Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA/ JC^I YCIMC^AR JBBBm^^BBBBs wBBm vBmm Hi HBi mHi .% f V Reyndur sjómaður Rúmlega fertugur maður, með 16 ára reynslu í brú á skuttogurum, lengst af sem skip- stjóri, óskar eftir skipstjóra- eða stýrimanns- starfi. Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. maí merkt: „Skipstjóri - 9190“. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar í sumarafleysingar á Heilsugæslustöina Hólmavík. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í vinnu- síma 451 3188 og heimasíma 451 3435. „Au pair“ „Au pair“ vantar sem fyrst til Ontario, Kanada, til að hjálpa við að sjá um 2ja ára tvíbura. Þarf að hafa bílpróf og má ekki reykja. Frekari upplýsingar fást í síma 557 2616 eftir kl. 18.00 á daginn og um helgar. Ritari (fulltrúi framkvæmdastjóra) Fyrirtæki sem starfar á sviði matvöruversl- ana óskast eftir ritara í fullt starf. Leitað er að starfsmanni sem getur starfað undir álagi, er ákveðinn, töluglöggur, sjálfstæður og hef- ur góða skipulagshæfileika. Kröfur eru gerðar til hæfileika í mannlegum samskiptum, málakunnáttu og mjög góðrar tölvuþekkingar og reynslu í Word- og Excel- vinnslum. Um nýtt starf hjá vaxandi fyrirtæki er að ræða og er ráðning miðuð við að störf hefjist fljótlega. Umsóknir með helstu upplýsingum sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Spennandi framtíð - 4240“ fyrir lok 18. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað og fa'rið með sem trúnaðarmái. Hagfræðingur • Stærðfræðingur Leitum að starfsmanni í tölfræðilega úrvinnslu hjá Fasteignamati ríkisins. Helstu ábyrgðarsvið starfsmanns eru: Tölfræðileg úrvinnsla úr kaupsamningaskrá. Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini FMR — Vinna við þróun matsreglna FMR Viðkomandi þarf að hafa, góða tölfræðimenntun, góða almenna tölvukunnáttu, samskipta- og skipulags- hæfileika, þjónustulund og löngun til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Nánari upplýsingar veita Benjamín Axel Árnason og Ólöf jóna Tryggvadóttir ráðningastjórar Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 23. apríl 1996 Ab <- r^j>! Ljósmóðir Hjú.krunarfræðingur með Ijósmæðramennt- un eða Ijósmóðir, óskast til afleysinga. Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár frá 01.07.96 eða eftir nánara samkomulagi, við fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura. Einnig mæðravernd og fræðsia. Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri í síma 455 4000. 4U SÍÖÍi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Markaðsfulltrúi Starfsmaður óskast í hálft starf við sölu- og markaðsmál. Umsóknir merktar: „Markaðsmál" berist skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyr- ir 22. apríl nk. Nánari upplýsingar veitirframkvæmdastjóri. Leikskólar Reykjavíkurborgar Samvinnuháskólinn á Bifröst er fagháskóli á sviði rekstrar og stjórn- unar. Skólinn hefur starfað sem háskóli í átta ár og útskrifar rekstrar- fræðinga að loknu tveggja ára námi og BS-rekstrarfræðinga að loknu þriggja ára námi. í þessum 100 nemenda skóla er fyrst og fremst kennt með verkefnum og hópstarfi, og lögð áhersla á raunhæf verk- efni, alþjóðleg viðfangsefni og notkun upplýsingatækni. Samvinnuhá- skólinn er staðsettur í fögru umhverfi í Norðurárdal í Borgarfirði, um 150 km. frá Reykjavík. Háskólakennsla Samvinnuháskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða háskólakennara til starfa. í starfinu flest kennsla í rekstrarfræðum á háskólastigi, rannsóknir og ráðgjöf og þátttaka í fræðslu- stjórnun skólans. Æskilegt er að umsækjendur hafi meist- aragráðu í rekstrar-, viðskipta- eða hagfræði- greinum. Gert er ráð fyrir að störf hefjist 1. ágúst. Allar nánari upplýsingar veitir rektor Sam- vinnuháskólans. Skriflegar umsóknir þurfa að berast rektor fyrir 1. maí. Samvinnuháskólinn á Bifröst Sími: 435-0000; bréfsími: 435-0020; netfang: ha-bifrost@ismennt.is; veffang: http://bifrost.ismennt.is/~svhs/ I lHi1<'Hili Penninn hf. er 63 ára gamalt verslunarfyrirtceki. Fyrirtœkið er eitt af rótgrónari verslunarfyrirtœkjum landsins. Störf eru álíka og árin eða um 60 talsins. Verslanir Pennans sf. eru í Kringlunni, Hallarmúla og Austurstrœti. LÍMSTAFASKURÐUR Afgreiðsla í Teiknideild VIÐ LEITUM AÐ hugmyndafrjóum, smekk- legum og skapandi einstaklingi til að sinna hönnunarverkefnum á límskurðarvél í Myndlista- og teiknivörudeild Pennans sf., Hallarmúla. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi reynslu af notkun “Coral Draw” teikniforrits og/eða af sambærilegum teikniforritum. í BOÐI er áhugavert og skapandi starf í líflegu starfsumhverfi. Vinnutími er frá kl.9- 18. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 19. apríl n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.9-10. ST Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík , Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 RA Guðný Harðardóttir Staða leikskólastjóra við leikskólann Arnar- borg v/Maríubakka er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmdastjóri og Margrét VallýJóhanns- dóttir, deildarstjóri í síma 552 7277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. FLUGLEIDIR Matreiðslumenn óskast Flugleiðir óska eftir að ráða matreiðslumenn til sumarstarfa í flugeldhús félagsins á Kefla- víkurflugvelli. Félagið leitar eftir duglegum og áhugasöm- um matreiðslumönnum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Starfsreynsla við matreiðslustörf er nauðsynleg. Hér er um vaktavinnustörf að ræða. Nánari upplýsingar um störfin veitir deildar- stjóri flugeldhúss í síma 425 0285 á skrif- stofutíma. Skriflegar umsóknir óskast sendar flugeld- húsi félagsins á Keflavíkurflugvelli fyrir 21. apríl. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. tmmmamafœrr Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja - krefjandi og spennandi starf - Þróunarfélag Vestmannaeyja óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Félagið er stofnað af Rannsóknarsetri Háskóla Islands, Vest- mannaeyjabæ og stofnunum hans. Markmið starfsemi Þróunarfélags Vest- mannaeyja er að efla og verja atvínnustarf- semi í Vestmannaeyjum. Hæfniskröfur: Leitar er að kröftugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu, reynslu og menntun til að takast á við verkefni eins og: • Markaðsmál. • Þróunarmál. • Ráðgjafarmál. • Verkefnisstjórnun o.fl. • Er hugmyndaríkur og getur bæði starfað sjálfstætt og í hópvinnu. • Hefur þor til að hafa frumkvæði. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 1996 og skulu skriflegar umsóknir berast til: Þróunarfélag Vestmannaeyja, - umsókn um starf- pósthólf 128, 902 Vestmannaeyjar. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í síma 481 1088.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.