Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 18
18 D SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 HEIMILI MORGUNBLAÐIÐ YÍNRAUÐI liturinn sem notaður er í myndaramma, lampa- skerma og á púða og stól gefur heildarsvipinn. Gluggaljöldin eru líka breytt frá fyrri myndinni og gera umhverfíð hlýlegra. HÉR hefur verið útbúið borð úr stórum bókum. "W"1 A Ti á+ ráðaserða betíar tak CF M. á til hendinni heima SV EFNHERBERGIÐ er nú orðið rómantiskt, meira er lagt í myndir, gluggatjöld, dúka og annað til að ná fram réttum blæ. Rúmið er gyllt og lampar og myndarammar líka. ÞAÐ VEX sumum í augum að breyta til heima, raða upp húsgögnum á ný, velja ný glugga- tjöld eða málverk. Hildigunnur Johnson hefur nóg að gera en hún starfar sem innanhúsráðgjafi og er reiðubúin til skrafs og ráða- gerða þegar taka á til hendinni heima fyrir. Hjálpar fólki að finna eigin stíl Alveg frá því ég var bam hef ég haft mikinn áhuga á því hvem- ig er í kringum mig en það var eiginlega fyrir algjöra tilviljun að ég leiddist út í þetta starf. Byijun- in var að ég aðstoðaði vinkonu mína sem var að breyta til hjá sér. Vinkonur hennar urðu hrifnar og báðu mig í framhaldi um að- Allar dýnur þarfnast "Snugfit11 dýnuvarnarinnar STAÐREYND: Á hverri nóttu losar líkami meðalmanns sig við tæpan lítra af vökva út um svitaholurnar. Því miður eru flestar dýnur hannaðar til að draga að sér raka. Hlý og rök skilyrði mynda ákjósanlegar aðstæður fyrir rykmaur en hann er ein helsta ástæða ofnæmis. Þú getur varist þessu vandamáli með "Snugfit" vörninni. Hægt er að þessa vatnsþéttu bómullarvörn oft. Hana má þurrka í þurrkara. Hún vinnur gegn ofnæmi. Þessi ofnæmisvörn hjálpar til að verjast rykmaurum og ofnæmi eins og asma, exemi og nefkvefi. "Snugfit" rakaþétta dýnuvömin: • Vatnsheld • Þægileg og þrifaleg • Þolir þvott og þurrkara • Full ábyrgð • Vernd fyrir öllum rakablettum • Vernd gegn ofnæmi 1 Teygjanleg - passar á allar dýnur • Þægileg í meðförum 1 Rakadræg og straufrí • 100% bómullarþægindi > Lengir endingartímá dýnunnar • Til í öllum stærðum "Snugfit" dýnuvömin er teygjanleg og fellur alveg aö dýnunni 1 * Einnig fæst sams konar koddavörn brautir fs- & gluggatjöld hf { Faxafenl 14,108 Reykjavlk ' ® 533 5333 • Fax 533 5336 vatnshelt undirlag Rakadræg 100% bómull - leyfir öndun fmTUsfíjh1himt í STAÐINN fyrir eina stóra mynd má með skemmtilegum árangri gera eins og hér, raða saman mörgum myndum sem eiga saman. í þessu tilfelli eru þetta allt teikningar af kon- um. Skúlptúrinn er eftir Sverri Ólafsson. stoð og þannig vatt þetta smám saman upp á sig og að lokum dreif ég mig til Bretlands í nám í innan- hússráðgjöf,“ segir hún. Hildigunnur segist í upphafí hafá einsett sér að troða ekki sín- um stíl upp á viðskiptavinina held- ur koma þeir með óskir og hún reynir síðan að liðsinna og ná fram því markmiði sem fólk er að stefna að. „Þetta getur verið svo margt, ég aðstoða fólk við litaval, bendi á ýmsar leiðir þegar á að breyta til, hjálpa til við að kaupa hluti sem vantar eins og lampa, teppi, púða, húsgögn og svo framvegis. Bara það að breyta aðeins uppröð- un húsgagna, fá sér nýja púða eða einhvem einn fallegan hlut getur gjörbreytt útliti herbergis." Kaupir málverk og önnur listaverk Hún segist gera töluvert af því að hengja upp myndir og er oft fengin til að kaupa málverk eða önnur listaverk í híbýli. „Þegar kaupa á nýja hluti fyrir heimilið fer ég á stúfana ein eða með viðskiptavininum og við fáum lánaða heim hluti eða prufur og fjölskyldan ákveður síðan hvort það hentar sem við fundum.“ Þá hefur Hildigunnur aðstoðað við brúðkaup, séð um undirbúning, skreytingar og annað sem þarf við slík tækifæri. Viðskiptavinirnir á öllum aidri Það er bæði ungt og roskið fólk sem til hennar leitar og þar á milli. Þetta er ekkert endilega fólk sem er að flytja í stór hús heldur alveg eins fólk sem er að byija búskap, minnka við sig eða breyta til. - Ferðu ósjálfrátt að breyta í huganum þegar þú heimsækir vini og kunningja? „Nei. Ég einsetti mér í byijun að skilja alveg á mili vinnu og þess fólks sem ég er að heim- sækja í öðrum tilgangi. Það hefur reynst mér auðvelt fram til þessa að blanda þessu ekki saman. Ég legg mig líka fram um að minn smekkur trufli ekki þegar ég sinni vinnu minni enda markmiðið að hjálpa fólki að ná fram eigin hug- myndum með minni leiðsögn. - Skarast vinna þín ekkert við störf innanhússarkitekta? Þetta skiptir máli - Ef verið er að safna hlutum eins og t.d. postulínsstyttum, silfri eða myndum er oft fallegt að hafa þessa hluti saman. - Stórir hlutir fara vel efst og neðst í hillum og þeir minni í miðjunni ef ná á fram heildar- svip. - Ef lágt er til lofts borgar sig að setja gluggatjaldastangir upp við loft. - Sé stofa og borðstofa í sama rými má skilja betur á milli með því að setja stóra mottu undir borðstofuborðið. - Lítil ljós í glugga gefa fallega lýsingu. Rétt lýsing er mjög mikilvæg og henni má ná fram með borð-, og standlömp- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.