Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 B 11 KVIKMYNDIR/Stjömubíó, Sambíóin og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga ævintýramyndina Jumanji með Robin Williams, Bonnie Hunt og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum. Fastur í frum- skóginum JUMANJI heitir óvenjulegt spil, sem heillað hefur þátttakendur sína öldum saman. Hins vegar getur það reynst þeim hættulegt og hugsanlega ógnað lífí þeirra. Þess vegna vilja fæstir þeirra endurtaka leikinn. Spilið er nefnilega þeirrar náttúru að það leggur undir sig líf þátttakenda ef þeir ná ekki að klára það. „Það er næstum hægt að líkja Jumanji við eitt af náttúruöflun- um,“ segir leikstjóri myndarinnar, Joe Johnston. „Þátttakendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að sigrast á vandamálum sínum. Alan Parrish og faðir hans eiga við vandamál að stríða og að vera læstir í einkennilegu frumskógar- spili í 26 ár hjálpar þeim að leysa þau,“ segir hann. Hinn ungi Alan Parrish (Adam Hann-Byrd) uppgötvaði Jumanji- spilið árið 1969, þegar hann var aðeins 12 ára. Þegar hann settist niður til að spila það í fyrsta skipti ásamt vinkonu sinni, Söru (Laura Bell-Bundy), fór furðuleg atburða- rás af stað. Alan hvarf með húð og hári fyrir framan nefið á Söru eftir að hafa kastað teningunum. „Um leið og teningunum er .kastað kemur fram gáta og hluturinn sem gátan lýsir hverfur. Ég sogaðist inn í frumskógarheim Jumanji og til þess að ég kæmist út þurfti einhver að taka þátt í spilinu og fá tölurnar 5 eða 8 upp á teningun- um. Það gerðist ekki fyrr en eftir 26 ár,“ útskýrir Robin Williams. Sara er of hrædd til að ljúka leiknum og Alan er því fastur í frumskógi Jumanji í 26 ár, eða þar til tvö börn, Judy (Kirsten Dunst) og Peter (Brad- ley Pierce), spila spilið á háalofti æskuheimilis Alans. „Þau fara upp á háaloft vegna þess að þau heyra í trommum að nóttu til,“ segir Kirsten Dunst. „Þau skoða sig um, finna spilið og hefja leikinn,“ seg- ir leikkonan unga. „Maður heyrir ekki trommuleik- inn nema maður eigi við mikil vandamál að stríða,“ segir Johns- ton leikstjóri. „Það er aðal spils- ins,“ segir hann. „Árið 1969 heyrði Alan trommujeikinn vegna vanda- mála hans með föður sinn. Núna, þegar Judy og Peter flytja í hús þeirra feðga, kalla trommurnar á þau vegna óánægju þeirra méð líf- ið og dauða foreldra sinna,“ heldur hann áfram. Börnin kasta teningunum og við það losnar Alan (Robin Will- iams) skyndilega úr prísundinni, orðinn 38 ára gamall. „Fjarvera Alans hefur verið svo löng að harin fær yfirsýn yfir breytingar heimsins síðan hann hvarf," segir Johnston. Alans, Judy og Peters bíður nú það verkefni að finna Söru, sem nú er orðin fullorðin, svo þau geti lokið leiknum. Annars er hætta á að frumskógardýrin; fílarnir, krókódílarnir, köngulærnar og aðrar skepnur leggi undir sig heimili þeirra og nánasta um- hverfí. Robin Williams (Mrs. Doubtfíre, Aladdin) leikur Alan Parrish eldri. Hann er meðlimur auðugrar fjöl- skyldu frá Nýja Englandi og líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann festist í furðulegum frum- skógum Jumanji. Bonnie Hunt (Only You, Beethoven) leikur Söru SARA, Judy, Peter og Alan þurfa að glima við ýmsar hættur frumskógarins á ólíklegustu stöðum. ALAN sogast inn í frumskóg Jumanji án þess að geta nokkuð gert. á eldri árum, sem varð fyrir miklu áfalli í æsku, þegar Alan vinur hennar hvarf fyrir framan nefið á henni. Hún hefur átt í miklum sálrænum erfiðleikum síðan og reynt að telja sjálfri sér trú um að sá atburður hafi ekki átt sér stað. Kirsten Dunst (Interview With the Vampire, Little Women) og Bradley Pierce (rödd Chips í Fríðu og dýrinu) leika Judy og Peter, Gamanleikari af guðs náð ROBIN Williams hefur leikið í tugum mynda á löngum ferli sínum. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum og leikið í mörgum vinsælum myndum á síð- I astliðnum 10 árum. Má þar nefna mynd- irnar Aladdin, þar sem hann ljáði andan- um rödd sína og Mrs. Doubtfire. Hann hefur einnig unnið til Grammy-verðlauna fyrir tvær hljómplötur (Reality - What a Concept og Robin Williams Live at the Met), leikið í hinni vinsælu sjónvarpsþátta- röð Mork and Mindy, leikið í fjölmörgum leikritum og skemmt með svokölluðu uppi- standi (stand up). Hann fæddist í Chicago í Bandaríkjun- um og stundaði leiklistarnám við Julliard- skólann í New York undir leiðsögn Johns Houseman. Uppistandsferill hans hófst í San Francisco og var fljótlega viðurkennd- ur sem einn besti gamanleikari Bandaríkj- anna. Hann fékk hlutverk í sjónvarpsþátt- um á borð við The Richard Pryor Show, The Great American Laugh-Off og Laugh- In. Frammistaða hans í þessum þáttum varð þess valdandi að hann fékk hlutverk í sjónvárpsþáttunum Happy Days, sem aftur varð þess valdandi að skapaðir voru sjón- varpsþættirnir Mork and Mindy í kringum Williams. Um svipað leyti hófst ferill hans sem kvikmyndaleikari. Fyrsta myndin hét Popeye og í kjölfar hennar komu The World According to Garp, The SurVivors, Moscow on the Hudson og svo Good Morning, Vietnam, en fyrir þá síðastnefndu var hann í fyrsta skipti tilnefndur til Óskarsverð- launanna. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að kvikmyndaleik og leikið í úrvalsmyndum á borð við Dead Poet’s Society og The Fisher King, en hann hlaut Óskarstilnefningu fyrir þær báðar. Einnig hefur hann Ieikið í myndunum Hook í leikstjórn Stevens Spielbergs, Toys eftir Barry Levinson og Awaken- ings, en þar var meðleikari hans enginn annar en Robert De Niro. Eins og áður sagði fór hann einnig með hlutverk i Disney-myndinni Aladdin og aðalhlutverk hinnar geysivin- sælu myndar Mrs. Doubtfire. Robin er ánægður með að hafa tekið að sér hlutverk Al- ans Parrish. Hver dagur, segir hann, bauð upp á ný ævintýri. „Þetta var svo skemmtilegt, vegna þess að í hverju atriði þurfti maður að bregðast við nýrri brellu. Þetta var alltaf heillandi, jafnvel þegar hundr- uð lítra af vatni skullu á manni. Stundum gat maður skemmt sér áhyggjulaus, en annars þurfti maður að einbeita sér að því að valda ekki slysum," segir Robin. ÝMS AR persónur skjóta upp kollinum. sem urðu nýlega munaðarlaus. Þau flytja á Parrish-setrið, æsku- heimili Alans. Þar finna þau Ju- manji-spilið og hefja leik-með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Myndin er hlaðin tæknibrellum, sem gerðu starf leikaranna sannarlegá erfitt. Williams, Hunt, Dunst og Pierce eyddu hundruðum klukkustunda á tökustaðnum og þurftu að þola vætuna sem óneitanlega fylgir regntímabilinu, vaða í fenjum og synda innan um krókódílana. „Robin virtist kunna afskaplega vel við sig innan um allt þetta vatn,“ segir Johnston. „Ég fékk á tilfinninguna að honum væri frekar að skapi að dveljast á legi en láði. Vinnuharka hans var undraverð og hann hélt andanum hjá starfsfólkinu góðum þegar tökurnar urðu hvað erfíðastar," bætir hann við. „Robin er eins og klappstýra á tökustaðnum," segir Larry Franco, einn framleiðenda mynd- arinnar. „Hann fær alla í lið með sér og veldur því að allir leggja sig fram og eru jákvæðir. Það var virkilega ánægjulegt að vinna með honum dag eftir dag,“ segir hann. Williams heimtaði að fá að leika sjálfur í öllum áhættuatriðum. Meðal þeirra hættulegustu var „útreið" á krókódíl. Að vísu var krókódíllinn ekki lifandi, en engu að síður hættulegur, þar sem ærslagangurinn var mikill og hætta á að þungt höfuð hans ræk- ist í andlit Robins. Leikbrúðuhönnuðurinn Tom Woodruff segir að krókódíllinn hafí verið svipaður og vélknúið naut, nema að því leyti að tennurn- ar hafi verið oddhvassar og hættu- legar. „Við höfðum ráðgert að nota áhættuleikara, en Robin vildi reyna þetta sjálfur. Það var ekki hægt að skipuleggja hreyfingarnar fyrir- fram, þannig að hann þurfti sjálfur að forðast að slasa sig,“ segir Tom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.