Morgunblaðið - 26.11.1995, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.1995, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 'w SNJÓFLÓÐIÐ skilur eftir sig mikið sár í byggðarlaginu. Magnea Guðmundsdóttir oddviti segir að áhugi sé fyrir því að gera skrúðgarð á snjóflóðasvæðinu til minningar um þá sem fórust. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg MAGNEA átti í erfiðleikum með tilfinningar sínar þegar hún sýndi fólki eyðilegginguna. Hér ræðir hún við Geir Zoega, forstjóra Viðlagatryggingar, og Hafstein Hafsteinsson, formann almannavarnaráðs. BARÁTTAN við náttúruöflin hefur einkennt líf Magneu Guðmundsdóttur. Hún ólst upp á Ingjaldssandi, einni af einangruðustu sveitum landsins. Hún hefur búið á snjóflóða- hættusvæði á Flateyri í mörg ár í stöðugri spennu vegna yfirvofandi hættu. Og nú síðast er hún í hlut- verki forystumanns Flateyringa eftir snjóflóðið sem féll á byggðina. Magnea er fædd á Flateyri, í húsi afa síns og ömmu á Brimnesvegi 22. Foreldrar hennar bjuggu á Hrauni á Ingjaldssandi og þar ólst hún upp. Ingjaldssandur er einangr- aður dalur við sunnanverðan Önund- arfjörð og hefur byggðin verið að eyðast smátt og smátt. Faðir Magneu, Guðmundur Hagalínsson, hætti búskap á síðasta ári og eru foreldrar hennar nú fluttir til Flat- eyrar. Nú er aðeins búið á Sæbóli á Ingjaldssandi. Ekki er snjóflóðahætta á Hrauni en flóð hafa fallið úr hlíðinni hinum megin í dalnum. „En lífið þarna var stöðug barátta við náttúruöflin. In- gjaldssandur er svo einangraður all- an veturinn og langt í næsta stað að fólk þarf að huga að veðri við hvert fótmál. Til þess að komast út úr byggðarlaginu þarf annaðhvort að ganga með fjörum eða fara á trillu og þegar ég var að alast upp voru einu samgöngurnar á sjó yfir veturinn," segir Magnea. Hún gekk í skóla á Ingjaldssandi þar til hún var tólf ára að leiðin lá að Núpi í Dýrafirði, hinum megin við Sandsheiðina sem er ófær allan veturinn. „Pabbi fór með mig á snjó- sleða yfir heiðina. Mér fannst erfítt að fara svona snemma að heiman," segir hún. „Það var gott að alast upp á Ingjaldssandi en núna fínnst mér þetta hræðilega afskekkt byggð og skil ekki af hveiju fólk vill búa þar,“ segir Magnea. Magnea er 36 ára gömul og hefur búið á Flateyri í nærri tvo áratugi. Hún er gift Páli Önundarsyni vöru- bílstjóra og eiga þau fjögur börn, þijá syni og dóttur. Elsti sonurinn er 18 ára og dóttirin 5. Hún hefur unnið ýmis störf með heimilinu, meðal annars við ræstingar, leik- skóla og svo var hún fréttaritari Morgunblaðsins á Flateyri í nokkur ár. Segist lítið hafa unnið í fiski, þótt ótrúlegt sé, en á Flateyri bygg- ist atvinnulífið á útgerð og fisk- vinnslu eins og kunnugt er. Framhaldsmenntun í verslunarrekstri Hún rak matvöruverslun með vin- konu sinni í þrjú ár. Reksturinn gekk nokkuð vel fyrsta árið en svo fór að halla undan fæti. „Verslun minnkaði. Samgöngur eru orðnar svo góðar að fólk getur gert innkaup þar sem það vill og mikið var keypt í Bónus. Pakkavaran hætti að hreyf- ast og það gengur ekki að reka versl- un sem byggist eingöngu á sölu mjólkurafurða og annarrar dagvöru. Við urðum að hætta.“ Magnea öðlaðist ákveðna lífs- reynslu við verslunarreksturinn. „Ég fór ekki í framhaldsskóla en tel að í þessu starfi hafi ég fengið mína framhaldsmenntun. Maður lærir mikið í mannlegum samskiptum í verslun, ekki síst í svona litlu samfé- lagi þar sem allir þekkja alla. Við- skiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Það er sama hvað gengur á, maður verður að setja sig inn í sjón- armið fólks og sýna umburðarlyndi. Á þennan hátt lærir maður einnig að fækka sínum eigin göllum." ■ Ein matvöruverslun er núna á Flateyri og Magnea segir að eftir þá reynsiu sem hún gekk í gegn um geti hún ekki annað en hvatt fólk til að versla í heimabyggð sinni enda segist hún ekki vilja vera án mat- vöruverslunar á Flateyri. „Ég get ekki hugsað mér að skreppa í Bón-, us. Það verður að styðja við bakið á því fólki sem veitir þessa þjónustu heima með öðrum hætti en að kaupa þar aðeins mjólk og brauð. Ég geri mér vel grein fyrir því að ekki er hægt að bjóða vörurnar á sama verði og í stórmörkuðum í Reykjavík, velt- an er hægari í litlu búðunum og innkaupsverðið hærra. Það er undir íbúunum sjálfum komið hvort hér er rekin verslun eða ekki.“ Hrædd við að komast ekki upp brekkuna Oddvitinn á Flateyri starfar nú sem flutningabílstjóri, flytur fisk fyrir Fiskvinnsluna Kamb hf. Magnea byrjaði á því í sumar og talar um að neyðin kenni naktri konu að spinna. Páll maður hennar hefur átt og rekið vörubíl í mörg ár. Fyrir tveimur árum keypti hann sér nýjan vörubíl en ekki tókst að selja gamla bíiinn þótt hann stæði á bílasölu í Reykjavík í rúmt ár. „Þetta var einfaldlega að keyra okk- ur á hausinn,“ segir Magnea. Þeim bauðst þá það verkefni að taka að sér fiskflutninga fyrir Kamb og á sama tíma sá hún auglýst meira- prófsnám í höfuðborginni. „Þetta var mikið átak. Ekki meiraprófsnámið sjálft heldur van- trú mín á að ég gæti tekist á við þetta verkefni. Það væri bara körlum gefið að keyra flutningabíl. Og það var gríðarlega erfitt að byija að keyra, með tíu tonn af ’fiski yfir Breiðadalsheiði. Fyrst var ég hrædd við að komast ekki upp brekkurnar. Þegar svo þangað var komið tóku við áhyggjur af því að fara niður aftur með fullan bíl því ef maður missir hann á ferð ræðst ekki við neitt. Ég hugsaði stöðugt um börnin mín og ábyrgðina sem ég bæri,“ segir Magnea. Hún byijaði að keyra fisk í júlí og náði fljótlega að yfir- vinna óttann og ná tökum á verkefn- inu. „Ég taldi mig orðna nokkuð góða í haust þegar ég var farin að keyra frá ísafirði á svipuðum tíma og Páll sem ekið hefur vörubíl í tutt- ugu ár.“ Fiskur er sóttur fyrir Kamb á ísa- ijörð og fleiri staði í nágrenninu. Lengst fór Magnea suður á Tálkna- fjörð. Hún segist þó ekki enn hafa farið lengstu ferðirnar, til Hólmavík- ur. Ekki yrði gaman að lenda í því að dekk spryngi til dæmis í Djúpinu og vöruflutningabílstjórinn yrði kannski að stoppa bíl til að fá hjálp við að skipta um dekk. Hún segir að einu sinni hafi sprungið hjá sér í sumar, á Breiðadalsheiðinni. Hún var á leið niður bröttustu brekkuna með mótorbremsuna á og segist hafa haldið að mótorbremsan væri farin og því staðið á hemlunum nið- ur alla brekkuna. Annars hafi hún komist klakklaust í gegnum þetta starf. Og nú bíður hún eftir því að fá að keyra í gegnum göngin í Breiðadalsheiði, þau auðvelduðu mjög flutningana. Magnea tók sér frí frá fiskflutn- ingunum í haust vegna þess að hún þurfti sem oddviti að leysa sveitar- stjórann af. Og hún hefur haft í mörg hom að líta eftir að snjóflóðið féll og fengið mann til að keyra fyr- ir sig á meðan. Örugg í skjóli foringjans „Ég gaf mig aldrei upp í pólitík- inni en kaus þó alltaf lista Sjálfstæð- isflokksins í hreppsnefndarkosning- um. Maðurinn minn er framsóknar- maður eins og stór hluti fjölskyldu minnar og fólk gekk út frá því sem vísu að ég væri gallharður framsókn- armaður. Það brá því mörgum í brún þegar ég tók sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins fyrir hreppsnefndarkosn- ingarnar 1990, eftir að vinkona mín hafði beðið mig að gefa kost á mér. Ég var meira að segja spurð að því hvað ég héldi að pabbi minn myndi segja við þessu,“ segir Magnea um aðdraganda þess að hún hóf þátt- töku í sveitarstjórnarmálum. Hún var í fjórða sæti listans og Sjálfstæðisflokkurinn hélt meiri- hluta sínum í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps með því að fá þijá menn kjörna. Var Magnea fyrsti varamað- ur í eitt ár en tók síðan fast sæti í hreppsnefnd þegar þriðji maður á listanum flutti í burtu. „Þegar kjör- tímabilinu var að ljúka var ég helst Undanfarna daga þegar meiri ró hef ur f ærst yfir hef ég gefiÖ mér tíma ttil aÖ horfast í augu viö veruleikann. Ég hef gengiö töluvert um svæöiö, fariö skipulega yfir hvert heimili og látiö hugann reika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.