Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 6
6 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ Gifstrefjaplötur til notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI I MJÖG GOn SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 • Reykjavík • Slmi 553 8640 Opið í dag frá kl. 13-17 Sófaborð Borðstofusett Sófaborð Öbruvísi húsgögn Bláu húsin viö Faxafen sími 568 2866 Blomberq Gæðin skipta öllu máli! Eflaust getur þú fengið ódýrari tæki en BLOMBERG, en glæsilegri og vandaðri tæki færðu varla. Þegar upp er staðið verður það besta ávallt ódýrast!! BLOMBERG - fullkomin framtíðareign! Komdu og skoðaðu úrvalið af BLOMBERG heimilistækjum í verslun okkar, eða hjá söluaðilum um land allt. SSffí Einar ffiff Farestvevt&Co. tif. Borgartúni 28 7T562 2901 og 562 2900 ÞAU völdu grænt veggfóður í stofuna, fannst það passa vel með gömlu mununum. Gömul íbúð í Hlíð- unum fær nýjan svip IVOR tók íbúð í Hlíðunum stakka- skiptum. Sverrir Heimisson, sem starfar hjá Viðskiptablaðinu, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur voru að flytja frá Akureyri og ákváðu að taka til hendinni í nýju íþúðinni enda hún komin til ára sinna og langt síðan henni hafði verið haldið við. Innrétt- ingarnar fengu að fjúka, öll teppi voru tekin af gólfum, veggir rifnir niður og í lokin var íbúðin eiginlega fokheld. Fjölskylda og vinir höfðu takmarkaða trú á framtaksseminni, fannst þurfa að gera óhemju mikið fyrir íbúðina. En þau voru ákveðin og lögðu nótt við dag í nokkrar vikur til að geta flutt inn. Innrétt- ingarnar, gamla baðið og allt annað sem rifíð var útúr íbúðinni fluttu þau síðan í sameiningu á haugana í litlum Fíat Uno. Gerðu allt sjálf Sverrir tók sér mánaðarfrí frá vinnu en Ragnheiður var í barneign- arfríi á þessum tíma og þau segja að líklega hafí mesta vinnan verið fólgin í að rífa niður. „Við gerðum þetta allt sjálf og vorum að skipt- ast á að kíkja í búðir, á innrétting- ar, gólfefni, veggfóður og fleira þegar færi gafst. A kvöldin var svo setið og teiknað og spáð og við vorum með nokkrar útgáfur af inn- réttingu áður en við létum til skar- ÞESSI stóll skipar heiðursess í stofunni enda var hann fyrir nokkrum árum haugamatur. Ragnheiður og Sverrir gerðu hann upp, bæsuðu, yfirdekktu og lökkuðu. ar skríða og keyptum skápana," segir Sverrir. Ragnheiður sagðist fljótt hafa fundið verslun sem henni líkaði og þar fékk hún veggfóðrið, borðana á veggina og jafnvel gluggatjalda- efni líka. ÞEGAR þau byijuðu að búa var oft lítið í buddunni og þessar vínflöskur fengu því að gegna hlutverki lampa. Sverrir sprautaði flöskurnar hvítar, setti á þær veggfóð- ursborða og skerm. Brennivínsflöskur sem lampar Þau vildu halda gamla yfirbragðinu á íbúðinni enda innbúið þeirra að mestu leyti antikhúsgögn. Þegar Sverrir og Ragnheiður Gólfdúkar, kókosteppi og flísar ÞAÐ er að aukast að nýju að fólk noti fleiri gólfefni en parket á t.d. stofurnar sínar. Teppi eru víða farin að sjást aftur og eru kókosteppi vinsæl um þessar mundir. Um er að ræða náttúru- leg efni sem kallast kókos og sísal og eru teppin höfð á stofur og stiga, sérstaklega þar sem fólk leggur upp úr svokölluðum náttúrulegum stíl. Þá er notkun gólfdúka að auk- ast ár frá ári og hefur þróun í gerð gólfdúka verið nokkuð ör síðustu ár. Nú er farið að selja dúka í breiðum rúllum og farið að bræða saman kanta dúka með svokallaðri kaldsuðu. Vínildúkar fást í mismunandi þykktarflokk- um og eru dúkarnir samsettir úr mismunandi efnislögum. Lin- oleum dúkar hafa líka náð vin- sældum að nýju og gjarnan eru dúkarnir þá með skrauti og hver og einn getur ráðið sínu mynstri. Suma dúka af vandaðri gerð þarf oft ekki ætíð að líma á gólf- ið og flestir geta lagt slíka dúka sjálfir. Við veggi er gengið frá með tré- eða plastlistum. Þunna gólfdúka þarf að líma niður og er ráðlegt að lima dúka sem lagðir eru á gólf sem væta getur leikið um. Að lokum má nefna flísar þeg- ar minnst er á gólfefni en úrval- ið af þeim er orðið mikið og þær gjarnan valdar á ganga, eldhús, baðherbergi og jafnvel stofur. Náttúrusteinn hefur verið vin- sæll en einnig eru til mjög góðar eftirlíkingar núna. KÓKOSTEPPI eru vinsæl um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.