Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 31 MATTHIAS JÓHANNSSON + Matthías Jó- hannson fædd- ist á Strönd á Seyð- isfirði hinn 23. júlí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- “fjarðar 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Sigur- jónsson, f. 12. febr- úar 1896, drukkn- aði í september 1941, og Kristjana Halldórsdóttir, f. 10. október 1892, d. 16.8. 1970. Matt- hías átti eina alsystur, Sig- urbjörgu, og tvö hálfsystkini, Hámund og Ingibjörgu. Auk þeirra átti hann uppeldissystur sem var Birna Bjamadóttir. Hinn 13. september 1946 giftist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Jónu Vilborgu Pét- ursdóttur. Þau hófu sambúð sína á heimili hans, bjuggu svo um langt skeið á Túngötu 12 á Siglufirði, fluttu á Aðalgötu 5 árið 1976. Síðustu fimm árin hefur heimili þeirra verið á Hólavegi 16 á Siglufirði. Börn þeirra era Jóhann Orn, f. 2. september 1945, kvæntur Huldu Sigurðardóttur, Elísabet Kristjana, f. 30. janúar 1947, gift Jóni Einari Valgeirssyni, Hjördís Sigurbjörg, f. 9. júlí 1949, gift Einari Þór Sigurjóns- syni, Pétur Björgvin, f. 8. nóv- ember 1950, ókvæntur, Hall- dóra Sigurjóna, f. 18 september 1952, gift Snævari Vagnssyni, Matt- hildur Guðmunda, f. 30. desember 1953, gift Gunnari Jónssyni, Stella María, f. 10. októ- ber 1955, gift Ás- geiri Þórðarsyni, Krislján Jóhann, f. 10 apríl 1964, sam- býliskona hans er Finndís Fjóla Birgisdóttir, Brag- hildur Sif, f. 19. júní 1970, gift Ásgrími Ara Jósefs- syni. Barnabörnin eru 19 tals- ins, Sigurbjörg, Krisljana, Sig- urður og Árni Jóhannsbörn, Jóna Matthildur, Halldór Krist- ján, Þórkatla og Sigurlaugur Jónsbörn, Árni Björn og Stein- þór Einarssynir, Sigurbjörn Jón og Steinn Viðar Gunnars- synir, Matthías, Jóna Dóra og Þórður Ásgeirsbörn, Darrel, Brandon og Þorsteinn Krist- jánssynir og Jósef Ari Ásgríms- son. Barnabarnabörnin eru sjö. Matthías var sjómaður lengst af. í kringum 1970 söðlaði hann um og gerðist kaupmaður. Auk þess var hann fréttaritari Morgunblaðsins og umboðs- maður þess á Siglufirði fram í mars 1995. Útför Matthíasar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. MATTI, bróðir minn, var drengur góður, eins og sagt er í íslendinga- sögum. Hann var heiðarlegur og duglegur. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns og hann hvikaði aldr- ei undan þeim skyldum sem lífið lagði honum á herðar. Nú þegar hann er allur finnst mér eins og ég horfi á eftir hluta af sjálfri mér og ég veit að þar tala ég fyrir alla hans nánustu. Matthías var tveimur árum eldri en ég. Við fluttumst bamung með foreldrum okkar frá Seyðisfírði til Siglufjarðar þar sem hann átti síðan eftir að búa alla sína ævi. Siglufjörð- ur varð okkar bær, þar áttum við heima. Ég á margar fallegar minningar um bemsku okkar Matta á Siglufirði. En sorgin heimsótti okkur líka og það er nú oft þannig að þegar á reynir kemur manngildið best í ljós. Faðir okkar fórst með Jarlinum árið 1941. Það voru langir dagar meðan beðið var eftir fréttum af skipinu sem talið er að hafi verið skotið niður. Við tóku erfið ár þar sem við unnum bæði eins og við gátum til þess að halda heimilinu gangandi. Aldrei guggnaði Matti. Hann stóð alltaf eins og klettur við hlið okkar mömmu og eftir að hann kvæntist sinni ágætu konu, Jónu Vilborgu Pétursdóttur, bjó móðir okkar á heimili þeirra uns hún lést, 18. ágúst 1970. Samband mitt við Matta og Jónu var stöðugt og fallegt alla tíð og ég hef alltaf haldið nánum tengslum við heimili þeirra. Mér fór fljótt að finnast að börnin þeirra níu væru líka að sumu leyti börnin mín. Það finnst mér eiginlega enn þó að þau séu nú öli uppkomin og mörg þeirra sjálf orðin foreldrar. Á efri árum lagði Matthías stund á kaupmennsku og var umboðsmað- ur Morgunblaðsins en þá var margt á undan gengið. Hann fór ungur á sjóinn, vann síðan um skeið í Síldar- verksmiðjum ríkisins og fór síðan aftur á sjó. Við Jóna biðum í ofvæni þegar hann var með elsta syni sínum um borð í togaranum Elliða sem fórst í febrúar árið 1962. Þeir björg- uðust úr þeim háska, feðgamir, og þeir sem átt hafa ástvini á sjó vita hve þakklátur hver sá. verður sem heimtir þá úr helju. Nú, mörgum árum seinna, er kveðjustundin hins vegar komin. Ég sendi samúðar- kveðjur frá okkur hjónunum til Jónu og bamanna og bamabamanna. Við höfum misst mikið en við fengum líka mikið, vegna þess að Matthías Jóhannsson, bróðir okkar, eiginmað- ur, faðir og afí, var sannkallaður öðlingur. Orð duga skammt til þess að þakka fyrir slíkt. Það minnir mig á línur úr kvæði eftir ónefndan vin minn; ég held ég láti þær ljúka þess- um kveðjuorðum: Eins er og löngum orðfá hin dýpsta þökk, og ekki á þann veg sögð, er ég gjamast vildi. Sigurbjörg Jóhannsdóttir. I dag verður afi minn, Matthías Jóhannsson, jarðsettur. Það er orðið ansi langt síðan mér varð það ljóst að ég ætti eftir að standa í þessum spomm; að minnast hans. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar mér var sagt frá því að hann ætti í mesta lagi sex mánuði eftir. Við þær fréttir varð ég sorgmædd- ur, en aðallega varð ég þó hrædd- ur. Það er nefnilega eitthvað skelfi- legt við það að horfast í augu við veraleikann. En árin liðu og alltaf þraukaði afi. Vissulega sást að veik- in var farin að bíta á hann, en aldr- ei heyrði ég hann kvarta. Og með tímanum hætti ég að hugsa um að hann væri að deyja. Ég minnist margra stunda með afa mínum. Sumrin þegar ég dvaldi hjá afa og ömmu lifa í minning- unni. Stundimar þegar ég fór með honum og hjálpaði honum í vinn- unni. Hann hafði ákveðnar skoðanir sem hann var duglegur við að segja nafna sínum frá, og víst er að ýmis- legt af mínum þankagangi má rekja beint til þeirra stunda. Afi, í dag mun ég kveðja þig. Það er kominn tími til að horfast í augu við veruleikann og sætta sig við gang lífsins. Ég veit að þér líður vel og ég mun minnast þín á góðum stundum. Nafni. GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR •4“ Gunnhildur Dav- * íðsdóttir, hús- freyja á Laugar- bökkum í Ölfusi, fæddist á Möðruvöll- um í Hörgárdal 6. mars 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 9. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Dav- íð Eggertsson, f. 17. nóv. 1882, d. 14. apríl 1953, og kona hans Sigríður Valgerður Sigurðardóttir, f. 2. okt. 1887, d. 13. ág- úst 1945, bændur að Möðruvöll- um. Systkini hennar eru: Egg- ert, f. 6. júní 1909, d. 19. feb. 1979, Ragnheiður, f. 13. okt. 1920, d. 14. sept. 1982, Jónína Vilhelmína, f. 5. mars 1931, Sig- ríður Valgerður, f. 8. júní 1935. Fóstursystkini hennar eru: Davíð Sigurður Kristjánsson, f. 10. nóv. 1922, og Kristín Sigurðardóttir, HJARTKÆR vinkona er dáin, alltaf kemur þetta í opna skjöldu, þó mað- ur viti að þetta er það sem koma skal. Ég var hjá og kvaddi mína góðu vinkonu á sjúkrahúsi Suður- lands tæpum tveim tímum áður en hún fór á fund skapara síns og til litlu barnanna sinna og elstu dóttur sinnar Rósu og venslafólks sem áður var farið úr þessari jarðvist. Kynni okkar Gunnhildar Davíðsdóttir, hús- freyju á Laugarbökkum í Olfusi, hófust árið 1961 er þau hjón fluttu úr Reykjavík hér austur fyrir Fjall með börn sín og keyptu jörðina Laugarbakka. En eiginmenn okkar era náfrændur. Ég ætla ekki að reyna að festa hér á blað ætt, upprana eða lífshlaup Gunnhildar, það gera vonandi aðrir sem era pennaliprari en ég, en margs er að minnast eftir samvist og vin- áttu sem hefur staðið í ein þijátíu ár og aldrei borið skugga á. En lang- varandi veikindi breyta oft því sem við erum búin að plana og ætlum okkur að gera. Gunnhildur var ákveðin í að hafa sig upp aftur eftir síðustu stóraðgerð sem hún gekkst undir í vor. Hún sagðist ætla að fá þrótt í sína fætur og standa upp úr hjólastólnum, við vorum ákveðnar í því að fara í húsmæðraorlofið á Laugarvatni eins og við höfðum gert undanfarandi haust. En svona er líf- ið alveg óútreiknanlegt. f. 24. mars 1927. Gunnhildur var gift Magnúsi Aðalsteins- syni frá Gnind í Eyjafirði. Þau skildu og eru dætur þeirra Rósa, f. 12. nóv. 1940, d. 8. janúar 1983, og Sigríður, f. 20. feb. 1942. Eftir- lifandi maður Gunn- hildur er Guðmund- ur Þorvaldsson, bóndi _ Laugarbökk- um, Ölfusi. Þeirra böra eru: Kristjana, f. -22. ágúst 1950, Davíð, f. 24. okt. 1951, Þorvald- ur, f. 5. apríl 1954, María, f. 6. maí 1956, d. 23. des. 1958, and- vana fæddur drengur, 21. janúar 1960, Hrafnhildur, f. 4. okt. 1965. Baraabörn Gunnhildar eru 20 og barnabarnaböm þrjú. Útför Gunnhildar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er margs að minnast, allra góðu ferðalaganna sem við fóram með ■ kvenfélaginu Bergþóra. Þar starfaði hún um fjölda ára og sat í stjórn þess félags og það var á þeim áram sem alltaf var nóg að gera bæði heima við uppeldi bama og búskaparstörf, en þó lét hún aldrei félagsstörfin sitja á hakanum enda var hún mikilsvirt kvenfélagskona. Fór hún sem fulltrúi síns félags á marga ársfundi Sambands sunn- lenskra kvenna ásamt mörgu öðra sem hér verður ekki upp talið. Um nokkurra ára bil var hún meðhjálpari í kirkjunni okkar, Kotstrandarkirkju. Eins og öðram störfum er hún tók að sér skilaði hún því með sóma. Sjónarsviptir verður hér í sveit sem annars staðar að þessari miklu og mætu sómakonu, því það sópaði að henni hvar sem hún fór. Við hjón- in og okkar stóra fjölskylda kveðjum með vinsemd og virðingu okkar góðu vinkonu Gunnhildi Davíðsdóttur og þökkum henni alla vinsemd og tryggð um áratugi. Eiginmanni hennar börnum og fjölskyldunum öllum vottum við okk- ar innilegustu samúð og biðjum góð- an guð að styrkja þau öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þrúður Sigurðardóttir. 0 c «r SdmíiftyiA ! Skriflegt samband við stærstu fréttastofu landsins tryggir þér upplýsingar um allt sem skiptir þig máli - þegar þú vilt - þar sem þú vilt, hvort sem þú færð Morgunblaðið inn um bréfalúguna eða um Alnetið. Kjarni málsins, þegar þú vilt - þar sem þú vilt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.