Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 B 11 HÉRAÐSSKÓLINN á Núpi 1934-1935. Nemendur og kennarar.Þarna má greina ef vel er að gáð meðal annarra Kristján Davíðsson, málara, og Jón úr Vör. BRÆÐURNIR Trausti og Ólafur F. Ólafssynir við nám í Kaupmannahöfn. SÓLVEIG Stefánsdóttir, kona Ólafs. ÓLAFURF. Ólafsson vélstjóri, á yngri árum. allan hópinn af Núpsskólanum. Það voru uppundir 30 strákar. Þegar báturinn kom um morguninn tókum við tveir við og höfðum svo hina til að hjálpa okkur sem voru á bátnum sem sótti vírinn að koma honum í og vorum búnir að því á hádegi, því þá var ég búinn að segja þeim að koma úteftir aftur frá Núpi. Þá hoppaði hann upp og við settum hann fastan. Svo unnum við að því seinna að íoka honum. Smíða hlemma í kanalana og loka öllum götum á honum og útbúa fastsetningu, til að draga hann vestur. Mokuðum sandinn úr honum, við þorðum ekki að taka sandinn strax úr honum til þess að hann hoppaði ekki alltof mikið í briminu. Við höfðum gaman af þessu allir og það var spennandi að vita hvort við næðum honum upp eða ekki. Við vorum þarna skriplandi í sleipu þangi á hleinunum við hann í frosti og kolvitlaust veður fengum við þegar við vorum að setja hlemmana í kanalana og kalfatta þá með tógverki til þess að þétta hann.“ Þannig lýsti Ólafur F. Ólafsson baráttu vaskra drengja er þeir sóttu ketil þann er varð síðar styrkasta stoðin f rekstri fiskimjölsverksmiðju athafnamanna á Patreksfirði. Núpsskólanemar I hópnum frá Núpsskólanemendanna sem hvað dyggilegast lögðu hönd að verki í í brunagaddi og brimlöðri voru ungir fullhugar, sem síðar urðu þjóðkunnir fyrir listir, ljóð og myndlist. Má þar nefna Jón úr Vör og Kristján Davíðsson. Við lestur skólaskýrslu verður ljóst að skólastjóri og kennarar hafa reynst glöggskyggnir á hæfileika nemendanna. Er það með ólíkindum og því líkast sem þeim hafi verið gefrnn spásagnarandi um örlög unglinganna. Að þvi má víkja síðar. Viggó Nathanaelsson íþróttafrömuður var kennari í Núpsskóla. Hann man þessa atburði. Guðný Kristinsdóttir vann við matreiðslu á Núpsskóla um þessar mundir. Hún kann sitthvað að segja frá þeim tíma. Fleiri kynnu að veita upplýsingar. Eldri deildar nemendur höfðu sem ritgerðarefni: „Hvers virði er mér það að vera Islendingur?" Höfundur er þulur. Fyrirlestur um bygg- ingarlist ANNAR fyrirlestur af átta í röð fyrirlestra og fræðslufunda um byggingarlist og hönnun verður í Norræna húsinu mánudagskvöldið 23. október kl. 20. Fyrirlesari okt- óbermánaðar er Ben van Berkel, leiðbeinandi útskriftarárgangs í arkitektaskólanum AA í London. Það eru Arkitektafélag íslands, Byggingalistardeild Listasafns Reykjavíkur og Norræna húsið sem skipulagt hafa þessa fyrir- lestraröð. Haldnir verða átta fyrir- lestrar mánaðarlega á tímabilinu september-apríl og fara þeir ýmist fram í Norræna húsinu, á Kjarv- alsstöðum eða í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Fyrirlesararnir koma víðs vegar að; frá Finn- landi, Bretlandi, Danmörku og Portúgal og fjalla þeir um verk sín og viðhorf til byggingalistar og hönnunar. Auk þess verða ís- lenskir fyrirlesarar. ------» ♦ ♦---- ■ SAMTÖKIN Lífsvog halda aðalfund sinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 þriðjudaginn 31. október kl. 20. Á fundinum verður lögð fram skýrsla stjórnar, lagðar fram breytingar, tillögum á lögum samtakanna, kosið í stjórn og al- menn umræða. Jógaeróbikk FRÍR PRUFUTÍMI! World Class Æfingastudeo Reykjavík Njarðvík Sagt eftir tímann: Sigurlaug Björnsd.: Mjúkar æfingar, ekkert hopp. Mikil andleg og líkamleg endurnýjun. Margrét L. Valdimarsd.: Ég hef stundað leikfimi i 20 ár og þetta eru þeir albestu tímar sem ég hef sótt þar á meðal yndisleg tónlist. Magdalena S. Þórisd.: Frábærar árangursríkar æfingar og teygjur sameinar brennslu, styrkingu og teygjur. Haraldur D.H.: Einir albestu tímar sem ég hef sótt, orkuaukandi og spennulosandi. EBSSH World Class, mán., mið. kl. 19.30, þri., fim. kl. 12.05. Æfingastudeo, þri., fim. kl. 17.20. FituBRjnnsLunÁmsKjÍÐ HEFjASt 30. OKtÓBER*. ITloRí;un-,DAC-, oc KyÖLDMÓPl T A Kjn A RJÆ Ð U K_F IOI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.