Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 19
— i MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 B 19 ir í borðsal. Yfir kaffibolla var strax byrjað að segja sögur. Þetta reyndust vera með lipr- ari sögumönnum sem ég hef heyrt í um dagana og þeir voru í essinu sínu með nóg af sögum handa nýja mann- inum um borð. Á meðan sat Karlinn í brúnni, umkringdur tækjum, rýnandi á skjái með veiði- mannsglampa í augunum. Páfagaukurinn fylgdist með öllu sem fram fór. „Það væri ömurlegt þetta líf ef maður hefði ekki dýr í kring um sig. Ég hef bæði haft hunda og fugla með mér á sjónum," sagði karlinn, „og svo koma oft ýmiskonar fuglar sem taka sér far með okkur, þreyttir og svangir eftir langt flug, villur og hrakninga. Eg hef gefið þeim að éta og hlúð að þeim. Sumir hafa verið nokkra túra með okkur, þakk- að svo fyrir sig og farið sína leið,“ bætti hann við. Fyrirmælin úr landi voru að veiða ufsa þennan túrinn. „Við erum að verða búnir með karfakvótann þetta árið,“ útskýrði karlinn og hélt áfram: „Er ekki best að hífa og sjá hvað komið er í pok- ann?“ „Hífopp!“, gall síðan í karlinum og mannskapurinn hraðaði sér út á dekk. Menn voru spenntir að sjá hvort karlinn hefði fundið ufsa. Spennan magnaðist er trollið kom upp, en þá sást að í því var mest karfi, örfáir ufsatittir og þorskur. „Þeir drepa mig, karlarnir í landi, ég átti að veiða ufsa. Það verður grafið á legsteininn minn: Hér hvílir Sigurður Steindórsson, maðurinn sem átti að veiða ufsa. Nei, nei, ég segi svona, þetta eru öðl- ingsmenn hjá Granda, þeir redda meiri karfakvóta," sagði karlinn. Það var farið að spá brælu og gekk sú spá heldur betur eftir, vindhraðinn fór upp í 80 hnúta (64 hnútar jafngilda 12 vindstigum), sem sagt fár- viðri að austan. Veiðum var hætt og skipið látið dóla á móti veðri. Meðan veðrið geisaði fóru að berast tíðindi í útvarpinu að hafnargarður- inn í Keflavík væri að gefa sig og þök væru að fjúka af húsum. En skipið og mann- skapurinn stóðu sig vel ef undan er skilinn ælandi Ijós- myndari. Það hefur aldrei hvesst svo mikið að ekki hafi lægt aftur og var komið sæmileg- asta veður innan sólarhrings. Lífið um borð komst á eðli- legt ról og veiðar hófust að nýju. Þannig liðu dagarnir hver af öðrum með misjafnri veiði og margs konar veðr- um. Veiðin nam allt frá tonni og upp í 15 tonn í hali. Eftir 10 daga veiðiferð var 190 tonnum af blönduðum afla landað í Reykjavík. Það var gott að koma heim. Ottó lagðist að bryggju á laugardagsmorgni og menn hugsuðu sér til hreyfings enda hafði útgerðin boðið áhöfn og mökum á Hótel ís- land um kvöldið. Ég sleppti því, þótt velkominn væri, kvaddi skipverja með virktum þarna á hafnarbakkanum og bað þá vel að lifa. Hvarf á ný inn í hina hefðbundnu ver- öld mína þar sem símboði, farsími, hraði og streita réðu ríkjum. ÁHÖFNIN samankomin, fremri röð, Jón Örn Sigurðsson, Vignir Richardsson, Frosti Richardsson, Örn Sigurhansson, Sigurður Steindórsson, Steindór Sigurðsson, Auðunn Stígsson, aftari röð f.v., Þórður Guðlaugsson, Gísli Richardsson, Sigurður Elvar Sig- urðsson, Bjarni Garðarsson, Júlíus Þ. Júlíusson, Gísli Gunnarsson, Örn Eysteinsson og Harry Herlufsen. AFLINN ísaður í lestinni. Spennanmagn- aðist er trollið kom upp, en þó sóst að í því var mest karfi, örfóir ufsatittir og þorskur. Þeir drepa mig, karlarnir í landi, ég átti að veiða ufsa. Það verður grafið á leg- steininn minn: Hér hvílir Sig- urður Stein- dórsson, maðurinn sem átti að veiða ufsa. SÖGUSTUND í borðsalnum. i 80 HNÚTUM og haugasjó á Reykjaneshrygg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.