Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VÐ íslendingar höfum verið að gera okkur grein fyrir því á seinustu árum, hversu nauðsynlegt það er að viðhalda jafnvægi milli sálar og líkama - og ekki síður því að það sé allnokk mikils virði að halda hylkinu sem okkur hefur verið úthlutað í góðu ásigkomulagi. Góð heilsa er mikiis virði - en hún er ekki gefin. Flest okkar fæðast hraust og með sterka líkama, en gerum það svo að leik okkar að klúðra hreyst- inni; höfum of mikið að gera árum saman til að huga að ástandi lík- amans, neytum óhollrar fæðu eða hugum ekki að fæðusamsetning- unni, reykjum, neytum áfengis, beitum h'kamanum rangt þegar við stöndum, sitjum, göngum, vinn- um, hvílumst illa. Og svo fara alls konar krankleikar að beija á hylk- inu. Það er ekkert ný bóla að við förum svona með okkur. Virðingin fyrir mannslíkamanum hefur allt- af verið tæp hér. í verkum Lax- ness má sjá ótrúlegar lýsingar á líkamsástandi og líkamsburðum íslendinga. í Heimsljósi segir til dæmis frá sýslumanni þeirra Svið- víkinga, sem „hvíldi ístruna á lær- unum og kinnarnar á öxlunum“. í sömu bók er Magnína heimasæta á Fótarfæti, „digur og hörð, en blá framaní, og hundurinn hnerr- aði þegar hann þefaði af henni“. Mataræði þessara tveggja persóna eru gerð skil í bókinni; feitur mat- ur, súr og kjöt - og er það ekkert einsdæmi. Svo eru það hinir sem eru krangalegir og horaðir; þjást af ólíklegustu sjúkdómum í vefjum og beinum. Ástæðan oftast kuldi, vosbúð, hungur, ofbeldi, og þræl- dómur. Verk Laxness eru full af grotnuðum íslenskum líkömum, utan um afskaplega dapurlegar sálir og þegar maður veltir fyrir sér viðhorfi landans til líkamans, skilur maður að þetta er allt satt. En svo hóf heilsustefnan innreið sína og varla hefur það verið seinna vænna, ef þjóðin átti ekki að afmyndast í genunum. Eitt af því sem hefur fylgt heilsustefnunni er nudd. Það eru ekki svo mörg árin, síðan það þótti hálf óviðkunnaniegt að fara í nudd. Dálítið dónalegt og maður átti ekki að segja frá því. Sem betur fer hefur það breyst. í dag er sjálfsagt að fara í nudd. í Baðhúsi Lindu er starfrækt nuddstofa, og handverksmaðurinn MATTIÓ. Stefánsson. Manneskian há mðrgum siónarhornnm Matti Ó. Stefánsson hefur rekið nuddstofu í Reykjavík í nokkur ár. Hann er keflvískur körfuboltamaður, menntaður í Banda- ríkjunum í málefnum hugar og líkama. Hann segir Súsönnu Svavarsdóttur frá námi sínu og störfum, ræðir lífsgildin og forgangsröðina, auk þess sem hann segir frá nýrri nuddstofu sem hann er að opna. á þeirri stofu er Matti Ó. Stefáns- son. Hann segist ekki kalla sig nuddara, þótt það megi svosem, því það sé svo margt fleira sem vinna hans snúist um. Hann stund- aði nám við „The Institute of Psycho and Structural Balancing (Stofnun andlegs og líkamlegs jafnvægis), í San Diego í Banda- ríkjunum í þijú ár. „Námið þar er mjög markvisst uppbyggt. Það er svo margt fleira kennt þar en nudd,“ segir Matti. „Það er horft á manneskjuna frá mörgum sjónarhornum, til að komast að því hvað hefur valdið því að ójafnvægi komi fram. Ójafnvægi getur þýtt bakverkir, axlaverkir og hvers konar önnur vanlíðan á líkama og sál. í náminu fólst margþætt líkamsvinna, svo sem nudd, kínverskar aðferðir, lík- amsbeiting, ýmiss konar æfingar og það var einnig fjallað um mat- aræði og sálarástand yfirleitt." Það er oft sagt að það séu bein tengsl milli sálarástands einstakl- ingsins og líkamlegs ástands og að flestir líkamlegir sjúkdómar eigi sér upptök í sálarlífinu. „Já,“ segir Matti „Ég nýti mér oft þessa staðreynd til að hjálpa fólki út úr sinni vanlíðan og ég hef mikinn áhuga á að skoða áhrif hugar á líkamann. Að koma sér úr því ástandi að vera veikur fyrir á einhveijum sviðum, má líkja við ferðalag frá stað þar sem þú ert ekki ánægður til staðar þar sem þú ert ánægður. Það segir sig sjálft að ef hugur- inn heldur, eða trúir, að þessi nýi og betri staður sé ekki til, þá legg- ur enginn af stað upp í slíka ferð. Það að fá einstaklinginn til að trúa að þetta sé hægt, er fyrsta skrefið „Það virðist vera að fólk beri mismunandi líðan, eða tilfinning- ar, á mismunandi stöðum í líkam- anumm, til dæmis áhyggjur og ábyrgð í öxlum, reiði sem er ekki tjáð, safnast oft á milli herðablaða og ótti ýmiss konar virðist oft vera í kringum nýrnasvæðið. Það getur verið ótti við marga mismun- andi hluti; til dæmis fjárhagsá- hyggjur. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum efnum, en má styðjast við þetta að einhveiju leyti. Allar alhæfingar eru hættu- legar - jafnvel þessi. Það er mjög hollt að geta hugs- að um hlutina í báðar áttir. Um leið og við hugsum bara í eina átt, erum við búin að setja þrösk- uld - eða hindrun - í hugann.“ Mikilvægi snertingar Morgunblaðið/Ásdís í því að hjálpa honum. Erfiðasti hjallinn er oft að fá fólk til að átta sig á því að það sé eitthvað hægt að gera. Það er hins vegar ekkert nauð- synlegt að eitthvað sé að til að fólk fari í nudd.“ íslendingar hræddir við að dekra við sjálfa sig „Nuddið getur, til dæmis, verið mjög gott við uppsafnaðri þreytu. Það er gott fyrir fólk til að slaka á og til að dekra við sjálft sig - sem er mikilvægt. Þar sem þjóðfé- lagið, sem við lifum í í dag, er ekkert mjög manneskjuvænt, er ekki vanþörf á því að gera eitt- hvað til að hlaða rafhlöðurnar." En er okkur ekki einmitt kennt að við eigum stöðugt að hugsa um aðra og að það sé ljótt að hugsa um sjálfan sig - hvað þá dekra við sjálfan sig? „Jú, okkur hefur verið kennt að það sé ekki í lagi að dekra við sig. Við horfum upp á það að fólk sjái um alla aðra og allt annað, allt sitt líf. Og þetta er mjög al- gengt hér. Mér hefur í rauninni alltaf fundist það stórmerkilegt að fólk skuli fá samviskubit yfir því að gera einstaka sinnum eitt- hvað fyrir sjálft sig.“ Hvað gerir þú þegar fólk kemur til þín með eymsli hér og þar um skrokkinn? „Ég nýti mér kenningar og að- ferðafræði kínversku læknisfræð- innar, ásamt öðru til að komast að því hvað þurfi að skoða hjá viðkomandi. Eigum við að leita Iausna í mataræði, líkamsbeitingu og hreyfingarlögmálum, eða and- legri líðan viðkomandi í daglegu lífí?“ Hvað með bakverki - sem eru mjög algengt mein hér. Hvað segja þeir þér? „Það getur verið mjög misjafnt. Það er eitthvað í daglegu lífi fólks, sem fer með bakið. Líkaminn gerir alltaf það besta sem hann getur, við þær aðstæður eða það um- hverfí sem hann fær til að starfa í. Ég hef rekið mig á það í minni vinnu að ef manni tekst að bæta þær aðstæður, eða umhverfi og hjálpa fólki í rétta átt, þá er það mjög fljótt að taka við sér. Einhvers staðar las ég að fólk safnaði bældum tilfinningum á mismunandi staði í bakinu; til dæmis áhyggjum og ábyrgð í axl- irnar og sorg í mjóbakið og svo framvegis. Hvað segir þú um það? Matti hefur starfað við nudd í sjö ár. Þar af í fímm ár hér á ís- landi. Hann starfaði einnig í Bandaríkjunum eftir að námi lauk. En er einhver munur á Islending- um og Bandaríkjamönnum sem koma á nuddstofur. Nú hlær Matti. „Já, mikill mun- ur. Ég var með nuddstofu í eitt og hálft ár eftir skóla, á meðan fyrrverandi unnusta mín var að Ijúka sínu námi. Þar komu allt öðru vísi karakterar inn á stofuna. Þangað slæddust alltaf öðru hveiju til manns karakterar sem ég hef ekki séð að séu til hér á Islandi. Það var aðallega tengt því að nuddið (massage) úti getur á sumum stöðum verið tengt við ólöglega starfssemi og þar þarf maður alltaf að auglýsa sérstak- lega að nuddið sé löglegt. Það kom fyrir að bæði karlmenn og konur buðu mér háar fjárhæðir fyrir að fara „yfir línuna“ - þá línu sem ég hef tamið mér í mínu starfi. Þegar ég neitaði var venju- lega reynt að hækka tilboðin, þangað til ég hló og sagði: „Þetta er ekki spurning um peninga. Það sem þú biður um er ekki til sölu. Þú ert á vitlausri stofu.“ Ég fann hvað það var mikilvægt að línurn- ar séu svona skýrar, áður en mað- ur byijar í þessu starfi. Þess vegna var líka mjög auðvelt fyrir mig að höndla þetta. Hér heima hef ég ekki lent í svona hlutum, sem betur fer.“ Hvaða línur eru þetta? „Maður þarf að gera sér grein fyrir því hvað snerting er ofboðs- lega sterk sem tæki til að hjálpa fólki. Það er margsannað að hjá ungviði, hvort sem það er mennskt eða úr dýraríkinú, að það þrífst ekki eins vel ef það missir af snert- ingu í uppvexti. Ég var einu sinni spurður að því hvað væri góð snerting og hvað væri slæm snert- ing. ^ Góð snerting telst til dæmis faðmlag, klapp á öxl, hlýr koss frá ástvini og svo framvegis, sem get- ur sagt meira en þúsund orð. Slæm snerting myndi hins vegar teljast högg, allt líkamlegt ofbeldi, til dæmis kynferðisleg áreitni - og nauðgun, sem mér fínnst vera það versta sem nokkur getur lagt á aðra manneskju. Við verðum að geta virt þau mörk sem aðrar manneskjur setja okkur. Það eru mismunandi leyfi- leg mörk, eftir því hvernig sam- bandið er milli fólks. Það eru til dæmis ekki sömu mörk hjá kunn- ingjum, eða einhveijum úti í bæ, og hjá móður, systur eða maka. Við verðum að virða þau mörk sem hver setur." Hins vegar hef ég stórar áhyggjur af öllu þessu tali um kynferðislega áreitni. Fólk er orðið hrætt við að sýna hvert öðru vina- legheit eða hlýju. Það má ekki gerast. En til þess að það gerist ekki, verðum við að átta okkur á og virða þau mörk sem annað fólk setur okkur.“ Okkur íslendingum finnst við þurfa að basla mikið fyrir lífinu - og gefum okkur kannski ekki mik- inn tíma til að rækta okkur sjálf - eða dekra við okkur. Finnst þér munur á þessu hér og úti í Banda- ríkjunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.