Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 16
16 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ # MYNDIR Listplakot GraSk Silkiþivkk Islensk list INNRÖMMUN Spennandi nyjungar i innrömmun. Fjölbreytt urval ramniaefnis. LISTMUNIR Innlendir og erlendir i miklu urvali. / & ÆUMENI A\ U PPÞVOTTAVÉL Þvær á ótrúlega skömmum tíma, aöeins 22 mín. Nýtir innréttinguna vel - hægt aö fella hana ofan í borö ' Sérstaklega sparneytin. Rafbraut Boiholti 4, sími 568 1440. TILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Árniúla 21, símar 533-2020 - 533-2021. Morgunblaðið/Árni Sæberg ARINNINN sem Herdís og Bragi létu útbúa milli bókastofu og setustofu. Fúnkishús við Hávallagötu HÉR SÉST olíuborna eikarparketið sem Hörður, bróðir Braga, sá um að leggja fyrir þau. Parketið er með síldarbeinamynstri og eins og sjá má á myndinni er nostrað við allan frágang. Speg- illinn sem sjá má á myndinni hefur verið í húsinu alla tíð. Á myndinni eru börnin á heimilinu, María Elísabet og Herdís held- ur á Gunnari Þorgeiri. YIÐ Hávallagötu 9, andspænis Landakotstúninu, stendur virðulegt fúnkishús með svo til gluggalausri norðurhlið. Að vísu setur einn stór gluggi með þykkum glerfemingum sinn svip á húsið. Glugginn í baðherbergi efri hæðar hússins er því eini útsýnisglugginn í norður, þar sem Esjan blasir við í allri sinni tign. í þessu húsi búa Herdís Þor- geirsdóttir og Bragi Gunnarsson ásamt þremur bömum, Herdísi átta ára, Maríu Elísabetu tveggja og hálfs árs og Gunnari Þorgeiri eins árs. Húsið áttu upphaflega afí og amma Herdísar, Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður og Her- dís Asgeirsdóttir. Arkitekt hússins var Einar Sveinsson, sá sem m.a. teiknaði Heilsuvemdarstöðina, en „amma hafði hönd í bagga með hönnun þess, en hún hafði mjög næmt auga“, segir Herdís. „Amma og afí fluttu í þetta hús með fimm böm sín árið 1935. Þau bjuggu áður á Vesturgötu 32, í húsi sem langafi minn Asgeir Þor- steinsson byggði fyrir síðustu aldamót og var kallað Kapteins- húsið.“ Á Hávallagötu 9 ólst Herdís Tryggvadóttir, móðir Herdísar, upp í hópi Qögurra systra og eins bróður. Á efri hæðinni em fjögur svefnherbergi, þar af eitt svokallað systraherbergi, sem systurnar deildu á meðan bróðirinn hafði sitt sérherbergi. Minnsta herbergið var síðan stúlknaherbergi, það er fyrir stúlkur sem hjálpuðu til við heimilishaldið en þær vora yfírleitt tvær. Amma Herdísar lést árið 1982 en afí hennar 1987 og keypti Herdís húsið ári síðar. Eik á gólfin Húsið er tvær hæðir og kjallari með geymslum og þvottahúsi en auk þess er í húsinu séríbúð í kjall- ara. „Upphaflega langaði mig til að gerbylta öllu hér, stækka gluggana, bijóta niður veggi og svo framvegis. Bróðir Braga, Hörður sem er smiður, benti okkur á að við gætum alveg eins keypt nýtt hús eins og að umtuma þessu. En það var Hörður sem hafði yf- immsjón með þeim breytingum, sem við létum gera fyrir nokkrum ámm.“ Herdís og Bragi byijuðu á því að skipta um gólfefni. Fyrir hafði verið korkur þar sem ekki vom teppi. Þau völdu „robust" eik á gólfíð, sem Hörður lagði listilega með síldarbeinamynstri á neðri hæðina og stigann. „Það er til nóg af eik í Evrópu. Við vildum ekki ganga á regnskógana með því að nota harðviðinn þaðan og létum olíubera gólfin í stað þess að lakka þau en það er umhverfísvænna. Það þarf að olíubera gólfín tvisvar á ári og það er hægur vandi að gera það sjálfur. í svefnherbergjunum uppi eru veggfóður en stofur og stigagang- ur eru máluð í djúpgulum lit eftir sólblómum Van Gogh. „Þessi litur var upphaflega á einhveijum veggjum hér,“ segir, Herdís og bætir við að hún sjái svolítið eftir að hafa málað stigaganginn sem hafí upphaflega verið málaður með mynstri og myndum. Eldhúsið upprunalegt I eldhúsinu er upphafleg eldhúsinn- rétting, nema borðplötur hafa ver- ið hækkaðar. í baðherberginu uppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.