Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 'MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 B 17 EFTIR aðgerðina var Eva aftur vakin og látin hreyfa fæturna. Vélar voru aftengdar og sjúkrarúmi rennt inn á skurðstofuna. Með samstilltu átaki var hún færð yfir í rúmið og síðan flutt á gjörgæsludeild. um hryggjaráverka og hiyggjar- sjúkdóma. Þeir vinna gjarnan sam- an þegar gerðar eru aðgerðir vegna áverka og sjúkdóma í hrygg og hálsi. Sérhæft starfslið hefur öðlast mikla þjálfun í að sinna þessum sjúklingum. Spítalalífið hefst Eva mætti með foreldrum sínum á barnadeildina á 5. hæð Sjúkra- húss Reykjavíkur í Fossvogi (SRF) að morgni þriðjudagsins 30. janúar. Hún fór fyrst í læknisskoðun, var vigtuð og mæld á alla kanta og blóðsýni tekin. Á SRF er teymi hjúkrunarfræðinga sem undirbýr böm fyrir stórar aðgerðir. Eva var upplýst um undirbúning og hvernig aðgerðin færi fram. Henni var sagt að eftir aðgerðina yrði hún í tvo daga á gjörgæsludeild. Hún fengi nóg af verkjastillandi lyfjum og myndi dorma töluvert mikið. „Þú verður ekkert látin vera með verki,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn hug- hreystandi. Loks var Evu sýnd barnadeildin og stofan þar sem hún yrði fyrstu nóttina. Eftir að hafa skoðað deild- ina tók við nokkur bið eftir lungna- myndatöku. Klukkan var orðin 15.30 þegar loksins var hægt að sækja yngri systurnar í pössun og Eva fékk að vera með fjölskyldunni fram á kvöld. Eva átti að mæta klukkan 20 á sjúkrahúsið. Hún kvaddi litlu syst- ur sínar og kyssti Evu ömmu sína að skilnaði. Hún neitaði því ekki að sig kviði svolítið fyrir. Þau Hjalti og Guðrún voru einnig dálítið kvíð- in, en reyndu að láta ekki á neinu bera. Guðrún sagðist reyna að bægja hugsun um aðgerðina frá sér. Það væri erfitt því þetta leit- aði sífellt á hugann. Hjónin sögðu að það hefði róað þau mikið að tala við móður stúlkunnar úr Kefla- vík. Hún hefði gefið þeim góð ráð. Það hefði h'ka verið hughreystandi að sjá hve vel stúlkunni hafði reitt af. ÞAÐ leyndi sér ekki að Ragnar var lúinn eftir fjögurra tíma einbeitingu. sat uppi í rúminu hjá henni. Hún hafði sofið á spítalanum um nóttina. Klukkan 9.30 var Evu ekið inn á skurðdeild. María Sigurðardóttir svæfingarlæknir og hjúkrunarfræð- ingar tengdu Evu við öndunarvél, einnig var settur upp þvagleggur, slagæðarnál til að mæla blóðþrýsting og miðblá- æðarleggur til að fylgjast með vökvajafnvægi og til vökvagjafar. Blóðskilvinda var einnig notuð. Ragnar beið framan við skurðstofuna meðan verið var að tengja tækin. Við blaðamenn fylgdum Ragn- ari inn kl. 10.15. Eva lá á grúfu á hitadýnu á skurð- borðinu. Ragnar setti rönt- genmynd af hryggnum á ljósatöflu. Hann var búinn að merkja inn hrygg- skekkjuna í gráðum. Eins hvar festingamar fyrir teinana áttu að koma á hryggjarliðina. Þegar búið var að hag- ræða Evu á skurðborðinu fór Ragnar fram að þvo sér ásamt Ástvaldi Arthurs- syni deildarlækni, sem að- stoðaði við aðgerðina, og Stefaníu Jónsdóttur skurð- stofuhjúkrunarfræðingi. Þau komu síðan inn og voru færð í dauðhreinsaða Viðamikill undirbúningur Eva var vakin snemma að morgni 31. janúar og látin baða sig upp úr sótthreinsandi sápu öðru sinni frá því kvöldið áður. Hún hafði fastað frá miðnætti og fékk for- lyfjagjöf sem gerði hana afslappaða og syfjaða. Hún dormaði og Guðrún sloppa og klæddust í tvöfalda gúmmíhanska. Þeir Ragnar og Ást- valdur þrifu sótthreinsunarefni af bakinu á Evu og lögðu plastfilmu á skurðsvæðið áður en það var af- markað með dauðhreinsuðum dúk- um. Eins var tjaldað fyrir svæfing- artækin við höfðalagið með græn- um dúk. Handan við tjaldið voru María svæfingar- læknir og Ásgeir Snorrason hjúkrunar- Morgunblaðið/RAX „EVA, getur þú hreyft fæturna," kallaði María svæfingarlæknir og klappaði á handarbakið á henni. Loksins lyftist vinstri fótur og sá hægri bærðist einnig. „Hún er búin að hreyfa, hún er búin að hreyfa,“ hrópaði Aldís hjúkrunarfræðingur, sem fylgdist með fótunum. SÓTTHREINSANDI efni var tvívegis borið á bakið á Evu. Ragnar, Ástvaldur og Stefanía fóru í dauðhreinsaða sloppa. Stefanía aðstoðaði Ragnar við að fara í tvö pör af hönskum. þrengsli í brjóstholinu geta valdið skemmd á lungum. Að sögn Ragn- ars fylgdi aukin dánartíðni alvar- legri hryggskekkju áður en byrjað var að lagfæra hana með læknisað- gerðum. Sjúklingamir dóu upp úr miðjum aldri af lungna- og hjarta- bilun ef ekkert var að gert. Járnabinding í baki Bylting varð í meðferð á hrygg- skekkju um 1960, að sögn Ragn- ars. Þá kom bandarískur læknir að nafni Harrington fram með stálteina sem festir voru á hryggjarliðina til að spengja þá fasta, jafn- framt því að liðimir vom græddir saman. Ragnar segir að þá fyrst hafi ver- ið hægt að rétta úr skekkj- unni og halda réttingunni meðan hryggurinn greri saman. Teinarnir og festibúnaðurinn sem Ragnar notar við sínar aðgerðir er af gerðinni Isola og er þróaður út frá hugmynd Harringtons af Marc Asher, bandarískum lækni og ein- um af lærifeðmm Ragnars. Hér er um að ræða stálteina að sverleika rA eða 3/ie úr þumlungi og fylgja margar gerðir af festistykkjum sem ýmist em skrúfuð í beinin eða klemmd á hryggjarliðina. Einnig er grannur vír þræddur í gegnum mænugöng einstakra hryggjarliða og þeir hreinlega vírbundnir við teininn. í skurðstofunni er því not- ast við járnaklippur, vírklippur og skrúflykla auk hefðbundinna lækn- ingatækja. Jafnframt .járnabind- ingunni" er nauðsynlegt að græða saman hryggjarliðina og mynda staurliði á því bili sem spengt er. Sé það ekki gert brotna stálteinam- ir af málmþreytu með tímanum. Svo mikil era átökin í bakinu. Stækka við aðgerðina Þegar rétt er úr hryggnum með spengingu, áður en líkamsvexti lýk- ur, réttist einnig úr rifbeinum og afmyndun á bijóstkassa gengur til baka um 20-30%. Sjúklingurinn hækkar oft um 1-2 sentimetra við réttinguna, en spengingin hindrar frekari vöxt á því bili hryggjarins sem er spengt. Ef sjúklingurinn á eftir um tveggja ára vaxtartíma eða meira getur aðgerðin því dregið úr endanlegri líkamshæð. Aðrir fylgikvillar em helstir þeir að meira reyn- ir á bakið ofan og neðan við spenginguna, en það virðist sjaldan koma að sök. Hryggurinn er tiltölu- lega stífur á því bili sem spengt er. Einnig má nefna örin og óþægindi við sjúkrahúsleguna, sem fylgikvilla. Vakið upp í miðri aðgerð Skurðaðgerðir af þessu tagi eru umfangsmestu hryggjaraðgerðir sem gerðar eru hér á landi. Aðgerð- in sjálf stendur oft 4-6 tíma og þar við bætist undirbúningur á skurð- stofu. Þegar búið er að koma tein- unum fyrir í bakinu, en skurðsárið enn opið, er sjúklingurinn vakinn upp á skurðarborðinu og hann beð- inn um að hreyfa fæturna. Um leið og sjúlkingurinn bregst við þessu er hann svæfður aftur. Þessi upp- vakning er gerð við mikla deyfíngu og sjúklingarnir muna ekkert eftir þessu, að sögn Ragnars. Hann segir þetta próf gert til þess að ganga úr skugga um að ekki hafi of mikið verið strekkt á bakinu því þá er hætt við lömun. Þarna er verið að vinna í millimetra fjarlægð frá mænunni og viðkvæm- um taugum. Verði mænan fyrir ein- hveiju hnjaski eða álagi getur það valdið lömun. Ef nógu fljótt er slak- að á spennunni em meiri líkur á að lömunin gangi til baka. Ragnar segir þetta sjálfsagða varúðarráð- stöfun, en sem betur fari hafi hann ekki enn orðið fyrir því að spenging af þessu tagi ylli lömun. Það tekur hrygginn um eitt ár að gróa eftir aðgerð. Eftir það má fólk með hryggspengingu gera flest sem það vill. Fara á hestbak og annað slíkt, en óæskilegt er að það steypi sér oft í kollhnís! Sérhæft hryggjarteymi Ragnar gerir yfirleitt allar sínar hryggjaraðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SRF). Þar eru gerðar 10-15 aðgerðir vegna hryggbrota á hveiju ári og um 10 aðgerðir vegna hálsbrota. Þar við bætast aðgerðir vegna æxla, liðskriðs og bijóskloss þar sem beitt er spengingu. Reynt er að gera eina til tvær hryggjarað- gerðir í viku fyrir utan þær sem gera verður vegna slysa. Ragnar segir svipaða tækni notaða við flest- ar þessar aðgerðir þannig að fjöldi þeirra er nægur til að halda starfs- fólkinu í góðri þjálfun. Á SRF er til staðar sérþjálfað teymi starfsfólks sem býr yfir mik- illi reynslu af hryggjaraðgerðum. Þetta teymi, eða „hryggjareining“, var sett saman fyrir um tveimur árum. Tengsl slysadeildarinnar við sjúkrahúsið gera að verkum að þangað berast nánast öll hryggbrot sem verða hér á landi. Hryggjareiningin byggir á sér- þekkingu og samstarfi lækna bækl- unardeildar og taugaskurðlækna AÐGERÐIN 'mm RAGNAR mældi út rétta lengd af stálteini og klippti í voldugri járnaklippu. Síðan sveigði hann teininn í rétt form og kom honum fyrir við hrygginn. FYRSTA verk Ragnars eftir aðgerð var að hringja til foreldra Evu og láta vita að allt hefði farið vel. Astvaldur lét grímuna falla á ganginum. Á KAFFISTOFUNNI fengu Ragnar, Stefanía og Ástvaldur sér hressingu eftir að- gerðina með öðru starfsfólki á skurðstofum Sjúkrahúss Reykjavíkur. SKEKKJAN í bakinu á Evu var um 50° þar sem hún var mest og fór niður I um 26° að sögn Ragnars. Á röntgenmyndunum má sjá hrygginn fyrir og eftir aðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.