Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HIN LJOÐRÆNA
SKYNJUN
BÓKMENNTAHÁTÍÐ ’95 sem staðið hefur undanfarna
viku hér í Reykjavík er mikill fengur fyrir menning-
arlíf íslendinga, jafnframt því sem hún er sannkölluð
upplyfting fyrir borgarlífið, með sama hætti og slíkar
hátíðir hafa áður reynst vera.
Það er bæði nýbreytni og örvun sem fylgir því að hlýða
á skáld frá öðrum löndum og uppörvun fyrir skáldskap
•okkar, enda hefur hann ávallt, frá fyrstu tíð, unnið úr
erlendum áhrifum, stefnum og straumum, án þess að
missa í nokkru séríslensk einkenni. Ástæða er til þess
að fagna því framtaki sem bókmenntahátíð er og þeirri
staðreynd að hún hefur náð að marka sér fastan sess í
menningarlífi landsmanna.
Ekki er síður ástæða til þess að fagna því, að íslensk-
ir rithöfundar hafa ætíð verið öflugir þátttakendur í
bókmenntahátíð og sett svip sinn á hvern dagskrárlið.
Þeir hafa sýnt og sannað að íslenskar bókmenntir eru
engar hornrekur, heldur skipa, þvert á móti, veglegan
sess við hlið þess sem erlendu höfundarnir hafa fram
að færa. Mikilvægi þess að bókmenntir á íslandi séu
með blóma, verður aldrei tíundað um of. Þær eru farveg-
ur arfleifðarinnar - okkar eina öfluga tæki til varðveislu
og verndar íslenskri tungu.
Morgunblaðið átti fyrr í þessari viku samtal við beng-
alska rithöfundinn Taslima Nasrin, sem hefur verið gerð
útlæg frá Bangladesh vegna skoðana sinna og ofsókna
íslamskra bókstafstrúarmanna á hendur henni. Fram
kemur að mikil mismunun ríki í Bangladesh og að hindú-
ar í stjórnunarstöðum séu þar sárafáir. Hindúar séu
miskunnarlaust sviptir eignum sínum og geti ekki leitað
á náðir réttarríkisins. Vegna þessa liggi stöðugur straum-
ur hindúa frá Bangladesh. Fyrir hálfri öld hafi þeir ver-
ið tæpur fjórðungur íbúa svæðisins, en nú séu þeir að-
eins liðlega tíu af hundraði.
„Þetta er harmleikur bókarinnar og einnig raunveru-
leikans,“ sagði Nasrin þegar hún ræddi við blaðamann
Morgunblaðsins um nýútkomna bók sína, Skömmina.
Þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð okkar við Bangla-
desh er rík ástæða fyrir Islendinga að fylgjast með bar-
áttu Nasrin og annarra við afturhald og ofstæki bókstafs-
trúarmanna og hvetja til áframhaldandi dáða.
Því ber ekki síst að fagna, að jafn einstæður höfundur
og William Styron skuli hafa komið til landsins og tekið
þátt í dagskrá bókmenntahátíðar. Styron er án efa einn
merkasti skáldsagnahöfundur samtímans og er óumdeild-
ur í fremstu röð bandarískra skálda.
Hér í blaðinu fyrir réttri viku var flallað um höfundinn
og helstu verk hans. í niðurlagi þeirrar umfjöllunar sagði
m.a.: „Það er napur og ógnarlegur heimur sem verk
Styrons lýsa. Það er enda trú hans að öll mikil list nærist
á bölsýni. Þunglyndið, sektin, dauðinn; allt eru þetta
uppsprettur skáldskapar að mati Styrons. Vafalaust er
það rétt. Vonin er þó aldrei langt undan í verkum Styr-
ons - en hana segir hann reyndar nærast á örvænting-
unni - vonin um að finna lífsviskuna í djúpi þjáningarinn-
ar.
Þjáningin er kjarninn í verkum Styrons, til hennar
verður að rekja hina leitandi vitund þeirra, hinn ljúfsára
tón, hina ljóðrænu skynjun." Það er einmitt hin ljóðræna
skynjun Styrons í bókmenntum sem er einstök, eins og
þeir vita sem lesið hafa meistaraverk hans, Sophie’s
Choice.
í samtali við Morgunblaðið hér í opnunni í dag segir
Styron m.a.: „Að vissu leyti er þunglyndið uppspretta
skrifa minna. Þau eru eins konar tilraun til að komast
að rótum þess. Eg skrifa mig upp úr lægðunum, reyni
að spyrna mér upp úr myrkrinu, upp í loftið og ljósið.
Stundum finnst mér að skrifin frelsi mig.“
Það er óumræðilega mikilvægt fyrir íslenska menn-
ingu, að höfundur eins og Styron sé kynntur með tilhlýði-
legum hætti. Að kynnast verkum Styrons getur verið
bæði erfitt og þjáningarfullt, en slíkur lærdómur er dýr-
mætur hverjum einstaklingi — hann dýpkar vitund og
þroskar geð.
WILLIAM STYRON er einn fremsti rithöfundur
í boði bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík
um tengsl skáldskapar og þunglyndis, hlutve
MÍN EIG]
LLIAM STYRON situr
við eldhúsborð á heimili
Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar rithöfundar og
snæðir hádegisverð, brauð með
reyktum íslenskum laxi. „Mikið and-
skoti er þetta góður lax“, segir hann
og vinur hans og förunautur frá
Bandaríkjunum, útgefandinn Jason
Epstein, kinkar kolli. Það spinnast
nokkrar umræður um íslenskan lax
og í kjölfarið um það hver verði
næsti forseti Bandaríkjanna og fjar-
stæðukennd réttarhöld 0. J. Simp-
sons.
Við ljósmyndarinn sitjum við borð-
ið og sötrum kaffi. „Eruð þið komnir
hingað til að taka við mig viðtal“,
spyr Styron allt í einu blátt áfram.
Við ljósmyndarinn jánkum því og
hann heldur áfram; „þið megið byrja
strax ef þið viljið, ég er tilbúinn."
Hann er með fullan munninn, enn
að gæða sér á laxabrauðinu svo ég
ákveð að hinkra um stund.
Bókmenntir og brjálæöi
Við höfum skamman tíma til
stefnu og bregðum okkur inn í stofu
til að fá næði. Fas skáldsins ber vott
um algjöra yfirvegun. Hann kemur
sér þægilega fyrir í mjúkum sófan-
um, lagfærir kodda við bakið, tyllir
olnboganum á sófabríkina og hlustar
einbeittur á fyrstu spurninguna. Eg
fínn að hann vill engar vífilengjur
og kem mér beint að efninu, segi
honum að ég hafi sérstakan áhuga
á þeim tengslum þunglyndis og
skáldskapar í verkum hans sem hann
hefði fjallað um í bók sinni, Dark-
ness Visible. A Memoir of Madness.
Ég bið hann um að skýra þessi tengsl
og impra á þeirri hugmynd hvort það
séu ekki allar bókmenntir þunglyndar
í eðli sínu. Svarið kemur án hiks.
„Það eru til alls konar kenningar
um sálsýki, ég er ekki sálfræðingur
sjálfur og tel ekki að það sé fótur
fyrir öllum þessum kenningum. Það
er þó ríkjandi hugmynd að sálsýki
sé á einhvern dularfullan hátt darw-
ínsk skekkja, að bæði þunglyndi og
brjálæði séu afleiðingar af þróunar-
kerfi sem hafi gengið úr lagi, eða
gengið af göflunum.
Það ríkir stöðugleiki í náttúrunni,
öll dýr hegða sér til dæmis sam-
kvæmt ákveðnu normi. Það er jafn-
vel ekki hægt að sjá nein veruleg
merki um geðveilu hjá prímötum sem
standa næst okkur í þróunarstigan-
um, svo sem simpönsum. Það er