“ geta menn spurt eins og danska skáldið Thorkild Bjornvig gerði í samnefndri bók. „Hvað kemur upp úr gröfinni?" spurði Sigrid Combuchen? Einkar áheyrilegur var Tor Norr- etranders sem kunnastur er fyrir metsölubókina Mærk verden (1991). Hann gerir kenningar í náttúruvís- indum og um heimsmynd nútímans aðgengilegar, skrifar ljóst og læsi- lega. „Fólk hefur not fyrir meiri upplýsingar en meðvitundin hefur að geyma“ og „Ég er ekki miðpunkt- urinn í mér“ eru dæmi um málflutn- ing Norretranders sem Þorsteinn Vilhjálmsson túlkaði og skýrði. Patrick Chamoiseau frá Mart- inique las ekki úr verðlaunasögunni Texaco (1992), bókinni sem gerði hann frægan, heldur bók sem kemur út í Frakklandi í janúar og mun heita Að skrifa í landi þar sem aðr- ir ráða ríkjum eða eitthvað í þá átt- ina, að sögn Friðriks Rafnssonar sem kom texta Chamoiseaus til skila á íslensku. í sögunni sem er afar ljóð- ræn og skemmtileg, stíllinn minnir á ævintýri í munnlegri frásögn, er fjallað um sofandi bækur í kassa og hvernig þær vitrast barni sem líklega er höfundurinn sjálfur. „Sof- andi bók breytir ekki heiminum held- ur Iesandanum,“ stendur þar. írinn Desmond O’Grady, sem gekk í skóla í Tipperary, orti líka um þessa rómuðu borg. í ljóði hans er eini kompásinn sem vísar þangað eigið hjarta skáldsins. Ekkert bíður þín þegar þú loksins kemst til Tipperary. Thor Vilhjálmsson las þýðingar sínar á ljóðum vinar síns og var mikil músík í lestri hans. Michael Kruger las ljóð eftir sig á ensku, eitt þeirra var um bjarg- leysi dódófugls sem búið er að út- rýma fyrir löngu. Lífið er dódófugl og þess vegna í útrýmingarhættu. Ingunn Ádsísardóttir las upphaf skáldsögunnar Himmelfarb (1993) í þýðingu sinni. Hræðileg skömm William Styron, eilítið þreytulegur eftir ferðalagið til hins „fallega og rómantíska íslands" og átök við tilver- una yfírleitt las upphaf smásögu, Virginía sögusviðið eins og oft áður, og nýbirtan minningakafla úr New Yorker um pilt sem er lokaður inni á sjúkrahúsi vegna gruns um sífílis. Frásögnin dregur upp mynd frá fimmta áratugnum þegar sífílis var hræðileg skömm og talinn jafnhættu- legur og eyðni nú, að sögn Styrons. Í smásögunni birtist hinn næmi skoð- andi sem Styron er og í frásögninni hið kjarnmikla hispursleysi og fýndni sem hafa gert hann svo eftírminnilegan. Ólafur Jóhann Ólafsson las hluta úr Sniglaveisl- unni, kostulega lýsingu á óhófi og veisluhöldum betri borgara í Reykjavík. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann læsi úr verk- um sínum hér heima. Ólafur Jóhann las skýrt og hélt söguefninu í dálitlum fjarska frá sér með vott af kaldhæðni, en ekki á þann hátt að fordæma þann úrkynj- unarheim sem sagan leiðir í ljós, enda þarf rithöfundur að hafa samúð með persónum sínum þótt hann geti gagnrýnt gerðir þeirra. Ölesnu bækurnar dularfullu í kassa móðurinnar í Martinique voru Patrick Chamoiseau ögrun og vöktu hjá honum furðu. Þær sváfu og það var nautn að snerta þær. Hlutverk rithöfundarins getur verið að skapa þann bókmenntalega raunveruleika sem gerir bækur líka eftirsóknar- verðar eftir að barnið er orðið læst. Að skrifa er rannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.