Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8
8 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI MYND er tekin við eldhúsgluggann, þar eru grískir pott- ar með stofulyngi. Flestir hér á landi hafa þessi blóm inni hjá sér á haustin en erlendis er mun algengara að þau séu höfð úti. Veggmyndin er úr birkigreinum og öðrum náttúrulegum efnum. TVEIR NÓVEMBERKAKTUSAR í glugganum í svipuðum pottum, en Guðbjörg segist hafa þann ávana að raða alltaf saman tveim- ur eins plöntum í álika potta. Gamalt kolastraujárn er þarna að finna, vasa í járngrind og þijá misháa kertastjaka sem speglast í glugganum auk annarra lítilla hluta. Takið eftir gluggatjaldinu, en það er helmingur af sporöskjulaga bómullardúk. A borði með koparplötu fyrir framan er skytta úr vefstól, ryðguð járnskál með skreytingu í og fleira. VIÐ HÚSIÐ ER FORLÁTA STÓLL og borð sem Uffe smíðaði í tvöfaldri stærð. Það eru mismun- andi íslenskar tijágreinar sem hann notaði í verkið og í grísku blómapottunum eru tvílit íslensk bergflétta og stofulyng. Við hliðina á hurðinni er steinþottur með súrefnisblómi og framan á húsinu er listaverk eftir Uffe úr tijágreinum sem eru bundnar saman nýafklipptar svo hægt sé að beygja þær til. Þurrkuð blöð og fleiri náttúruleg efni eru inn á milli. Blóm, blúndur og kertaljós VIÐ Þrastargötuna kúrir lítið • timburhús sem lætur ekki mikið yfír sér nema fyrir það að gríðarstór handsmíðaður stóll og borð úr tijágreinum eru fyrir utan dyrnar og listaverk úr haustjurtum og trjágreinum prýða veggi húss- ins að utan. Það eru blómalista- mennirnir og hjónin Uffe Balslev og Guðbjörg Jónsdóttir sem þar búa. Má nýta margt úr náttúrunnu „Við höfum alltaf haft mikið af blómum í kringum okkur enda bæði um vinnuna og áhugamálið að ræða“, segir Guðbjörg. „Það má nýta svo ótalmargt í náttúrunni í skreytingar bara ef fólk lætur hugmyndaflugið ráða ferðinni. Hægt er að þurrka ótal blöð og jurtir, jafnvel ávexti og grænmeti og nota til skrauts,“ segir Uffe. Hann vinnur sjálf- stætt og er meðal annars með námskeið í skreytingum. Nem- endum sínum segist hann kenna að nýta ýmislegt sem til fellur í skreytingar og sýna fólki fram á að hey, þurrkaðar appelsínusneið- ar, plómur, grænmeti, tijágrein- ar, hvannarstilkar, njóli og svo framvegis geti notið sín vel inni í stofu. „Tískan í dag er að hafa hlutina sem náttúrulegasta og það á líka við í blómaskreyting- um.“ Guðbjörg og Uffe benda á að pottablóm séu álíka dýr og afskor- inn blómvöndur og því ekki óyfír- stíganlegt að skipta út pottaplönt- um af og til. „Það getur verið mjög fallegt að hafa blómstrandi pottaplöntur allt árið um kring t.d. í gluggum og þar sem pottablóm eru orðin á mjög viðráðanlegu verði er ekki stórmál að kaupa VEGGLISTAVERK úr náttúrulegu efni eftir Uffe. A myndinni má einnig sjá litla plöntu á kistunni sem heitir skýjablettir og þurrkuð rabarbarablöð. Aspasplöntur eru á skápn- um, þurrkað tré úr blöðum af magnolíujurt, hortensíu o.fl. Þá er þama blómið gusman- ia, en það blómstrar einu sinni og stendur blómið í marga mánuði. Eftir það deyr plant- an smám saman, en í staðinn koma hliðarspor sem eftir um það bil fimm ár blómstrá. BARNARÚM SEM komið er til ára sinna og hefur verið í fjölskyldu Guðbjargar í tugi ára. I sumar breytti rúmið um lit og var málað gyllt. Kassa af blómafrauði (oas- is) var skellt í það og síðan stungið ofan í þurrkuðum rósum sem hafa safnast saman hjá þeim um árin. Rósirnar voru úðaðar lauslega með gylltu lakki og síðan var flækt- ur gylltur skrautvír yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.