Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 11

Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 11 áhuga á þessum, hvað hann nú heitir aftur, Nixon. Einnig óvíst hvort þeir áhorfendur sem hafa ald- ur til að muna húllumhæið í kring- um forsetann ofsóknarbtjálaða nenni að sjá hann í bíó. Útkoman gæti orðið klassík eins og „JFK“ en líka ómynd eins og „Hoffa“. Peningalestin („Honey Train') SONY SAGAN: Wesley Snipes og Wo- ody Harrelson leika lögreglumenn T New York sem taka upp á því að ræna peningasendingu um borð í neðanjarðarlest. ORÐSPORIÐ: Rándýr hasar- mynd sem lítur vel út á pappírnum. Leikararnir hafa áður leikið saman með góðum árangri og myndinni er lýst sem samblandi af „Lethal Weapon“ og „White Men Can’t Jump“. Markhópurinn fyrir þessar hasarmyndir eru ungir karlmenn á besta aldri og Sony fyrirtækið von- ast til að efnasambandið milli Sni- pes og Harrelsons eigi eftir að trekkja að áhorfendur ásamt auð- vitað gegndarlausum hasar í stór- borginni. ;PARAMOUNT | SAGAN: Endurgerð rómantí- skrar gamanmyndar eftir Billy Wilder frá 1954. Nútíma Ösku- buskusaga um unga stúlku sem verður að velja á milli tveggja prinsa, Harrison Fords og Greg Kinnear. Julia Ormond leikur gamla hlutverkið hennar Audrey Hepburn. ORÐSPORIÐ: „Harrison Ford getur dregið að áhorfendur þótt hann standi bara og lesi í síma- skrá,“ er haft eftir yfirmanni í kvik- myndaveri vestra. Málið er að Ford hefur enn ekki leikið sannfærandi í öðru en hasarmyndum þar sem reyndar enginn stendur honum á sporði. Kannski tekst honum að sameina bestu kosti sína sem Indi- ana Don Juan og þá er myndin nokkuð öruggt kassastykki. Svo er Sidney Pollack leikstjóri og hann er lunkinn á góðum degi. Spilavíti („Casino") UNIVERSAL SAGAN: Síðustu dagar mafíu- veldisins í flárhættuspilaparadísinni Las Vegas. Robert De Niro leikur óbreyttan mafíósa sem settur er yfír risastórt spilavíti, Joe Pesci er trygglyndur leigumorðingi hans og Sharon Stone er glæsileg dúkka De Niros en víst ekki við eina fjöl- ina felld. ORÐSPORIÐ: Spurningar- merki. Leikstjórinn, Martin Scor- sese, er sá besti í Bandaríkjunum og eiginlega sá eini sem gerir orðið eitthvað annað en hasar- og ævin- týramyndir. Sögð eiga möguleika á Oskarsverðlaunum en þijú ofbeldis- full atriði þessleg að yfirmenn Uni- versal telja.að þurfi að snyrta þau til að forðast kvikmyndaeftirlitið. Þá er lengdin sögð til trafala en myndin er heilir þrír klukkutímar. Gæti samt verið ein af bestu mynd- um leikstjórans, þrátt fyrir Stone. Tólf apar („12 Hon- keys“) UNIVERSAL SAGAN: Bruce Willis leikur 21. aldar fanga sem sendur er aftur í timann í leit að banvænum vírus 'ér gert hefur óskaplegan usla í framtíðarríkinu. : ORÐSPORIÐ: Breski leikstjór- inn og sjónbrellumeistarinn Terry Gilliam stýrir hér framtíðartrylli eftir handriti David Webb Peoples svo annars vegar hafa áhorfendur „Brazil“ að miða við og hins vegar „Blade Runner". Brad Pitt er einn- ig í myndinni. Höfðar mest til al- gengasta kvikmyndahópsins sem er á aldrinum 12 til 25 ára og ef hún slær í gegn hjá honum er hún í góðum málum. Svo er vonandi að allir séu búnir að gleyma „Hudson Hawk“. SUNNUDAGAR ERU ÆÐISLEGIR: Grænmetisréttahlaðborð á sunnudögum! Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp á hlaðborð grænmetisrétta á sunnudögum. Dýrindis réttir og mikil fjölbreyttni. Verð aðeins 900.- kr. Opið frá kl. 18:00 til 22:00. ATH! - Bjóðum sérlega góð lífrænt ræktuð borðvín og bjór! Vorum að taka upp mikið af fallegum dressum. EDDUFELLI 2, SÍMI 557 1730. Laugavegi 20b • Sími 552 8410 Við reynum alltaf að gera máltíðina að ævintýri - bara fyrir þig! PALLDSKAR BorgaiiThhúsinu mán. 27. kl. 21.00 Páll syngur "llan ferilinn, meira að segja „Blinda drenginn"! Gestir: Milljónamæringarnir. Miðaverð: 1.400.- Miðapantanir 568 8000. - kjarni málsins! TILBOD OSKAST í Dodge Interpid m/3,31. vél, árgerð ’95 (ekinn 5 þús. mílur), Jeep Wrangler 4x4, árgerð ’95 (ekinn 4 þús. míl- ur), Toyota Extra Cab 4x4 (tjónabifreið), árgerð ’93 og aðrar bifreiðar, erverða sýndará Grensásvegi 9, þriðju- daginn 28. nóvember kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í American La France slökkvibif- reið m/dieselvél, árgerð 74 (m/25 metra stiga). Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Sölusýnlng ð sturtubúnaöl Laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá 12-16 Fráé’éinterbath* Frá TAB á Ítalíu FIVI Mattsson Hitastýrö blöndunartæki frá FM ^ Mattsson í Mora, Svíþjóð. ^ Froste Mattsson hóf kranaframleiðslu sína 1865, sem gerði sænska bæinn Mora að þekktasta kranaframleiðslubæ í Evrópu. FM. Mattsson er einn virtasti J framleiðandi JjTfo blöndunar-, og hitastýritækja og er framleiðslan seld í öllum ^ ^ heimsálfum. Sturtuhausar og handsturtur með nuddi, allt að 6 stillingar fyrir vatnið, hreinsanlegir. Sundhallarsturtu- hausar, sturtu- stangir. Litir: hvítt, króm, gull. JBsturtuhengi. Sturtuklefar, öryggisgler eða styrloplast sturtuhorn 70-90 cm. Bogasturtur, með eða án botns, 80 eða 90 cm. Sturtuhlífar á baðkör. tryggt Síðumúli 34 (Fellsmúlamegin) • Simi 5887 332

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.