Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓNSSON Guðmundur Sigurður Thor- grimssen Jónsson fæddist á Mar- bakka á Akranesi 26. febrúar 1907. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 8. september siðast- iiðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f. 5. apríl 1876, d. 6. maí 1961, og Jón Auð- unsson, f. 16. sept- ember 1867, d. 14. febrúar 1947. Guðmundur var annar í röð þriggja systkina. Elst er Magnhildur Vilborg en Þorgrímur yngri. Þau eru bæði á lífi. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni Jóninu Sigur- rósu Gunnarsdóttur hinn 13. júní 1933. Hún er fædd 5. mars 1912. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Þau eru: 1) Jón Auðunn, f. 15. mars 1934, var kvæntur Elsu Valdísi Engil- bertsdóttur, hún er látin. 2) Jóhanna Kristín, f. 28. apríl 1935. Var gift Hafsteini Magn- ússyni, hann er látinn. 3) Sigur- jón, f. 8. júlí 1937. Kona hans er Kristín Marísdóttir. 4) Þor- valdur, f. 30. júlí 1940, kvæntur Guðrúnu Bjarna- dóttur. 5) Ragn- heiður, f. 2. mars 1948, gift Jóni Hjálmarssyni. 6) Guðrún, f. 24. sept- ember 1950, henn- ar maður er Arn- þór Ingibergsson. Barnabörnin eru 21 talsins og barna- barnabörnin eru 14. Guðmundur ólst upp við alla al- genga vinnu til sjávar og sveita. Arið 1929 hóf hann búskap ásamt foreldrum sínum að Innsta-Vogi við Akranes. Hann fluttist síðan að Kúlu- dalsá í Innri-Akraneshreppi árið 1936 og loks að Innra- Hólmi í sömu sveit árið 1945 þar sem hann átti heima allt til ársins 1993. Seinustu tvö árin dvaldi hann hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar á Asfelli. Guðmundur tók mikinn þátt í ýmsu félagsstarfi og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og byggðar- lag, átti meðal annars sæti í hreppsnefnd í áratugi og var oddviti í 23 ár. Útför Guðmundar fer fram frá Innra-Hólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. HANN afí minn er dáinn. Hann er farinn í þá ferð sem bíður okkar allra einhvern tímann. Allar mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar afa og ömmu á Hólmi. ^ Oft dvöldum við systkinin þar í lengri eða skemmri tíma. Eg minn- ist allra bíltúranna með afa á jepp- anum hans, stundum til að gá að hestunum og á stundum í verslun- arferðir í bæinn. Þá sátum við systkinin aftur í og oft var laumað að okkur ópalpakka eða bijóst- sykri. Afi var einstaklega bamgóð- ur, ólatur við segja okkur sögur og spila við okkur bamabömin. Það allra besta var að fá að skoða öll eldgömlu jólakortin hans sem voru í sérstöku albúmi og ég tala nú ekki um að fá að skoða og leika sér með raðmyndirnar hans afa sem hann hafði átt þegar hann var lítill drengur. Já, þær em ótal- margar minningamar sem líða um hugann. Ég minnist allra aðfanga- dagskvöldanna, þá safnaðist fjöl- skyldan saman og við tókum upp jólagjafimir okkar hjá afa og ömmu. Þá var oft glatt á hjalla. Ég óx úr grasi, en alltaf var samband okkar afa jafngott. Hann fylgdist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur eins og hann gerði reyndar við öll bamabörnin sín. Honum fannst stundum að allir ættu að byija á því að læra að gera að fiski áður en þeir lærðu nokkuð annað, því að fiskurinn væri jú einn af undirstöðuatvinnu- vegum þjóðar okkar, það g'ætu ekki allir orðið einhveijir fræðing- ar. Við ræddum oft fjörlega saman um þessa hluti og vomm ekki allt- af á eitt sátt, en það spillti samt aldrei vináttu okkar og væntum- þykju. Afi hafði nefnilega alltaf sínar skoðanir og stóð fast á þeim ef á þurfti að halda. Hann var sérstaklega fróður um alla ætt- fræði og var oft að segja mér frá fjarskyldum ættingjum, en því miður fór þetta stundum fyrir ofan garð og neðan. Hann var líka sér- lega minnugur á gamla siði og venjur og sagði mér margar sögur frá því í gamla daga. Afi unni sveit- inni sinni afar mikið og sagði oft að hvergi væri betra að búa en á Innra-Hólmi. Fyrir tveimur ámm fluttu þau afi og amma á heimili foreldra minna. Þá var hann orðinn mjög hreyfihamlaður. Ég held samt að hann hafi alltaf saknað Innra- Hólms, jarðarinnar sem hann var búinn að búa á í tæp fimmtíu ár og alla daga var hugurinn þar. Hann var afskaplega glaður og lifnaði allur við ef honum var boð- ið í bíltúr um sveitina sína. Nú er þetta allt liðin tíð, og aðeins minn- ingarnar eftir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi á síðastliðnu sumri í júlímánuði að dvelja heima í sumarfríi og átti þá margar mjög góðar stundir með afa mínum. Þá ræddum við um lífið og tilveruna og skiptumst á skoðunum. Ég ók honum um sveitina svo að hann gæti fylgst með heyskapnum á bæjunum. Þó að líkaminn væri orðinn lúinn og þreyttur var hugur- inn samt alltaf við búskapinn sem verið hafði lífsstarf hans svo lengi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með afa mínum. Ég bið algóðan Guð að blessa ömmu mína og gefa henni styrk. Ég bið Guð að geyma afa minn um alla eilífð og ég þakka honum fyrir allt það sem hann kenndi mér. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Sigrún Björk. Mig langar að minnast með nokkrum orðum hans afa, Guð- mundar Sigurðar Jónssonar Innra- Hólmi. Þegar ég lít til baka man ég eftir mér inn frá um það leyti sem þau voru að hætta með kýrnar. I mörg ár eftir það voru þau þó með kindur, hesta og svo auðvitað hæn- urnar hennar ömmu. Þannig höfðu þau alltaf eitthvað fyrir stafni. Oft fór ég inneftir og var þá stundum í nokkra daga. Yfirleitt kom þá afi við heima eftir að hafa farið í kaupstaðarferð á Skagann og tók mig með. Afi var mjög reg- lusamur með t.d. matartíma og háttatíma. Hann var vanur að fara upp í rúm upp úr tíu á kvöldin og auðvitað gerði ég það þá líka. Hann fylgdist alltaf vel með veðri eins og menn gera sem eru í nánu sambandi við landið og náttúruna. Einig hélt hann dagbók í fjölda ára þar sem hann skrifaði það helsta sem gerðist þann daginn. Sumt af því sem afi sagði mér tók ég heldur bókstaflega, eins og að sá sem væri fljótur að borða væri líka fljótur að vinná. Það varð að sjálfsögðu til þess að ég hálf gleypti í mig matinn. Afi og amma áttu alltaf á þess- um tíma Land-Rover. Á honum fórum við afi stundum niður á tún og ég fékk að prófa að keyra. Eftir margar ferðir um túnin fékk ég að keyra inn að Hólabrú og var það alltaf mjög mikið sport hjá mér. Ef við sáum kindur við veginn á leiðinni þekkti afi þær úr fjar- lægð og gat sagt til frá hvaða bæ þær voru. Búskapur og skepnur voru hans líf og yndi og þá sérstaklega hest- ar. Það er skrýtið til þess að vita að afi og amma gátu munað í sam- einingu lit og einkenni flestra þeirra hesta sem þau höfðu átt. Seinna þegar ég fékk bílpróf og eignaðist bíl gat ég skroppið in- neftir í heimsókn þegar ég vildi. Stöku sinnum fórum við í bíltúr kringum fjallið, niður á Skaga, eða eitthvað annað. Afa þótti alltaf gaman að sjá sveitina sína og sveit- irnar í kring, sjá hvar var búið að slá eða heyja á bæjunum. Þegar við komum heim að Hólmi aftur spjölluðum við afi um allt milli him- ins og jarðar. Oft vorum við ekki sammála, en alltaf skildum við sáttir. Margar sögur sagði hann mér frá hvernig hlutirnir voru fyrr á árum því hann var mjög minnug- ur á margt sem hafði gerst á langri ævi hans og ýmsu sem hann hafði lent í. Afi hafði mjög ákveðnar skoðan- ir á verkaskiptingu á heimilinu. Eitt sinn þegar við Guðrún náðum í þau í kaffi til okkar og ég fór að munda mig við að þeyta rjóma, spurði hann forviða hvað í ósköpunum ég væri að gera, þetta var ekki verk fyrir karlmann. Síðustu tvö árin bjuggu þau hjá pabba og mömmu á Asfelli. Þó það væri aðeins utar í sveitinni var greinilegt að hugurinn var alltaf inn á Hólmi, enda bjuggu þau þar í áraraðir. Þegar við komum í heimsókn að Ásfelli var Marinó Rafn oftast vanur að kíkja í heimsókn inn í herbergi til þeirra því krakkar voru yfírleitt fljótir að hænast að þeim. Undir borði hafði afi dós með sæl- gæti til að gefa litlum munnum sem komu í heimsókn. En nú er dagur að kveldi kom- inn og langri og viðburðaríkri ævi afa lokið. Við sem eftir erum geym- um minningu um góðan mann. Elsku amma, frá okkur færðu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Sig. Jónsson. AÐALHEIÐUR OLGA GUÐGEIRSDÓTTIR + Aðalheiður Olga Guðgeirs- dóttir fæddist í Ólafsvík 27. september 1913. Hún lést á heimili sínu 24. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 5. septem- ber. VIÐ kynntumst Aðalheiði Olgu Guð- geirsdóttur, henni Heiðu, fyrir fímm árum, þegar við fluttum inn á neðri hæðina hjá henni. Fyrir okkur var hún eldri kona en full af lífí og orku. Hún tók okkur ákaflega vel, ungum hjónum með þijú fyrirferðarmikil böm. Oft spurðum við hana að því hvort hávaðinn frá börnunum væri ekki þreytandi en hún Heiða hélt nú ekki, hún hefði gaman af böm- um. Hún reyndist okkur afskaplega vel að öllu leyti. Fljótlega fóm böm- in okkar að leita til hennar, það var svo gott að fá að bíða uppi ef pabbi og mamma voru ekki heima. Þeim fannst líka ósköp gott að geta kallað í hana ef þau vom ein heima og vantaði aðstoð. Við kveðjum í dag með söknuði góðan nágranna sem var okkur kær. Okkur mun svo sannarlega bregða við að hafa ekki hana Heiðu uppi. Þó að lítil huggun sé í því sem við getum sagt þá biðjum við Guð að vera með ástvinum hennar og veita þeim styrk í sorg þeirra. Við vottum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Stella, Davíð og börn. * < v 1 I í < í 4 i 4 Það sem þú heyrir er ekki alltaf það sem þú vilt heyra. Þess vegna er nauðsynlegt að geta valið áhugaverða og áreiðanlega umfjöllun hvenær sem þér hentar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.