Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 29
Þetta voru kratabæir með
fjölskylduna í öndvegi
SÍÐAN í vor hefur aftur og aftur
verið vikið að því hve sveitarfélögin
í landinu séu orðin skuldsett. Um-
Qöllun um skuldir og lántökur ríkis-
ins eru sífellt í umræðunni en í raun
og veru er sáralítið fjallað um skuld-
ir sveitarfélaganna nema rétt í
kringum afgreiðslu fjárhagsáætlana
og þegar reikningar sveitarfélaga
eru afgreiddir í sveitarstjórn.
En til hvers er svo sem að ræða
skuldir sveitarfélagsins, myndi ein-
hver spyija og vísa jafnframt til
þess að þær komi lítið við íbúana
og svo sé nú hægt að matreiða þær
á alla vegu þannig að sitt sýnist
hveijum. Það er einmitt þetta sjón-
armið sem ég kýs að gera að umtals-
efni og það hvernig áróður hefur
verið rekinn um skuld-
ir bæjarfélaganna í
mínu kjördæmi. Áróð-
ur sem hitti í mark á
sínum tíma en seinna
reyndist illmögulegt að
koma staðreyndum til
skila, ef til vill vegna
þess að í millitíðinni
hafði skuldatal náð því
hámarki að fólk var
farið að slá skollaeyr-
um við slíkri umræðu.
Þá var
áróðursbragðið
„skuldasöfnun
vinstrimanna"
í kosningabarátt-
unni í Kópavogi fyrir
bæjarstjórnarkosningamar 1990
var rekinn linnulaus áróður gegn
ríkjandi stjórnarmeirihluta sem Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag
mynduðu. Sá áróður beindist fyrst
og fremst að fjármálum bæjarins
og því var haldið fram að allt væri
á heljarþröm, fjármálastjórn væri
slök og skuldasöfnun óhófleg. Því
var ótæpilega haldið fram að ef
ekki yrði söðlað um og vikið frá
vinstri villu myndi þetta blómlega
bæjarfélag enda á gjörgæslu. Áróð-
urinn náði eyrum kjósenda og meiri-
hlutinn féll. Þegar þetta gerðist
námu heildarskuldir bæjarins sam-
tals um 1,3 milljörðum króna en í
dag nema heildarskuldir bæjarins
rúmum 4 milljörðum króna sem eru
um 258% af skatttekjum sl. árs. í
lok ársins 1989 námu nettóskuldir
Kópavogsbæjar 60% af skatttekjum
ársins, sem var síðasta heila ár þess
meirihluta. Nettóskuldirnar námu
hinsvegar við síðustu áramót um
178% af skatttekjunum en á sama
tíma hafa skatttekjur bæjarins auk-
ist iítið eða aðeins um liðlega 10
prósent. Skuldirnar sem svo hátt
var haft um á sínum tíma hafa því
þrefaldast á þeim 5 árum sem nú-
verandi meirihluti hefur stjórnað.
Miðað við nettóskuldir er skuldsetn-
ingin 161 þúsund á hvern íbúa en
fer í 233 þúsund þegar tekið er mið
af heildarskuldum. Hver hefði trúað
að sú yrði raunin miðað við mál-
flutninginn fyrir fimm árum?
Á þessum tíma liefur mikið verið
framkvæmt í bænum en að sama
skapi hefur hin rómaða félagslega
þjónusta í bænum verið dregin sam-
an. Og það er kjarni málsins að fyrst
og síðast snúast stjórnmál um áhersl-
ur og forgangsröðun ráðamanna.
Hamrað á því sama gegn
krötunum fyrir sunnan
Harður skuldaáróður var mark-
visst rekinn í Njarðvík og Keflavík
á sama tíma og seinna
í Hafnarfirði með ti-
lætluðum árangri. í
þau fjögur ár sem Al-
þýðuflokkurinn var við
stjórnvölinn í Njarðvík
og Keflavík hömruðu
sjálfstæðismenn á
þessum sömu nótum
við undirspil Fram-
sóknar í Keflavík. Sú
félagslega uppbygging
sem átti sér stað var
gerð tortryggileg og
óreiðuáróður hafður
uppi. í umfjöllun um
reikninga hins samein-
aða sveitarfélags í
sumar var sýnt ræki-
lega fram á það hvem-
ig fjármál hafa þróast í samtölu
Keflavíkur og Njarðvíkur frá þeim
tíma síðan Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn tóku við völdum í Kefla-
vík. Á línuriti sem þá var birt kem-
ur fram að heildarskuldir voru 812
þúsund árið 1990 - við lok stjórnar-
tíma Alþýðuflokksins - en vom í
árslok 1994 orðnar um 1.390 þús-
und krónur. Á sama tíma minnkaði
greiðsluafkoma úr -102 þúsund nið-
ur í -412 þúsund og peningaleg
staða bæjarfélagsins var á sama
róli því nettóskuldir voru 442 millj-
ónir árið 1990 en í árslok 1994 em
þær orðnar um 960 milljónir. Ekki
er annað að heyra en Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur láti sér aukna
skuldasöfnun í léttu rúmi liggja, því
nú eru það þau sem stjórna. Sú
orrahríð sem gerð var að meirihluta
Alþýðuflokksins í Hafnarfírði fyrir
síðustu bæjarstjómarkosningar fór
ekki framhjá nokkmm manni sem
eitthvað fylgist með fréttum. Þar
var sams konar kosningabarátta
rekin af sjálfstæðismönnum - já og
reyndar framsóknarmönnum - í
Hafnarfirði og staðhæfingar um
fjármálaóreiðu og skuldir Hafnar-
fjarðar urðu að slíku ástríðumáli að
Framsóknarflokkurinn
bauð lausnir á vanda
atvinnulausra og
skuldsettra, segir
Rannveig Guðmunds-
dóttir, en á skortir
efndir loforðanna.
því var haldið gangandi í marga
mánuði eftir kosningamar og meiri-
hlutaskiptin (hin fyrri) í fyrravor.
En þarna tala tölur líka sínu máli
og við skulum líta á þær. í bókun
bæjarfulltrúa Aiþýðuflokksins í bæj-
arstjórn kemur fram að sjálfstæðis-
meirihlutinn jók halla bæjarsjóðs um
hálfan milljarð króna á árinu 1994
umfram það sem stefndi í um mitt
ár þegar þeir tóku við og niðurstaða
löggiltra endurskoðenda staðfesti í
september 1994. Þar kemur einnig
fram að heildarskuldir bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar jukust um 1.500
milljónir milli ára þar af um 1 millj-
arð á þremur síðustu mánuðum árs-
ins samkvæmt milliuppgjöri frá 30.
september 1994. Peningaleg staða
versnaði um 1.700 milljónir, þar af
1.100 milljónir síðustu 3 mánuði
ársins og hallinn jókst um nær 1.400
milljónir. Síðustu þijá mánuði ársins
myndaðist einnig helmingur hallans.
Það er mikilvægt að Alþýðuflokk-
urinn er aftur kominn við stjórnvöl-
inn í Hafnarfirði og ég er sannfærð
um að bæjarbúar fá á þessu kjör-
tímabili raunsanna mynd af því að
það skiptir máli hveijir stjórna.
Það vekur til umhugsunar
En hversvegna að vera að draga
þessa skuldaumræðu fram nú,
myndu margir spyija. Það er mín
skoðun að það hafi fyrst og fremst
verið harður skuldaáróður sem felldi
meirihlutann í þessum blómlegu
bæjum þar sem markviss fjölskyldu-
stefna var í fyrirrúmi og áherslan
var á félagslega uppbyggingu. Sú
staðreynd blasir hinsvegar við að
þegar reynt var fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar að upplýsa bæj-
arbúa, t.d. í Kópavogi, um hina
raunverulegu stöðu og þar með leiða
fólki fyrir sjónir að allt spamaðartal-
ið hafi verið hjóm eitt því skuldirnar
hefðu margfaldast með nýjum
stjórnarherrum, var eins og slíkt
skuldatal væri gjörsamlega hætt að
ná eyrum íbúanna. Það vekur alvar-
lega til umhugsunar hve fólk stend-
ur ráðþrota gagnvart bæði loforða-
flaumi og gagnrýni sem fram er
farið með á vettvangi stjómmál-
anna. Þegar allt um þrýtur eru það
tilfinningarnar sem ráða og á það
er oft ótæpilega spilað. í kosninga-
baráttunni fyrir síðustu þingkosn-
ingar sagði Sjálfstæðisflokkurinn
aðallega „pass“ meðan Framsóknar-
flokkurinn sagði „grand“ í stóm
málum fjölskyldnanna. Framsókn-
arflokkurinn bauð vinnu fyrir alla
og fullkomna lausn fyrir fjölskyldur
í húsnæðis- og skuldabasli og hann
sló í gegn. Allir vita nú að við þessi
stóm orð verður ekki staðið, Alþýðu-
flokkurinn setti á oddinn hvernig
hann teldi raunsætt að taka á mál-
um og vinna sig áfram út úr vanda,
hann var málefnalegur og raunsær
í kosningabaráttu en náði ekki nauð-
synlegu fylgi. Ég tel það alvarlegt
áhyggjuefni hve erfítt er fyrir fólk
að átta sig á staðreyndum og sann-
leiksgildi þess sem fyrir það er bor-
ið og það er umhugsunarefni fyrir
okkur öll sem á stjórnmálasviðinu
störfum hve „pólitíkusinn" er' orðinn
rúinn trausti almennings.
Höfundur er alþingismnður og
formaður þingflokks Alþýðu-
nokksins-Jafnaðarmannaflokks
íslands.
HLUTABREFAMARKAÐUR
VERÐBRÉFAÞING - SKRÁÐ HLUTABRÉF
Varð m.vlrðl A/V Jöfn.% Siðaatl viöak.dagur Hegat. tilboð
Hlutafélag l«gat haeat •1000 hlutf. V/H Q.hlf. afnv. Daga. •1000 lokav. kaup
4,26 5.48 8.621.826 1,89 15.47 1.67 20 15.09.95 687 5.30 •0.06 5.30 6.38
t.46 2.40 4 832 869 2,98 7.75 1.04 13 09 95 2468 2.35
1.91 2.30 2 353 175 3.72 15.40 1.47 15.09 95 645 2.16
1,07 1.30 4 615617 3.36 25.02 0.99 15.09 95
OUS 1.91 2.75 1.742000 3.85 17.10 0.93 14.09.95 520 2.60
í, 10 6.40 3 899 653 1.77 16.25 1.10 10 31.08 95 2 70 6.66 5.65
3.52 4.40 2 367 729 2.38 18.95 0.96 10 15.09 95 245 4.20 3.55
Ulgerðadéiag Ak ht 2.60 3.20 2 208 038 3.45 14.22 1.13 20 07.09 95 2900 2.90 0.02
i.OO 1.08 176 040 12.60 1.05 13 09 95
1.17 1.25 368 591 17.41 1.13 07.09 95 863 1.24
isienski hiutabfS/ ht. 1.22 1.33 581 155 3.01 32.48 1.07 14.09 95 359 1.33
1.22 1.40 493 005 5L10 1 18 15.09 95 270 1.37
fcignath.léiag AlpyóoO ht 1.08 1.10 757 648 4.17 0.79 25 07.95 216 1.08
1.62 1.90 448 400 4.21 40.40 0.98 06.09 95
Hampiöian ht 1.75 3.02 974 211 3.33 10.79 1.27 06.09.95 4104 3.00 0.04- 2.95 3.09
1.63 2.45 980000 2.46 9.52 1.40 07.09 95 294 2.45
1.31 1.40 169 921 1.43 60.70 1 14 31 08 95 280 1.40 0.04 1.41 1.46
1.31 1.84 637 234 4.47 10.34 1.17 15.09.95 148 1.79 1.80 1.85
2.15 2.16 133 447 4.65 2.15 3! 08.95 646 2.15 2.15 2.28
Lytiav íslands ht 1.34 2.00 600000 2,00 37.18 1.40 1509.95
2.60 3.55 389883 1.69 26,32 2.34 07.09 95 365 3.55 0.85 3.26 3.59
2.43 3.15 1008000 L90 6.99 1.40 20 07.09.95 315 3.15 0.46 3.07 3.12
Skagsitendingui ht 2.15 3.10 491627 6.00 2.09 14 09 96 199 3.10 3.00
SR M,oi hl 1.50 2.08 1352000 4.81 9.95 0.96 13.09.95 265 2.08 2.04
2.70 3.30 305439 3.03 30.12 1.19 10 29 08 96 330 3.30 0.65 3.30
1.00 1.05 587838 1.66 1.51 06.09.95 136 1.01 1.01
•Þo'móðut tamfni ht 2.05 3.25 1357200 3.08 10.73 1.97 20 06 09 95 163 3.25 1.32 3.10 3.24
OPNI TILBOÐSMARKAÐURINN - óskrAd hlutabréf
Siðaatl viðaklptadagur Hagatvöuatu tilboð
Hlutalélag Daga 1000 Lokaverð Breyting Kaup Sala
13 04 94 3600 1.00
Atmannstell ht 27.07 96 1000 1.00 0.03 1.00
22.03 95 360 0.90
Hraðlryslihus Eskitjatöar h' 30 08 96 2800 2.80 0.25 2.65 3,00
íslenskat siávatalufðif hl 15 09 95 205
Islenska utvatpstélagið ht 11 09 95
25 08.95 238 6.30
24 08 95 850 0.85 0,10 0.90
Samvmnusioður Islands hl. 29 12 94 2220 1.00
Sameinaöifvetktakarht 28 08 96
Solusamband islenskra liskttamlei 14 09.96 2985 1.80 1.80
S|óvaAlmennat ht 11 04 95 381 6.10 ■0.40
Skmnaiðnaðuf ht 03 07 95 2600 2.60
Samvinnulerðu Landsyn hl 06 02 95 400 2.00 0.70 2.00
11 08 94 61 6.00
Tollvotugeymslanhi 24 08 95* 136 1.00 ■0.10 1.02
20 07 96 4557 1.53
Tolvusamskipu ht 13 09 95 273 2.20 •0.05 2.20 2.75
Þröunaríéiag islands ht 21 08 95 175 1.25 0,05 '
Upphaað allra vtðsklpta aiðaata viðakiptadaga ar gefln i délk ‘1000, verð er margfeldi af t kr. nafnverða. Veröbrélaþlng lelanda
annaat rakatur Opna tllboðamarkaðarlns fyrlr þlngaðlla en aetur engar reglur um markaðinn eða hafur afaklptl af honum að ööru laytl.
Rannveig
Guðmundsdóttir
„Húsið“ á
Eyrarbakka
MORGUNBLAÐIÐ
birti mjög athygiisverða
grein þ. 3.8. sl. um
Húsið á Eyrarbakka, en
þann dag var það af-
hent Byggðarsafni Ár-
nesinga til afnota fyrir
safnið. Er þar .rætt um
þau miklu menningar-
áhrif er 'þaðan bárust.
En eitt var þar sem
vakti undrun mína.
í greininni stendur:
„Húsið var miðstöð allr-
ar menningar Hellis-
heiðar og eitt mesta
höfðingjasetur landsins
um 70 ára skeið." Nú
langar mig að fræðast
um hve margir íbúar
voru á Hellisheiði á árunum 1874-
1916, svo vitnað sé í greinina og var
þar ef til vill rekinn stórbúskapur?
Síðar í greininni er þess og getið
að um 1926 hafi hlutverk Hússins,
sem heimili verslunarstjórans verið
lokið, er verslunarmiðja héraðsins
færðist frá Eyrarbakka að Selfossi.
Hér langar mig að bæta við. Árið
1919 er Peter Nielsen og kona hans
í dag væri ekkert
byggðasafn í „Húsinu“
og trúlega engin hús á
staðnum, segir Auður
Stefánsdóttir, ef Ragn-
hildar og Halldórs hefði
ekki notið við.
Eugenia hætta búsforráðum í Hús-
inu flytja þau í Assistentahúsið og
búa þar til 1930. Sama ár, eða,
1919 flytur í Húsið Guðmundur
Guðmundsson. kona hans Ragnheið-
ur Blöndal og börn þeirra, en Guð-
mundur var kaupfélagsstjóri Kaup-
félagsins Heklu á Eyrarbakka. Voru
þau þar búsett til 1928 að þau flytj-
ast að Selfossi. Einnig býr í Húsinu
frá 1920-1925 Haraldur Blöndal
ljósmyndari ásamt konu sinni og
börnum. 1930 flytur í Assistentahús-
ið Haraldur frá Háeyri ásamt fjöl-
skyldu sinni, en hann var faðir Leifs
Haraldssonar skálds og þeirra systk-
ina, svo sjá má að fleiri skáld en
Guðmundur Daníelsson og Laxnes
hafa búið þar.
Húsið, Assistentahúsið, útihús eða
öll torfan komst svo í eigu Lands-
banka íslands. Um 1930 auglýsir
bankinn eignina til sölu undir nafn-
inu „Garður" og getur þess jafn-
framt að hún verði seld til niðurrifs.
Ástand húsanna var vægast sagt
mjög bágborið, enda þeim enginn
sómi sýndur um langt árabil. Sjónar-
mið bankastjórnar mega teljast eðli-
leg, þeir hafa sjálfsagt viljað losna
við óarðbæra eign, enda ekki í þeirra
verkahring að varðveita og halda
við sögulegum minjum.
Það er í maí 1932 að þau stór-
huga og mætu hjón Ragnhildur Pét-
ursdóttir og Halldór Kr. Þorsteins-
son, skipstjóri í Háteigi, kaupa eign-
ina og bjarga þar með
fágætum verðmætum
frá glötun. Þar með
hófst hið mikla verk
lagfæringa og endur-
bóta. Halldór fékk Eirík
Gíslason, trésmið á
Eyrarbakka, til að hafa
umsjón með þessu
vandasama verki. Jafn- Sr
framt var gerð nákvæm
lýsing á allri gerð Húss-
ins, en það er hlaðið úr
gildum bjálkum eða
stokkbyggt. Ekkert var
til sparað að gera svo
vel, sem kostur var á,
en miklar skemmdir
komu í Ijós er viðgerð
hófst.
Fyrir utan sjálft Húsið er svo
Assistentahúsið, útihús og stór
hlaða, sem því miður er nú fallin,
en útveggir hennar standa við göt-
una sunnan við Húsið. Brunnurinn
var hlaðinn upp að nýju og byggt
yfir hann og fallega hlaðinn sjóvarn-
argarður grasi vaxinn var einnig
lagfærður.
Um 1939 ræður Ragnhildur fyrir
hönd Heimilisiðnaðarfélags íslands
unga konu Guðrúnu Jónsdóttur til
starfa við vefnað. Hún var þá ný-
komin heim frá námi í Noregi með
kennararéttindi. Er sú vefstofa sett
upp í Húsinu og vann þar Guðrún
ásamt nokkrum stúlkum í 2-3 ár,
mismörgum hveiju sinni.
Það er þó ekki fyrr en 1945 að
þau Ragnhildur og Halldór ásamt
dætrum sínum fara að nýta Húsið
sem sumarhús. Um það leyti er f
Reykjavíkurborg á hraðleið í aust-
urátt, svo kúabúskapur þeirra í Há-
teigi varð að víkja, en fram að þeim
tíma voru þau bundin við heyannir
öll sumur. Að auki var Assistenta-
húsið og hluti Hússins hersetið um
tíma á stríðsárunum.
Öll sumur er ég kom þangað var
verið að lagfæra og „ditta“ að eign-
inni og oft mátti sjá Halldór mála
glugga, hurðir og girðingar eða
sveifla hamri af þeirri natni er hon-
um var svo eiginleg.
Það var gott að vera gestur þar
og finna umhyggju og virðingu
fólksins, sem var svo einlæg fyrir
þessum eignum. Hver sem þangað
kom varð fyrir áhrifum þess og
skynjaði betur væntumþykju þeirra
á staðnum.
Er ég rölti um Húsið fyrir skömmu
varð mér hugsað til vina minna
Ragnhildar og Halldórs, fyrir stór-
mannlegt framtak þeirra að varð-
veita og bjarga frá glötun þessum
dýrgripum. I dag væri ekkert
Byggðasafn í Húsinu og trúlega
engin hús á staðnum ef þau hefðu
ekki komist í þeirra hendur.
Slíkt vill því miður of oft gleym-
ast og sannaðist það þar, því þótt
ég leitaði fann ég ekki einu sinni iV.
mynd af þeim mætu hjónum, sem
myndi þó prýða staðinn.
Að lokum vil ég svo óska Árnes-
ingum til hamingju með safnið og
vona að það megi stækka og dafna
um ókomna tíð.
Höfundur er fyrrv. bankastarfs-
maður.
Auður
Stefánsdóttir