Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 27

Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 27 $ Morgunblaðið/Einar Falur ■ Bandaríkjanna á þessari öld. Hann er hér á landi . í viðtali við Þröst Helgason ræðir hann rk rithöfundarins og helstu áhrifavalda sína. [N RÖDD hægt að kalla fram veilu hjá þeim, það er hægt að gera apa bijálaða en þessi tilhneiging er annars ekki fyrir hendi hjá þeim. Manneskjan er öðruvísi að þessu leyti. Flest okkar eru eðlileg en það er einhver skekkja í þróun manneskj- unnar sem veldur mjög flóknum erfðafræðilegum, efnafræðilegum og hegðunarlegum frávikum hjá til- teknum einstaklingum. Þessum frá- vikum er iðulega lýst sem brjálæði, geðhvörfum, geðsveiflum, þunglyndi. Það er engu líkara en að tilfínninga- legur hitastillir mannsins hafi bilað. Við vitum bara ekki almennilega af- hverju. Þar sem þessi bilun er jafnalgeng og raun ber vitni er ekki við öðru að búast en að hún hafi áhrif á skrif sumra rithöfunda. Ef höfundur er fórnarlamb slíkrar bilunar eins og ég hlýtur það líka að hafa áhrif á skrif hans en satt að segja hef ég ekki enn komist að því hvernig. Að vissu leyti er þunglyndið upp- spretta skrifa minna. Þau eru eins konar tilraun til að komast að rótum þess. Ég skrifa mig upp úr lægðun- um, reyni að spyrna mér upp úr kæfandi myrkrinu, upp í loftið og ljósið. Stundum finnst mér að skrifin frelsi mig. Ég vil þó taka fram að ég er ekki þunglyndur alla daga, oftast líður mér vel. Og þótt ég hafi þjáðst af þessum sjúkdómi alla ævi hefur hann aðeins einu sinni orðið hættulegur og það var það sem ég skrifaði um í Darkness Visible. Það sem ég á allajafna við að eiga eru geðsveiflur eða tilfinningasveiflur sem oftast eru niðurávið. Ég er ekki geðhvarfasjúk- ur; ég sveiflast ekki á ofsafenginn hátt á milli þunglyndis og oflætis.“ Skrifin eru þér eins konar kaþars- is, eða geðhreinsun? „Já, það er rétt. Ég get stundum sigrast á hugarvíli mínu með skrifun- um. Það tekst auðvitað ekki alltaf, ég er ekki að segja að skrifin hafi þessi áhrif sjálfkrafa. Stundum er myrkrið svo þykkt að ég get ekki skrifað neitt.“ Þú segir í Darkness Visible að rit- höfundar - og reyndar listamenn yfir- leitt - séu sérstaklega næmir fyrir sálsýki og sjúkdómum á borð við þunglyndi. Heldur þú að það séu ein- hver eðlislæg tengsl á milli bók- mennta og bijálæðis eins og menn hafa lengi velt fyrir sér? „Það er staðreynd að margir mestu Eg skrifa mig upp úr lægðunum, reyni að spyrna mér upp úr kæfandi myrkrinu, upp í loftið og ljósið. Stundum finnst mér að skrifin frelsi mig. rithöfundar sögunnar hafa verið sjúkir á geði á einhvern hátt; Dostojevskí var til dæmis flogaveik- ur. Þetta er ákveðin tegund rithöf- unda sem býr yfir hinni einstöku inn- sýn í sálarlíf persóna sinna, hinni ofurnæmu og nánast bijáluðu sýn á lífið. Annað dæmi um slíkan höfund er D.H. Lawrence. Ég held að hug- myndum um tengsl bókmennta og bijálæðis megi finna stað í mörgum slíkum dæmum. Þó tel ég að fyrir hvern góðan bijálaðan höfund sé til annar óbijálaður. Thomas Hardy virðist til að mynda hafa verið tiltölu- lega óbijálaður. Bijálæðið er heldur ekki trygging fyrir góðu bókmennta- verki.“ Skrifað gegn almennri skoðun samfélagsins Þú hefur fjallað mjög mikið um drottnunarþörf mannsins, um kúgun og ýmis konar valdatengsl í samfé- laginu. Hvers vegna er þetta þér hugleikið umfjöllunarefni? „Sú þörf mannsins að ríkja yfir öðrum hefur alltaf verið fyrir hendi hjá honum og ég held hún sé mjög hættuleg. Það er vegna þessa sem ég er ótrúaður. Trú fær fólk til að breyta gegn betri vitund, breyta móti eðli sínu í nafni einhvers æðri veruleika, æðri vitundar. Ég held að trú hamli því að einstaklingurinn geti þroskast. Hún kæfir alla sjálf- stæða hugsun og frumkvæði." Er það hlutverk rithöfundar að gagnrýna? „Það er hlutverk rithöfundar að vekja athygli ,á hugmyndum sem ganga gegn almennri skoðun samfé- lagsins. Að því leyti er hann gagnrýn- andi.“ Þú varst í erfiðri og eilítið ein- kennilegri stöðu þegar þú skrifaðir The Confessions of Nat Tumer, þú varst hvítur suðurríkjamaður að segja sögu í fyrstu persónu um svart- an þræl á fyrri hluta 19. aldar sem gerir uppreisn gegn hvítum kúgurum sínum. Þú skrifaðir söguna á 7. ára- tugnum þegar kynþáttaumræðan stóð sem hæst í Bandaríkjunum. Leistu á bókina sem innlegg í þessa umræðu? „Ég vil fyrst og fremst benda á að mér þykir rangt af höfundi að leggja upp með sérstakan boðskap þegar hann skrifar bók. Ég skrifaði söguna af Nat Turner umfram allt vegna þess að mér þótti hún forvitni- leg. Nat er eini svarti þrællinn sem veitti forystu uppreisn er bar ein- hvem árangur. Sagan virtist svo hafa táknræna skírskotun til sam- tímans. Fæstir Bandaríkjamenn á 7. ára- tugnum þekktu sögu þrælahaldsins, vissu hvernig það hafði verið í raun og veru. Með því að gera Nat að aðalpersónu sögunnar og sögumanni gat ég útilokað hina hefðbundnu og opinberu sögusýn og lýst þrælahald- inu frá fyrstu hendi, ef svo má segja. Aðalatriðið var að sýna fólki þjáning- arnar sem það leiddi af sér, sýna þjáningu þessa einstaklings sem er söguleg persóna. Og ég held að mér hafi tekist það. Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því þegar ég var að skrifa bók- ina að hún myndi vekja jafn hörð viðbrögð og raun bar vitni, hvað sýn mín myndi kveikja mikla reiði á meðal svartra. En þessi viðbrögð hafa aldrei þjakað mig. Nú lít ég svo á að þau og ritdeilurnar sem fylgdu í kjölfarið hafi verið óumflýjanlegar.“ Þú varst líka harðlega gagnrýndur af gyðingum fyrir að Sophie í Soph- ie’s Choice er ekki gyðingur, fyrir að skrifa sögu um afleiðingar Helfar-f' arinnar út frá sjónarhóli persónu sem er ekki gyðingur? „Sú gagnrýni þjakaði mig heldur ekki. Ég held að fólk hafí ekki áttað sig á að bókin var dæmisaga um gyðingahatur. Ég vildi sýna fram á að hatrið hefur dauðann fólginn í sér. Þannig leiðir gyðingahatur föður Sophiear af sér dauða hennar og barna hennar. Auk þess vildi ég benda á að fleiri en gyðingar urðu fórnarlömb Helfar- arinnar; það átti hins vegar ekki að vera móðgun við þá. Það er alrangt að segja að gyðingar hafi ekki verið aðalfórnarlömb Helfararinnar en það er jafnrangt að segja að þeir hafi^. verið einu fórnarlömb hennar. Ég dreg að auki hvergi úr þjáningu gyð- inga í bókinni.“ Mín eigin rödd Hvernig staðsetur þú þig í banda- rískri bókmenntasögu; ertu umfram allt hluti af bókmenntahefð suður- ríkjanna? „Ég læt gagnrýnendur um að fjalla um bókmenntasögulega stöðu mína en ég get þó sagt að ég lít ekki á mig sem suðurríkjahöfund. Ég var^_ vissulega fyrir áhrifum af Faulkner en ég lít ekki á hann sem svo yfir- gnæfandi meistara að mér hafi ekki tekist að finna mína eigin rödd. Rætur mínar eru mér þó mikilvæg- ar, ég afneita ekki suðurríkjunum." Þú hefur sagt að þú hafir orðið fyrir miklum áhrifum af frönskum bókmenntum? „Ég hef orðið fyrir miklum áhrif- um af nokkrum frönskum höfundum einfaldlega vegna þess að þeir voru svo miklir listamenn. Ég hef oftast minnst á Flaubert í þessu sambandi, hann hafði ótrúlegt vald á list sinni og mikla innsýn í mannlegt eðli. Flau- bert hafði mest áhrif á mig ungan en á síðari hluta ferils mín leit égj, meira til Camusar sem tókst á sinn einstaka hátt að lýsa einsemd manns- ins í þessum napra heimi; hann fann vissan hreinleika í skrifum sínum, fullkomnun sem aðrir hafa ekki fund- ið. Hugtakið existensíalismi sem oft er borið upp á hann er orðið að klisju sem ég vil ekki nota, skrif hans voru miklu stærri en hann. Ég man að ég varð gagntekinn af innsýn hans í hina algjöru einsemd mannsins í L’Étranger. Hún fjallar um mann sem hefur framið glóru- laust morð og bíður dauða síns í fangaklefa. Ég held að ég hefði ekki skrifað bókina um Nat Turner eins og ég gerði nema hafa lesið sögu þessa manns. Mér þykir franskar bókmenntir ekki hafa risið jafn hátt eftir dauða Camusar og þær gerðu í verkum hans. Vonandi nothæft rabb Tíminn sem við höfum til viðtalsins er á þrotum. Ég laumast til að spyrja hann hvort hann hafi komið til Is- lands áður eða hvort hann þekki eitt- hvað til iandsins. Í ljós kemur að frændi hans var ofursti í bandaríska hernum á íslandi í síðari heimstyij- öldinni og því segist hann hafa þekkt nokkuð til landsins og sögu þess. Hann segist samt hafa lesið kaflann um ísland í Encyclopædia Britannica til að hressa upp á minnið áður en hann kom. Við stöndum upp úr mjúkum sóf- unum og þegar ég kveð hann segist hann vona að ég geti notað eitthvað af þessu rabbi í blaðagrein og hlær hæglátu brosi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.