Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 E 31
í tilefni fermingarinnar. Það varð
eftirminnileg bæjarferð að spóka
sig svona um í nýrri dragt eins
og fullorðin kona.
Fermingarstúlkur fá sér
kannski ekki lengur dragt, en í
grófum dráttum gengur fermingin
eins fyrir sig. Krakkarnir hitta
prestinn yfir veturinn. Eiga til
dæmis að koma við allar tegundir
kirkjuathafna, enda flest borgar-
börn öldungis ókunn öllum kirkj-
unnar háttum heiman að. Uppi í
sveit gegnir þetta svolítið öðru
máli.
Þegar kemur að fermingar-
deginum er fatnaðurinn látlaus,
enda eru Danir litlir tilhaldsmenn
í klæðaburði. Fermingargjafirnar
eru kannski hjól, græjur eða tölva.
Fyrir fimmtíu árum fermd-
ist nokkurn veginn hvert
einasta barn. Nú fermast
mun færri, en ýmsir halda
„nonfirmation" í staðinn
fyrir „konfirmation", eða
það sem á íslensku kall-
ast borgaraleg ferming.
Þá er haldin veisla fyrir
barnið til að marka að það
er tekið í fullorðinna
manna tölu.
Nú er kannski oftar
pastasalat og pæjar í stað
súpu, steikur og íss, en
Danir eru hefðarfullir á
hátíðlegum stundum og
þá maturinn líka, svo súp-
an, steikin og ísinn með stjörnu-
Ijósum í stendur enn fyrir sínu.
Svo tilheyrir að drekka vín og
þegar kemur að ræðu pabba er
hann kannski orðinn yfir sig til-
finningaríkur og ræðan þá eftir
því, svo að fermingarbarnið
kreppir á endanum tærnar í skón-
um og mamman þarf að minna
pabba á að gestirnir vilji gjarnan
halda áfram að borða. En þá tek-
ur kannski alveg jafn tilfinninga-
næmurfrændi við. Og söngvarnir
eru enn við lýði, því þessi siður
að semja söngva á hátíðlegum
stundum er sterkur meðal Dana.
Mánudagurinn eftir ferming-
una er enn frídagur frá skólanum
og þá hefur verið siður meðal
Kaupmannahafnarbúa að fara í
Tívolí, þar sem svo mörgum merk-
isdögum er fagnað.
Kristindómur í
sumarbúðum
í Finnlandi tíðkast að börnin
læri kverið í sumarbúðum. Þá er
farið í tvær vikur eitthvert upp í
sveit og guðsorðið numið í guðs-
grænni náttúrunni, auk sem sem
farið er í göngur, siglingar eða
aðrar íþróttir stundaðar. Prest-
arnir sjá um andlegu hliðina, en
sú líkamlega er ræktuð af íþrótta-
lega sinnuðum ungmennum. Síð-
ar meir halda þessir hópar oft
saman, hittast og skemmta sér,
enda góður grunnur lagður að
samheldninni með dvölinni í sum-
arbúðunum. Strákarnir eru sér í
húsi og stelpurnar sér, en hluti
af gamninu er auðvitað að reyna
að hittast að næturþeli þvert á
kynskiptinguna.
í Finnlandi tíðkast kyrtlar og
krakkarnir leggja ekki mikið upp
úr fermingarfatnaði. Gallabuxur
sjást þar því oftar en svartar bux-
ur og hvít skyrta, sem einu sinni
var. Veislan er ekki eins fjörleg
og tíðkast í Danmörku. Oftast
boðið upp á kaffi og kökur og vín
sást til skamms tíma ekki í finnsk-
um fermingarveislum. Svo voru
teknar myndir af fjölskyldunni við
kökuborðið eins og vera ber og
leiðtogarnir úr sumarbúðunum
koma iðulega í heimsókn
í veisluna og syngja með
viðstöddum.
Áður fyrr var gullkross
föst fermingargjöf frá afa
og ömmu og gjafirnar
voru oft skartgripir að
ógleymdu úrinu. Nú er
allt mögulegt við hæfi
sem finnsk fermingargjöf,
en ávísanir koma líka oft
í stað hluta. Og áður fyrr
var það alvarlegt mál að
vera fermdur og komast
í fullorðinna manna tölu.
Þá mátti fara á böll á eft-
ir og hægt var að fá skír-
teini upp á að maður
mætti keyra vespu.
Þetta var svona það helsta um
danskar og finnskar fermingar.
Kannski einhver finni sér þar inn-
blástur til að breyta út af íslenska
mynstrinu og taka ferminguna
sem skemmtilegan atburð í fjöl-
skyldunni, sem ekki þarf að
stressa sig yfir upp úr skónum ...
DANIR halda ræður í fermingum.
sem leggur
grunn að framtíðinni
Pálmi Þór Mósson og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
Stjörnubókin er einhver
vœnlegasta ávöxtunarleiðin
í dag og er því tilvalin bœði
sem fermingargjöf og fyrir
fermingarpeningana.
# Stjörnubók 12 mánaða.
# Stjörnubók 30 mánaða.
# Verðtrygging og hámarksávöxtun.
# Hver innborgun bundin í 12 eða 30 mánuði.
Eftir það er hún laus til útborgunar einn
mánuð í senn á sex mánaða fresti.
# Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma.
STJÖRNUBÖH
(S)blinaðarbankinn
- Tramtur banki
Suðurlandsbraut 22,sími 553 6011
Míkíð úrval af
húsgögnum
í unglíngaherbergíð
svefhsófinn. Fáaniegur
meðýmsu íklæðí
Verð frá
kr. 38.160 stgr.
Sídney
SkrífborðshílU,
hlíðarborð og
skápur
kr. 44.640 stgr.
Mjó hílla
kr. 21.7SS stgr.
Rúm 90-105-120
Focus
Skrífborð
kr. 37.700 stgr.
Fataíkápur
kr. 20.700 stgr.
Kiiia m/skúffum
kr. 37.900 stgr.
Kílla 15.770 stgr.
Kiíkk klakk
Futon
svefnsófí með örmum
kr. 55.440 stgr.
Lútaðar furu-
kommóður
5 skúffu
kr. 17ASO stgr.
6 skúffu
kr. 19.760 stgr.
i