Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Græna pláneta Serreau EINN fremsti gaman- myndaleikstjóri Frakka er Coline Serre- au sem heimurinn þekk- ir kannski best sem höf- und Þrig-gja manna og körfu er síðar varð bandariska metsölu- myndin Þrír menn og barn. Hún vinnur nú við nýja gamanmynd sem heitir „La belle verte“ eða Græna plánetan. Myndin gerist á Grænu plánetunni í öðru sól- kerfi langt frá okkar eigin bæði í tíma og rúmi. íbúar hennar lifa einföldu lífi og gæta þess að rækta vel bæði and- lega og likamlega eigin- leika sína í sátt við nátt- úruna, sem þeir hlúa að og dýrka. Einu sinni á ári safnast þeir saman oní stórum eldgíg og ákveða hvert stefna eigi í næstu geimferð. Nægir sjálfboðaliðar fást í ferð- irnar nema til hinnar skítugu og ógeðslega menguðu Jarðar. Serreau gerir sjálf handritið en með aðal- hlutverkin fara Paul Crauchet, Darry Cowl og m.a. höfundurinn, Serreau. FULLKOMIN græn pláneta; eftir Serreau. KVIKMYNDIR /Hvad kom fyrir Mary Reilly? Myndin endalausa HRAKFALLASÖGUR eru vinsælustu sögurnar í Holly- wood eins og kjaftagangur- inn í kringum Vatnaveröld Kevins Costners sýndi glögg- lega. Nýjasta myndin til að lenda á milli tannanna á fólki þar vestra er „Mary Reilly“ eftir breska leikstjórann Stephen Frears eftir handriti breska leikskáldsins Christ- ophers Hamptons með John Malkovich í hlutverki tveggja af þekktustu persónum heimsbókmenntanna, dr. Je- kylls og herra Hyde. Síðast þegar þessir þrír lögðu sam- an í púkk var útkoman hið stórkostlega búningadrama Hættulegt samband eða „Dangerous Liaisons". Julia Roberts bættist í hópinn sem titilpersónan, Mary Reilly, en myndin ætlar seint að kom- ast á hvíta tjaldið. Frumsýningin átti að vera sumar en var frestað. Síðan átti að frumsýna myndina um jólin en nú hef- ur því verið frestað. Það á að frumsýna hana í febrúar en hvort af því verður getur tíminn einn leitt í ljós. Fram- leiðandinn, Ned Tanen, talar ekki lengur við leikstjórann ——— Frears og JK' Frears vildi gl ekkert hafa !f "5 með mynd- -S jf ina að gera eftir að ^W—tökum lauk eftir Arnald í september Indriðason fyrir ári. Síðan þá hefur hún verið í stöðugri endurskoðun. Eitt sinn var litið á hana sem eitthvert vænlegasta kvikmyndaefnið í Hollywood. Nú taka menn til fótanna þegar þeir heyra hana nefnda. Hvað gerðist? Myndin er byggð á bók Valerie Martins sem endurs- amdi söguna af Jekyll og Hyde og rakti hana frá sjón- arhóli vinnukonu á heimili læknisins. Hún er trú Jekyll en fellur í stafi yfir hinum skuggalega Hyde, sem er hættulegri og meira spenn- andi persónuleiki. Frábært efni í ástarsögu og hryllings- sögu og einskonar Húsbænd- ur og hjú hinna persónu- klofnu. Warner Bros. fékk verkefnið í hendur í gegnum framleiðendurna Peter Gu- ber og Jon Peters sem tóku það með sér yfir til Sony fyrirtækisins þar sem Col- umbia kvikmyndaverið og TriStar bitust um það. TriSt- ar hreppti hnossið og Tim Burton var kallaður til að leikstýra. Hann hafði annað verkefni sem hann vildi klára fyrst („Ed Wood“) svo Frears settist í leikstjórastólinn enda maðurinn sem gerði „Dangerous Liaisons". Einasta vandamálið var að myndin hafði engan endi þegar ráðist var í tökur. í bókinni drepur Jekyll sig til að drepa skrímslið Hyde sem hann breyttist í en myndin snerist um ástarþríhyrning þar sem vinnukonan varð að velja og hafna milli þeirra tveggja. Spurningin sem myndin átti að spyija var: Hvað vilja konur? Roberts átti að svara því sjálf og túlk- un hennar átti að leiða til rökréttra éndaloka. Hún átti að því er virðist að leikstýra sjálfri sér uppá Óskarsverð- launapall. I ljós kom þegar búið var að eyða um 40 millj- ónum dollara að þetta var ekki svo góð hugmynd eftir allt. Túlkun Roberts gaf eng- in fyrirheit um endi. Hamp- ton skrifaði nokkur endalok. „Þau voru ekkert ólík. Þetta er aðeins stundarkorn, tvær 14.000 á Hættulega tegund ALLS hafa um 14.000 manns séð Hættu- lega tegund í Laugarásbíói og Sam- bíóunum að sögn Magnúsar Gunnarssonar í Laugarásbíói. Þá hafa um 8.500 manns séð Dredd dóm- ara og um 5.000 sáu Payne majór. Næstu myndir Laugarásbíós verða „Mortal Kombat“ og íslenska jólamyndin Agnes, sem einnig verður í Stjörnubíói. Eftir áramótin er svo von á myndum eins og „Seven“ með Morgan Freeman og Brad Pitt, „Now and Then“ með Demi Moore, „Get Shorty“ með John Travolta og „Nixon" eftir Oliver Stone. mínútur." Frears kvikmynd- aði að lokum þrjá enda: 1. Reilly verður með Hyde. 2. Reilly verður með Jekyll. 3. Reilly hættir þessu rugli og kveður þá báða. Ahorfendur voru ekkert yfir sig hrifnir á prufusýn- ingum og forstjóri TriStar, Marc Platt, tók myndina í sína hendur með þeim afleið- ingum að Frears, sem kvik- myndar nú „The Van“, fram- hald „The Snapper", fannst hún hræðileg og ekki var hróflað meira við hans út- gáfu. Nú má vera að allt þetta sé fjaðrafok út af engu og að myndin sé hreinasta meistaraverk. Það fær bara enginn að dæma um það. Ennþá. MStórleikarinn Daniel Day- Lewis leikur enn á móti Winona Ryder í myndinni „The Crucible" en síðast þegar þau léku saman var það undír stjórn Martin Scorsese í Old sakleysis- ins. MTökur standa nú yfír á myndinni „A Time to Kill“ eftir spennusögu John Gris- hams. Þær fara fram í Miss- issippi undir stjórn Joel Schumachers en með aðal- hlutverkið fer ungur leikari að nafni Matthew McCon- aughey sem Grisham valdi persónulega eftir að hann hafnaði Woody Harrelson. Matthew þessi er þekktur sem leikari úr „Dazed and Confused“. MTökur standa einnig yfir á vísindaskáldskapartryllin- um „Independence Day“ undir stjórn Roland Em- merich, sem áður gerði „StarGate“ blendinnar minningar. Bill Pullman leikur forseta Bandaríkj- anna en Jeff Goldblum og WiII Smith bjarga honum og heiminum öllum frá inn- rásarher geimvera. Mynd Tim Burtons um innrás frá Mars, „Mars Attacksl", hefur hins vegar frestast á meðan handritið er í endur- vinnslu. MNýjasta gamanmynd Mel Brooks, „Dracula: Dead and Loving It“, gerir gys að Drakúlamyndum fyrr og nú o g er með Leslie Nielsen í aðalhlutverki. Hún er jóla- I BIO "IZ" vikmyndahátíð ■IV Listahátíðar er ekki haldin í ár og eng- inn veit um framhald hennar. Hennar virðist lítt saknað enda hafa kvikmyndahúsin verið iðin upp á síðkastið við að fylla í’ skarðið. eftir hana með sýningum hátíðamynda í tilefni 100 ára afmælis kvik- myndalistarinnar. Háskólabíó hefur sýnt margar góðar myndir á árinu undir hatti afmælisins en einnig lagt áherslu á að bjóða uppá listræn- ar myndir hvaðanæva úr heiminum sem sóma mundu sér á hvaða kvikmyndahátíð sem er: Tvö ágæt og nýleg dæmi eru Jarðarber og súkkulaði frá Kúbu og Að lifa frá Kína. í Regnboganum stendur yfir kvik- myndahátíð út þennan mánuð með ijölda for- vitnilegra mynda en líklega er bandaríska myndin „Kids“ þeirra athyglisverðust. Þá hafa kvikmynda- húsin í samvinnu við Kvikmyndasafn ís- lands sýnt ýmsar af perlum kvikmyndanna og munu halda því áfram langt fram á næsta ár. SKRÍTINN ást- arþríhyrningur; Roberts og Malkovich í „Mary Reilly“. Endatafl, leik- stjórinn Frears. SKUGGALEGT lið; leikaramir í „Get Shorty“. STEVE Golin framleiðir; De Niro og Levinson við tökur á „Sleepers". Levinson stýrir Pitt og De Niro NÝJASTA mynd Barry Levinsons (,,Diner“) heitir „Sleepers“ og er með fjórum stórstjörnum í aðal- hlutverkum: Robert De Niro, Dustin Hoffman, Jason Patric og Brad Pitt ásamt hinum þrettán ára gamla Brad Renfro úr Skjólstæð- ingnum. Með aðalkvenhlut- verkið fer Minnie Driver. Framleiðandi „Sleepers" er Steve Golin sem áður var samstarfsmaður Sigutjóns Sighvatssonar og stofnaði með honum Propaganda Films í Los Angeles. Myndin segir af því hvernig ung- menni hafa verið kvalin og pínd í haldi í betrunarvist. Levinson hefur ekki gert góðar myndir að undanförnu en náði sér að nokkru á strik með spennumyndinni Af- hjúpun eða „Disclosure" og hlýtur að geta gert eitthvað af viti með öllu þessu kræsi- lega leikaraliði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.