Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24
24 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Miklar þversagnir í lífi unglinganna Um fermingaraldurfinna Hann segir að stór hluti ferm- unglingar þörf hjá sértil þess ingarbarna alist ekki upp í að nálgast foreldrana á meiri jafningjagrundvelli en áður um kjarnafjölskyldum og foreldrar ættu að bera sameiginlega leið og þeir hafa sterka þörf ábyrgð á fermingunni og hafa til þess að aðgreina sig frá samráð um hana. Hann segir heimi fullorðinna. Áskell Örn að um fermingaraldur leiti Kárason sálfræðingur hefur unglingar oft uppruna síns starfað mikið með unglingum. og skoði sjálfa sig. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÁSKELL Örn Kárason sálfræðingur. ASKELL Örn segir líka að ferm- ingin sé ákveðin vígsla inn í heim fullorðinna. Athöfnin eigi sér fyrirmyndir í gömlum hefðum sem ná langt út fyrir hina kristnu vígslu. „Sumir hafa sagt að 14 ára unglingar hafi ekki þroska til þess að taka afstöðu til trúarinnar og vígjast inn í kristið samfélag. Það ætti að ferma börnin nokkrum árum seinna. En að mörgu leyti finnst mér þetta vera nákvæmlega réttur aldur. Það er á þessum árum sem unglingurinn er að taka töluvert stór skref inn í fullorðins- heiminn. Vitsmunalífið er að breyt- ast, krakkarnir eru farnir að hugsa öðruvísi og sjóndeildar- hringurinn víkkar mikið á þessum árum. Krakk- arnir geta orðið tekið meiri ábyrgð. Ég held að það sé sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra að hafa það í huga að 1 "........ það er á þessum árum sem þau verða að fara höfða meira til ábyrgðar unglinganna og tala meira við þau sem skyni bornar skepnur," segir Áskell Örn. Hann segir að unglingarnir fær- ist á þessum árum nær foreldrun- um í þroska um leið og þeir fjar- lægjast þá félagslega. Vitsmunalífið breytist og sjóndeildar- hringurinn víkkar „Unglingarnir hópa sig saman og verða töluverðar hópsálir. Það er ekki hægt að ræða um þetta mál án þess að það komi upp slík- ar þversagnir. Foreldrar hafa greinilega mikla þörf fyrir nálgun í samskiptum við unglingana og í raun og veru hafa unglingarnir líka þörf fyrir gott samband við foreldr- ana. En unglingamir hafa líka sterka þörf til þess að skilgreina sig sem sjálfstæða einstaklinga og taka afstöðu gegn ýmsu sem foreldrarnir standa fyrir. Það er að vísu einstaklingsbundið hve langt þeir ganga í þessu. Ferlið virðist vera hluti í sjálfstæðisþró- -------- uninni," segir Áskell Örn. Unglingur á útleið mer Hann segir að margir foreldrar upplifi svokall- “ að „haltu mér - slepptu samband við unglinginn. Unglingurinn þarf að undirstrika sjálfstæði sitt en um leið hefur hann þörf fyrir meiri samskipti. Heilmikið óöryggi skapist á þess- um þröskuldi milli þess að vera barn og fullorðinn. Áskell Örn segir að samskiptin ráðist mikið til af því hvernig samskiptin hari Frábærar fermingargjafir ipakki Fermingarverd 18.993 Elan skíði Alpina skíðaskór Salomon skíðabindingar Elan stafir L E I G A N ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina símar 551-9800 og 551-3072 verið þegar unglingurinn var yngri. „Ég sé stundum mikla erfiðleika hjá foreldrum sem hafa haft lítið samband við börnin. Þeir reyna stundum með dálítið krampa- kenndum hætti að ná sambandi og einhverri stjórn þegar börnin eru komin á unglingsaldur. Þetta endar oft í valdabaráttu. En for- eldrar sem hafa haft gott sam- band við börn sína eiga líka oft mjög erfitt, því þeir finna að það hafa skapast ákveðnir þröskuldar sem þeir komast ekki yfir. Það eru leyndarmál í lífi unglinganna sem þeir vilja ekki hleypa foreldrum sínum að. Það þarf að ríkja gagn- kvæm virðing þarna á milli, því annars verða vandamálin erfiðari. Foreldrið þarf að vera áfram yfir- vald og sá aðili sem setur mörkin og ákveður vissar reglur en líka sá aðili sem er tilbúinn að hlusta og sætta sig við það að unglingur- inn er á leiðinni út og á sitt líf sem foreldrið á ekki lengur hlutdeild í.“ Æskunni fylgir djörfung Áskell Örn segir að gerðar hafi verið rannsóknir í Bandaríkjunum sem bendi til þess að unglingar taki meira mark á foreldrum sínum en þeir halda. Skýr viðhorf foreldr- anna komist m.ö.o. á einn eða annan hátt til unglinganna. „Hins vegar er það jafn rétt að vægi félagahópsins eykst gífur- lega. Það er greinilega náttúruleg þörf hjá mannskepnunni á þessum árum að hópa sig saman. Jafn- ingjahópurinn hefur ákveðið stuðningshlutverk fyrir sjálfs- myndina þegar unglingurinn er að fara á milli tveggja heima, þ.e.a.s. úr foreldrahúsum út í hinn stóra heim. Þótt þessi hvöt sé eðlileg hjá unglingunum þýðir það ekki að foreldrarnir eigi ekki lengur að hafa vakandi auga með því sem gerist í þeirra lífi,“ sagði Askell Órn.“ í kringum fermingar- aldurinn eru margir að öðlast sína fyrstu reynslu í samskiptum við hitt kynið. Askell Örn segir að það sé mjög áberandi hjá krökkum Unglingarnir nálgast í þroska en fjarlægjast félagslega á þessum aldri hve tilbúnir þeir eru að prófa nýja hluti og taka ákveðna áhættu. „Þetta hefur komið til tals, sér- staklega í sambandi við vímuefna- umræðuna, en það eru líka marg- ar jákvæðar hliðar á málinu. Æsk- unni fylgir ákveðin djörfung sem Unglingáferðir á Hornstrandir Fimm daga bakpokaferð fyrir unglinga á Hornstrandir með þaulvönum fararstjóra. Gengið á Hornbjarg og Hælavíkurbjarg sem eru tvær af stærri sjófuglabyggðum landsins og fuglalífið skoðað. Kennd notkun áttavita og landakorts. Kvöldvðkur, varðeldur og grillveisla. Farið verður 4. júlí, 18. júlí og 1. ágúst. Sumarið 1995 voru farnartvær vei heppnaðar unglingaferðir. Verð kr. 19.500. Innifaldar er bátsferðir, leiðsögn og fæði. Með flugi til og frá ísafirði með Flugleiðum kr. 27.000. Allar frekari upplýsingar: Vesturferðir, Ísafirði, sími 456-5111, fax 456-5185. virðist henni ákaflega eðlislæg. Þessi tími er því mikill suðupottur í lífi unglinganna og sá tími sem þau kasta bamshamnum," segir Áskell Örn. Foreldrar hafi samráð um ferminguna Áskell Örn segir að mjög víða verði miklir árekstrar milli foreldra og unglinga um fermingaraldur- inn. Af þeim þurfi þó ekki ætíð að skapast neitt verulegt vandamál. En hjá vissum hluta komi þó upp alvarleg samskiptavandamál. Áskell Örn segir að stór hluti unglinga sem nú fermist alist ekki upp í kjarna- fjölskyldu. Einmitt á þessum árum geti kom- ið upp vandamál eftir skilnaði eða t.d. sam- band við fjarlægan föð- ur. Dæmi eru um að unglingar taki sig til fyrirvaralítið og fari að hafa mikið samband við það foreldri sem það hefur ekki búið hjá og vilji jafnvel flytja til þess," segir Áskell Örn. Leita uppruna síns „Það er mjög dæmigert að þetta gerist á árunum í kringum ferminguna. Unglingurinn er að leita uppruna síns og skoða þenn- an hluta af sjálfum sér. Fermingin, sjálf athöfnin, dregur þessi mál oft mikið fram í sviðsljósið. Ungl- ingurinn fylgist grannt með því hverjir koma í ferminguna og hverjum er boðið. Gjafirriar eru jafnvel birtingarmynd í samskipt- unum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar sem ekki búa saman taki báðir ábyrgð á fermingunni og hafi samráð sín á milli. Allt sem er túlkað sem höfn- un á svona hátíðarstundum er sárara en annars. Oft er þetta vita- skuld erfitt fýrir foreldra sem eru kannski ekki vinveittir hvor öðrum og þá líður barnið fyrir það," sagði Áskell Örn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.