Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 26.11.1995, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFA- SÖGUR * * Bókin Islenskar þjóðsögur — Alfar og tröll hefur að geyma úrval þjóðsagna um náttúru- vættir landsins sem hafa um aldir verið þjóð- ----------------------------------------- inni hugleiknar. Olína Þorvarðardóttir skrifaði formála og bjó bókina til prentunar en Olafur M. Jóhannesson myndskreytti. ----------------------------------------- I kynningu segir að hér gefí að líta sögur af margvíslegum samskiptum manna og vætta; hrikalegum tröllskap, seiðandi huldu- verum og glitrandi veröld áfheima. IBYRJUN er gripið niður í for- mála Ólínu þar sem hún ger- ir grein fyrir uppruna álfa og huldufólks og segir þar: „Álfasögur eru ein grein goða- fræðisagna, enda er í goðafræðinni getið um álfa og dverga sem ýmist eiga uppruna sinn í jörðu eða á himni. I Snorra-Eddu er sagt frá ljósálfum sem voru fegri en sól sýnum og góðviljaðir. Bjuggu þeir í Álfheimi sem var staðsettur á himni, í nágrenni við goðheim. Þar segir einnig frá dökkálfum sem voru viðsjárverðar og illa innrættar verur, svartari biki og búsettar í jörðu. Ennfremur er þar getið um dverga þá er kviknuðu sem maðk- ur í holdi Ýmis, það er að segja í moldinni og niðri í jörðinni: En af atkvæði guðanna urðu þeir vitandi mannvits og höfðu mannslíki og búa þó í jörðu og í steinum. (Snorra Edda.: 29). Þjóðsagnargeymdin hefur á tak- teinum ýmsar sögur af uppruna álfa og huldufólks, og ber þeim misjafnlega saman við goðafræð- ina. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er frá því greint að Guð almáttug- ur hafi einhveiju sinni vitjað Ad- ams og Evu og hafi þau sýnt hon- um allt sem þau áttu, þar á meðal börnin sín, þau sem hrein voru og þvegin. Óhreinu börnin vildi Eva þó ekki hafa fyrir augliti Guðs, svo hún faldi þau. Guð vissi hins vegar hvað hún hafði gert og mælti svo um að það sem ætti að vera hulið fyrir honum skyldi einnig vera hulið fyrir mönnum: Þessi böm urðu nú mönnum ósjáanleg og bjuggu í holtum og hæðum, hólum og steinum. Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komnir af þeim börnum Evu sem hún sýndi guðh (Huldumanna genesis — Jón Árnason, 1:7, sbr. JÁIII: 4) Önnur sögn greinir svo frá, að í upphafi hafi Guð skapað konu af moldu fyrir Adam. En þesi kona var svo ókyrr hjá honum og stygg að hvorki Ádam né Guð gátu neinu táuti við hana komið. Fór svo að lokum, að Guð skapaði henni mann eftir hennar eðli og nefndi hann Álf, en hana Alvör og eru af þeim komin öll tröll og álfar. (Álfur og Alvör - JÁ 111:4). Öllum upprunasögnum ber sam- an um það að heimkynni huldu- fólks séu í jörðu, ef undan er skil- in frásögn Snorra Eddu um Álf- heim. Aðallega eru bústaðir þeirra í hólum, klettum og steindröngum, en ei búa ljúflingar í brunnu grjóti segir á einum stað, því hraunin eru heimkynni illra vætta og dauðra manna (sbr. JÁ I: .28-29). Svo virðist sem íslensk þjóðtrú geri ekki greinarmun á álfum ann- ars vegar og huldufólki hins veg- ar, enda þótt þessar tvær nafngift- ir hafi verið viðhafðar um huldar verur í hólum og klettum frá önd- verðu. í þeim 535 álfa- og huldu- fólkssögum sem liggja til grund- vallar því álfasagnaúrvali sem hér birtist, er ekki að fínna neitt sem með óyggjandi hætti greinir að álfa og huldufólk. Þó má með gaumgæfni fínna óljós merki þess að huldufólkið standi ef til vill nær sjálfri þjóðtrúnni, en álfarnir skáld- skapnum. Þannig er huldufólkið að mörgu leyti líkara mannfólkinu, og jarðneskt í útliti og klæða- burði. Álfar berast meira á /neð litklæðum sínum og íburðarmiklum híbýlum sem oft minna meira á sagnaveröld ævintýra en þjóðtrú- arsagna. Álfar geta ýmist verið góðar eða illa innrættar verur. Huldufólk virðist hins vegar hvorki illt né gott að upplagi, heldur sýn- ir það sínar betri og verri hliðar eftir tilefnum. Eins og fyrr segir er þessi greinarmunur þó svo óljós að vart er þess virði að rýna í hann, enda fjölmargar álfa- og huldufólkssagnir sem gera engan slíkan mun. Til er þó saga sem greinir frá því að huldukona hafi reiðst við það að drengur var atyrt- ur með orðunum álfurinn þinn! Átti hún þá að hafa sagt: Við hul- dufólkið erum ekki meiri álfar en þið mennimir! (JÁ 1:3). Ástir álfa og manna Allmörgum sögum fer af ástum sem takast á milli álfa og manna. Til eru frásagnir af því er álfkonur verða þungaðar af völdum manna sem vilja ekki gangast við faðern- inu. Kemur þar fram hörð fordæm- ing á ábyrgðarleysi og léttúð í ástamálum, enda hefnist mönnum grimmilega fyrir að svíkja sína huldumey í tryggðum, líkt og við sjáum í sögunni af Rauðhöfða (bls. 72). Slíkar sögur eru þó með öðru sniði og nokkuð færri en þær tvær sagnagerðir sem fyrirferðarmestar eru og helst einkennandi fyrir sög- ur af ástum álfa og manna. Annars vegar eru það ungar heimasætur sem lenda í indælum en ógæfulegum ástarævintýrum með fallegum huldusveinum í sel- inu eitt sumar. Hins vegar eru það karlmenn sem fara á ástafund til huldukvenna í álfheimum. Afdrif sögupersónanna í þessum tveim gerðum sagna eru ólík sem og sögusviðið — annars vegar mann- heimar, hins vegar álfheimar, — enda ólíkar ástæður sem hrinda atburðarás þeirra af stað. Yfir sögum af ástum ljúflinga og kvenna svífur rómantískur en ljúfsár og harmsögulegur blær. Þær fjalla um gjafvaxta bændad- ætur sem settar eru yfir fé í seli eitt sumar og komast þá í kynni við unga álfasveina (ljúflinga) sem þær eiga með ástafund, einn eða fleiri. Ur selinu koma þær barns- hafandi og leyna þunga sínum. Ljúflingarnir aðstoða þær við að ala barnið á laun og taka það til sín, en stúlkumar haldá áfram að lifa og starfa í mannheimum. Skömmu síðar fínnst feðrum þeirra nóg um að hafa þær ólofaðar í heimahúsum, og útvega þeim mannsefni sem þær ganga að eiga, oft nauðugar. Er svo allt með kyrr- um kjörum þar til dag einn, að á bæinn koma tveir menn til vetur- vistar, annar eldri en hinn yngri. Húsfreyja vill ekkert af þeim vita og helst ekki hitta þá, en svo fer þó um síðir að hún er neydd til að heilsa þeim eða kveðja. Fallast þau í faðma, vetrarmaðurinn og húsfreyja og springa bæði af harmi. Var þar þá kominn ljúfling- urinn með son þeirra frá því í sel- inu forðum. Sögur af ástarsambandi karla og álfakvenna eru með öðrum og holdlegri bragði. Sögusviðið er ótil- greindur álfhóll þangað sem karl- mennirnir — oftast (h)eldri menn (mektugir bændur eða prestar) — vitja vinkvenna sinna, og taka þá með sér sveinstaula eitt tiltekið skipti. Er þeim tekið með kostum og kynjum og þjónað bæði til borðs og sængur, enda hefur þá önnur yngri álfkona slegist í hópinn sem gerir sér dælt við unga manninn. En þegar kemur að því að ganga til rekkju verður yngri manninum um og ó. Finnst honum þá leggja slíkan hita af konunni sem hann mundi stikna, ellegar fyrir vit hans bregður einhverri ónotalykt af henni svo hann fussar við með skelfílegum afleiðingum (bls. 76). Álfkonan fokreiðist að sjálfsögðu og leggur á hann ógæfu og vesöld. Það varð því hlutskipti þeirra ves- alings ungmenna sem ekki stóðust viðlíka manndómsvígslu í álfheim- um, að lifa undir þeim álögum að þvælast stelandi sveit úr sveit eða káfandi uppundir hveiju kven- mannspilsi, uns þeir voru teknir 'og hengdir. Eftirfarandi sögu er síðan að finna í bókinni um samskipti manna og álfa: Eyjólfur prestur og álfkonan í tíð Páls Vídalíns var prestur á Völlum í Svarfaðardal sem ef til vill hefur heitið Eyjólfur. Það þótti undarlegt að hann hvarf stundum burt af bænum og var þó sjaldan lengur í burtu en eina nótt, en enginn vissi hvar hann dvaldi. Hjá presti þessum var vinnumaður eða smalamaður, sem hét Eyjólfur og var sífellt að spyrja prest hvert hann færi þegar hann hyrfi, og biðja hann að iofa sér með. En prestur vildi ekki láta það eftir honum. Þó um síðir, fyrir þrábæn- ir hans, lét prestur undan og lof- aði honum með sér. Lagði hann ríkt á við hann að breyta eins og hann sæi sig gera — en þó er ég hræddur um að þér verði þetta að ógæfu, sagði hann. Síðan ganga þeir leið sína til þess þeir koma að stórum steini. Prestur klappar á steininn og laukst hann bráðlega upp. Út kem- ur kona og heilsar presti mikið vingjarnlega. Leiðir þá síðan báða inn. Ekki er getið um fleiri en tvær konur, önnur eldri en hin yngri. Síðan settu þær fram borð og veittu gestum sínum hið besta, bæði vín og vistir, og var hin snot- rasta umgengni og tilhögun á öllu þar innanhúss. En er þeir höfðu etið og drukkið sem þá lysti bjuggu konurnar upp hvílur sínar sem ekki voru aðrar þar utan tvær. Vísuðu þær presti að hátta í annarri og eldri konan fór upp fyrir hann í rekkjuna. En sú yngri vísaði Eyjólfi til hinnar hvílunnar og fór svo upp í til hans. En um leið og hún fór upp fyrir hann virtist honum bregða fyrir einhverri ónotalykt af henni, svo hann fussaði við. Hún stökk strax ofan úr rekkjunni, fokreið og lagði það á hann að hann skyldi aldrei verða óstelandi meðan hann lifði. En er prestur heyrði þetta bað hann eldri konuna að bæta nú eitt- hvað úr. Hún kvað það ekki létt vera, sagði samt að þó hann yrði tekinn og ætti að hengjast skyldi engin snara halda honum, og kæm- ist hann í útlönd skyldi hann lán- samur verða. Nú, þegar þeir komu heim aft- ur, tók Eyvi til iðjunnar og stal öllu því sem hönd á festi. Svo flæktist hann burt frá Völlum og fór nú stelandi og stijúkandi sveit úr sveit. Þó hann væri tekinn og hengdur þá hélt honum engin snara, svo Eyjólfur slapp jafnan. En á sumri einu snemma var hann tekinn í Húnavatnssýslu og ráð- lagði sýslumaður að koma ás eða færi milli kletta yfir Blöndu, og hengja hann þar. Var það gert. Snaran slitnaði að sönnu, en þá datt hann ofan í ána og þar drukknaði hann. En um sumarið á alþingi hitti Páll Vídalín sýslu- manninn og varð honum þá vísa þessi á munni: Eyjólfur drapst út í Blöndu i því sundi miðju, en skipið lá við Skagaströndu; skömm var að þinni iðju. Páll taldi nefnilega að sýslu- manni hefði verið nær að koma Eyva undan og í skipið, svo hann kæmist út (og þar með undan álög- um sínum). Sæbúar, vatnaverur og dísir Þá er næst gripið niður í bók- inni þar sem Ólína gerir grein fyr- ir nokkuð annars konar vættum: „Til eru sagnir af vatnaverum huldukyns og jafnvel loftöndun — en það eru afbrigði þess huldufólks sem meginþorri íslenskra ál- fasagna fjallar um. Eru það eink- um tvennskonar sæbúar sem sveija sig í ætt við huldufólk: Haf- meyjan — stundum nefnd hafg- ýgja, haffrú eða meyfiskur — og marbendill sem áður var nefndur marmennill (JÁ 1:125). Hafmeyjan var í mannslíki að ofan en fiskur neðan mittis. Ekki hafa margar sögur gengið af hafmeyjum, enda margt óljóst um uppruna þeirra og eðli. Eitt ævintýri í þjóðsagna- safni Jóns Árnasonar greinir þann- ig frá tilurð hafmeyja að í árdaga hafí kóngsdóttir í álögum orðið að taka á sig ham hafmeyjar níundu hveija nótt. Konungurinn komst að þessu og hrakti hana frá sér, en hún var þá þunguð og ól börn sín í sjó. Þaðan eru allar margýgj- ur komnar, segir sagan (JA III: 201-202). Þær margýgjur virðast þó meinleysislegri en skepna sú sem grandaði skipum í Ólafs sögu helga. Var þar um að ræða tröl- laukið sporðkvendi í sjónum og hið versta illvætti. Söng hún fyrir sjófarendur svo fagurt að skips- hafnimar sofnuðu, en þá réðst hún til atlögu og sökkti fari þeirra. Ýmsum sögum fer af sæfólki og er það ýmist huldufólk sem á sér bústað neðansjávar eða menn i álögum. Sagt er að selurinn hafi mannsaugu, og má rekja það til þeirrar trúar að selurinn sé maður í álögum. Til eru sögur af selafólki sem haldið er föngnu í mannheim- um og selshamur þess falinn á vís- um stað. Næði það hamnum steypti það sér umsvifalaust í sjóinn aftur til barna sinna og fjölskyldna í hafdjúpunum. Marmennin voru í mannslíki frá toppi til tár. Þau höfðust við á mararbotni og sáust aldrei ofan- sjávar, nema ef þau lentu í veiðar- færum manna. Leituðust þau þá ævinlega við að komast aftur til sjávar ef þess var nokkur kostur. Marbendlar héldu búfé í sjávar- djúpunum. Þeir áttu góðar kýr sem stundum gengu á land og voru nefndar sækýr. Þær voru gráar að lit með blöðru milli nasanna. Ef manni heppnaðist að sprengja blöðruna komst sækýrin ekki aftur til sjávar, og var hans eign eftir það. Sækýr þóttu góður fénaður til mjalta og undaneldis. Önnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.