Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 35 Við vorum 11 og 12 ára þegar við fórum fyrst í sveit til þeirra. Oft getur verið erfitt fyrir börn að aðlagast nýju heimili fjarri foreldra- húsum, en ekki minnumst við þess að hafa fengið heimþrá þau fimm sumur sem við vorum þar og alltaf hlökkuðum við jafn mikið til að komast í sveitina á vorin. Það segir sína sögu um hversu gott var að vera hjá Gunnari og Sillu og oft verður manni hugsað til þess hversu mikils virði það var fyrir okkur borgarbörnin að fá að kynnast lífínu í sveitinni. Við lærðum að vinna, hugsa um skepnurnar, sinna heim- ilsstörfum og að bera ábyrgð á því sem okkur var treyst fyrir. Gunnar hafði einstaklega gott lag á börnum og unglingum, hann var ákveðinn og hvetjandi á þann hátt að okkur langaði til að gera hlutina vel og ekki hvarflaði að neinum að svíkj- ast undan. Okkur var treyst fyrir ábyrgðarmiklum verkum og feng- um hrós fyrir þegar við stóðum okkur vel. Ártún hefur alltaf verið mikið myndarbú, snyrtimennskan í fyrir- rúmi og vel um alla hugsað, menn og skepnur. Alltaf höfum við átt þar gott skjól síðan og verið gott að koma til Gunnars og Sillu og þau eru ófá fósturbörnin sem þau hafa tekið að sér og gert að mönn- um. Oft sló Gunnar á létta strengi og sagði okkur skemmtilegar sögur og vísur og hélt þá gjarnan íslend- ingasögunum á lofti. Gunnar var stórmenni og ákaflega duglegur og vakti jafnan aðdáun okkar krakk- anna sem í Ártúnum vorum. Hún á vel við hann vísan sem hann kenndi okkur úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; en orðstír deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Elsku Silla, við eigum ykkur Gunnari mikið að þakka og við erum sannfærðar um það að allir sem hjá ykkur hafa verið hafa orðið betri manneskjur á eftir. Við vottum þér og öllum aðstandendum innilega samúð og biðjum allar góðar vættir að veita þér styrk. Guðrún Lára og Hanna Lára. Það er undarlegt þetta líf. Það var um mitt sumar að ég kom að Ártúnum til að heimsækja vini mína Sillu og Gunnar. Við ræddum sam- an um alla skapaða hluti og þau sögðu mér að þau hefðu farið sam- an til Parísar. Gunnar var hinn glað- asti og ég gladdist í hjarta mínu yfir því að hafa fengið að kynnast þessu góða fólki. Ég stoppaði ekki lengi í þetta skiptið en kvaddi þó nafna minn í síðasta sinn. Með einu handabandi vorum við skildir að eilífu. Það er sárt að hafa ekki getað tekið lengur og fastar í gömlu góðu höndina í síðasta sinn. Og nú er hann farinn, blessaður gamli maðurinn. Ég veit að orð eru lítils- megnug á slíkri sorgarstund. Mig langar þó að kveðja nafna minn með þessum erindum (fyrsta og næstsíðasta) úr ljóði Guðmundar Böðvarssonar, 1 minningu bónda- manns: Bóndinn á draum, sem máske öðrum öllum er einskisvirði og laus við himinflug, búmannsins draum, er brýnir vinnudug, um bæ og hesta, tún og hjörð á fjöllum, styrkir hann eins og hvíld í dagsins harki, hvetur hann þreyttan fram að settu marki. Og lífíð eins og áður gang sinn gengur. Kom, gróðurdís, og yfir vötnin svíf. Kveð vökusönginn, varma bjarta líf, kveð vorsins drápu. Hann var góður dreng- ur, og bundinn fast við sína heimahaga í hjarta sínu alla sína daga. Elsku Silla mín, ég votta þér mína dýpstu samúð. Megi guð styðja þig í sorginni. Blessuð sé minningin um góðan og heiðarlegan dreng. Gunnar Magnússon. Fallinn er hann fóstri minn, finnst mér heimur rökkva. Dapur vera dagurinn, er dýrðarljósin slökkva. En ef til vill hefur nú höndlað sinn, himingeima Nökkva. Feðgar hist og skellt á skeið, skýjabólstrar hrökkva. Og ef til vill mun þeirra leið, sorgum okkar sökkva. Ég leyfi mér að nefna Gunnar sem fóstra minn, en oft fannst mér tengsl okkar nær því sem feðgar værum. Kynni okkar hófust þó á annan veg, þá er foreldrar mínir óku niður með Rangánni, bæ fram af bæ, uns vegi lauk og ár runnu saman í eitt, að þar stóð reisulegt býli, Ártún á Rangárvöllum, og á hlaði þess skömmu síðar stóð rauð- hærður piltur, lítill eftir aldri með stóran kökk í hálsi og horfði á eft- ir mömmu og pabba aka burt. Gunnar bóndi sagði mér síðar að þá hefði hann hugsað með sér, hvort nokkurt gagn yrði af þessum snáða, enda fékk ég þar mína eld- skírn. Hinn fyrsta dag vildi svo til að Ásgeir L. hugðist mæla fyrir skurðum í Galtarholti. Ég er því sendur ríðandi austur á bóginn með þijá til reiðar, ca 5 kílómetra, síðan til hægri ca 1 km og þangað komi Ásgeir. Á Aski gamla sat ég svo allan daginn og ferðaðist um mýr- ina með þrikið, en Ásgeir las af mæli sínum. Eftir heimreiðina með hina sömu þijá til reiðar að kveldi var þrekið búið og komst ég aðeins hálfur upp í rúmið áður en ég sofn- aði. Gunnar sagði oft við okkur drengina að nú skyldum við sofa hratt, því snemma yrðum við vakt- ir og mörgu þyrfti morgundagurinn að koma í lóg. Framundan var sum- arið allt og eflaust dygðu mér ekki síður Morgunblaðsins til að skrá allar þær minningar sem upp koma, við svo skyndilegt fráfall þess manns sem ég hefi borið hvað mesta virðingu fyrir af samferða- mönnum. Gunnar er um það bil að taka formlega við búi foreldra sinna að Ártúnum þegar ég kom þar fyrst vorið 1965. Það var stórbýli þá sem allar götur síðan og í mörgu að snúast. Mikill heyskapur og því oft langur vinnudagur og kvöldin gjarnan notuð til tamninga. Margar áttum við Erling ferðirnar í kvöld- kyrrðinni niður með á, svo sem að Valalæknum og til baka, en Gunn- ar lagði á ráðin í hvívetna hvemig skyldi umgangast hrossin, svo allir nytu sem best. Ófáar fengum við bylturnar þegar við sátum villta folana í fyrsta sinn, þá var farið með hlaupagikkina á kappreiðar, sem þó voru aldrei Gunnari fyllilega að skapi. Hann lagði meira upp úr vaxtarrækt hrossa og gang, taldi spretthlaupin spilla þeim. Eftirlifandi kona Gunnars, Sig- ríður Símonardóttir, Silla, lék stórt hlutverk í búskap Ártúna, sem svo sannarlega er vert að minnast. Hún var jafnan vakandi yfir velferð okkar sumardrengja, hvort við værum þreyttir, fengjum nóg að borða, eða værum nægjanlega klæddir þegar við sátum daglangt á opnum traktorum að snúa. Hún var og andlegur félagi, sem hægt var að trúa fyrir öllum hlutum jafn- vel einkamálum, eftir böllin á Hvoli, því fór svo að kökkurinn í hálsinum visnaði fljótt og í stað hans byggð- ist upp eldmóður og löngun til að standa sig og vera þessum sæmdar- hjónum að skapi. Vorið 1966 hringir Magnús faðir Gunnars til mín og spyr hvort ég komi ekki í sveitina aftur, upp á helmingi hærra kaup - og svo fór. Annað sumar mitt að Ártúnum leið, í mestu líkt því fyrra, nema hvað ég var ólíkt fróðari í Njálssögu eft- ir þar sem Gunnar hafði þá um vetur lesið hana í þriðja sinn og vitnaði ósjaldan í. Sjálfur hefði Gunnar sómt sér vel meðal þeirra Rangvellinga sem mest kvað að í sögum þeirra, því hann var maður mikill vexti og fríður að vallarsýn. Hann var maður athafna og orða, og þótti ekki ástæða til að ganga haltur, meðan báðir fætur voru jafnlangir. Hann var maður rétt- lætis og sanngirni, orð skulu standa, sagði hann og stóð undir því og þótt hann ætti til að vera nokkuð hranalegur þá var hann hlýr börnum og brást illur við teldi hann á þau hallað. Magnús heitinn ók mér að hausti að Hvolsvelli í veg fyrir rútuna. Meðan við biðum eftir henni, heyri ég hann ræða við mann, hvar hann lýsti ánægju sinni yfír þessum kaupmanni sem hann var nú að skila af sér. Slíkt þótti mér upp- hefð, að fá þessi óvæntu meðmæli, að mér fannst sem allir væru vegir færir og kom hnakkakertur til byggða. Meiri upphefð gat ég þá ekki hugsað mér, en álit þeirra Ártúnafeðga. Vetur hinn næsti leið og voraði að nýju. Hugði ég á sjósókn í Þor- lákshöfn, en þá símar Gunnar bóndi og bauð mér enn sumarstarf, sem ég ei gat hafnað, og eignast þar með mitt þriðja sumar að Ártúnum og fagna í dag, því þar lærði ég margt sem enn ég kann og vildi ég segja til Gunnars, sem Matthías skáld forðum til móður sinnar: „Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan best hefir dugað mér.“ Svo höguðu örlögin því til, að þeim Gunnari og Sillu varð ei barna auðið, þótti mér sem þar færi hluti af ranglæti þessa heims og eftir þetta sumar hét ég sjálfum mér því að ef einhverntíma eignað- ist ég son, þá skyldi sá heita eftir Gunnari fóstra mínum að Ártún- um. Næstu ár átti ég ófáar ferðir sumar og vetur í sveitina mína og hveiju sinni var það eins og að koma heim. Að taka þátt í störfum búsins með bðnda, var besta leiðin til að komast í samband við hann og bar þá margt á góma. Þar kom að ég eignaðist son og gerðum við móðir hans okkur ferð að Ártúnum, kváðum okkur eiga það erindi við Gunnar hvort hann væri sáttur við að sonurinn yrði skírður eftir honum. Svarið var honum líkt og mér minnisstætt: „Ekkert væri mér nema heiður af því.“ Upp frá því átti hann sér alnafna, sem oft kallaði hann afa sinn á Ártúnum. Þau Silla og Gunnar skipuðust í röð með okkar nánustu og hafa verið þar síðan. Vorið 1979 hóf ég búskap í sveit og leitaði þá oftlega ráða hjá Gunnari sem jafnan leysti úr mín- um vanda og reyndust mér ráð hans vel. Eitt sinn ók ég með hestakerru til hans, ætlaði að kaupa sitthvort folaldið handa börnum mínum og völdum við úr vænum hópi, en þar sem enn var pláss í kerrunni þótti Gunnari ráð- leysa að vera að draga hana hálf- tóma til baka, því skyldi ég hafa með mér 4 vetra fola og auk þess fegursta folald hjarðar sinnar og ekkert múður, auk þess skyldi ég ekki voga mér að ræða um greiðsl- ur, ég ætti þetta áreiðanlega inni. Svona var þessi höfðingi, það hef- ur jafnan þótt gott að eiga kóng- inn að vini. Ég vona þó að þeim hjónum Gunnari og Sillu hafi alla tíð verið ljóst að mikils mat ég gjafir þeirra, en þótti þó meira um vinskapinn, vináttu sem hefur ver- ið mér mikils virði jafnt í blíðu sem stríðu. Henni er reyndar ekki lok- ið, því Gunnar að Ártúnum mun halda áfram að verða mín fyrir- mynd og þegar ég hugsa til þess að einhvern tíma kveðji ég sjálfur þennan heim, þá hlakka ég til þess að fá að velja mér hest úr himna- hjörðinni og skeiðríða Rangár- bakkana með þeim feðgum frá Ártúnum. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri að kynnast því fólki sem Ártún byggði, af þeim kynnum varð ég maður meiri, sem og ég tel flestir aðrir sem þar fóru um hlað. Við Sillu segi ég: Lát ei bugast, ber höfuð hátt, byrg ei sýn með tárum. Njót þess sem þú eftir átt á ókomnum árum. Magnús Víkingur. SAMÚEL MARÍUS FRIÐRIKSSON + Samúel Maríus Friðriksson var fæddur á Skálum á Langanesi 25. júní 1941. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 4. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Friðrik Jó- hannsson, f. 1.2. 1917, d. 17.2. 1948, og Jóhanna Hans- en, f. 26.5. 1921, d. 5.4. 1992, sem þá bjuggu á Skálum. Samúel ólst upp á Skálum fram til 14 ára aldurs, en þá flutti fjöl- skyldan til Þórshafnar á Langanesi. Samúel var næstelstur í hóþi fjögurra systkina. Elstur er Jóhann Friðriksson, f. 29.9. 1939, þá kom Samúel og síðan María Friðriksdóttir, f. 1.3. 1943. Jóhanna giftist síðar Lúðvíki Jóhannssyni, en með honum eignaðist hún dótturina Ásdísi. Lúðvík gekk þeim systkinum öllum í föðurstað. Samúel var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Dagbjört Flórents- dóttir, þau slitu samvistum. Síðari kona hans var Jó- hanna Alfreðs- dóttir, f. 7.4. 1945. Jóhanna átti son af fyrra hjóna- bandi, Guðna Bragason. Samúel og Jóhanna eign- uðust ekki barn saman, en ætt- leiddu son árið 1979, sem skírður var Alfreð Hjörtur. Foreldrar Jóhönnu voru Alfreð Hjartar- son, f. 9.11 1918, og Jóna Frið- riksdóttir, f. 4.10. 1922, frá Siglufirði. Jóhanna og Samúel bjuggu sín fyrstu búskaparár í Vest- mannaeyjum, en árið 1981 fluttu þau til Grindavíkur, þar sem þau bjuggu síðan. Útför Samúels fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. ÞAÐ ER alltaf erfítt að sætta sig við þegar menn á besta aldri falla frá. Sammi mágur minn var aðeins rúmlega fimmtugur þegar hann lést og hefði því átt mörg ár eftir ef sá sjúkdómur, sem hann fékk fyrir skömmu, hefði ekki komið til. Kynni okkar hófust skömmu eftir að við María systir hans byijuðum okkar búskap. Hann hafði ungur farið að heiman og meðal annars dvaldi hann tvö ár í Noregi. Hann var sjó- maður alla tíð, og saman vorum við á sjónum í fimm ár. Ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að hann hafí verið einn allra besti maður sem ég hef verið með til sjós. Bæði var hann afskaplega duglegur til allra verka en ekki síður var hann mikill listamaður í trollum. Það var með ólíkindum hve auðvelt hann átti með að átta sig á hengil- rifnu og margsnúnu trollinu. Hann virtist hafa það í fingrunum hvern- ig hlutarnir áttu að vera. Þá var hann afar góður í öllum trollvið- gerðum og virtist ekkert hafa fyrir því að sauma trollið saman, þegar það komið rifíð og tætt úr sjó. Svona maður var algjör gullmoli á sjó. Sammi var lundgóður að eðlisfari og oft var stutt í prakkaraskapinn í honum. Hann hafði gaman af ýmiss konar sprelli og var ótrúlega uppfinningasamur á þeim vett- vangi. Lúlli stjúpi hans skaut tals- vert af fugli til matar og átti því byssur og ávallt talsvert af skotum, sem hann geymdi í kofforti. Ein- hveiju sinni er þeir bræður voru einir heima fóru þeir í skotfæra- geymsluna hjá Lúlla og tóku skot úr tveim kössum og fóru á skyttirí. Þetta komst ekki upp fyrr en löngu seinna, því þeir settu vitaskuld tómu kassana neðst í koffortið og það var ekki fyrr en Lúlli ætlaði að grípa ti! síðustu skotkassanna að allt komst upp. Einhveiju sinni var hann sendur í læri til sóknarprests- ins í sveitinni og þar átti hann að nema ýmsan fróðleik. Það var með Samma eins og marga unga menn, að námið var ekki alltaf efst á vin- sældalistanum og því var áhuginn kannski takmarkaður. Eitt sinn er prestsfrúnni fannst hann slá slöku við námið og fann að því við hann, hugsaði hann henrii þegjandi þörf- ina. Tækifærið kom þegar frúin þurfti að sækja eitthvað inn í mið- stöðvarkompuna, þá skellti hann hurðinni í lás og forðaði sér siðan út. Þarna fékk prestsfrúin að dúsa nokkra stund, en Sammi forðaði sér heim í snatri og fór ekki alfaraleið heldur laumaði sér með fjöllum inn á Þórshöfn. Þar með lauk hans skólagöngu. Þá hafði hann oftast ákveðnar skoðanir á hlutunum og það var sko ekki auðvelt að fá hann ofan af þeim, því hann var afar fastur á sínum skoðunum. Ég sagði oft við hann, þegar mér ofbauð þráinn í honum, að það hlyti að vera ein- hver Skálastúfur í honum. Sammi var afskaplega rólegur og umgengnisgóður maður. Hann tók því sem að höndum bar með mikilli ró og sá eiginleiki hans kom glöggt í ljós í veikindum hans. Þó flestir hafi séð undir það síðasta að hveiju stefndi, þá var eins og hann vildi ekki sjálfur viðurkenna það sem virtist óumflýjanlegt. Hann var alltaf mikill og góður vinur minn og minnar fjölskyldu og því munum við ávallt minnast hans með mikilli hlýju. Með honum fór góður drengur langt fyrir aldur fram. Elsku Hanna, við Dúlla og krakkarnir sendum þér og strákun- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við þykjumst þess fullviss, að minningin um góðan dreng mun lifa í minningu okkar allra. Bergvin Oddsson. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ÞORSTEINSSONAR frá Sandaseli. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Páll Jóhannsson, Þórhildur Elíasdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Þorvaldur Halldórsson, Óli R. Jóhannsson, Margrét Jómundsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Markús Runólfsson, Sigurlína Jóhannsdóttir, Einar J. Gíslason, Steinþór Jóhannsson, Margrét (sleifsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Inga Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.