Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 B 15 Gengið á Cho Ovo FJALLGONGUMENNIRNIR Björn Ólafsson, Hallgrímur Magnússon og Einar Stefáns- son, voru oftsinnis spurðir að því er undirbúningur stóð sem hæst, hvað í veröldinni vekti fyrir þeim. Vinirnir þrír voru þó sjálfir aldrei í vafa um hvers vegna þeir væru að þessu. „Við höfum stundað fjalla- mennsku og klifur í rúmlega 15 ár og þetta er orðið hluti af okkar lífsstU. Að fara og finna eitthvað nýtt til að tak- ast á við, erfiðari klifurleiðir, óklifna tinda, ósnertar fannir að skíða niður. Þessi þörf hef- ur oft rekið okkur út fyrir landssteinanna í leit að nýjum viðfangsefnum og hærri tind- um en heimahagarnir bjóða upp á. Fyrir okkur var þetta einungis nýtt verkefni til að leysa þó svo að það væri stærra i sniðum en venjulega. Við spurðum okkur hvort við vær- um að ætla okkur um of. Hvort við værum að hætta Iífi okkar. Svarið var nei, númer eitt var og er ævinlega að stofna lífi okkar ekki í hættu,“ segir Björn. Og að lokum: „Við vorum auðvitað gríðarlega ánægðir þegar toppinum var náð, en þó vorum við hálfdofnir af þreytu og súrefnisleysi. Menn eyða allri orkunni í að fara upp og niðurferðin getur verið hættuleg ef menn gæta sín ekki. Við fórum ekki að hugsa um það fyrr en niður var kom- ið hvað þetta var stórkostlegt. Líka það að komast allir, en líkurnar á því voru ekki mikl- ar. Af 27 sem lögðu upp kom- ust aðeins 8 á toppinn." ■■■■■nHnnnE Á LOKADEGI. Einar Stefánsson skammt frá toppinum. ÞESSI hirðingjadrengur var viðloðandi leiðangurinn VINALEGUR öldungur í Katmandu. SENDILL að störfum á götum Katmandu. TINDURINN í öllu sínu veldi. í forgrunni blakta bænaflögg sherpanna, fylgdarmanna okkar. ÞARNA er stutt í toppinn á lokadegi klifursins. HALLGRIMUR Magnússon á leið í efstu búðirnar, í 7600 metra hæð. EFSTU BÚÐIRNAR í 7600 metra hæð. Veðrið lék tjöldin illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.