Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ . LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 33 Eiríki Guðnasyni, börnum hans Höllu, Guðna og Tiyggva Karli og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð við fráfall Elínar og lýk þess- um orðum með tveimur erindum úr sálmi nærsveitungs Elínar, sr. Valdimars Briem á Stóra-Núpi, Kallið er komið: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ingimar Sigurðsson. Erla góða Erla. Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglsskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð. (Stefán frá Hvítadal) Ekki munum við systkinin fyrr eftir okkur en amma var að syngja þetta vögguljóð fyrir okkur áður en við fórum að sofa þegar við gistum í sveitinni þegar við vorum lítil. Hún var mikið fyrir tónlist og naut þess að syngja og hlusta á falleg lög og var oft sem afi spilaði á orgelið og hún tók undir. Amma var með afbrigðum heima- kær kona. Hún vildi helst ekki fara neitt og lá við að henni fyndist hún vera svíkjast um þegar hún fór til Reykjavíkur og ef nefnt var við hana að fara til útlanda svaraði hún því til að hún gæti séð þetta allt í sjónvarpinu. Hún naut þess að vera við gluggann í eldhúsinu sínu þar sem sést yfir stóran hluta sveitar- innar, Hestfjall og Vörðufell. Afi og amma sátu þar oft, ræddu málin og rifjuðu upp gamlar minningar og fræddumst við um bernskuár þeirra og hversu breyttir tímarnir eru síðan þau voru lítii. Amma var mjög geðgóð og umburðarlynd og var mjög gott áð ræða við hana en gat verið föst fyrir þegar hún vildi það við hafa. Amma lagði mikið upp úr matar- gerð og var snillingur á því sviði. Enginn sem til þekkir gleymir gijónagrautnum hennar og kleinu- og flatkökubakstur voru sérgreinar hennar og voru þær oft pantaðar innanbæjar sem utan. Hún var gestrisin og var fljót að fylla borðið af alls kyns kræsingum ef einhver kom í heimsókn. Henni var það svo eðlilegt að stjana við alla og gera fólki til geðs. Það var eitt öruggt að von var á perubrjóst- sykri eða beiskum í skúffunni hjá henni. Hún sá alltaf til þess að við krakkarnir ættum nóg af sokkum og vettlingum og hún stakk gjarnan að okkur aurum þegar við vorum að fara heim úr sveitinni og líka ef hún kom í heimsókn. Hún var mikill dýravinur enda var það hennar lífsstarf að vera með búskap. Mjólkaði hún kýr næst- um samfellt yfir 50 ár, fyrst heima á Löngumýri og síðar á Votumýri. Sá hún mikið um skepnuhirðing- una á meðan afí var að vinna við smíðar í sveitinni. Sóttum við í að fára með henni í fjósið og hjálpa til, þar var hlýtt og notalegt og amma í essinu sínu. Þrátt fyrir veikindi og erfíði síð- ustu ár hélt hún samt alltaf sínum góðu eiginleikum. Við munum geyma dýrmæta minningu um ömmu okkar og þökkum hennar allt sem hún var okkur. Elsku afi, þú hefur misst góðan lífsförunaut og viljum við votta þér okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, amma okkar. Elín Hrund og Eiríkur Steinn. MINNINGAR SIGURÐUR ÞORAR- INN HARALDSSON + Sigurður Þór- arinn Haralds- son fæddist á Vík- ingavatni 15. apríl 1916. Hann dó af slysförum 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Krist- björg Stefánsdóttir, f. 15. október 1887, d. 8. desember 1922 og Haraldur Sig- urðsson, f. 9. júlí 1885, d. 17. desem- ber 1963. Systkin Sigurðar voru: Kristín Gunnþóra, f. 20. októ- ber 1913, Jón Friðrik Guðvald- ur, f. 17. nóvember 1919, d. 3. febrúar 1946, Bergljót og Krist- björg, báðar fæddar 6. desem- ber 1922 og dó móðir þeirra af barnsförum. Sigurður kvæntist 17. september 1942 Alfhildi Gunnarsdóttur f. 9. júní 1924. Þau eignuðust fjögur börn, en þau eru: Haraldur vél- fræðingur á Núpskötlu, f. 2. ágúst 1943, kvæntur Huldu Berglind Valtýsdóttur og eiga þau einn son, Sigurð Valtý. Jón, bifvélavirki, Reykjavík, f. 17. júlí 1946. Börn hans: Ragnheiður og Ármann Freyr. Vigdís Valgerður, bóndi í Borgum, f. 24. jan. 1954, gift Eiriki Kristjánssyni og eiga þau fjögur börn, Álfhildi, Kristján, Sigurð og Onnu Maríu. Krist- björg, umboðsmað- ur VIS á Kópaskeri, f. 22. okt. 1968, gift Óla Birni Einars- syni og eiga þau tvo syni, Agnar og Ein- ar. Eftir að Kristbjörg móðir Sigurðar dó var hann alinn upp á Víkingavatni hjá Guðmundi Kristjánssyni og Björgu Indr- iðadóttur. Síðan var hann eitt ár í Nýhöfn og fór þá í Efri- Hóla, þar sem hann var vinnu- maður í 12 ár til 1943, en þá hófu þau Álfhildur búskap á Einarsstöðum, voru síðan eitt ár á Núpi í vinnumennsku, en keyptu Núpskötlu og hófu þar búskap 19. júní 1945. Útför Sigurðar fer fram frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. SUNNUDAGINN 3. september vor- um við á ferðalagi um Norður-Þing- eyjarsýslu nokkrir sjálfstæðismenn og komum í Núpskötlu um nónbil. Sigurður bóndi hafði skroppið inn á Kópasker til að fagna nýju hita- veitunni, en Álfhildur bauð okkur velkomin og þeim í bæinn, sem ekki gengu á Rauðanúp. Þessi sept- emberdagur var eins og þeir verða fegurstir norður á Sléttu. Þegar ég kom til baka ofan af Núpnum stóð Sigurður á bæjarhlaðinu, hlýr og hýr í bragði. Hann hafði fengið heilablóðfall fýrir nokkrum árum og orðið fyrir alvárlegu bílslysi í febrúar 1991. Þá margbrotnaði hann á fæti. En gamla þrekmennið hafði þó náð sér furðanlega með sterkum vilja og lét ekki aftra sér að gera það og fara þangað sem hann þóttist þurfa. Andlitsdrættirn- ir lýstu innra manninum. Hann var vaxinn inn í landið á þessum stað og hafði gefið því lífsorku sína. Hann hafði róið út á vatnið um morguninn til að vitja um netin sín. Og þar kvaddi hann í því umhverfi sem hann unni svo mjög. Sigurður var af þingeyskum ætt- um. Haraldur, faðir hans, var bróð- ir Vigfúsar Grænlandsfara, Gunn- ars á Einarsstöðum og þeirra systk- ina. Móðir þeirra var Þóra Bjarna- dóttir blinda, Péturssonar Bueh á Fossi á Búrfellsheiði. Ásta, móður- amma Sigurðar, var dóttir Sigur- bjamar á Fótaskinni af fyrra hjóna- bandi og því hálfsystir Jakobínu Johnson, skáldkonu. Sigurður var eljumaður og hlífði sér hvergi. Hann var mikill bóndi og góður fjárræktarmaður. Hann byggði upp á Núpskötlu eftir að hann fluttist þangað og ber snyrti- mennska, umgengni öll og hirðu- semi þeim Álfhildi gott vitni. Mér er sagt að þegar þau fluttust í Kötlu hafi aðeins verið þar örfá æðarhreiður, en nú er þar verulegt varp. Sigurður var veiðimaður í eðli sínu, reri til fiskjar og veiddi silung úr Kötluvatni, en hann þykir sérlega góður, var grenjaskytta í mörg ár í Núpasveit og á Sléttu og minkaveiðimaður. Hann var póstur um árabil á Sléttu og fór ríðandi fyrstu árin. Hann var ein- staklega greiðvikinn, drengur góður og tryggur vinum sínum. Þau Alfhildur og Sigurður voru hvort öðru góðir lífsförunautar og samhent. Gestrisni þeirra og höfð- ingsskap var viðbrugðið. Fjöldi ferðamanna fer um hlaðið á Núps- kötlu á leið sinni út á Rauðanúp til þess að skoða fuglalífið þar og virða fyrir sér „Karlinn“, sem sumir nefna Jón Trausta. Gestabækur sýna að ótrúlega margir hafa þegið góðgerðir hjá þeim hjónum, inn- lendir ferðalangar sem erlendir. Við hjónin eigum ljúfar persónulegar endurminningar frá Kötlu; sérstak- lega hefur þó lifað í minningunni sú innri hlýja sem frá þeim Álfhildi og Sigurði stafaði. Þótt nú sé skuggi yfir heimilinu á Núpskötlu ríkir heiðríkja yfir minningunni um Sigurð sem kvaddi svo snögglega. Þessar linur bera þér, Álfhildur, og fjölskyldu þinni djúpar samúðarkveðjur okkar hjóna. Guð blessi ykkur öll. Megi Sigurður í friði hvíla. Halldór Blöndal. Ó ást sem faðmar allt! í þér minn andi þreyttur hvílir sig. Þér fús ég offra öllu hér. í undradjúp þitt varpa mér. Þín miskunn lífgar mig. Ó, gelði er skín á götu manns í gegnum lífsins sorgarský. Hinn skíradimmi skýjafans er skreyttur litum repbogans og sólin sést á ný. Mig langar að minnast frænda míns Sigga í Kötlu, en það var hann oftast kallaður í daglegu tali. Eg hrökk við, er ég heyrði í útvarps- fréttum á ferðalagi í Borgarfirði að maður á áttræðisaldri hefði drukknað í Kötluvatni deginum áð- ur. Flaug í gegnum huga mér að ekki gæti verið um annan en Sigga að ræða, enda kom svo nafnið hans strax á eftir, svo það var ekki um að villast, það var hann sem farinn var á fund feðra sinna. Sárt fannst mér að heyra þetta, og runnu nokk- ur saknaðartár niður kinnar mínar. Engu fáum við ráðið um það, hvar við erum stödd eða hvað við erum að gera þegar við erum kölluð héð- an úr heimi því það kall kemur stundum fyrirvaralaust. Siggi var ekki nema sex ára gamall þegar móðir hans dó af barnsförum frá fimm börfíum og leystist þá heimilið upp. Þá var börnunum komið fyrir hjá vanda- lausum, nema Sigga sem fór með föður sínum að Víkingavatni og var þar í nokkur ár. Seinna fer hann að Efri-Hólum í Núpasveit og er þar í 12 til 13 ár. Að Núpskötlu flytja þau Siggi og Hildur árið 1945 og hafa búið þar síðan. í Núpskötlu var ég í sveit í eitt sumar þá bjuggu þau í elsta húsinu niðri á mölinni. Þar var allt- af nóg að starfa, enda var margt um manninn í heimilinu, því marga hafa þau Kötluhjón skotið skjóls- húsi yfir um dagana. Siggi var at- orkumaður hvað sem hann tók sér fyrir hendur, hann var t.d. grenja- skytta í áratugi. Ég minnist þess hvað við systkin- in í Dvergasteini hlökkuðum til vorsins, því þá var alltaf farið vest- ur í Kötlu í kríueggjaleit og verið að allan daginn og langt fram á kvöld. Kötluhjónin voru með ein- dæmum gestrisin og allir er þangað komu urðu að þiggja góðgerðir, enda var þar veisluborð frá morgni til kvölds. Siggi var mjög skemmtilegur heim að sækja, frásagnargleðin í fyrirrúmi og stutt í spaugið. Fyrir nokkrum árum fékk Siggi heilab- læðingu og einhveijum árum seinna lenti hann í bílslysi og eftir það hefur hann átt vi ðmikla vanheilsu að stríða, en vilji og starfslöngun fylgdu honum til hinstu stundar. I þessum fátæklegu orðum mín- um vil ég þakka Sigga frænda mín- um allt það sem hann geðri fyrir mig og mína. Eg vil votta Hildi, bömum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum og einnig Dóru, mína innilegustu sam- úð. Missir ykkar er mikill. Hér Iifa ennþá landsins fomu rögn, í ljóði þeirra er stefið hávær þögn. Sigurður bóndi býr á þessum stað og býsna margir fuglar vita það. (H.B.) Kristbjörg Hallsdóttir. Mig langar að minnast hér nokkrum fátæklegum orðum míns ástkæra fósturföður, sem Iést 5. september síðastliðinn, Sigurðar Haraldssonar frá Núpskötlu á Mel- rakkasléttu. Ekki ætla ég að segja að ég hafi munað eftir mér fyrst þegar ég kom í Kötlu því ég var ekki nema rúmlega ársgömul þegar ég kom í mína fyrstu dvöl heim í Núpskötlu. Dvalirnar voru langar og farsæl- ar, umvafin ást og umhyggju. Vegna veikinda móður minnar ólst ég svo upp stóran hluta bernsku minnar hjá Kötlu mömmu og Kötlu pabba því að það hef ég kallað þau frá því ég man eftir mér fyrst. Alltaf voru þau tilbúin að hjálpa foreldrum mínum á erfíðum tímum, hvort sem var að ná í mig eða koma með mig heim í Reistames, og man ég eitt skipti að þau fóru með mig á hesti því fannfergi var mikið, það lýsir því hvað Kötlu pabbi var alltaf hjálpsamur og vildi öllum gott gera. Oft var mann- margt í Kötlu, auk barna þeirra fjögurra fósturbömin oft mörg. Þegar maður horfir til baka, hversu lánsömul ég var að hafa kynnst svona kærleiksríkum fósturforeldrum. Þau sem gáfu mér svo mikið af andlegri hlýju út í lífið. Við Kötlu pabbi áttum margar skemmtilegar stundir saman, skemmst er frá því að segja og lýsir hversu hugulsamur hann var að eitt skipti fórum við gangandi austur á Borgir því Kötlu pabbi þurfti að fara að sinna sínum verk- um. Þegar þar var komið kom hann með litla reku (skóflu) sem hann hafði útbúið á við stærð mína þá, svo ég gæti pjakkað með honum mér til dundurs. Fáum mönnum hef ég kynnst sem hugsuðu eins vel um skepnurn- ar sínar eins og hann, alltaf var það í fyrirrúmi að þeim liði sem. best. Ekki voru svo fá skiptin sem ég fór með Kötlu pabba út í fjós að mjólka og settist á skammelinn hjá honum meðan hann mjólkaði. Margar voru sögurnar sem hann sagði mér í fjósinu. Þessar stundir með honum Kötlu pabba geymast mér eins og gullmolar í hjarta mínu. Eftirtektarvert var hvað hann fór vel með alla hluti. Hann gekk ekki fram hjá svo sem bandspotta nema að taka hann upp og nýta þó ekki nema væri til að láta í miðstöðina, því ekkert var raf- magnið þá. Ekki voru ferðirnar svo fáar sem ég fór með honum niður í fjöru að tína sprek og annað rusl til að láta í miðstöðina, alltaf pass- aði hann upp á það að ég bæri ekki meira en ég réði við. Kötlu pabbi var sá maður sem féll aldrei verk úr hendi og laus við alla ósérhlífni og vann verk sín vel. Árin liðu og ég orðin fullorðin og komin með böm og bú, oft leit- aði hugur manns heim í Kötlu, og þegar ég fór norður fannst mér ég aldrei vera komin heim fyrr en ég var komin í Kötlu, alltaf voru mót- tökurnar hjartnæmar og innilegar og ekki var það síst fósturmóðir mín sém átti þar hlut að máli. Síð- ustu árin átti Kötlu pabbi við mik- il veikindi að stríða, aldrei lét hann bilbug á sér finna og barðist áfram við verk sín af miklum dugnaði. Elsku Kötlu mamma, Kristbjörg, Vigdís, Haraldur, Jón og fjölskyld- ur þeirra og aðrir aðstandendur, ég vil votta mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hulda Valdís Steinarsdóttir og fjölskylda. Það voru blendnar tilfinningar sem sóttu á hugann hjá bæjarstrák á níunda ári, er hann stóð á hlað- inu á Núpskötlu í fyrsta sinn. Nátt- úrufegurðin blasti við úr öllum átt- um. Núpurinn, Kötluvatnið, óend- anlegt hafíð og ótrúlegur fjöldi fugla allt um kring. Þau urðu nokkur, sumrin sem ég dvaldi við ýmis hjálparstörf hjá þeim öndvegishjónum Álfhildi og Sigurði á Núpskötlu. Sigurður kenndi mér að umgangast gjöfula náttúruna með virðingu og þakk- læti. Ógleymanlegar eru þær stundir þegar við vöktum saman yfir ánum á fögrum sumamóttum, eða vitjuðum netanna á vatninu, sem glitruðu af iðandi silunga- mergð. Hann kenndi mér að varast hættur sem leyndust víða og gætti þess að ég anaði ekki að neinu. Sigurður var hæglátur maður og hafði góð áhrif á fjörugan bæjarstrákinn. Oft fórum við sam- an að vitja tófugrenja eða rémm út á vatnið til að leggja netin. Mér fannst ég þá gegna mikilvægu hlut- verki sem aðstoðarmaður hans við störfin og öðlaðist trú á tengsl manns og náttúru, sem ég bý að alla ævi. Sigurður var náttúrubarn og landið hans og fjölskylda var hon- um allt. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Sigurði ógleymanlegar m stundir frá æskuárum mínum og tryggð þeirra hjóna á Núpskötlu um langt árabil. Álfhildi og fjöl- skyldu sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstund. í moigun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veizt nú, í kvöld hvemig vegimir enda hvemig orðin nema staðar og stjömumar slokkna. (Hannes Pétursson) Valmundur Pétur Árnason. Sérfræðingar í blóniaskroytingniii vió »11 tirkilæri Bblómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.