Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 D 27 Hún klæðir hvítlaukinn úr BLESSUÐ, talaðu við hann Björgvin Halldórsson - hann á bókstaflega allar græjur“ sagði einn ágætur maður, þegar hann frétti að til stæði að skrifa um nútíma tæki og tól á íslenskum heimilum. „Hann er mikill líf- snautnamaður, frábær kokkur og kröfuharður með eindæmum," bætti hann við með augljósri að- dáun. „Hann Björgvin á bara það besta - það er alveg á hreinu,“ fullyrti hann. Við þurftum ekki frekari hvatningar við; Björgvin Halldórsson, söngvari og dag- skrárstjóri Bylgjunnar var greini- lega okkar maður. Mikið afgóðum græjum „Úff,“ sagði Björgvin bara þeg- ar við iryitum hann eftir því hvaða heimilistækis hann gæti síst verið án. Eftir dágóða umhugsun spurði hann svo; „Má ég bara nefna eitt?“ Það fór ekki á milli mála að þau voru mörg tækin sem hann vildi síður missa. „Já, blessuð vertu - ég á mikið af góðum græjum,“ sagði Björgvin og brosti þegar við bárum það upp á hann. „En þessa dagana gæti ég sennilega síst ver- ið án Wok-pönnunnar. Ég nota hana mjög mikið í allri matar- gerð,“ útskýrði hann; „hún er nátt- úrulega ómissandi í allt “stir-fry“ en ég steiki, sýð og bý til sósur í henni líka. Hún hentar mér ein- faldlega mjög vel“. Björgvin er einn þeirra sem nota gas við elda- mennskuna. „Ég kann miklu betur við það“ sagði hann, “munurinn felst fyrst og fremst í því að mað- ur hefur betri stjóm á hitanum og þar með allri matargerðinni," upplýsti hann. Sætti mig ekki við sull Flestir sælkerar virðast sam- mála um að það sé heilmikil “kúnst“ að búa til gott kaffi og til eru þeir sem segja það kaffi sem víða er boðið upp á “glæpsam- legt glundur"; hvorki meira né minna. „Ég á voðalega bágt með að sætta mig við eitthvert sull,“ sagði Björgvin þegar kaffið bar á góma. „Ég er með Povani Ex- presso-vél heima og ég nota hana mjög mikið; bæði til að búa til Expresso en ekki síður Cappuccino. Ég er verulega vandlátur á kaffi, það verður bara að segjást eins og er,“ viðurkenndi hann. En hvað gerir hann í vinnunni - er hann til stöðugra vandræða á kaffístofunni? „Nei, nei, svaraði hann og hló, „ég drekk oft te . . . og svo er kaffið allt í lagi . . . það er að segja ef maður drekkur það bæði svart og sykurlaust," bætti hann við og glotti út í annað. Soda stream verð égaðfá Fótanuddtæki og Soda Stream eru sennilega þau tvö tæki sem flestir íslendingar hafa fjárfest í - en kannski færri notað. Björgvin hefur þó hvorugt þeirra eignast. „Ég held ég láti fótanuddtækið bara eiga sig úr þessu“ sagði hann þegar við spurðum út í þessi tvö tæki, „. . . en Soda Stream verð ég að fá mér“ bætti hann við. „Við hjónin drekkum ofboðslega mikið vatn og þá er fínt að fá sódann úr tækinu." Ekki alls fyrir löngu flutti fjöl- skyldan inn í nýja íbúð sem Björg- vin hannaði að mestu leyti sjálfur. „Heimilið er mér nefnilega mikils virði. Þegar maður vinnur svona mikið þá skiptir það höfuðmáli að maður geti slappað af heima hjá sér. Mér líður best heima og þann- ig á það líka að vera,“ sagði hann og lagði áherslu á hvert orð. Björgvin tengist Ítalíu órjúfan- legum böndum og þá ekki bara tónlistarlega séð. „Ég er rosalega hrifinn af Italíu og ítölum,“ sagði hann, „tónlistinni, landslag- inu . . . og matnum. Við fórum þijár fjölskyldur saman til Toscana og lifðum þar í algjörum “lúxus" í tvær vikur. Upp úr því stofnuðum við Ítalíufélagið; sælkeraklúbb sem hittist reglulega og borðar alvöru ítalskan mat,“ sagði hann og það fór ekkert á milli mála að Björgvin Halldórsson | ' .tfí* I Sérsm íðaðir rammar á spegla og málverk. Málverka- og myndainnrömmun. Ljósmyndarammar. Málverkalampar. Allt eftir þinni hugmynd! INNRÖMMUN SIGURJÓNS FÁKAFEN111 SÍMI 5531788 þama var hann á heimavelli. Pasta, hvítlaukur, tómat- mauk og ólífur eru það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ítölsk matargerð berst í tal. Á Björgvin þá ekki einhver tæki sem tengjast sérstaklega þessari tegund matar- gerðar? „Jú, biddu fyr- ir þér,“ svaraði hann, „ég er voðalega veikur fyrir öllum græjum og ég í hvert sinn sem ég fer til útlanda eyði ég löngum stundum í svona eldhúsbúðum. Ég á svaka- legt bókasafn um alls konar “kok- kerí“ og ótal tæki. Þetta er eitt af mörgum “hobbýum" mínurn," bætti hann við. „Ég á til dæmis pasta-pott frá Alessi, sem er gjör- samlega ómissandi, hvítlauks- pressu sem gerir gott betur en að kreista hvítlauk; hún klæðir hvít- laukinn fyrst úr hýðinu og pressar svo. Svo á ég frábæra ólífu-töng sem fjarlægir steinana úr ólífunum og tappatogara sem ber það skemmtilega heiti “Crazy Fish“ og er rosalega þægilegur . . . og þetta er bara byijunin," sagði hann að lokum, og brosti að svipn- um á okkur, söngvarinn, sælkerinn og dagskrárstjórinn Björgvin Hall- dórsson. GLER OG SPEGLAR Smiðjuvegi 7, Græn gata, sími 564 3100 1 LÆKKAÐ VERÐ 1 HAGSTÆÐ INNKAUP 7/8"x5"-6"-7" og 8" Verð ca 61-97 kr. á mtr. í búntum stgr. 2"x8" Kr. 243.- stgr. 2"x9" Kr. 270.- stgr. Gagnvarið timbur 22x45 Kr. 57,95 stgr. 35x45 - 78,85 - 26x90 - 95,00 - 90x90 - 329,00 - Spónaplötur 12 mm. 120x253 verð 82S kc, stgr. Gluggaefni hagstætt verð Grindariistar 22x45 35x45 35x70 45x70 35x95 45x95 45x1 20 Fjárhúsamotturnar eru komnar - Hagstætt verð Smiðsbúð Visa/Euro 1 2/36 mánuðir Smiðsbúð 8 & 12, Garðabæ s. 565-6300 - Fax 565-6306 Ef þú kaupir þvottavél, án þess að skoða AEG þvottavélar. Lavamat 9200 aegDSSuSESEÍ AEG þvottavélar eru á um það bil 27.000 íslenskum heimilum. • AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum, er næst algengasta þvottavélategundin. • Yfir 85% þeirra sem eiga AEG þvottavél. mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? Þriggja ára ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AEG ÞVOTTAVÉLUM ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða pýramídana Gerð sn.pr. mín. j Afb.verð. ] Staðgr. HnBMBÍ pBi WBm 1 i LAVAMAT 9200 1 700 - 1000 sn. 89.140,- 82.900,- LAVAMAT 9451 700-1200sn. 103.118,- 95.900,- LAVAMAT 6955 700 - 1500 sn. | 119.892,- j 111.500,- Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umboðsmenn Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk Bolungarvik.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstððum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.