Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 38
38 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn SONY MHC 801 er með karaókí-kerfi og kostar 59.900 kr. Morgunblaðið/Kristinn HALLGRÍMUR Halldórsson verslunarstjóri í Japis við Panasonic SCCH72 samstæðuna sem er með 2x70 músíkvatta magnara og kostar 49.950 kr. í samstæðunni er forstillanlegur tónjafnari með fjór- um stillingum auk svokallaðs „surround“-eiginleika. Geislaspilarinn tekur þrjá diska. Morgunblaðið/Kristinn verslunarstjóri segir að ferðatæki séu oft ekkert síðri en samstæð- ur, enda eru þau til á verðbilinu 16 þúsund kr. upp í tæplega 70 þúsund kr. Hallgrímur segir að hljómtæki hafi jafnan verið vinsæl til fermingargjafa og hann kveðst hafa orðið var við það að vinsæld- ir þeirra hafa aukist að undan- förnu. Hallgrimur segir að það sem fólk þurfi að hafa í huga þegar það kaupir hljómtæki sé að menn þekki merkið. Það tryggi að sterkur fram- leiðandi sé að baki tækinu og þjón- ustan sé í lagi ef tækið bilar. Sem dæmi um samstæður hjá Japis fæst þar Panasonic SCCH32 sem kostar 39.900 kr. Útvarpið er með tímastillingu og í sam- stæðunni er forstillanlegur tón- jafnari með fjórum stillingum auk svokallaðs „surround"-eiginleika sem gefur meiri hljómdreifingu. Hægt er að tengja tölvu, sjónvarp eða myndbandstæki við magnar- ann, sem er 2x40 músíkvött. Tvö- falt segulband er í tækinu með síspilun og geislaspilari. Pjarstýr- ing er á öllum tækjunum. Hátalar- arnir eru 2x60 músíkvött. Næsta númer fyrir ofan SCCH32 er SCCH72, sem er með 2x70 músíkvatta magnara og kostar 49.950 kr. Þessi samstæða er sambærileg við þá minni að öllu öðru leyti en því að magnarinn og hátalararnir eru kraftmeiri og geislaspilarinn tekur þrjá diska. Hægt er að skipta um tvo diska meðan verið er að spila þann þriðja vegna þess að diskageymsl- an er á einni plötu. Sony með karaókí Enn stærri samstæða er svo Sony MHC 801 sem er með kara- ókí-kerfi. Hún kostar 59.900 kr. Vinsælt ferðatæki er Panascnic RX-DS15 sem kostar 18.650 kr. stgr. Hallgrímur segir að Pana- sonic beri höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur hvað viðkemur ferðatækjum. Mjög gjarnan vanti í þessi tæki nægilega öflugan magnara og hátalara og oft sé geislaspilarinn ekki upp á marga fiska. Þessu sé öðruvísi farið hjá Panasonic. Geislaspilarar í öllum Panasonic-ferðatækjum séu eins bita og með góðri leiðréttingar- getu og hljómgæðum. Morgunblaðið/Kristinn ARI Sigurðsson sölumaður hjá Heimilistækjum við Philips FW 330 samstæðuna. Hátal- ararnir eru þrískiptir, geisla- spilarinn tekur einn disk og útvarpstækið er með vekjara. Samstæðan kostar 44.555 kr. staðgreidd en 46.900 á af- borgunarkjörum. Ari segir að það sem flestir séu hins vegar að leita eftir séu sam- stæður með 2x60 músíkvatta magnara, tvöföldu segulbandi og geislaspilara. Dæmi um slíkt tæki er Philips FW 330. Hátalararnir eru þrískiptir, geislaspilarinn tekur einn disk og útvarpstækið er með vekjara og hægt að stilla það ná- kvæmlega þannig að það kveiki alltaf á sér á fyrirfram ákveðnum tíma. Fjarstýringin stýrir öllum aðgerðum nema segulbandinu, sem er handstýrt. Segulbandið er PHILIPS AZ9055 geislaferðatæki með tveimur lausum hátölurum, tónjafnara og aukabassa kostar 29.900 kr. stgr. í Heimilistækjum. Sjö diska geisiaspilari Menn þekki merkið Vinsælustu tækin hjá Japis eru ferðatæki og samstæður og alltaf er eitthvað um að keypt séu stök tæki. Hallgrímur Halldórsson PANASONIC RX-DS15 er vinsælt ferðatæki sem kostar 18.650 kr. stgr. stæðurnar eru á verðbilinu frá 30.000 kr. í 40.000 kr. „Þetta eru tæki sem eru gjarnan fyrirferðar- lítil, einföld og þægileg, góð lausn í smærri herbergi. í efri kantinum eru svo öflugri samstæðurnar sem kosta frá rúmum 40.000 kr. og upp úr,“ segir Ari. Ari segir að fyrirsjáanlegt sé að vinsælustu tækin til fermingargjafa núna verði ferðatæki með segul- bandi, geislaspilara og útvarpi á verði frá 17-20 þúsund krónum. Vinsælasta tækið í þessum flokki hjá Heimilistækjum, Philips AZ 8267, seldist reyndar upp í fyrstu sendingu, en von er á fleiri tækjum innan tíðar. Tækið er með fjarstýr- ingu fyrir útvarp og geislaspilara, 2x25 músíkvött, er með stafrænu minni á útvarpi og einföldu segul- bandi. Tækið kostar 26.900 kr. og segir Ari að það verði líklega vin- sælasta ferðatækið. „Þótt þetta séu ekki sterk tæki að sjá þá er glettilega góður bún- aður kominn í þau. Ódýr tæki, á bilinu 12-15 þúsund kr. sem bjóð- ast sums staðar, eru gjarnan eldri módel með gömlum geisladrifum sem keypt eru frá hinum og þess- um framleiðendum og seld undir alls óþekktum merkjum. Við höf- um reynt að vera með þessi tæki en geisladrifin geta hrunið eftir hálft til eitt ár. Núna viljum við frekar leggja upp úr tækjum sem eru betri þótt þau kosti eitthvað meira," segir Ari. ekki' með upptökuminni. Sam- stæðan kostar 44.555 kr. stað- greidd en 46.900 á afborgunar- kjörum. Önnur og stærri samstæða er FW 650. Hún er með fullkomnari geislaspilara sem tekur sjö diska og er með mun öflugri magnara. Diskarnir eru settir í einn sleða og hægt er að forstilla allt að 70 lög á geislaspilarann. Þessi sam- stæða kostar um 80.000 krónur. Heimilistæki er einnig með Sanyo DCSM 5 samstæðu með þriggja diska magasíni, 2x70 músíkvatta magnara og einföldu, fjarstýranlegu segulbandi með sí- spilun og upptökuminni. Sam- stæðan er aðeins dýrari en Philips FW 330 og kostar 52.500 kr. en 49.900 kr. staðgreidd. Það sem helst skilur á milli er að Sanyo- .samstæðan tekur þrjá diska en Philips-samstæðan einn disk. Þessi samstæða er einnig til með heimabíómagnara og er þá kom- inn upp í 99.900 kr. staðgreidd á sérstöku tilboðsverði yfir ferming- arnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.