Morgunblaðið - 14.04.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 14.04.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 21 AUGL YSINGAR Bakari óskast Óskum að ráða bakara eða mann vanan bakstri sem fyrst. Nemi með einhverja reynslu kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar gefur Jóhann S. Jónsson framleiðslustjóri í síma 452 4500 (heima 452 4242). Brauðgerðin Krútt, Blönduósi. TRYGGINGASTOFNUN ^7 RÍKISINS Læknar Tryggingastofnun ríkisins óskar eftir að ráða tvo lækna í hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir. Umsóknir sendist skrifstofustjóra Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir 20. maí 1996. Sálfræðingar - hópstjórar Lausar stöður við Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga Vegna opnunar nýrrar meðferðarstöðvar fyr- ir unglinga, STUÐLA, við Fossaleyni á Keldnaholti, eru eftirfarandi stöður lausarfrá 1. ágúst nk.: Staða sálfræðings Meðal verkefna: Sálfræðileg athugun ungl- inga sem koma til meðferðar þ.á.m. túlkun sálfræðilegra prófa. Þátttaka í meðferð ungl- inga m.a. á hópfundum, einstaklingsvið- tölum. Fræðsla og handleiðsla við starfsfólk. Umsjón með fjölskyldustarfi, þ.á.m. meðferð aðstendenda þeirra unglinga sem vistast á Stuðlum. Þátttaka í eftirmeðferð unglinga og fjölskyldna þeirra eftir útskrift af Stuðlum. Við erum sérstaklega að leita eftir sálfræð- ingum með reynslu og þekkingu af starfi með unglingum í margvíslegum vanda þ.á.m. vímuefnavanda og þeim sérstaklega sem hafa áhuga og þekkingu á starfi með að- standendum slíkra unglinga. Fjórar stöður hópstjóra Meðal verkefna er gerð meðferðaráætlana og umsjón með framvindu meðferðar tiltek- inna skjólstæðinga. Umsjón meðferðardag- skrár í umboði dagskrárstjóra. Vaktstjórn. Þátttaka og/eða stjórnun á meðferðarfund- um og fjölskyldufundum. Vaktavinna. Við erum að leita eftir einstakl- ingum með a.m.k. þriggja ára menntun á háskólastigi á sviði sálafræði, félagsfræði eða uppeldisfræði eða aðra jafngilda mennt- un á þeim sviðum auk reynslu af starfi með unglingum og/eða fjölskyldum. Á Stuðlum verða 12 rými fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða. Þar fer fram greining og meðferö þ.m.t. vímuefnameðferð í 1-4 mánuði ásamt eftirmeðferð í allt að 12 mánuöi að aflokinni vistun. Áhersla verður lögð á vinnu með fjölskyldum ungling- anna á vistunartíma og í eftirmeöferð. Auk þess verður á Stuðlum að- staða til skammtímavistunar í neyðar- og bráðatilvikum. Starfsfólki Stuðla gfst kostur á að taka þátt í mótun og þróun á nýjum og framsæknum meðferðarstað þar sem áhersla verður lögð á virka meðferö og víðtækt fjölskyldustarf þar sem vnadamálin eru til að leysa þau og trúin á jákvæðan þroska er höfö að leiðarljósi. Sálfræðingar jafnt sem hópstjórar munu eiga þess kost aö taka þátt í samstarfi liðsheildar fólks með misr^unandi þekkingu og hlutverk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 552 8055. Umsóknir berist til Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, Suðurgötu 22, 101 Reykjavík, fyrir 6. maí nk. Forstöðumaður. Sölumenn Sökum aukinnar sölu auglýsa Bílheimar ehf. eftir sölumönnum. Leitað er að karlmönnum eða konum til fastra framtíðarstarfa. Reynsla af sölumennsku eræskileg en ekki nauðsynleg. í boði er fjölbreytilegt og skemmtilegt starf í nýjum björtum húsakynnum. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist fyrir 20. apríl nk. til: Bílheimar ehf., Sævarhöfða 2a, póshólf 12260, 132 Reykjavík, merktar: „Sölumaður". SJÚKRAHUS REYKJ AVÍ K UR Hjúkrunarfræðingar! Staða aðstoðardeildarstjóra á svæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf við deildina. Nám og reynsla í svæfingahjúkrun er nauðsynleg. Staðan veitist frá 1. júní 1996. Umsóknar- frestur er til 20. maí 1996. Nánari upplýsingar veita Ásgerður Tryggva- dóttir, deildarstjóri svæfingadeild, í síma 525 1093 og Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 525 1305. Skrifstofustarf Stéttarfélag óskar eftir góðum og vönduðum starfskrafti. Starfið felst m.a. í almennum skrifstofustörfum, tölvubókhaldi og fjár- vörslu. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt og hafa gott vald á enskri tungu. Um er að ræða hálfsdagsstarf fyrir hádegi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist afgreiðslu Mbl. fyrir 23. aprí[ merktar: „Skrifstofustarf - 4241 “. V VERKVANGUR H.F. VERKFRÆÐISTOFA Verkvangur er verkfræðistofa sem er sérhæfð á sviði ráðgjafar varðandi viðhald og rekstur fasteigna. Vegna nýrra verkefna og aukinnar þjónustu við viðskiptavini viljum við nú bæta við starfsmönnum. - TÆKNIFRÆÐINGUR Leitum að tæknifræðingi til starfa við úttektir, ráðgjöf og eftirlit. Viðkomandi þarf að hafa iðnmenntun og starfsreynslu úr byggingariðnaði. ► TÆKNITEIKNARI Leitum að tækniteiknara með góða starfsreynslu. Viðkomandi þarf að hafa, góða almenna tölvukunn- áttu, æskileg starfsreynsla úr byggingariðnaði og kunnátta á notkun teikniforrita. Nánari upplýsingar veita Benjamín Axel Ámason og Ólöf lóna Tryggvadóttir ráðningastjórar Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 22. apríl 1996 A => <5 = ^ >T Á B E N D I R Á Ð C I Ö F & RÁÐNINGAR LAUCAVECUR 178 S I M I : 568 90 99 FAX: 568 90 9 6 A KOPAVOGSBÆR Lausar stöður við leikskóla Stöður matráða við leikskólana Kópahvol v/Bjarnhólastíg, sími 554 0120 og Smára- hvamm v/Lækjarsmára, sími 564 4300. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Einnig vantar leikskólakennara í leikskóla bæjarins. Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar og leikskólafulltrúi í síma 554 5700. Starfsmannastjóri. Sölumaður Heildsölufyrirtæki sem starfar á sviði mat- vöruverslana óskar eftir sölumanni í sumar- afleysingar. Leitað er að starfsmanni sem getur starfað undir álagi, er ákveðinn, hug- myndaríkur, sjálfstæður og hefur góða skipu- lagshæfileika. Söluferðir út á land eru hluti af starfinu, hefja þarf störf um eða fyrir miðj- an maí. Áhugasamir sendi inn nafn og aðrar upplýs- ingar til afgreiðslu Mbl. merktar: „Sölumaður - 15437“ fyrir 24. apríl. „Au pair“ í Þýskalandi Vingjarnlega fjölskyldu í Bremen, hjón með þrjú börn, vantar „au pair“ í eitt ár frá og með 1. ágúst nk. Upplýsingar gefur Erna Jónsdóttir, núverandi „au pair“, í síma 00-49-421-3469898. Familie Diederichsen, Benquestrasse 15, 28209 Bremen, Þýskalandi. FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR Tækni- og gæðastjórí Fiskiðjan Skagfirðingur hf. óskar eftir að ráða taekni- og gæðastjóra til starfa. Ábyrgðar og starfssvið: 1. Ábyrgð á tækni- og viðhaldsmálum fyrir landvinnslu og gæðastjórnunarkerfi. 2. Dagleg stjórnun viðhaldsvinnu og yfirum- sjón með innkaupum á varahlutum fyrir landvinnslu. 3. Fylgist með tæknilegum nýjungum til þró- unar á framleiðslutækni. 4. Þátttaka í áætlanagerð fyrirtækisins. Ger- ir áætlanir um kostnað vegna viðhalds og nýfjárfestinga. 5. Hefur umsjón með skipulagi og viðhaldi gæðastjórnunarkerfisins ásamt úrvinnslu og varðveislu gæðaskráa. Við leitum að manni með menntun á sviði tæknimála og gæðastjórnunar, reynslu og þekkingu á sjávarútvegi og/eða stjórnunar. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „FISK - 162“ fyrir 25. apríl nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.