Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28
28 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís AÐ hluta til er baðherbergið marmaramálað Listaverk á baðherberginu IKÓPAVOGINUM búa þau Hugrún Rafnsdóttir og Björn Westergren. Baðher- bergið þeirra er dálítið öðruvísi en á flestum heimilum því hús- bóndinn hefur fengið útrás fyr- . ir listræna hæfileika þar og málað myndir á veggina. „Ég fór til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum og sá sýningu um borgina Pompei og keypti mér bók um hana í framhaldi. Þaðan fékk ég hugmyndina að því að mála myndir beint á vegginn hjá mér. Ég var búinn að ákveða að marmaramála baðherbergin en gerði það að- eins að hluta og rissaði síðan upp þessar myndir sem ég síð- , an málaði." Björn segir að þetta hafí verið tómstunda- gaman hjá sér um skeið en hafi þó ekki tekið mjög langan tíma. „Okkur hjónunum finnst að baðherbergi eigi að vera rúmgóð og gjarnan þannig að hægt sé að slappa þar af t.d. í stóru baði með góða bók. Við . stækkuðum því baðherbergið á kostnað þvottahúss því á teikning- unni var það mjög lítið.“ Tuskumálaði veggi Auk þess sem Björn marmara- málaði bæði baðherbergin þá tuskumálaði hann líka veggi á efri hæðinni hjá sér. „Við erum lítið fyrir steypu og hugsunin með tuskumálningunni var að fela steypuna. Litirnir eru náttúrulegir EFTIR að hafa séð sýningu um Pomp- ei réðst húsbóndinn í að mála lista- verk beint á veggi baðherbergisins. og þessi aðferð er mjög algeng á Norður-Ítalíu. Fyrst er valinn litur sem grunnur. Dekkri litur er síðan blandaður til helminga með sér- stakri málningu svo hægt sé að sjá í gegnum hana. Algengast er síðan að bletta á veggina og taka eina eða tvær tuskur í hendurnar sem búið er að væta í köldu vatni. Tusk- urnar eru síðan dregnar yfir vegg- inn í líflegt mynstur eða eftir því hvernig viðkomaridi vill hafa það. SESSELJA og Bárður við borðstofuskápinn sem þau létu smiða í stíl við aðrar innréttingar í húsinu. Tréverkið í sama stíl ÞAÐ var ekki ætlunin að kaupa fokhelt húsnæði en þau voru búin að leita mikið án árangurs. Svo skoðuðu þau þetta hús og féllu fyrir því. Sesselja Tómasdóttir myndlist- arnemi og Bárður H. Tryggva- son, sem rekur fasteignasöluna Valhöll, festu kaup á húsinu sem stendur við Skógarhæð í Garðabæ fyrir nokkrum árum og hafa smám saman verið að að koma sér þar fyrir. „Við fengum Pétur Hafstein Birgisson arkitekt í lið með okk- ur og þróuðum síðan húsnæðið í samvinnu við hann,“ segir Sess- elja. Hún segir að hugmyndin hafi verið að hafa rótar og kirsu- beijavið en þau hafi síðan endað á fuglsauga. „ Við leituðum tilboða og það var töluvert mál að finna ein- hvern sem var til í að taka verk- ið að sér. Margir reyndu að koma sér undan smíði skápsins og vildu taka vissan hluta verksins að sér en ekki allt. Það var að lokum Guðmundur Sveinsson á Selfossi sem tók að sér allt tréverk í húsinu og hans verkstæði sá um að gera fyrir okkur eldhúsinn- réttinguna og auk þess borð í eldhús, borðstofuskáp, hurðir í húsið, gluggakistur, baðherberg- Morgunblaðið/Sverrir TIL AÐ brjóta upp eldhúsinnréttinguna var ákveðið að hafa þrjá skápa í bláum lit og síðan eru veggir og gluggatjöld í stíl. Inn- réttingin sjálf er úr fuglsauga. isinnréttingu og skápa í svefn- herbergin. Sesselja og Bárður fórnuðu þvottahúsinu fyrir stærra eldhús, vildu hafa það rými stórt enda miklum tíma eytt í eldhúsinu. „Þetta voru vangaveltur með eld- húsið fram og til baka en við erum mjög ánægð með niður- stöðuna." Á gólfum er hlynur og hann er líka hafður inni í borðstofu- skápnum, í sökklum og víðar til að skapa heildarmynd. „Bogar sameina Iíka stílinn í húsinu, vegginn í sjónvarpsherberginu, hillur í eldhúsi, eldhúsborðið, eyjuna í eldhúsinu og barinn í borðstofuskápnum er bogadreg- inn líka. KASTARADAGAR frá 23. október til 4. nóvember Rafkaup ARMÚLA 24 - S: 568 1518 AFSLATTUR AF OLLUM KOSTURUM + STORAFSLATTUR AF AKVEÐNUM TEGUNDUM ERens Natur deluxe eru springdýnur í hæsta gæðaflokki. Dýnurnar eru með vönduðu gorma- kerfum og bólstraðar með latexi og bómull. Yfirdýnan er einnig úr latexi. Dýnurnar fást í fjórum stífleikum: Stíf - meðalmjúk - mjúk og mjög mjúk. Hvfldargreinirinn er sérstök mælidýna sem nemur þyngdardreifingu líkama i þíns og hjálpar þér að velja bestu dýnuna. Komdu við í verslun okkar og láttu hvíldargreininn ráðleggja þér hvaða stífleiki hentar þér best. Hjá okkur færðu rétta rúmið! SUÐURLANDSBRAUT 22 • 108 REYKJAVÍK • ® 553 6011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.