Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 199'5 B 27 SKOÐUIM Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur verkakonu. Hin heita og hása rödd hennar hljómaði enn í eyrum mín- um og snertir strengi í brjósti mínu tuttugu árum síðar. Eins og spámaður: „Kæru baráttusystur!“ var ávarp hennar. Og þessi orð: „Konan er að vakná. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvemig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðr- að í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna hon- um til jafns við karla. Ég vil og trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað er stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna.“ Og dagur kom að kvöldi, þessi baráttu- og sameiningardagur kvenna, sem vakti von, hér heima og erlendis, að í samstöðunni fæl- ist sigur kvenna. Og nýir dagar tóku við. Akur sem bjó yfir gróðurmætti Samstarf um kvennafrí var ákveðin afmörkuð aðgerð, eins og fram hefur komið. Sumar kon- urnar höfðu áhuga á að halda samstarfinu áfram, en ekki reyndist grundvöllur fyrir því. Hver fór til síns heima. En sáð hafði verið í akur og hann bjó yfir gróðurmætti. Þannig hef ég heyrt margar konur segja frá því að Kvennafrídagurinn hafi breytt lífi þeirra. Og ein þeirra, Ragn- hildur Vigfúsdóttir, jafnréttisfull- trúi á Akureyri, hefur sagt að hún miði alla atburði við Kvennafríið, það sem gerðist á undan Kvenna- frídeginum og það sem gerðist eftir Kvennafrídaginn. Ég hqrfi á Önnu. Það er í raun merkilegt að þótt tuttugu ár séu liðin hafa sagnfræðingar ekki rannsakað þennan cjiag. Og satt að segja hafa sumir látið sig hann litlu varða, talið Kvennafridaginn lítils virði, einsng svo margt ann- að í sögu kvenna. Kannski er þetta að breytast. Mér hafði verið sagt að nær allt myndefni sjón- varpsins frá Kvennafrídeginum hafi týnst, en nýlega hefur það komið fram að þáverandi dag- skrárstjóri sjónvarpsins, Emil Björnsson, lét kasta öllu myndefni frá þeim degi. Reyndar hafa varð- veist nokkrar mínútur frá fundin- um. Nú ræða konur um það að leita til annarra landa eftir mynd- um, t.d. til Þýskalands. Og ég segi Önnu frá atburði sem seint líður úr minni. Ég stundaði rann- sóknir í Svíþjóð veturinn 1977 og rakst þá á bók á háskólabóka- safninu í Uppsölum. Hún fjallaði um atburði ársins 1975 á Norður- löndum. Hún var rituð af frétta- mönnum í viðkomandi löndum og hafði Eiður Guðnason ritað kafl- ann um ísland. Mér lék forvitni á að vita hvernig hann fjallaði um Kvennafrídaginn. Ég las kafl- ann og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Það stóð ekkert um Kvennafrídaginn, ekki eitt ein- asta orð! Svona var fréttamatið á íslandi anno 1975! Það er kominn tími til að halda heim, ég er búin að fletta gögnum í meira en þijár klukkustundir. Fljótlega verður Kvennasögu- safnið flutt í Þjóðárbókhlöðuna en þar er því ætlaður framtíðar- staður. Ég stend upp, gögnin frá Kvennafrídeginum liggja áfram á borðinu ef aðrir hafa áhuga á að líta á næstunni. Ég fer hins vegar með úrklippubækurnar á sinn stað, legg þær efst í eldtraustan skápinn, klæði mig í kápuna, kyssi Önnu á báða vanga og geng út í októberkvöldið. Kvöldsólin hefur kveikt í skýjunum og þau loga. Höfundur er eund. mag. í íslensk- um bókmenntum, var cinn af flutningsmönnum tillögunnar um kvennafrí og sat í framkvæmda- nefnd. MIÐJAN AÐ ÞINGVÖLLUM KONA er nefnd Hilda Roderick Ellis. Gaf hún út bók um „norræna goðafræði“ árið 1943 og nefndist sú The Road to Hell, eða Helvegur (Cam- bridge University Press). Bók þessi er allmikil rannsókn á hugmynd dauðans meðal norrænna manna að fornu; eink- um leitast Hilda við að skilja frásagnir trúar- bragðanna um land dauðans. En skemmst er frá því að segja, að Hilda kennir þarna ekki botns; hyggur gjörvalla heimsmyndina brot ein, og veröld goðsagnanna nánast án byggingar eða skipulags. Telur hún það sem varðveitzt hefur af slíku efni „ruglingslegt samsafn óskiljanlegra smáatriða" og voru þessi ummæli hennar notuð sem uppistaða formála undirritaðs að Baksviði Njálu, sem út kom 1969. Voru niðurstöður Hildu í Helvegin- um svipaðar ummælum Sigurðar Nordal, Jakobs Benediktssonar og fleiri, sem töldu, að í heiðnum heimsmyndarfræðum íslendinga hefði allt verið á tvist og bast. Liðu svo_ árin. Árið 1988 gefur Hilda svo út bók er nefnist Myths and Symbols in Pagan Europe (Manchester Uni- versity Press), og er nú annað hljóð í strokknum. Á einum fjórum stöð- um í þeirri bók skýrir Hilda svo frá, að Þingvellir hafi verið hug- myndafræðileg Miðja; og skilja e.t.v. fæstir lesenda hvað það merk- ir, en það er í stuttu máli, að skoð- un Hildu er nú orðin þveröfug við það sem áður var; hún lýsir því yfir fullum fetum, að Miðju-hugtak- ið hafi verið meginatriði í fornum trúarbrögðum íslendinga, Kelta og Norðurlandabúa. Þar með er öllum fyrri skoðunum Hildu umturnað, skipulag komið á heimsmyndina - veröld er skorðuð frá Miðju. Fallið vígi Eitt sinn hugði ég, að Hilda Rod- erick Ellis (nú gift Davidson) yrði rammgerðasta virki þeirra sem tryðu á tvístringinn í heiðinni heimsmynd norrænna manna. Ligg- ur til þess sú ástæða, að Hilda tel- ur verk sín byggð á miðaldaritum íslendinga (sjá s.xi). En á þessu er hængur, svo sem hún ritar í bréfi til mín fyrir tveim áratugum: hún á mjög örðugt með að lesa ís- lenzku. En við þær aðstæður er nánast óhugsandi að vinna að frum- rannsóknum. Vegna heilbrigðrar skynsemi Hildu hafði ég þó strax grun um, að hún skildi, hversu fjar- stæðukennd hugmyndin um tvístr- inginn er, og kom það skjótt á dag- inn. Eftir bréfaskipti okkar og munnlegar útskýringar á kerfi goðaveldisins sumarið 1970 er Hilda enn á báðum áttum, en bend- ir mér á fræðimann að nafni Mary Danielli, sem sniðgenginn hafi verið af norrænumönnum, þar sem hún gat ekki lesið hin íslenzku frumrit: En vissulega kemur (niðurstaða hennar) vel heim við niðurstöður þínar, þótt vitanlega, að því er varðar hið íslenzka kerfi, hafi hún einungis séð fyrstu óljósu merkin. Einar Pálsson („But surely it fits in very well with your findings, though of co- urse as far as the Ice- landic was concemed she only saw the first suggestion of a sy- stem“.) Hilda kunni ekki að skilgreina neins konar kerfi, en hún sér, þegar henni er bent á það, að kerfí hlaut að búa að baki goðaveldinu íslenzka. Þaðan í frá breytast öll hennar við- horf. Múr norrænunnar Samkvæmt Hildu gafst Danielli hreinlega upp vegna hinnar óbil- gjörnu andstöðu og sneri sér að rit- un um list. Hilda sjálf fylgir að vissu leyti á eftir; hún snýr sér að svo- nefndri þjóðháttafræði í stað þess að rannsaka hin æðri svið trú- arbragða. En lærdómsríkt er að sjá þann múr sem Hilda rekst á sjálf: Eitt af þeim vandamálum sem þeir rekast á sem reyna að bera saman sannanir úr ólíkum áttum er að þeir geta verið vissir um að móðga þá sem vilja heldur sérfræði í takmörkuðum og frið- samlegri grashögum. („One of the problems confronting those who venture to bring together evidence from separate fíelds is that they are certain to offend those who prefer specialization within a limited and safer past- ure.“) Hilda hefur m.ö.o. lent í skotlínu norrænumanna og þeirra er stunda „keltnesk fræði“. Þeir „móðgast" af því að reynt skuli vera að bera saman það sem þeir telja sín sér- svið. Er- kostulegt að sjá, hversu þröngsýnir menn geta orðið, er þeir grúfa sig yfír sérgreinar sínar. En hver er sá, sem hefur hvort tveggja að fullu á valdi sínu, íslenzku og keltnesku? Ef kröfur um slíka þekk- ingu eru gerðar er augljóst, að nán- ast ekkert verður borið saman í fræðum íslendinga og Kelta. Ég sendi Hildu snemma bækur mínar. Sumarið 1970 hafði ég að auki þá ánægju að aka henni til Þingvalla. Var umræðuefnið þar að sjálfsögðu, hvernig rökstyðja mætti Miðju-hugtakið að Þingvöllum og þýðingu þess fyrir goðaveldið. Fékk Hilda ritgerðir þær sem nefndar eru Summary og Synopsis á ensku; þar er að finna allítarlegar útskýringar á því, hvernig Þingvellir tengdust Miðju sem hugtaki. Hafði hún þá aldrei heyrt á það efni minnzt, að minnsta kosti talaði hún svo. Frásögn Hildu Nú skyldi maður ætla, að þegar skipt er svo gjörsamlega um afstöðu til meginatriðis í fræðunum, sem í bókum Hildu má sjá, sé einhver grein fyrir byltingunni gerð í texta. En ekkert slíkt er að sjá hjá Hildu. í bók hennar 1988 er sagt frá Miðju-eðli Þingvalla, sem væri það alkunn staðreynd, er alls ekki þarfnist útskýringár. Eigi gerir Hilda tilraun til að skilgreina hug- takið - eða skýra hvar það er fram sett og rökstutt - lætur sér einfald- lega nægja að vitna í þýzkan fræði- mann, sem ber Ara fróða fyrir því, að landinu hafi verið skipt í fjórð- unga um 965. Punktum. Basta. Með öðrum orðum: ekkert er þar að sjá nýrra eða athyglisverðara. Hins vegar telur hún saman til Miðju- hugtaksins þá þijá hejgistaði, sem einkum eru teknir til meðferðar í ritinu Trú og landnám (og hún hafði um Synopsis á ensku) árið 1970: Lög og reglu sem nauðsynleg eru fyrir (sérhvert) samfélag sem komið er á fót, var að finna sem miðju hins helga staðar, og helg vé eins og Tara, Uppsalir og Þingvellir gátu gegnt hlut- Kostulegt er að sjá, seg- ir Einar Pálsson, hversu þröngsýnir menn geta orðið, er þeir grúfa sig yfir sérgreinar sínar. verki sem örmyndir heims og landakort af gjörvöllu konung- dæminu. („Law and order ess- ential for the established com- munity was centred in the holy place, and sanctuaries like Tara, Uppsala and Thingvellir might serve as microcosm and map of the entire kingdom.") (s.35) Einhveijum mundi nú finnast, að óútskýrt „landakort" væri tor- skilið í Miðju helgistaða. En vart þarf að skýra það fyrir íslendingum, hvar þessi atriði eru saman ofín - og hvar sjálf kortin, er sýna alla staðina sem „konungdæmi" er að finna. Kortin er að finna í Baksviði Njálu (63,64) og ritinu Trú ogiand- nám (s.43 Þingvellir, s.110 Uppsal- ir, s.123 Tara). í sömu bók er rætt um goða og veldi þeirra í tengslum við Miðjuhugtakið, og ræddum við Hilda þessi mál allnokkuð forðum. Þjóðveijanum Werner Muller (Die Heilige Stadt, 1961, s.95) er að sjálfsögðu með öllu ókunnugt um þetta. Ein skekkja verður Hildu þó á þarna: hún segir helgistaðina „microcosm", þ.e. örheim. Þama skortir á nákvæmni; helgistaðimir eru miðheimur, mesókosmos á grísku. Það var Maðurinn sjálfur, er nefndur var mikrokosmos. Stigin voru þijú: Maður-Miðgarður (sam- félag manna, fast tengt helgistað og landslagi) og Alheimur (makro- kosmos). Nefnir Hilda raunar í framhjáhlaupi fleira er varðar hug- myndir trúar, landnáms og helgun- ar lands, en því máli verðum við að sleppa hér (t.d. s 16). Því verður hins vegar að auka við, sem er meginatriði, að hvorki Þingvellir né Tara voru Miðja sjálfs landsins (íslands eða írlands) held- ur „táknrænar miðjur" og greinir táknræna húsaskipan að Tara-höll og nefnir í því sambandi Miðju-hug- tak Gallíu, sem Cæsar segir frá í ritum sínum um Gallastríð; allt efni sem saman er tekið í Trú og land- námi. Hvergi fer Hilda þó í saum- * ana á hugmyndum þessum; nefnir þær aðeins sem sjálfsagðan hlut. Hún viðurkennir m.ö.o. skipulega heimsmynd. En Hilda tekur jafnframt undir mikilvægan þátt kenningarinnar um Miðju-eðli Þingvalla: Rúm (þ.e. rými, space) er nú orðið heilagt hugtak í skrifum hennar. Bendir hún til dæmis á Miðju innan af- markaðs rýmis, svo sem í norskum stafkirkjum (k. 1,5). Ekki fer hún hins vegar út í það sem meginmáli skiptir, tölvísina; gefur jafnvel mál — upp sem metra og sentimetra, þ.e. í mælieiningum nútímans, ekki í helgum einingum fornrar tölvísi. Skemmir það að sjálfsögðu allmjög rit hennar. En nóg hefur Hilda að gert: á gamals aldri viðurkennir hún að meginatriði RÍM séu rétt. Án þess að nefna það. Þankabrot Bók Hildu 1988 vekur til heim- spekilegra heilabrota. Mér fór sem stundum áður; las aðeins fýrri hlut- ann, fletti öðru lauslega í leit að einhveiju bitastæðu, og lagði svo á hillu. Þarna skortir flest sem máli skiptir. Tilvitnanaskrá er ábóta- vant, enda er bókin í raun ekki ** annað en einföld lesning fyrir al- menna lesendur, sem ekki hafa sér- þekkingu á þeim efnum sem um er rætt. Út af fyrir sig verður það ekki talið bókinni til lasts; það er sú tegund bókar sem út fæst gefin í Bretlandi. Hængurinn er fyrst og fremst sá, að maður var að vonast eftir glímu við úrlausnarefnin í rit- inu, skýringu á hinni miklu koll- steypu, er væri Hildu samboðin. Eitthvað er að sjálfsögðu nýtt í samanburðinum, en umfram allt skortir metnað í verkið. Þessi bók, sem ætti að vera eins konar undir- strikun á stöðu íslands í goðafræð- inni - kemur okkur nánast ekkert við. Fátt verður séð þar stórbrotið,. lítið um djúpa hugsun; nýjustu rannsóknir sem að verkefninu lúta eru ekki nefndar. Hilda stendur hálfri öld eftir Helveginn í sporum Danielli, sem hafði aðeins óljósar grunsemdir um kerfi. Það einkenni- legasta við bók Hildu nú er að hún gerir ráð fyrir Miðju-hugtaki Þing- valla, Tara og Uppsala sem aug- ljósri og viðtekinni staðreynd, enda þótt því fari fjarri, að svo sé. Nær væri að segja, að flestir „íslenzku- fræðingar“ telji skoðun Nordals og ’ Jakobs Benediktssonar (sbr. Sögu íslands 1,194) rétta. Og það þótt kenningin um tvístringinn í heiðni norrænna manna hafi aldrei verið rökstudd. Hilda veit, að bannað hefur verið að rökræða Rætur ís- lenzkrar menningar við heimspeki- deild Háskóla Islands áratugum saman; þar með hefur hún afsökun fyrir að nefna ekki þau rit. Og hún þegir með hópnum. Kápa bókar Hildu er ef til vill skrýtnasta umhugsunarefnið; þar segir, að Hilda hafí unnið árum saman að því að fínna byggingu, grind eða burðarvirki fyrir heims- mynd heiðni („basic pattern") (!!!),_ og að þessi sakleysislega bók henn-* ar sé „fyrsta alvarlega tilraunin sem gerð hefur verið til að bera saman trúarbrögð Kelta og Germana". Vart þarf að skýra það að nem- endur Háskóla Islands eru látnir lesa þessa bók Hildu. Hún sparar þeim mikið ómak. Og óþægindi. þessu (s.21). Um leið sýnir hún Höfundur er fræðimaður. Rosenthal _ þcgnr Þ'i «1,ir s,°f • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir (7) V • Vcrð við allra hæfi HÖnntm oggæði i sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.