Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 40

Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 40
40 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand fTMI5 15 '\ V. RIPICUL0U5!/ 1 TM0U6HT WB'd BE FLYIN6 OVER M0UNTAIN5 ANt? RlVERSÍ I TH0U6MT l;P SEE THIN65j_ ALL l'VE SEEN 15 A BACK YARD.. '~U —" 'íffct B-ll i 'fi o Þetta er fáránlegt! Ég hélt að við myndum fljúga Allt sem ég hef séð er yfir fjöll og ár! Eg hélt að ég bakgarður... myndi sjá eitthvað! it's my favorite BACK VARP.. Það er uppáhalds bakgarðurinn minn... BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 En hvar verður hann um helgina? Frá Bjarna Konráðssyni: GOTT eiga þeir sem eiga góða að. Því láni á Jóhannes í Bónus að fagná. Flestallar fréttastofur landsins vaka yfir velferð hans og gæta þess að hann fái alla þá athygli og auglýs- ingu sem honum sýnist og nauðsyn- leg virðist til að geta haldið uppi sómasamlegri fréttamennsku. Með svokölluðum fréttum af Jó- hannesi hafa stærstu fréttastofumar rýrt sig trausti almennings og farið nærri því að gera sig að athlægi í augum þeirra sem sjá í gegnum þá grátbroslegu „fréttamennsku" sem tíðkast í kringum Jóhannes. Frétta- stofa sjónvarps keyrði þó um þverbak - í þessum efnum í fréttatíma sjón- varpsins 11. þ.m. Þá var flutt sú tímámótafrétt, að í fyrsta sinn var gefið leyfi til að flytja inn hrátt kjöt til íslands. Auðvitað stóð Jóhannes fýrir því. Því miður gat fréttakonan ekki tekið viðtal við Jóhannes í tilefni af þessum merka atburði, tii að óska honum til hamingju, því hann var erlendis. En hún gat þess í lokin að hann væri væntanlegur í vikunni og það era einmitt þessi makalausu lokaorð sem vöktu athygli mína: hann er væntanlegur í vikunni. Ég man ekki eftir því að frétta- menn tilkynni það hvenær þessi eða hinn ráðherrann sé væntanlegur til landsins, varla forsetinn einu sinni, en það gegnir greinilega öðra máli með Jóhannes. Eg minnist þess held- ur ekki að fréttastofa sjónvarps reyni að koma sjónarmiðum beggja aðila á framfæri í sama fréttatíma, þegar um álitamál er að ræða, nemá í þeim tilfellum einum þar sem Jóhannes og innflutningur landbúnaðarafurða eiga í hlut. Ég segi fyrir mína parta að ég get bara ekki beðið eftir því að fá að sjá blessaðan karlinn í sjónvarpinu þegar hann kemur heim, standandi fyrir framan Bónus-vöramerkið sitt. Það myndi aldeilis spara íslending- um margar milljónimar í matarkaup- um ef allir fengju ókeypis auglýsing- ar eins og Jóhannes. Sá þarf ekki að hafa áhyggjur af auglýsinga- kostnaði því hann borga greiðendur afnotagjalda hvort sem þeim líkar betur eða verr. En það er kannski eins gott að það hafi ekki allir rauð- an dregil að ganga á inn í helstu fréttastofur landsins og ausa þar úr sér öllu sem þeim dettur í hug, at- hugasemdalaust af hálfu frétta- manna, því þá yrði mörg auglýsinga- stofan gjaldþrota og atvinnuleysingj- um ij'ölgaði til muna. í slíku hallæri væri munur að geta hlaupið í Bónus og keypt ódýrar, innfluttar landbún- aðarafurðir, sem Guð má vita hvað á eftir að gera marga íslenska bænd- ur gjaldþrota þegar fram líða stund- ir. Én hveijum er ekki sama um það? Þeir era minni baggi á þjóðinni atvinnulausir en hangandi á horri- minni lengst inni í afdölum og út á nánesjum vítt og breitt um landið. Það mælir sjálfsagt ýmislegt með skylduáskrift að ríkissjónvarpinu en mikið sámar mér að hafa ekki val þegar fréttastofa þess, sem og fleiri, ganga í lið með lýðskrami og auglýs- ingasýndarmennsku sem tröllríður svo mörgu í þjóðfélagi okkar. Mér sámar líka að sjá og heyra þokkaleg- ar skynsamar og svokallaðar sæmi- lega greindar manneskjur kokgleypa við þessu endalausa skrami, því vissulega gengur þetta í þá, sem ekki vita betur. Á sama tíma og Jóhannes hrósar happi yfir vinnubrögðum frétta- manna má velta því fyrir sér hvort hann hugsi meira um hag neytenda en auglýsingu fyrir sjálfan sig, þegar innflutningur búvara er annars veg- ar, því hvers konar góðmennska er það sem fær menn til að leggja dag við nótt til að bera á borð hálfkjöt- lausar kjúklingalappir sem að sögn geymast í sex mánuði við stofuhita? En kjarni málsins er vitaskuld þessi, og nú fer ég þess allra náðar- samlegast á leit við fréttastofu sjón- varps að hún upplýsi mig um málið: Hvar verður Jóhannes um helgina? BJARNIKONRÁÐSSON, Ásenda 10, Reykjavík. Skattfrelsi og sljórnarskrá Frá Gísla Tryggvasyni: í LEIÐARA Morgunbiaðsins hinn 12. september 1995 eru settar fram efa- semdir um að skattfrelsi forseta ís- lands samræmist stjómarskrá lýð- veldisins íslands (stjskr.). Er í því sambandi vísað til 78. gr. stjskr. Af því tilefni skal ritstjóra bent á að með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, sem öðluðust gildi við birt- ingu í lok júní, var afnumið úr stjóm- arskrá svohljóðandi ákvæði: Sérréttindi, er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi taka í lög. I gildandi stjórnarskrá er í 78. gr. fjallað um sjálfsstjórn sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Hins vegar var með sömu stjóm- arskipunarlögum sett í stjórnarskrá mun ítarlegra jafnræðisákvæði en það sem vísað var til í leiðara Morg- unblaðsins. Er nú almenn jafnræð- isregla í 1. mgr. 65. gr. stjskr. - upphafsgreinar VII. kafla stjskr. um frelsisréttindi og önnur mannrétt- indi. Er málsgreinin svohljóðandi: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðemisupprana, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðra leyti. Sjálfstætt athugunarefni er hvort skattfrelsi forseta samræmist þessu eða öðram ákvæðum stjórnarskrár- innar. Rétt er að benda áhugamönnum um stjómlagafræði á að númer ann- arra greina VII. kafla stjómarskrár- innar hafa einnig breyst - sem og orðalag og efni ákvæða. GÍSLITRYGGVASON, laganemi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.