Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 26
26 D SUNNUBAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ Pressukönnur, pastapottar - tölvur og tannburstar FYRIR örfáum árum þótti það heimili vel tækjum búið sem stát- að gat af frystikistu og fjar- stýrðu sjónvarpi. Fondu-pottar fyrirfundust bara í eldhúsum annálaðra sælkera — eða algerra sérvitringa — að ekki sé talað um pasta-potta og pressukönn- ur; expressóvélar og örbylgju- ofna. Nú er tíðin önnur; matar- venjur landans hafa gjörbreyst á skömmum tíma; svínakótilett- urnar hafa að mestu vikið fyrir sólþurrkuðum tómötum og á mánudögum borða fleiri pasta en plokkfisk. Það er því deginum ljósara að hraðsuðuketillinn og hrærivélin duga æði skammt. r' I samninga- viðræðum við konuna AÐ vafðist ekki lengi fyrir Óskari Finnssyni, mat- reiðslumeistara og veitingamanni, hvaða tækis hann gæti síst verið án. „Það gengur ekki fyrir raf- magni,“ sagði hann hálfafsakandi. „Og það er bæði gamalt, lúið og ljótt,“ bætti hann við og forvitni okkar jókst til muna. „Þetta er gamalt trébretti, sem er búið að fylgja mér í mörg ár. Svo mörg að það er eiginlega orðið hluti af mér. Ég vinn svo til allt á þetta bretti. Það eru komnar sprungur í það og aldurinn er farinn að segja til sín ... en einhverra hiuta vegna get ég ekki lagt það til hliðar. Þess í stað sótthreinsa ég það reglulega, pússa það upp og dekra við það á alla kanta. Sumum finnst þetta ofboðslega fyndið því nóg á ég af nýjum, fínum brettum ... en það er bara eitthvað sér- stakt við þetta tiltekna bretti,“ sagði hann með áherslu. „Ég get skipt út Öllum pottum og pönnum, afruglarinn mætti svo sem fara líka - en ekki gamla, ljóta brettið, það er á hreinu.“ Það komu svolitlar vöflur á listakokk- inn, þegar við spurðum hann bara hreint út; en ertu ekkert veikur fyrir alls konar tækjum og tólum? „Nee- eii, ekki þannig,“ svaraði hann að bragði - en skipti svo snarlega um stefnu og sagði; „Júúú, svooona." Við kröfðumst frekari skýringa. „Sko, ég á allt í eldhús," sagði hann, „það er allt til. Én ég hef tii dæmis aldrei eignast fótanuddtæki," flýtti hann sér að benda á. En sjálfvirkan bílskúrshurðaopnara? „Nei, ég má ekki kaupa hann,“ svaraði Óskar og honum var greinilega mikið niðri fyrir. „Ég er alltaf að reyna að semja við kön- una,“ útskýrði hann „en það gengur svolítið illa að sann- færa hana. Það tekst samt á endanum, ég er alveg viss um það. En samningaviðræðurnar standa enn yfir.“ Nöpur niðurstaða „Svo er stór, amerískur ísskápur mjög ofarlega á óskalistanum," mundi hann allt í einu; „alvöru ísskápur með vatnskrana, klakavél og öllum græjum. Anna Fríða frænka á svona ísskáp og þetta er alvöru tæki. Eini gallinn er að hann passar ekki inn í eldhúsið hjá mér. Þeir taka nefnilega heilmikið pláss,“ upplýsti hann og okkur sagði svo hugur að hann hefði verið búinn að mæla eldhúsið hjá sér mörgum sinnum áður en hann sætti sig við þessa nöpru niðurstöðu. Hér í eina tíð voru rafmagnstannburstar mjög í tísku en Óskar fjárfesti aldrei í þeirri tækninýjung. „Nei,“ svaraði hann og hló, „ég hef aldrei skilið hvers vegna fílefldir, handsterkir karlmenn fá sér tannbursta sem titrar. Mér finnst þetta í raun alveg drepfyndið," sagði hann. „Ég nota bara gömlu, góðu aðferðina." Hún getur ekki án mín verið Óskar Finnsson fullyrti að hann væri mjög myndarleg- ur heima hjá sér. „Ég elda alltaf," sagði hann. „Konan mín steikir hamborgara og hakk, hitar pylsur og býr Morgunblaðið/Sverrir ÓSKAR Finnsson til samlokur og þá er það upptalið. Að öðru leyti sé ég alfarið um matargerðina. Það má eiginlega segja að þannig sé ég búinn að þaktryggja mig; hún getur ekki án mín verið; það er ekki fræðilegur möguleiki," sagði hann, öryggið uppmálað. „En hún kann eitt sem ég kann ekki„ viðurkenndi hann svo eftir andartaks um- hugsun, „öll svona tæki eru hennar deild. Ég get ekki einu sinni tekið upp á „video“, hvað þá heldur sett „hi- fi-ið“ á. Hún sér um öll svona mál á heimilinu," sagði hann. Við stöndumst ekki freistinguna - og bendum honum á að hann væri þá trúlega líka illa settur án hennar. „Vonlaus," svaraði hann. „Við getum ekki án hvors annars verið - það er málið.“ ' Fullur bílskúr „Ég er að velta þessu fyrir mér með bílskúrshurðaopn- arann,“ sagði Óskar allt í einu upp úr þurru. „Sko, hún skilur þetta ekki.“ Við þóttumst vita að hann væri að tala um konuna sína. „Ég þarf nauðsynlega á þessu á halda,“ sagði hann og áherslu á hvert einasta orð. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það en ákváðum samt að leggja fyrir hann samviskuspurningu. Ósköp varfæm- islega spurðum við hann hvort það gæti nokkuð verið að bílskúrinn hans væri fullur af einmitt svona dóti, sem hann hefði bara ekki getað lifað án á sínum tíma? „Já, þú meinar það,“ sagði Óskar og það var eins og það væri að renna upp fyrir honum ljós. „Þú heldur að það sé þess vegna sem hún er svona stíf á þessu... en ef ég segi henni að...“ Við óskuðum listakokknum vel- gengni í samningaviðræðunum; vonuðum innilega að innan skamms myndi hann eignast sjálfvirkan bílskúrs- hurðaopnara... hann þarf nauðsynlega á honum að halda. pílt9|w|l'lAaffl#w Fimm viðartegundir kirsuber ramin mahogní hlynur 3 D elri T||J iiá® Stuttur afgreiðslutími \ Betra verð Framleiðum einnig: \ Álrimlagluggatjöld 'V Pílumyrkvatjöld \ Rúllugluggatjöld 'V Strimlagluggatjöld Framleitt eftir þínu máli pílu Pílugluggatjöld hf Suðurlandbraul 16, sími 568 3633, fax 568 3630 Morgunblaðið/ Sverrir GUÐRÍÐUR Haraldsdóttir Ástfangin af uppþvottayélinni UPPÞVOTTAVÉLINA“ svaraði Guðríður Haraldsdóttir dag- skrárgerðarmaður með örvæntingu í röddinni þegar við spurðum hana hvaða heimilistæki hún mætti síst missa. Þegar okkur hafði tekist að sannfæra hana um að við ætluðum ekki að svipta hana neinu tæki dró hún andann léttar og sagði; „Það var ekki fyrr en ég eignaðist upp- þvottavélina sem ég skildi hvernig Ameríkanar geta elskað handþeyt- ara, hrærivélar og hreinlætistæki ýmiss konar. Ég „elska“ nefnilega uppþvottavélina mína - gæti ekki án hennar verið.“ Aðspurð um hversu lengi þetta „ástarævintýri" hefði staðið sagði Guðríður að „sambúðin" hefði staðið í sjö ár, „... og enn hefur ekki komið upp nein misklíð á milli okkar“ fullyrti hún grafalvarleg. „Reyndar var hún frekar framtakslaus fyrstu ellefu mánuðina“ upplýsti hún, „en það var víst vegna þess að ég var svolít- ið lengi að láta tengja hana. „Fjölskylda mín gaf mér hana í afmælisgjöf þegar ég varð þrítug,“ hélt hún áfram og það leynir sér ekki að vélin sú arna er Guðríði kær. Skyndilega hallaði hún sér fram, lækkaði róminn lítið eitt og hálf hvíslaði; „Reyndar held ég að fjölskyldan hafi einhverra hluta vegna talið að uppþvottavélin myndi gera mig gjaldgengari á hjóna- bandsmarkaðnum. Þau hafa svolitl- ar áhyggjur af þessu,“ sagði hún í trúnaðartón og virtist sjálf hafa töluverðar áhyggjur af áhyggjum ættingjanna. Moppur ogmjólk Annars kvaðst Guðríður ekki vera sérlega veik fyrir heimilistækj- um almennt. „Ég átti einu sinni örbylgjuofn en notaði hann ekki neitt," sagði hún, „svo ég seldi hann bara. Ég á hinsvegar ágætt sjón- varp, myndbandstæki og svo var ég að fjárfesta í frábærri moppu sem ég sá auglýsta. Mig hafði lengi vantað svoleiðis grip,“ bætti hún við. „Auglýsingar hafa samt yfir- leitt lítil áhrif á mig,“ fullyrti hún. „Þær eru venjulega svo villandi, fínnst mér. Þú horfir á það í sjón- varpinu hvernig fólk opnar mjólkur- femur eins og ekkert sé - eitt hand- tak og mjólkin rennur ljúflega úr fernunni. Reynsla mín er hinsvegar sú að það er ógjörningur að gera þetta svona snyrtilega. Þegar ég opna mjólkurfernur skvettist mjólk- in undantekningalaust bæði framan í mig og niður á gólf. Ég telst hepp- in ef ég næ hálfum lítra úr hverri fernu,“ sagði hún og hristi höfuðið, langþreytt á þeirri haugalygi sem birtist okkur einna helst í mjólkur- auglýsingum. „Ég meina það,“ bætti hún svo við eins og til að fyrirbyggja allan grun um að hún væri að grínast. En þó svo Guðríður eigi hvorki fótanuddtæki né frysti- kistu þá gerir hún kröfur þegar kaffi er annars vegar. „Ég er rosa- leg kaffikerling," viðurkenndi hún, „og sjálfvirka kaffikannan er fyrir löngu komin inn í skáp. Ég nota pressukönnu og helli því svo sjóð- heitu yfir á hitabrúsa ef það þarf eitthvað að standa. Mig dreymir um að eignast einhvern tíman expresso- vél ... en það verður að bíða betri tíma,“ sagði hún. En hvað tölvur - á hún eina slíka? „Já, ég á gamla Macintosh-vél“ svaraði hún „ ... en sonur minn á nýja 486 tölvu,“ bætti hún við og það sást langar leiðir að hún hefði ekkert á móti því að skipta við hann. „Ég verð bara að vera fleðuleg við strákinn," sagði hún og þar með var það mál leyst. „Internetið fínnst mér líka rosalega spennandi. Það er framtíðin." Einfaldlega ofung Áður en langt um leið barst talið aftur að hinni ómissandi uppþvotta- vél. „Hún er pínulítil," upplýsti Guð- ríður, „en rosalega góð.“ Eftir and- artaks umhugsun sagði hún eins og annars hugar; „Þetta er svolítið sorglegt, ættingjanna vegna. Þeir hafa miklar áhyggjur af þessu. Þeir voru búnir að margbenda mér á að riddarinn á hvíta hrossinu kæmist ekki upp á aðra hæð. Ég yrði að fara meira út á lífið. Svo voru settir „stillansar" utan á húsið hjá mér og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna hjá ættinni eins og hún legg- ur sig. Þetta kveikti veika von. Eg hinsvegar lokaði bara gluggunum. ... Ég er einfaldlega of ung til að binda mig,“ sagði þessi þijátíu og sjö ára dagskrárgerðarkona þegar hún fylgdi okkur til dyra. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.