Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 39
FRÉTTIR
FRÁ Esso bensístöðinni við Stórahjalla.
Afsláttur vegna
framkvæmda
NÚ standa yfir breytingar á bens-
instöð Esso við Stórahjalla í Kópa-
vogi. Meðal annars er verið að
setja upp fullkomnari dælur og
stækka stöðina. I fréttatilkynn-
ingu frá Esso segir að viðskipta-
vinir verði óhjákvæmilega fyrir
nokkrum óþægindum vegna
framkvæmdanna og til að koma
til móts við þá hafi Olíufélagið
hf. ákveðið að bjóða þeim verð-
lækkun sem nemur 2 kr. á hvern
bensín- eða dísellítra, jafnvel þótt
full þjónusta sé veitt. Að auki fá
safnkortshafar 40 aura afslátt inn
á safnkortsreikning sinn.
Kynningar-
dagar hjá
Sorpu
SORPA í Gufunesi efnir til kynning-
ardaga um starfsemi fyrirtækisins
og um 30 annarrae' fyrirtækja er
starfa á sviði sorphirðu og endur-
vinnslu er verður opin frá kl. 13-18
báða dagana. Þar gefst almenningi
kostur á að kynna sér verklag í
Sorpu og starfsemi þeirra fyrirtækja
sem tengjast endurvinnslu með ein-
um eða öðrum hætti.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Innandyra verða gestir leiddir í all-
an sannleika um starfsemi Sorpu,
fyrirtæki verða með afmarkaða bása
og sérstakur barnakrókur verður
útbúinn þar sem hægt er að vinna
gripi úr úrgangsefnum og búinn til
endurunninn pappír, svo dæmi séu
nefnd. Utandyra verða sýnd ýmis tól
og tæki svo sem gámaflutningabíl-
ar, gámar, lyftarar, sorppressur o.fl.
Þá verður komið upp heljarmiklu
„sorpijalli" við innganginn í stöðina
til að minna á nauðsyn þess að draga
úr umbúðanotkun og stuðla þar með
að aukinni umhverfisvernd.
íbúar höfuðborgarsvæðisins eru
hvattir til að koma í kynnisferð í
Gufunes um helgina og er ekki að
efa að margt mun þar bera fyrir
augu almennings sem forvitnilegt
getur talist.“
Samstarfsverkefni um
norðurmálefni
U mhverfisráðuneytið
hefur skipað í sam-
vinnunefnd um norð-
urmálefni í samræmi
við þingsályktun frá
25. febrúar sl. um
stofnun Vilhjálms
Stefánssonar frá Ak-
ureyri.
Hlutverk nefndar-
innar er að treysta
samstarf þeirra stofn-
ana sem hafa og munu
annast rannsóknir á
norðurslóðum og að
vinna, í samráði við
ráðuneytið að undir-
búningi stofnunar Vil-
hjálms Stefánssonar,
sem á að hefja starfsemi í ársbyij-
un 1997.
Samvinnunefnd um norðurmál-
efni er þannig skipuð til næstu fjög-
urra ára: Ólafur Halldórsson, líf-
fræðingur, formaður, skipaður án
tilnefningar, Þóra Ellen Kristjáns-
dóttir, prófessor, tilnefnd af Há-
skóla íslands, dr. Kristján Krist-
jánsson, forstöðumaður, tilnefndur
af Rannsóknarráði íslands, Davíð
Egiisson, forstöðumaður, tilnefndur
af Hollustuvernd ríkisins, Þorsteinn
Tómasson, forstjóri, tilnefndur af
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, dr.
Þór Jakobsson, verk-
efnisstjóri, tilnefndur
af Veðurstofu íslands,
dr. Jón Gunnar Ottós-
son, forstjóri, tilnefnd-
ur af Náttúrufræði-
stofnun Islands, dr.
Steingrímur Jónsson,
útibússtjóri, tilnefndur
af Hafrannsóknastofn-
un og Þorsteinn Gunn-
arsson, rektor, til-
nefndur af Háskólan-
um á Akureyri.
Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar á Akur-
eyri heyrir undir um-
hverfisráðuneytið. Verkefni hennar
eru m.a.: Að vera íslensk miðstöð
fyrir norðursamstarf og rannsóknir,
að safna og miðla upplýsingum um
heimskautamálefni, að skipuleggja
rannsóknir sem m.a. varða um-
hverfisvernd í norðurhöfum, að
samræma innlenda og alþjóðlega
þátttöku íslendinga i rannsóknum
á norðurslóð, að annast tengsl við
hliðstæðar miðstöðvar og stofnanir
erlendis og laða þær til samstarfs
og að vera ráðgefandi fýrir stjóm-
völd um norðurmálefni.
Vilhjálmur
Stefánsson
Elisabeth Mey-
er-Topsoe held-
ur kirkjutón-
leika
EFTIR ljóðatónleika í íslensku Óper-
unni fimmtudaginn 14. september
mun danska óperusöngkonan Elisa-
beth Metyer Topsoe halda tvenna
kirkjutónleika í Langholtskirkju í
dag, laugardaginn 16. september,
kl. 15 og í Glerárkirkju á Akureyri
sunnudaginn 17. september kl. 16.
Orgelleikari er Inger Marie Lenz.
A dagskrá beggja kirkjutónleik-
anna eru danskir sálmar, passíu-
sálmar Hallgríms Péturssonar ásamt
aríum úr óperum eftir Guiseppe
Verdi, Richard Wagner og Peter
Heise.
Þeir sem styrkt hafa tónleikaferð
Elisabetar Meyer Topsoe eru: Sjóður
Friðriks konungs og Ingiríðar
drottningar, danska menningar-
málaráðuneytið, Sjóðurinn August-
inus, Sjóður George Jorck, ræðis-
manns og konu hans Emmu Jorck
og Tuborgsjóðurinn.
------» ♦ »-------
■ DANSHÚSIÐ Á laugardags-
kvöld leikur hljómsveitin Dans-
sveitln ásamt söngkonunni Evu
Ásrúnu og Stebba í Lúdó. Áfram
verður kynntur Dansklúbburinn
sem stofnaður var af tilefni 25 ára
afmæli Danshússins.
■ CAFÉ AMSTERDAM Hljóm-
sveitin Bylting leikur laugardags-
kvöld. Hijómsveitin er um þessar
mundir að hljóðrita plötu sem vænt-
anleg er í október eða nóvember.
Hljómsveitina skipa: Tómas Sæv-
arsson, Bjarni Valdimarsson,
Þorvaldur Eyfjörð, Frímann
Rafnsson og Valur Halldórsson.
■ FJÖLSKYLDUFERÐ Félags
einstæðra foreldra verður haldin
á Suðurnesjum þann 24. septem-
ber. Farið verður að Seltjörn við
Grindavíkurveg. Boðið verður upp
á veiði, grill og leiki. Ef góð þátt-
taka er verður endað í Bláa lóninu.
Frá Reykjavík verður farið frá
Tjarnargötunni kl. 10 og frá Kefla-
vík verður farið frá Myllubakka-
skóla kl. 10.30. Ferðir eru í boði
félagsins og komið verður til baka
seinni part dagsins. Mætið með
drykki, eitthvað á grillið, sundföt,
veiðistangir og góða skapið. Á
staðnum eru 10 veiðistangir til
leigu. Tilkynna skal þátttöku á
skrifstofu FEF.
rf///ýr///r/r/p/
i/f/é/ésff/ffýf
Ný viöhorf - endurvinnsla og umhverfisvernd.
Fjölbreytt og skemmtileg sýning sem kemur á óvart!
PAPPÍRSGERЫFÖNDUR®RUSLASKRÍMSLIÐ
og margt, margt fleira
Fjðlmörg fyrlrtœki
kynna þjónustu sína:
Hrelnsunardeild Reykjavíkurborgar
Gámaþjönustan hf.
Sandafl ehf.
Gámaká hf.
Þorbjörn Támasson hf.
Sorplœkni
Endurvinnslan hf.
Sagaplast
Fura hf.
Hampidjan hf.
Hríngtás hf.
Plastmátun sf. Lœk
Silfurtún hf.
Úrvinnslan Akureyri hf.
Islenska Járnblendifélagió
Sandur hf.
Árbál hí.
Jens Guömurrdsson
Eimskip hf.
Samskiphf.
Kristlnn ölafsson
Danberg heildverslun
A. Karlsson hf.
Flutningatœkni hf.
löntœknisfofnun
Afuröasalan Borgarnesl hf.
RRKÍ
Clean Trend á íslandi hf.
ímus hf.
..iiii.
ORI’A f>
ireinni fra
'ORPA fy
einni fr.
jORPA fvr
.• hr-sinni fraim jSORÞ
ntfÖF iRPA : rir hreíi>
fvrir einni f htíðSf
lRP.4 í
einni frt
jORFA fyr.
hre; frami
.tíöSr fyrir
«ir nrv.
amtíh.SORi
fyrir hrámii
imiöSORP
V hreii
mtítSSORl
fyrir hreimii
framlíöSORPA r.
APA fyrir hreinni fra\
4nni fr imtíöSOKi
vrir hrein:
imttOSORI
yrir hreim
imtfOSOR
fyrir hreinn.
frarot' ORPA
•nni frs
’PA fyn.
xPA fy
rinni fr
amtíöSr,
fyrir hrein
ramttöSOR
.. fyrir hreir
"jframtítiSC**1’
A fyrir hrein
mi framlíöSORP
fRPA fyrir hreinni h
fyri, ireinni amtitlSO TPA f>
nratíOSORP yrir hrei;
;r hrel smtíBSO
vrir hreii
.nmtiöSOl
» fyrir hreint.
ú frar SORP.
.íPA f 4nni t
4nni ' RPA
\ fi'.A
fraw’
V fyv
v
yr«r ’
.■anrtr
nmtíDSORP/
ir hreinr
framtíe »ORP
fyrir hreir
,ran.
'A fyrir h
hi franttíö
4 fyrir I
<ni framttA
frami ,»RP \ fyrir hre,
fyrir hre* frami ’OSOl
•ratföS' k fyrir
•ir fram ’ORPA
A fyrii
nni fT<intl
JRP/ -ir hi
nrein ’tíðSl.
ni fra iÖSÖT hrein.
'*A fyrir hr SORi
Allir velkomnir í móttökustöðina í Gufunesi
- betra aö vera hlýlega klœddur