Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 D 7 Morgunblaðið/Sverrir UPPRUNALEGA ætluðu þau að hafa eldhúsið blátt en féllu alveg fyrir græna litnum. Veggfóðrið er eins og gluggatjölclin og takið eftir að hérna setja borðar líka mikinn svip, bæði á gardínur og glerkrukkur. Ragnheiður yfirdekkti gamla beddann sinn um daginn og nú gegnir hann hlutverki sófa í barnaherberginu. Þau segjast reyna að nýta það sem til er. Gluggatjöldin saumar hún líka sjálf. Takið eftir hvað borðarn- ir gera mikið fyrir gardínurnar og hvað veggfóðursborðarnir lífga mikið upp á herbergið. byijuðu að búa áttu þau engin hús- gögn og þá var að nýta það sem til féll. „Við vorum mætt ef ein- hverjir í fjölskyldunni ætluðu að losa sig við gamalt dót og höfum alltaf haft áhuga á að gera sjálf upp gamla muni. Einu sinni var meira að segja búið að gefa horn- sófa á áramótabrennu sem við feng- um svo og gerðum upp. Sverrir er rafvirki og hann útbjó svefnher- bergislampana úr brennivínsflösk- um. „Auðvitað vorum við blönk þegar við vorum að bytja búskap og reyndum því að nota það sem til var. Eg sprautaði flöskurnar og setti síðan veggfóðursborða á þær. Flöskurnar fengu að fara með suð- ur,_við tímdum ekki að henda þeim.“ í íbúðinni sem þau hafa alfarið gert upp á eigin spýtur trónir í stof- unni glæsilegur stóll sem einu sinni var geymslumatur. Gamli beddinn hennar Ragnheiðar fékk líka að fara suður og nýlega yfírdekkti hún hann sem sófa handa syninum Agn- ari Darra sem er rétt innan við eins árs. „Það er heilmikið eftir að gera, baðherbergið, uppgangurinn, gólf- listar og fleira en þetta kemur bara smám saman. Við höfum gaman af því að gera þetta sjálf og það má kannski segja að þetta sé okkar tómstundagaman," segja þau. MILCH LECHE MILK LATTE MELK LAIT RITZENHOFF Ný glös - ný sending Mörkinni 3, s. 588 0640 r\Á?í?Á ílBSÚf gefur lífinu lil! jioio0- gefur lífinu lit! lífinu lit! Hav*1' fur lífinti lit!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.